Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ LESANDI góður. Þú hefur kannski heyrt fréttina í hádeginu mánudaginn 23. apríl sl. en efni hennar var nokkuð á þessa leið; í júní verður 350.000 norskum laxaseiðum sleppt í kvíar í Mjóa- firði. Jú mikið rétt – þrjú hundruð og fimmtíu þúsund stykki verða það! Þrjú hundruð og fimmtíu þúsund! Ég verð að viður- kenna að fyrsta tilfinn- ing mín við að heyra þessa frétt var fyrst og fremst reiði og vonbrigði (sem eru kannski fullseint á ferð) en einnig áhyggjur af þessari þróun. Við erum rétt að uppgötva náttúru okkar og auðæfi hennar þegar á að fara að stefna þeim í hættu. Við vitum óskaplega lítið um lífshlaup laxins og stöndum í raun einungis rétt við þröskuld einhverrar lágmarksþekk- ingar á honum. Að blanda norskum laxi við íslenskan er ömurleg skammsýni og óþolandi óvirðing við íslenska náttúru, algert skeytingar- leysi í garð hennar. Stærðin er svarið Ég hitti í heita pottinum um dag- inn austfirskan sjómann sem rær nú annars staðar frá og hann hafði ákveðnar skoðanir. Hann skilur ekk- ert í þessu fáti, sagðist ekki geta séð hvað hefði breyst í náttúrufari og að halda því fram að kvíarnar væru skotheldar væri hreinasta lygi. Þá var hann auðvitað áhyggjufullur útaf erfðablöndun. Þetta vissum við auð- vitað fyrir en hann talaði út frá eigin reynslu af laxeldi. Það eina sem vakir fyrir þessum mönnum þarna fyrir austan er auð- vitað peningagróðinn sem þó getur varla orðið stjarnfræðilegur því hvernig eigum við að geta keppt við Norðmenn í þessu? En hvernig get ég verið svona vit- laus! Það er auðvitað stærðin sem skiptir öllu í bisness og þrjú hundruð og fimmtíu þúsund norsk laxaseiði eru auðvitað ekki neitt, neitt. Ekki heldur nokkur hundruð milljónir króna svona rétt til að byrja með. Og hvað verða þeir margir laxarnir í Berufirði og Reyðarfirði til samans? Þrjú hundruð og fimm- tíu milljónir? Það er bara eins gott að þetta borgi sig. Fallið er nefnilega því meira sem stökkið er stærra. Laxaflóttinn mikli Þá er það laxaflótt- inn sem á eftir að verða mikill úr kvíum lax- abænda. Það kemur vont veður á Íslandi, ein kvíin rifnar og lax- arnir svífa á braut. Fyrst verða þeir í ná- grenni kvíarinnar, svo útá firðinum en fara svo alfarið. Og hvert fara þeir? Það veit enginn en allir vita að lax hrygnir í ferskvatnsá. Norski laxinn slæðist með þeim íslenska upp í Selána mína í Vopnafirði, Hofsá og Vesturdalsá, Breiðdalsá. Hvað hann gerir af sér þar mun tíminn leiða í ljós en ljóst er að þeir sem ábyrgð bera á honum munu þurfa að punga út fyrir þeim skaða sem hann kanna að valda á íslenska laxinum. Um það er ákvæði í lax- og silungsveiðilög- um. Það verður áhugavert prófmál. Það er nefnilega verið að henda einni atvinnugrein út fyrir aðra, þ.e. laxveiði fyrir laxeldi, þannig að nettógróði íslensks samfélags af þessu tiltæki verður enginn. Við Íslendingar eigum að efla það góða sem fyrir er og stefna á ný mið sem ekki hafa verið reynd af öðrum í stað þess að hleypa hættunni heim. Það hlýtur að vera okkar sterkasta vopn því við erum lítið peð í alþjóða- samfélagi. Auk þess að nýta hrein- leikann okkar, tækni, þekkingu og gæðavöru sem er hérna fyrir. Okkur dugir að framleiða lítið en gott – lítið gott er nefnilega betra en mikið þokkalegt, er það ekki? Lúðueldi, barraeldi, þorskeldi, kræklingeldi og fleira kemur til greina án þess að stofna öðrum fisk- um í hættu sem þegar eru í útrým- ingarhættu. Erum við ekki mestu sérfræðing- ar í heimi í lúðueldi? Hamfarir aðrar Annað málefni sem ég vildi impra á: Kárahnúkavirkjun. Ég er nefni- lega búinn að finna rök fyrir sjálfan mig sem duga mér í þessu máli. Þér, lesandi góður, mun kannski finnast þau einfeldningsleg og auðveld að sjá en þau eru þó grundvölluð á for- sendum sem ekki eru allt of augljós- ar, a.m.k. ekki öllum svo mikið er víst! Það eru einfaldlega þau rök að stöðugt sneyðist um ósnortið land í heiminum, á Íslandi, og því hefur það gildi í sjálfu sér sem ósnortið land. Þegar ósnortið land er eyðilagt kemur það aldrei aftur. Það verður ekki ósnortið nema einu sinni. Og þegar ósnortið land er horfið veit enginn lengur hvernig það leit út þegar það var ósnortið. Þess vegna hefur ósnortið land gildi í sjálfu sér óháð því hvort hægt er að græða peninga á því með því að raska því. Þess vegna þarf að halda því ósnortnu. Ef Kárahnúkavirkjun verður að veruleika verða Vestur- öræfi ekki lengur ósnortið land. Ekki heldur Hraunin eða Fljótsdals- heiði verði allt þetta framkvæmt. 33 ferkílómetrar gróðurlendis fara und- ir Hálslón og hreindýrastofninn verður hættulega lítill. Þess vegna á íslenska ríkið að hafa að stefnu sinni að vernda Vesturöræfi sem og há- lendi Íslands allt hér eftir, hrein- dýrastofninn, gæsirnar og gróðurinn því allt þetta mun ekki koma aftur í sömu mynd verði stíflað við Kára- hnúka. Austurlandi er ætlað annað hlut- verk en að framleiða ál og snúa túrb- ínuhjólum. Það sér hver sem lítur yf- ir landið á sumardegi. Skógrækt, skógariðnaður, menningartengd ferðaþjónusta, landbúnaður og sjó- sókn, smáiðnaður hvers konar, versl- un og þjónusta. Menntun og vísindi þurfa að eflast á Austurlandi. Það er ljóst að þjóðgarður getur ekki verið á Vesturöræfum ásamt virkjun. Skilgreiningu á þjóðgarði lærði ég hjá Sigurði Blöndal í skóg- ræktaráfanga í menntó á Egilsstöð- um og þarf ekki að endurtaka. Þjóð- garður er ósnortið land. Svo einfalt er það. Hamfarir á Austurlandi Þórður Mar Þorsteinsson Umhverfismál Það er verið að henda einni atvinnugrein út fyrir aðra, segir Þórður Mar Þorsteinsson, þ.e. laxveiði fyrir laxeldi. Höfundur er laganemi við HÍ. LAUGARDAGINN 5. maí 2001 birtist grein eftir Hjálmar Árnason alþingis- mann, í Morgun- blaðinu, sem bar heitið ,,Forysturíkið Ísland“ og fjallaði um svokall- aða vetnisvæðingu landsins. Í fyrrihluta greinar- innar telur hann upp alls konar umfjallanir og viðurkenningar, þar sem erlendir sérfræð- ingar hrósa Íslending- um vegna stefnu í um- hverfisvænum orkumálum. Undir millifyrirsögninni ,,Ein- kennilegur úrtölutónn“ segir Hjálmar. ,,Í ljósi þessa er athygl- isvert að fylgjast með umræðu ým- issa stjórnarandstæðinga og há- værra einstaklinga í þjóðfélaginu. Af máli þeirra mætti skilja, að stefna íslenskra stjórnvalda sé hræðileg í orkumálum.“ Ennfremur segir Hjálmar: ,,Það er einmitt athyglisvert, að ýmsir fulltrúar virtra umhverfissamtaka erlendis, skuli fagna því, hversu vel að orkunýtingu er staðið hér á landi. Þá er einnig umhugsunarefni, að hinir öfgafyllstu skuli ávallt ræða um umhverfismál, sem stað- bundið fyrirbrigði, meðan sannir umhverfissinnar skoða þau í hnattrænu sam- hengi.“ Hversu lengi Hjálm- ar hefur verið um- hverfissinni og hvern- ig hann getur gert greinarmun á sönnum og öðrum umhverfis- sinnum er mér ekki kunnugt um. Ég hefi í mörg ár reynt að vinna að því, m.a., með skrifum og fyrirlestrum, að hér á landi yrði farið að nýta raforku, þessa um- hverfisvænu orku okkar, til að knýja farartæki. Mér hefur fundist, að þarflaust væri að breyta rafork- unni í eitthvert annað form af orku, sem síðan þarf að breyta aftur í raf- magn, því að raforka er það, sem t.d. knýr þessi vetnisfarartæki, sem nota orkuhlöð. Á þennan hátt er verið að sóa orku, vegna lélegrar nýtni. Það getur varla verið ,,böl- móður og öfgar“ þegar verið er að mæla með því að nýta vistvænu raf- orkuna okkar beint, enda er ég sammála því, sem gert hefur verið í orkumálum hér á landi. Þegar rætt er um fjármál í þessu sambandi, er verulegur munur á kostnaði, til dæmis kostar vetn- isknúinn strætisvagn á annað hundrað milljónir í innkaupi, en rafhlöðuknúinn 20-30 milljónir eftir stærð. Þarna sést, að verðmunur er gífurlegur, auk þess, að ekki er þörf á tilraunum, þar sem rafhlöðu- knúnir vagnar eru þaulreyndir. Einnig er rafmagn notað beint, og er þar mikil reynsla fyrir hendi. Mér virðist, að hérna sé verið að sóa skattpeningum okkar til þess að styrkja erlenda bílaframleiðendur, og til þess að hrósa sér af einhverju, sem varla er raunhæft á næstu ára- tugum. ,,Hin pólitíska yfirlýsing ríkisstjórnar Íslands um að verða fyrsta vetnisríki veraldar hefur hleypt af stað skriðu sem ekki verð- ur stöðvuð.“ (HÁ). Ég hef alltaf reynt að vera mál- efnalegur og mun reyna að vera það áfram, heldur en að vera með há- stemmdar yfirlýsingar. Fyrsta vetnisríki veraldar? Gísli Júlíusson Orka Á þennan hátt er verið að sóa orku, segir Gísli Júlíusson, vegna lélegrar nýtni. Höfundur er rafmagnsverkfræðingur. VIÐ alla þá háskóla í veröldinni, þar sem lög- fræði er kennd sem full- komin háskólagrein er leiði til fyllstu fag- mennsku og starfsrétt- inda, eru rannsóknir í lögvísindum fastur og brýnn þáttur í starfsemi lagadeilda háskólanna. Háskóli, sem starfar á breiðum faglegum grundvelli, er óhjá- kvæmilega rannsókn- arháskóli, þar sem nið- urstöður rannsókna birtast m.a. í kennsl- unni og kennslubókum – en jafnframt í lærðum ritum, sem skírskota til mun stærri hóps en nem- endanna einna. Rannsóknir og kennsla eru þannig skilyrðislaust samtvinnuð og kennsla án rannsókn- arstarfs er í reynd óhugsandi. Best þykir fara á því, að kennararnir sjálfir stundi rannsóknir jafnhliða kennsl- unni, enda er samband rannsókna og kennslu best tryggt með þeim hætti, en innan deildanna fer vitaskuld að jafnaði einnig fram margvísleg rann- sóknarstarfsemi, sem miklu varðar, en er ekki ætluð þessi nánu tengsl við kennsluna sjálfa, enda þótt árangur- inn skili sér einnig á því sviði síðar meir, með einum eða öðrum hætti. Að þessu leyti starfa lagadeildir há- skólanna á sama grundvelli og allar aðrar háskóladeildir – og þetta á að sjálfsögðu einnig við um lagadeild Háskóla Íslands. Þar er, þegar á heildina er litið, haldið uppi veiga- miklum rannsóknum í lögfræði, sem kennarar deildarinnar annast. Frá þeirra hendi hefur birst fjöldi viða- mikilla fræðibóka um margbeytileg svið lögfræðinnar – þar á meðal á fræðasviðum, sem lítt eða ekkert hafði áður verið ritað um hér á landi og var því verið að „skapa“ með þeim ritum, ef svo má að orði komast – auk óteljandi tímaritsgreina og annarra faglegra ritverka af ýmsum toga. Rannsóknastarfsemi við deildina þarf þó að auka og styrkja til mikilla muna. Tími sá, sem kennarar geta tekið sér til rannsóknanna, til hliðar við kennsl- una og margvísleg störf, sem tengjast kennslunni og öðrum deildarstörfum, er vissulega mjög takmarkaður. Með fjölgun fastra lagakennara, sem er af- ar brýn, myndu rannsóknir að vísu aukast en einna mest myndi þó muna um það, ef að deildinni fengjust jafn- framt góðir lögvísindamenn, sem gætu helgað sig rannsóknunum ein- um en hefðu enga kennsluskyldu – með hliðstæðum hætti og alkunnugt er og vel hefur gefist í flestum öðrum deildum Háskólans eða í stofnunum þeim tengdum. Lagastofnun Háskóla Íslands, sem að formi til er sjálfstæð stofnun en starfar í nánum tengslum við lagadeild Háskólans, hefur til þessa ekki haft á að skipa sérfræð- ingum í lögum, sem helgað geti sig rannsóknum einvörðungu, enda hefur fjármagn til þess aldrei verið fyrir hendi. Þar á þarf að verða breyting, og er mikilvægt verkefni deildarinnar og annarra aðila, sem vilja íslenskum lögvísindum vel, að beita sér fyrir auknum fjárveitingum í þessu augnamiði, sem og til eflingar rannsókn- anna almennt. Þegar hér hefur verið talað um rannsóknir í lögum hefur í raun réttri einkum verið átt við „frjálsar“ rannsókn- ir, svonefndar, þ.e. rannsóknir þar sem rannsakandinn velur sér viðfangsefni að öllu leyti sjálfur. Segja má, að frjálsu rannsóknirn- ar séu með vissum hætti „grundvöllur“ háskóla- starfsins. Hins vegar má ekki gleyma svokölluðum „þjón- usturannsóknum“, er fram fara eftir stýrðri áætlun, venjulega eftir skil- greindum óskum viðskiptavina, sem greiða fyrir þær. Mikilvægt er einnig, að þjónusturannsóknum í lögfræði sé haldið uppi að vissu marki, sé þess jafnframt gætt að niðurstöður þeirra séu öllum aðgengilegar og gagnist jafnt „kaupendunum“ sem þeim, er frjálsar rannsóknir stunda, enda skapa þjónusturannsóknirnar m.a. tekjur, sem nýtast frjálsum rann- sóknum. Hér hefur Lagastofnun einnig mikilvægu hlutverki að gegna, en þar á bæ eru þjónusturannsóknir nú illa á vegi staddar vegna tiltekinna aðgerða stjórnvalda, sem hamla þeim að verulegu leyti. Gagnsemi lögfræðirannsókna er í raun réttri sambærileg við það, sem gildir um rannsóknir á öllum öðrum vísindasviðum, sem Háskóli Íslands lætur sig skipta, enda þótt almenn- ingur (og reyndar einnig fagmenn á ýmsum öðrum fræðasviðum en lög- fræði) geri sér oft ekki fulla grein fyr- ir þeirri staðreynd. Í nýju, umfangs- miklu og merku fræðiriti eins af kennurum lagadeildar, „Evrópusam- bandið og Evrópska efnahagssvæðið“ eftir Stefán Má Stefánsson prófessor (Rvík 2000), eru gefin góð dæmi um þetta, sem óhætt er að fallast á. Þar segir m.a., á bls. 26: „Rannsóknarnið- urstöður hvort sem er innan raunvís- inda eða á sviði lögfræði eru [...] sam- bærilegar í vissum skilningi, þ.e. leitast er við með vísindalegum að- ferðum að finna út tiltekinn sannleika (eða nýja hugsun) sem ekki var þekktur (eða var óljós) áður. Ef unnt er að fallast á niðurstöðuna má búast við að tiltekin framþróun verði á við- komandi sviði. Sem dæmi um tilgátu á sviði Evrópuréttar má nefna tilgát- una um að svipaðar mannréttinda- reglur gildi innan [Evrópska efna- hagssvæðisins] eins og í bandalagsrétti. Sé tilgátan sönnuð skilar hún einstaklingum og fyrir- tækjum í EFTA ríkjunum auknum mannréttindum. Með svipuðum hætti má segja að rökstudd tilgáta um bóta- ábyrgð aðildarríkja í tilteknum van- rækslutilvikum geti leitt til gjör- breyttrar réttarstöðu fyrirtækja (og einstaklinga) til hins betra. Í dæm- unum má sjá að rannsóknir á sviði lögfræði geta bæði fært þessum að- ilum aukin mannréttindi og skapað þeim betra efnahagslegt umhverfi.“ Að lokum skal hér tekið undir orð merks háskólamanns og áhrifamanns í menningarlífi þjóðarinnar, sem hann lét falla fyrir fáum árum, er hann hug- leiddi stöðu og framtíð lagadeildar Háskólans og íslenskra lögvísinda: „Ég tel að framtíð íslenska ríkisins – og þar með íslensku þjóðarinnar – sé öðru fremur undir því komin að við eigum öfluga sveit vel hæfra lögfræð- inga til að rannsaka og leysa þau laga- legu vandamál sem stafa af þeim miklu breytingum, sem nú eru að verða í Evrópu og raunar hvarvetna í heiminum. Þess vegna á efling Laga- deildar að vera forgangsverkefni á næstu árum.“ Rannsóknir í lögfræði og gildi þeirra Páll Sigurðsson Höfundur er forseti lagadeildar Háskóla Íslands. Lögvísindi Gagnsemi lögfræði- rannsókna er í raun réttri sambærileg við það, segir Páll Sigurðs- son, sem gildir um rann- sóknir á öllum vísinda- sviðum, sem Háskóli Íslands lætur sig skipta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.