Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 49 Klapparstíg 44, sími 562 3614 Pipar og salt kvarnir, mikið úrval Í MORGUNBLAÐINU birtist á skírdag greinarkorn nokkurt undir fyrirsögninni „Hinn grimmi Guð“. Höfundur þess hefur ritað nokkuð um trúmál í Mbl. og oftast, að því er virðist, með þeim ásetningi að gera lítið úr kristinni trú. Það er helst svo að skilja af skrifum þessa manns að hann telji Guð vera óvin mannkyns- ins en annan aðila vera vin og vernd- ara okkar mannanna. Hafi viðkom- andi maður slíka skoðun þá þarf engum að koma það á óvart að hann vilji ráðast gegn kristinni trú. Menn draga oftast dám af þeim sem þeir velja sér fyrir meistara! Ég hef haft kynni af mönnum sem hafa verið andsnúnir kristindómi en viljað vera ærlegir í breytni sinni. Umræddur maður virðist ólíkt þeim hugsa nokkuð þannig að tilgangur- inn helgi meðalið. Hann tilgreinir ritningarvers í Opinberunarbókinni, en breytir texta þess til samræmis við sínar einkahugmyndir. Í versinu er talað um að innsigla þjóna Guðs, en viðkomandi manni fannst víst heppilegra að hafa það „þræla Guðs“! Ritningin sjálf talar um gæfuleysi þeirra sem breyta Orðinu að eigin geðþótta. Þeir sem það gera finna þó vafalaust vegna ógæfu sinnar frekari átyllu til að ásaka Guð um grimmd í stað þess að líta í eigin barm. Í þessu greinarkorni sem hér er til umræðu virðist koma fram sá nýald- ar-hugsunarháttur sem stöðugt vill upphefja manninn á kostnað Skap- arans. Það þjónar í sjálfu sér kannski ekki miklum tilgangi að svara skrif- um af þessu tagi. Þau segja hinsveg- ar sína sögu um það mannlega ástand sem knýr þau fram. Og auð- vitað er alltaf dapurlegt að vita af manni sem sýnilega er illa staddur andlega. Hafi viðkomandi maður les- ið Biblíuna og ekkert fengið út úr þeim lestri nema mynd af grimmum Guði, er hann vissulega aumkvunar- verður. Heilög Ritning býr yfir þeim andans fjársjóðum sem hafa verið hugsvölun kynslóðanna í gegnum aldirnar. Maður sem fær ekkert út úr lestri Ritningarinnar nema eitt- hvað sem eykur á beiskju hans og kvöl, hlýtur að þurfa meira en lítið á hjálp að halda til andlegrar viðreisn- ar. Hugarfar hans hlýtur að leita meira hins illa en hins góða. Mér sýnist að það sé engin tilvilj- un að þetta greinarkorn hafi verið sent til Mbl. á þessum tíma. Því hef- ur verið ætlað að birtast í aðdrag- anda páskanna. Oft virðast sumir menn hafa mikla tilhneigingu til að reyna að spilla fyr- ir öðrum því sem þeim er heilagt. Það segir kannski sitt um höfund þessa tilskrifs. Honum hefur kannski fundist hann hitta vel í mark með því að fá samsetning sinn birtan í blaðinu á sjálfum skírdeginum, minningardegi heilagrar kvöldmál- tíðar. En var það grimmur Guð sem þvoði fætur lærisveina sinna við þá máltíð og gaf þeim nýtt boðorð, að þeir skyldu elska hver annan eins og hann hafði elskað þá ? Við sama tækifæri sagði Kristur einnig: „Hver sem veitir viðtöku þeim er ég sendi, sá veitir mér við- töku, en sá sem veitir mér viðtöku, veitir honum viðtöku sem sendi mig“. Við vitum líka sem lesum Biblí- una að staðaldri vegna þeirrar bless- unar sem það gefur, að Kristur sagði: „Ég og Faðirinn erum eitt.“ Maður sem vill taka sér dómsvald yfir Guði tekur sér hliðstæða stöðu og Lucifer. Hann gerir uppreisn gegn sinni eigin sálarheill. Guð er Skapari okkar og hefur mikið um velferð okkar að segja. Hann gefur okkur að vísu valfrelsi á ævigöngu jarðlífsins en það þýðir ekki að það sé sama hvernig við hegðum okkur. Við hin endanlegu skil verður hver og einn dæmdur samkvæmt Orði Guðs og á grundvelli þess sem það segir. Þá er það hinn réttláti Guð sem talar dómsorðin út og enginn áfrýjar þeim dómi. Þá verður til lítils að tala um grimman Guð eða skil- greina Skaparann sem óvin mann- kynsins. Tími valfrelsis mannanna verður þá liðinn og vald hins raun- verulega óvinar mannkynsins hefur þá endanlega verið brotið á bak aft- ur. Hann og þeir sem honum hafa fylgt munu þá mæta reiði hins rétt- láta Guðs og fá makleg málagjöld. Þeir munu hverfa að eilífu. Ég vona svo sannarlega að sem fæstir ali með sér þá sálarháska- hugsun, að Guð sé grimmur og mönnunum andstæður. Þeir sem glíma við biturleika og kvöl í sálarlífi sínu þurfa að sigrast á vanda sínum og þeir gera það með því að snúa sér til Guðs og játa yfirsjónir sínar. Þá munu þeir hinir sömu finna að Drott- inn er trúr og réttlátur. Þegar þeir svo fara heilshugar að lesa Heilaga Ritningu þá munu opnast fyrir þeim þau fyrirheit sem hún boðar þeim sem Drottni vilja heyra til. Það mun aftur leiða til þess að þeir munu öðl- ast viturt hjarta fyrir náð hins Al- máttuga og fá fullan skilning á því að Guð er í sannleika góður og vill sköp- un sinni allt hið besta. RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, Skagaströnd. Hinn góði guð Frá Rúnari Kristjánssyni: ÉG vil þakka fyrir það framtak að gefa út Sopranos-sjónvarpsþættina á mynddiskum með íslenskri þýð- ingu í formi neðanmálstexta. Þetta er liður í að bjóða úrvalsefni fyrir íslendinga í þeirri margmiðlunar- byltingu sem nú hellist yfir okkur. Hinsvegar er mikilvægt að ís- lensk þýðing á efni af þessu tagi sé vönduð og án hnökra. Lélegt þýðing getur brenglað merkingu, sem má ekki eiga sér stað í umgengni við listaverk. Slöpp þýðing hverfur okk- ur sjónum fljótt í sjónvarpinu en á geisladisknum sjáum við hnökrana aftur og aftur. Í upphafi annars þáttar leikur einn úr glæpaklíkunni atriði úr bíó- mynd, en merking þess tapast alveg í þýðingu. Reyndar endurtekur hann atriðið og þá er þetta rétt þýtt. Þetta er slóðaskapur við þýð- ingu. Einnig er mikilvægt að klára það verk sem maður lofar. Klára að þýða inn á diskinn sem merktur er „með íslenskum texta“. Þættirnir tveir á hverjum diski eru með ís- lenskum texta en ekki viðtölin við leikarana og leikstjórana en einn þáttur af því tagi fylgir hverjum diski. Hvers vegna sleppið þið þarna íslensku þýðingunni? Í fimmta þætti horfir Carmela Sopr- ano með prestinum á bíómyndina „Dreggjar dagsins“ en myndin er kölluð „Remains of the day“ af því að þýðandi hefur ekki nennt að kynna sér að titill bíómyndarinnar er til í góðri íslenskri þýðingu. Við viljum sjá meira af efni af þessu tagi gefið út á mynddiski fyr- ir íslenskan markað. En krafan er vönduð og fullnægjandi íslensk þýð- ing. SIGMAR ÞORMAR, Hlíðarhjalla 14, Kópavogi. Til útgefanda „Sopranos“ Frá Sigmari Þormar: ÞAÐ er mikið talað um mikla álagn- ingu á ýmsar vörutegundir um þess- ar mundir, og ganga ásakanir á víxl, hverjum er um að kenna, framleið- endum, birgjum, smásölum eða kanske ríkisstjórninni. Grænmetið hefur verið í sviðsljós- inu, og ekki að ósekju, hef ég aldrei skilið vel alla þessa „verndartolla“, hverja er raunverulega verið að vernda? Íslenzkt grænmeti hefur mikla yf- irburði yfir sambærilegt erlent grænmeti hvað gæði snertir, enda eðlilegt. Það ætti því að vera fyllilega samkeppnishæft, og það því næg vernd, ef annarleg sjónarmið og gróðafíkn einhverra hindruðu ekki eðlilega samkeppni. Ég ætla samt ekki að hætta mér meira inn á þetta völundarhús Öskjuhlíðar göngutúra, en bera fram smá fyrirspurn sem ég vona að ein- hver geti svarað, framleiðendur, birgjar eða smákaupmenn (spákaup- menn?). Ég verzla að miklu leyti í Hag- kaup, Skeifunni. Fer þó stundum í Bónus, kaupi þar t.d. kaffi og gos, en fisk/kjötvöru í Nóatúni, Háaleiti. Ýmsar hækkanir undanfarið hafa valdið mér smá heilabrotum, t.d. í Hagkaup, Skeifunni: Papco, salernispappír, bleikur, 4 rúllur í pakka. Í febr. 01, (og lengi áður) kr. 105 pr. pk., mars/apríl 01 kr. 139 pr. pk., 4. maí 01 kr. 145 pr. pk., 12. maí 01 kr. 149 pr. pk. Þurrkaðar aprikósur (Hagver) 250 g pakki, jan/febr. 01 kr. 169 pr. pakki, mars/apríl 01 kr. 179 pr. pakki, 12. maí 01, 189 pr. pakki. Nú spyr ég, er þetta allt hækkun „í hafi“ eða eitthvað annað? Svari nú einhver á skiljanlegu máli. Meira væri hægt að tína til en læt þetta nægja að sinni, meira gæti ruglað svarendur. JÓHANNES PROPPÉ, neytandi og ellilífeyrisþegi, Hæðargarði 33, Reykjavík. Réttlát álagning – eða hvað? Frá Jóhannesi Proppé:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.