Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 13 ANDREW Horne, forfallinn fluguveiðimaður með sérstakt dá- læti á Þingvallavatni gerði sér lítið fyrir um síðustu helgi og veiddi 18 punda urriða á örsmáa púpuflugu þar sem hann egndi fyrir bleikju við Öfugsnáða í Þingvallavatni. Þótt Þingvallaurriðinn sé marg- frægur fyrir mikla stærð, er þetta sá alstærsti sem veiðst hefur í ára- raðir og til að gera atburðinn enn sérkennilegri, þá veiddi Andrew 15 punda urriða á sama stað og á sömu flugu síðast liðið vor. Andrew var á bleikjuveiðum og var með Peacock púpu númer 12 með kúluhaus og átta punda taum. „Hann var mjög sterkur og ég var hálftíma að ná honum. Hann var 80 sentimetrar á lengd og spik- feitur. Svo feitur að það var erfitt að loka hendinni um stirtluna á honum. Þetta var feitari fiskur en 15 pundarinn sem ég veiddi í fyrra, sá var 86 sentimetrar,“ sagði Andrew í samtali við Morg- unblaðið. Hann bætti við að það kæmi mönnum á óvart að svo stór- ir urriðar tækju jafn smáar flugur og raun bæri vitni í þessu tilviki, en sjálfur teldi hann að glampinn af kúluhausnum minnti urriðann á hornsíli. Menn voru að fá fleiri urriða í vatninu um helgina, m.a. veiddist einn 12 punda á spón. Einnig hafa vænar bleikjur verið að gefa sig. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Endur- tók furðuna Andrew Horne með 18 punda urriðann. VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, vís- ar því á bug að mikil andstaða sé meðal sveitarfélaga við yfirfærslu á félagsþjónustu fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Að sögn Vil- hjálms er það vilji og yfirlýst stefna sveitarfélaganna að yfirtaka málefni fatlaðra frá og með 1. janúar 2003, svo framarlega sem hægt verði að ganga frá öllum at- riðum málsins samtímis. Hann segist ekkert sjá því til fyrirstöðu að málið verði tekið upp að nýju á haustþingi. Páll Pétursson, félagsmálaráð- herra, sagðist í viðtali við Morg- unblaðið í gær hafa í samráði við ríkisstjórnina horfið frá því að færa þjónustu við fatlaða til sveit- arfélaga og dregið til baka frum- vörp þar að lútandi, sem verið hafa til meðferðar á Alþingi. Þá sagði Páll að ástæðan fyrir þessari ákvörðun væri sú að í ljós hefði komið mikil andstaða við málið í þremur öflugum sveitarfélögum; Reykjavík, Kópavogi og Hafnar- firði og þá hefði fulltrúaráðsfundur Sambandsins mótmælt því að frumvörpin yrðu afgreidd á yfir- standandi þingi. Að sögn Vilhjálms snýst málið einfaldlega um ákveðið vinnulag og segir hann að fulltrúaráðið hafi einmitt staðfest vilja sveitarfélaga til að yfirtaka málefni fatlaðra en lagt áherslu á að málið yrði af- greitt á haustþingi samtímis ákvörðun yfirvalda um fjármögnun verkefnisins til sveitarfélaganna. Í ályktun fulltrúaráðsins segir m.a. að fulltrúaráðið staðfesti vilja sveitarfélaganna til að taka yfir málefni fatlaðra 1. janúar 2003 og til þess að tryggja sem besta sátt um málið telur ráðið að þrjú atriði þurfi að liggja fyrir. Í fyrsta lagi fullfrágengið frum- varp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, í öðru lagi fullfrá- gengið frumvarp sem tryggi sveit- arfélögunum tekjur til að standa undir þeirri þjónustu sem sveit- arfélögin yfirtaka og í þriðja lagi að fyrir liggi samningur milli ríkis og sveitarfélaga um árlega endur- skoðun á tekjum og gjöldum sveit- arfélaga vegna málefna sveitar- félaga. Fjármálaráðuneytið hafnaði tillögum félagsmálaráðherra „Bæði borgarstjórinn í Reykja- vík og bæjarstjórinn í Hafnarfirði eru meðlimir í fulltrúaráðinu, þannig að vilji þeirra er ótvíræður. Hins vegar, þá vildum við að öll þessi þrjú atriði yrðu afgreidd samtímis og við lýstum því yfir að tækist að afgreiða þetta á vor- þinginu þá myndum við fagna því. Félagsmálaráðherra kynnti síðan fjármálaráðuneytinu tillögur sínar um kostnað og samninga vegna ár- legrar endurskoðunar á tekjum og gjöldum, en fjármálaráðuneytið hafnaði þessum tillögum.“ Engar umræður farið fram um að hverfa frá yfirfærslu Vilhjálmur segir sveitarstjórnar- menn ekkert sjá því til fyrirstöðu að málin verði tekið upp á haust- þingi og að þessi þrjú mikilvægu atriði verði þá afgreidd samtímis, en í dag hafa sveitarfélögin hvorki í höndunum frágengið frumvarp varðandi tekjur og engan samning fyrirliggjandi um árlega endur- skoðun á tekjum og gjöldum. Að sögn Vilhjálms hafa engar viðræð- ur farið fram milli sveitarfélaga og ríkisstjórnar um að horfið verði frá þessari yfirfærslu á málefnum fatlaðra. „En það er ljóst í mínum huga að það þurfa að fara fram við- ræður milli ríkis og sveitarstjórna um það hvert verður næsta skref í þessu máli og ég mun að sjálf- sögðu beita mér fyrir því að slíkar viðræður fari fram.“ Formaður Sambands sveitarfélaga segir enga andstöðu við flutning á félagsþjónustu fatlaðra Viljum yfirtaka mál- efni fatlaðra árið 2003 Hægt að taka málið aftur upp á haustþingi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.