Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
12 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FYRSTU íbúarnir í Grafarholti
fengu afhenta lykla að íbúð sinni
í gær, en um er að ræða 400.
íbúðina í rekstri húsnæðis-
samvinnufélagsins Búseta. Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, borg-
arstjóri í Reykjavík, afhenti
Ingibjörgu Hjaltadóttur lyklana
að íbúðinni, sem er við Kirkju-
stétt í Grafarholti.
Ingibjörg Sólrún tilkynnti að í
Grafarholti yrðu byggðar 200
leiguíbúðir, bæði í félagslega
kerfinu og almennar leiguíbúðir.
Sagði hún að líklega væri Reykja-
víkurborg nú í fyrsta skipti að
taka sérstaklega frá lóðir fyrir
leiguíbúðir.
Um er að ræða þrjár fjölbýlis-
húsalóðir sem verða auglýstar á
næstunni. Taldi borgarstjóri að
með þessum hætti væri verið að
brjóta blað í húsnæðismálum í
borginni enda væri ráð gert fyrir
vaxandi leigumarkaði hérlendis á
næstu árum.
Lífeyrissjóðirnir fjármagna
byggingu 600 leiguíbúða
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra var einnig viðstaddur og
vék orðum sínum að skorti á
leiguíbúðum á höfuðborgarsvæð-
inu og víðar. Sagði hann að
félagsmálaráðuneytið hefði geng-
ið frá viljayfirlýsingu um sérstakt
átak í byggingu leiguíbúða sem
felur í sér byggingu 600 íbúða á
næstu fjórum árum, sem fjár-
magnaðar verða af lífeyrissjóð-
unum. Mun Búseti reka helming
íbúðanna a.m.k. fyrst um sinn.
Páll gat þess einnig að endur-
skoðun á lögum um húsnæðis-
samvinnufélög væri að hefjast og
í undirbúningi væri vinna við að
móta framtíðarstefnu um þátt rík-
isins á sviði leiguhúsnæðismála.
Búsetaíbúð afhent
fyrstu Grafar-
holtsbúunum
Morgunblaðið/Jim Smart
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir með fyrstu íbúum Grafarholtsins, Ingi-
björgu Hjaltadóttur, Þórði Kristófer Ingibjargarsyni og Freyju Turner.
HÚSNEFND Félagsheimilisins
Miðgarðs í Skagafirði ákvað á fundi
sínum í fyrrakvöld að kæra þá
ákvörðun sýslumannsins á Sauðár-
króki til dómsmálaráðuneytisins að
hækka aldurstakmörk á dansleiki í
Skagafirði úr 16 í 18 ár.
Ákvörðun sýslumanns átti að
taka gildi í gær, 15. maí. Hún hefur
mætt mikilli andstöðu í Skagafirði
en nýlega voru sýslumanni afhent
mótmæli með undirskriftum ríflega
þúsund einstaklinga. Almenna regl-
an í landinu er sú að aldurstakmörk
á dansleiki í félagsheimilum er 16
ár.
Ríkarður Másson sýslumaður
sagðist í samtali við Morgunblaðið
fagna kærunni, enda hefði hann
bent félagsheimilunum á þá leið
þegar ákvörðunin var boðuð á sín-
um tíma. Best væri fyrir alla aðila
að fá úrskurð ráðuneytisins þannig
að þeir vissu hvar þeir stæðu.
Kolbeinn Konráðsson, húsvörður
í Miðgarði, sagði við Morgunblaðið
að kæran væri lögð fram á þeim for-
sendum að rök sýslumanns fyrir
ákvörðuninni standist ekki. Sýslu-
maður hefði auk þess kallað eftir
kæru þar sem hann hefði vitað að
um hæpna ákvörðun væri að ræða,
lagalega séð.
„Sýslumaður er ekki að fara að
gildandi lögum. Rök hans eru þau
að meðferð og neysla áfengis sé
meiri og verri á þessum dansleikj-
um heldur en á vínveitingastöðum.
Þetta eru að okkar mati ekki hald-
bær rök. Á vínveitingahúsi er hægt
að komast yfir jafn mikið magn af
áfengi og viðkomandi vill,“ sagði
Kolbeinn.
Hann vonaðist til að kæran fengi
flýtimeðferð í dómsmálaráðuneyt-
inu, enda um stjórnsýslukæru að
ræða. Kolbeinn átti von á að nið-
urstaða ráðuneytisins yrði sú að
hækka aldurstakmörkin alls staðar
á landinu en þá gætu Miðgarðs-
menn unað við það að öll félags-
heimili sætu við sama borð í þeim
efnum. Fyrsti dansleikur sumarsins
í Miðgarði er bókaður 25. maí næst-
komandi.
„Við hefðum viljað fara aðrar leið-
ir en að hækka aldurstakmarkið, til
dæmis að herða eftirlitið sem fyrir
er á dansleikjunum. En sýslumaður
hefur ekki verið til viðræðu um aðr-
ar leiðir. Ég held að menn hafi ekki
gert sér grein fyrir afleiðingum
þessarar ákvörðunar. Þetta eru
harðar aðgerðir, ekki síst í ljósi þess
að krakkarnir hafa ekki í nein önnur
hús að venda hérna í Skagafirði til
að skemmta sér,“ sagði Kolbeinn.
Gleymdist við hækkun
sjálfræðisaldursins í 18 ár
Ríkarður sagði að ákvörðun sín
stæði óhögguð þrátt fyrir mótmæl-
in. Hið eina sem myndi breyta henni
væri að dómsmálaráðuneytið úr-
skurðaði hana ólögmæta.
„Helstu rök mín fyrir ákvörðun-
inni eru þau að meðferð áfengis á
þessum dansleikjum er bæði mikil
og slæm. Ég tel börn undir 18 ára
aldri ekkert hafa þarna inn að gera.
Nú hefur sjálfræðisaldurinn verið
hækkaður í 18 ár og ég tel að þetta
hafi einfaldlega gleymst við þá laga-
breytingu,“ sagði Ríkarður.
Félagsheimilið Miðgarður í Skagafirði
Kærir sýslumann til
dómsmálaráðuneytisins
STJÓRN Sunnlenskrar orku
fundaði í gær um hvernig bregðast
skuli við úrskurði Skipulagsstofn-
unar, þar sem lagst er gegn áður
fyrirhuguðum framkvæmdum í
Grændal norðan Hveragerðis. Þetta
er fyrsti fundur stjórnarinnar eftir
að úrskurðurinn féll þann 8. maí.
Sunnlensk orka er hlutafélag sem
er að 90% hlut í eigu Rafmagns-
veitna ríkisins. Kristján Jónsson,
forstjóri RARIK, segir að úrskurð-
urinn hafi verið mikil vonbrigði fyr-
ir Sunnlenska orku, en 40–50 millj-
ónir króna höfðu verið lagðar í
rannsóknir og undirbúningsvinnu á
svæðinu. Stjórnin íhugar að kæra
úrskurð Skipulagsstofnunar en
kærufrestur rennur út þann 8. júní
nk. Málinu var frestað á fundinum í
gær og verður ákvörðun um hvern-
ig brugðist verður við úrskurðinum
tekin á stjórnarfundi þann 28. maí.
Sunnlensk orka hafði fyrirhugað
að bora rannsóknarholu í Grændal
og leggja veg að borstæðinu. Hefði
svæðið reynst fýsilegur virkjunar-
kostur hafði Sunnlensk orka áform-
að að virkja jarðhitann til raf-
magnsframleiðslu og nýta heitt vatn
og gufu til iðnaðarnota.
Fyrirhugað að virkja
Héraðsvötn
Kristján segir að nú sé verið að
skoða málið í ljósi úrskurðarins og
hvað sé til ráða um framkvæmdir.
Hann segir að Héraðsvötn hf., sem
RARIK eiga 75% hlut í á móti
heimamönnum, undirbúi nú virkj-
unarframkvæmdir í Héraðsvötnum
í Skagafirði, í Villinganesvirkjun
sem yrði 33 MW. Niðurstöðu Skipu-
lagsstofnunar um þessar fram-
kvæmdir er að vænta um mitt sum-
ar.
Sunnlensk orka lagði 40–50 millj.
í rannsóknarvinnu í Grændal
Íhugar að kæra
úrskurð Skipu-
lagsstofnunar
ALÞJÓÐLEGUR dagur fjölskyld-
unnar var í gær en dagurinn er
haldinn að frumkvæði Sameinuðu
þjóðanna. Þetta var í áttunda sinn
sem SÞ tileinka málefnum fjöl-
skyldunnar sérstakan dag í þeim
tilgangi að vekja athygli á mik-
ilvægi ýmissa mála sem tengjast
fjölskyldunni sem og mikilvægi
fjölskyldunnar sjálfrar í samfélög-
um þjóða heimsins.
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra efndi til blaðamannafundar í
tilefni dagsins. Hann sagði málefni
fjölskyldunnar umfangsmikið við-
fangsefni sem íslensk stjórnvöld
hafi unnið markvisst að allt frá
árinu 1995. „Okkur miðar alltaf
fram á veginn í málefnum fjöl-
skyldunnar varðandi lagasetningu
og aðlögun þjóðfélagsins að þörf-
um fjölskyldnanna. Helst má þar
nefna stofnun fjölskylduráðs, fjöl-
skylduvænni húsnæðisstefnu, leng-
ingu fæðingarorlofs og jöfnun rétt-
ar mæðra og feðra til töku þess,“
sagði félagsmálaráðherra og árétt-
aði að nýju lögin væru mikið jafn-
réttismál og að þegar þau væru að
fullu komin í gildi gæfu þau for-
eldrum jafnan rétt til samvista við
ungabörn.
„Þau lög gefa feðrum meiri og
betri rétt þegar þau eru að fullu
komin til framkvæmda heldur en
tíðkast annars staðar. Það er einn-
ig unnið markvisst að því að koma
stefnu stjórnvalda í málefnum
langveikra barna í framkvæmd.
Þ.á m. hafa aldursviðmið við
greiðslu umönnunargreiðslna
hækkað úr 16 í 18 ár og fleiri
breytingar sem hafa verið til
góðs.“ Ráðherra minntist einnig á
gildistöku nýrrar aðalnámskrár
leikskóla, grunnskóla og fram-
haldsskóla sl. haust en þeirri nám-
skrá er ætlað að stuðla að heil-
steyptu skólakerfi.
Málaflokkur sem þarfnast
stöðugrar endurskoðunar
Drífa Sigfúsdóttir, formaður
fjölskylduráðs, kynnti nýútkomna
samantekt Fjölskylduráðs um mál-
efni fjölskyldunnar. Markmið rits-
ins er að gefa heildarsýn yfir þau
málefni sem stjórnvöld hafa verið
að vinna að í þágu fjölskyldunnar
og auðvelda þannig þeim sem
koma að þessum málum að sam-
ræma aðgerðir sínar og beini öll-
um kröftum sínum í einn farveg.
Drífa sagði þetta verða til farsæld-
ar fjölskyldunnar í heild. Þetta er í
fyrsta skipti sem áætlanir ráðu-
neytanna á sviði fjölskyldumála
eru teknar saman í eitt heildstætt
rit.
„Við höfum átt fundi með
fulltrúum allra ráðuneyta þar sem
rætt hefur verið um framkvæmda-
ráætlanir, um ákveðin verkefni –
fá verkefni í hverju ráðuneyti –
sem unnið er að af festu, þau eiga
að vera viðráðanleg og framkvæm-
anleg. Við viljum ekki sjá fljótandi
fjölda af alls konar verkefnum sem
enginn hefur tíma til að sinna,“
sagði Drífa.
Alþjóðlegur dagur fjölskyldunnar
Málefni fjölskyld-
unnar mikilvæg
TÆPLEGA tvítugur piltur hefur
verið dæmdur í Héraðsdómi Norð-
urlands eystra í 30 daga fangelsi,
skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir
nytjastuld og ölvunarakstur. Þá var
hann sviptur ökurétti í 6 mánuði og
gert að greiða 50 þúsund krónur í
sekt til ríkissjóðs. Pilturinn var
ákærður fyrir að hafa í heimildar-
leysi tekið bifreið við orlofshús í
Kjarnaskógi og ekið henni að Mím-
isvegi undir áhrifum áfengis.
Hann játaði það atferli sem hann
var saksóttur fyrir.
Héraðsdómur Norðurlands eystra
Tók bíl í leyfisleysi
og ók undir áhrifum
TIL stóð að stóra amfetamínmálið,
sem svo er kallað, yrði dómtekið í
dag, en tafir verða á því, m.a. vegna
frekari rannsókna sem gera þarf á
efninu sem gert var upptækt. Vitna-
leiðslur verða í málinu í dag.
Rannsókn hófst á þessu máli í júlí í
fyrra og voru þá þrír rúmlega tvítug-
ir menn úrskurðaðir í gæsluvarð-
hald. Tveir sitja í gæsluvarðhaldi
vegna málsins núna. Til rannsóknar
var innflutningur á rúmlega átta
kílóum af amfetamíni í hraðsendingu
til landsins frá Þýskalandi. Aldrei
hefur áður meira magn náðst í einu
lagi af amfetamíni.
Fyrir lá snemma við rannsókn
málsins að efnið sem var flutt inn var
rýrt að gæðum og samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins hefur það
rýrnað mikið. Efnið var mjög blautt
þegar það var gert upptækt og verð-
ur það endurvigtað þurrt til saman-
burðar. Búist er við mikilli rýrnun
efnisins af þessum sökum en óvíst er
hvort styrkleiki þess sé minni en tal-
ið var í upphafi.
Amfeta-
mínið end-
urvigtað
þurrt