Morgunblaðið - 16.05.2001, Side 44

Morgunblaðið - 16.05.2001, Side 44
KIRKJUSTARF 44 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ UM ÁRABIL hefur uppstigningar- dagur verið dagur aldraðra í íslensku kirkjunni. Að þessu sinni ber þann dag upp á 24. maí. Guðsþjónusta verður í Grensáskirkju kl. 11 árdegis. Þar prédikar frú Áslaug Friðriksdóttir, fyrrverandi skólastjóri. Er okkur mikil gleði að fá hana til að stíga í stólinn og tilhlökkunarefni að hlýða á prédikun hennar. Kirkjukór Grensáskirkju leiðir söng og organisti er Árni Arinbjarn- arson. Í tilefni dagsins verður borinn fram málsverður í safnaðarheimilini að lokinni guðsþjónustu. Þátttaka er einkum ætluð eldri borgurum en er að sjálfsögðu öllum heimil. Verð er aðeins 800 kr. Vegna undirbúnings er nauðsyn- legt að tilkynna þátttöku í borðhaldi í síma 553 2750 eða 553 2950 í síðasta lagi þriðjudaginn 22. maí. Safnaðarstarf Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Grensáskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 14. Biblíulestur, bæna- stund, kaffiveitingar og samræður. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir for- eldra ungra barna kl. 10-12. Háteigskirkja. Kærleiksmáltíð kl. 12 í hádegi í Setrinu. Að henni lokinni er dægradvöl fyrir eldri borgara. Spiluð félagsvist og brids. Kvöldbænir og fyrirbænir í dag kl. 18. Langholtskirkja. Opið hús og sam- vera eldri borgara kl. 11-16. Kyrrðar- og fyrirbænastund og kærleiksmál- tíð á eftir í safnaðarheimilinu. Neskirkja. Orgelandakt kl. 12. Reyn- ir Jónasson leikur á orgelið. Ritning- arorð og bæn. Bænamessa kl. 18. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar- og bænastund kl. 12. Léttur málsverður á eftir í safnaðarheimilinu. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra. Opið hús í dag kl. 13-16. Hand- mennt, spjall og spil. Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnaðarsins. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnaðar- heimilinu eftir stundina. Lokahátíð hjá Kirkjuprökkurum. Starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16. Einnig lokahátíð TTT-starfs fyrir 10-12 ára kl. 17.15. Grafarvogskirkja. KFUM fyrir drengi 9-12 ára kl. 16.30-17.30. Kirkjukrakkar í Rimaskóla kl. 18-19. KFUK fyrir stúlkur 12 ára og eldri annan hvern miðvikudag kl. 20.30- 21.30. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Kópavogskirkja. Samvera 8-9 ára barna í dag kl. 16.45-17.45 í safnaðar- heimilinu Borgum. TTT-samvera 10- 12 ára barna í dag kl. 17.45-18.45 í safnaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir. Tekið á móti fyrirbæna- efnum í kirkjunni og í síma 567-0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12 í safnaðarheimilinu. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgistund, spil og kaffi. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12, altarisganga og fyr- irbænir. Léttur hádegisverður frá kl. 12.30-13. Kletturinn, kristið samfélag. Bæna- stund kl. 20. Allir velkomnir. Keflavíkurkirkja. Kirkjulundur: Vortónleikar Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar kl. 19.30. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 20 opið hús fyrir unglinga í KFUM&K-húsinu. Óli Jói segir frá utanferð sinni á æskulýðsráðstefnu. Kapella sjúkrahúss Hvammstanga. Bænastund í dag kl. 17. Allir vel- komnir. Samband íslenskra kristniboðs- félaga, Háaleitisbraut 58. Kl. 20.30 hjónin Kjellrun Langdal og Skúli Svavarsson tala. Allir velkomnir. Dagur aldraðra í Grensás- kirkju ATVINNUHÚSNÆÐI Atvinnuhúsnæði til leigu Fallegt 42 fm skrifstofuhúsnæði til leigu í miðbæ Reykjavíkur/Hverfisgötu. Parket á gólfum/tölvulagnir/o.fl. innréttingar geta fylgt með. Hentar fyrir einn eða tvo starfsmenn, tækni- teiknara/arkitekta eða svipaðar starfsgreinar. Upplýsingar í síma 898 2188 LANDBÚNAÐUR Til sölu er jörðin Eyvindarstaðir í Kelduhverfi, sem er í eigu Kelduneshrepps Um er að ræða jörð án bygginga, en henni til- heyra gömul tún ca 20 hektarar. Land jarðarinnar er óskipt úr landi Keldunes- torfu. Jörðin er áttundi partur af torfunni. Eyvindarstöðum tilheyrir eignarhlutur í Litluá, sem þykir frábær silungsveiðiá. Jörðin er talin henta afar vel til skógræktar. Tilboð þurfa að berast oddvita, Guðnýju Björnsdóttur, Austurgörðum, 671 Kópasker í lokuðu umslagi, merktu: „Eyvindarstaðir", fyrir kl. 12.00 fimmtudaginn 31. maí. Tilboð verða opnuð á fundi sveitarstjórnar, þann sama dag, að viðstöddum þeim bjóðend- um sem þess óska. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Nánari upplýsingar gefur Friðgeir í síma 465 2292 eða 852 2929. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Eyrargata 18, efri hæð, þingl. eig. Guðni Rafnsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Siglufirði, mánudaginn 21. maí 2001 kl. 15.30. Hávegur 9, miðhæð og ris, þingl. eig. Hörður Bjarnason, gerðarbeið- andi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 21. maí 2001 kl. 13.00. Hólavegur 17b, þingl. eig. Sigurgeir Hrólfur Jónsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Siglufirði, mánudaginn 21. maí 2001 kl. 15.00. Sýslumaðurinn á Siglufirði, 14. maí 2001. Uppboð á lausafjármunum Eftirtaldar bifreiðar og annað lausafé verður boðið upp við gömlu lögreglustöðina í Fjarðarstræti, Ísafirði, miðvikudaginn 23. maí 2001 kl. 17.00: Seldar verða: Eftirstöðvar vörubirgða þrotabús JM ehf. (Björnsbúð) að beiðni skiptastjóra. Um er að ræða ýmiss konar mat- og hreinlætisvöru, sem seld verður í kassavís. Bifreiðir: IV-465, IJ-844, MA-652, GX- 208. Einnig reiðhjól í vörslu lögreglunnar á Ísafirði. Uppboðið á sér stað eftir kröfu sýslumannsins á Ísafirði og ýmissa lögmanna. Vænta má að greiðslu verði krafist við hamarshögg. 15. maí 2001. Sýslumaðurinn á Ísafirði, Unnur Brá Konráðsdóttir ftr. Vestmannaeyjar Nauðungarsala lausafjármuna Eftirtalin ökutæki og annað lausafé verður boðið upp við lögreglustöðina á Faxastíg, Vestmannaeyjum, miðvikudaginn 23. maí 2001 kl. 16.00 eða á öðrum stað eftir ákvörðun upp- boðshaldara, sem verður kynnt á staðnum: 1. Bifreiðar og önnur ökutæki: B 44, DT 118, KL 198, LK 823, MA 006, MP 652, OJ 667 R 56729, TD 250, TI 110, UG 523, V 291, YS 492. 2. Annað lausafé: Hellusteypuvél Vibrolet FL 80 no. 127, árg. 81, ásamt matara og stafl- ara, sjónvarpstæki Nokia, sjónvarpstæki Sony 32 tommu. 3. Ýmsir óskilamunir: Ýmsar myndavélar, tjald og nokkrir svefnpokar. Krafist verður greiðslu við hamarshögg og verða ávísanir ekki teknar gildar nema með samþykki gjaldkera. Uppboðsskilmálar eru til sýnis á skrifstofu embættisins og þar verða einnig veittar frekari upplýsing- ar ef óskað er. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 15. maí 2001. TILKYNNINGAR Stjórnháttaferilskrár Áhugamaður um stjórnarhætti Íslendinga og ýmis þjóðmál vill komast í samband við aðra slíka og samtök til að gera vefsíðu, sjálfstæða gagnvart stjórnvöldum, annars vegar um helstu markmið, yfirlýsingar og gullkorn stjórn- málamanna, flokka og valdaaðila, um opinber mál, en jafnframt skrár um helstu aðgerðir sömu aðila, sem tengjast þessum yfirlýsingum þeirra. Áhugamenn og samtök um ofanritað sendi upplýsingar til augldeildar Mbl., merktar: „Upplýsing — 11230“. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12.Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Háaleitisbraut 58—60 Samkoma í Kristniboðssalnum í kvöld kl. 20.30. Margrét Hró- bjartsdóttir og Benedikt Jason- arson tala. Allir hjartanlega velkomir. sik.is ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I ⓦ í Skerjafjörð vantar í afleysingar R A Ð A U G L Ý S I N G A R Aðalfundur S.Á.Á. Aðalfundur SÁÁ verður haldinn miðvikudag- inn 23. maí 2001 kl. 17.00 í Síðumúla 3—5. Dagskrá: ● Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR ATVINNA mbl.is Frá Nýja tónlistarskólanum Vortónleikar — innritanir — skólaslit Miðvikud. 16. maí Söngtónleikar, 7. stig kl. 18.00 í sal Nýja tónlistarskólans. Fimmtud. 17. maí Söngtónleikar, 8. stig kl. 20.00 í Gerðubergi. Föstud. 18. maí Söngtónleikar, 8. stig kl. 20.00 í Gerðubergi Laugard. 19. maí Sellótónleikar 7. stig kl. 12.30 í sal Nýja tónlistarskólans Laugard. 19. maí Strengjasveit og kammer- tónl. kl. 14.00 í sal Nýja tónlistarskólans. Mánud. 21. maí Almennir tónl. Yngri nemendur Þriðjud. 22. maí Almennir tónl. Eldri nemendur Föstud. 25. maí Skólaslit á sal skólans kl. 18.00 Innritanir fyrir skólaárið 2001—2002 verða miðvikud. 16. maí, fimmtud. 17. maí og föstud. 18. maí nk. á skrifstofu skólans, Grensásvegi 3, 3. hæð t.v., kl. 13.00 til 17.00. Sími 553 9210. Skólinn skiptist í þrjár aðaldeildir: Hljóðfæradeild, þar sem m.a. er kennt á píanó, fiðlu, selló, þverflautu, gítar og harmóniku, söngdeild og tónfræðideild.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.