Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 51 DAGBÓK SVÍAR voru efstir þegar einni umferð var ólokið í Bikarkeppni Norður- landanna um síðustu helgi. En forystan var naum – Svíar höfðu 73 stig, Íslend- ingar 72 og Norðmenn 65. Í síðustu umferð kepptu Sví- ar og Norðmenn innbyrðis, en Íslendingar spiluðu gegn Færeyingum. Svo fór að Norðmenn unnu Svía 21-9 og íslenska liðið lagði það færeyska 23-7. Sigur Ís- lands var því öruggur og Svíar féllu niður í þriðja sæti. Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ G10543 ♥ – ♦ D10972 ♣ G65 Vestur Austur ♠ Á98 ♠ D6 ♥ K87643 ♥ ÁDG95 ♦ 86 ♦ G43 ♣74 ♣K32 Suður ♠ K72 ♥ 102 ♦ ÁK5 ♣ÁD1098 Spilið að ofan kom upp í síðasta hálfleik mótsins. Í leik Íslands og Færeyja vakti vestur á báðum borð- um á veikum tveimur hjört- um. Jón Baldursson og Karl Sigurhjartarson voru með spil NS í opna salnum: Vestur Norður Austur Suður 2 hjörtu Pass 4 hjörtu Dobl Pass 4 spaðar Allir pass Þetta eru blátt áfram og „heiðarlegar“ sagnir. Aust- ur stekkur strax í fjögur hjörtu og Jón doblar til út- tektar. Karl segir fjóra spaða og þar við situr. Karl fékk 11 slagi og tók fyrir 450. Ekki flókið spil. En í loka salnum var grallarinn Sverrir Gaukur Ármannsson í austur. Þeg- ar félagi hans, Magnús Magnússon, vakti á tveimur hjörtum, sá Sverrir í hendi sér að NS ættu rennandi geim – sennilegast í spaða. Hann ákvað því að ræna af þeim litnum: Vestur Norður Austur Suður 2 hjörtu Pass 2 spaðar !Pass 4 spaðar Allir pass NS voru ekki alveg með skiptingu Sverris á hreinu og það kom niður á vörninni því á endanum tókst Sverri að skrapa saman fimm slög- um. Gjaldið fyrir fimm nið- ur utan hættu er 250, svo hreinar tekjur Íslands af spilinu voru 200, eða 5 IMPar. Fimm hjörtu fara aðeins þrjá niður (með bestu vörn), svo þetta sprell Sverris var algerlega hættulaust. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla 50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 16. maí, verður fimmtug Erna Oddsdóttir, sjúkraliði, Skólagerði 61, Kópavogi. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 30. desember sl. í Landakirkju í Vestmanna- eyjum af sr. Báru Friðriks- dóttur Kolbrún Aðalbjörg Hjartardóttir og Hafliði Sævarsson. Heimili þeirra er að Skaftahlíð 28, Reykjavík. Ljósmynd/Halla Einarsdóttir LJÓÐABROT FJALLIÐ EINBÚI Hann Einbúi gnæfir svo langt yfir lágt, að lyngtætlur stara’ á hann hissa og kjarrviðinn sundlar að klifra svo hátt og klettablóm táfestu missa. – Þó kalt hljóti nepjan að næða hans tind svo nakinn, hann hopar þó hvergi. Hann stendur sem hreystinnar heilaga mynd og hreinskilnin, klöppuð úr bergi. Stephan G. Stephansson STAÐAN kom upp í úrslita- einvíginu á afmælismóti Kortsnojs. Hvítt hafði Vladimir Kramnik (2.802) gegn Garry Kasparov (2.827). Sá fyrrnefndi virðist hafa tök á skrímslinu með þúsund augun. 24. Bxa6! Hxd1 25. Hxd1 Bxa6? Eftir á að hyggja virðist 25. ...Bd5 hafa verið illskárra. Í fram- haldinu kemur upp óvenju- leg staða þar sem menn svarts eru bundn- ir í báða skó. 26. Dxb4! Dxb4 27. Rc6 Kf8 28. Hd8 Re8 29. Rxb4 Be2 30. f3 h5 Vandi svarts liggur í því að biskupinn á fótum fjör að launa. Þetta stafar af því hversu lítið hinir menn hans geta komið honum til aðstoðar. T.d. hefði 30. ...Ke7 verið svarað með 31. Rc6 Kf6 32. b3 SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. og hvítur stendur vel að vígi. Framhaldið varð: 31. b3 Hh6 32. Kf2 Hg6 33. Kxe2 Hxg2 34. Kd3 Hg3 35. a5 Hxf3 36. Kc4 og svartur gafst upp. Með þessu tryggði Kramnik sér sigur á mótinu. Skákin tefldist í heild sinni: 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 dxc4 5. e3 a6 6. Bxc4 b5 7. Bd3 c5 8. a4 b4 9. Re4 Rbd7 10. Rxf6 Rxf6 11. 0-0 Bb7 12. dxc5 Bxc5 13. De2 Dd5 14. Hd1 Dh5 15. h3 Hd8 16. Rd4 Dd5 17. Rf3 Ke7 18. e4 Rxe4 19. Be3 Bxe3 20. Dxe3 Dc5 21. De1 Rf6 22. Hac1 Db6 23. Re5 Hd4 o.s.frv. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake NAUT Afmælisbarn dagsins: Tízkan og tíðarandinn eru þínar ær og kýr og þú leggur of mikið upp úr því hvað öðrum kann að finnast um þig. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Sjálfsvorkunn hjálpar ekkert. Taktu málin í þínar hendur, finndu lausnir á þeim og fylgdu þeim svo eftir þannig að þú getir byrjað með hreint borð. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ef þig vantar eitthvað upp á sjálfstraustið ættirðu að rifja upp síðustu verkin sem þú hefur leitt farsællega til lykta. Þá færðu þor til þess að halda áfram. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Stundum verður maður að viðurkenna staðreyndir sem eru manni á móti skapi. En að berja höfðinu við steininn er það versta sem þú getur gert. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ættir að slá öllum meiri- háttar ákvörðunum á frest því þú ert ekki í formi til þess að ákveða eitt eða neitt að svo stöddu. Allt hefur sinn tíma. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Vænleg tækifæri bíða þín og þú skalt ekki hika við að grípa þau sem þér líst best á. Nú á það við; að hika er sama og tapa. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Tíminn bíður ekki eftir neinu eða neinum. Hversvegna ertu þá að eyða dýrmætum tíma í fjas um einskis nýta hluti þeg- ar þú átt að vera að störfum? Vog (23. sept. - 22. okt.)  Gagnrýnin hugsun er alltaf í lagi en þó þarf alltaf að meta kringumstæður og gott er að vita aðdraganda hlutanna áð- ur en við þá er fengist. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Notaðu ímyndunaraflið til að lífga upp á samband þitt við þína nánustu. Það er svo merkilegt hvað hægt er að gleðja aðra með lítilli fyrir- höfn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er leiður vani að láta von- brigði sín bitna á öðrum. Vertu frekar jákvæður og brostu framan í heiminn sem mun þá brosa aftur til þín. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er alltaf hægt að læra eitthvað af öðrum hvort sem það eru nú hlutir sem gott er að nota eða ber að forðast. Vertu því fordómalaus í ann- arra garð. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú þarft að gæta þess að mál- staður þinn líði ekki fyrir slæma framsetningu. Æfðu þig á góðum vini áður en þú ferð lengra með málið. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Láttu ekkert hvika þér frá því að ná takmarki þínu og hafn- aðu öllum gylliboðum sem þú veist að eru til þess eins fallin að tefja fyrir þér. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Með morgunkaffinu            Jú, ávísunin er fölsuð. Ég var að borða hjá þér „svikinn héra“. Ó, jú. HANN er heima. Njálsgötu 86, s. 552 0978 Sængur og koddar í úrvali Bómullar-satín og silki-damask rúmföt Skólavörðustíg 21, sími 551 4050 Gullsmiðir ALEXANDERTÆKNI fyrir alla Fjárfestu í sjálfum þér Jónína Ólafdsdóttir, sími 552 2175. Einkatímar í Alexandertækni. Losað um spennu í líkama. Bætir svefn og almennt andlega líðan. Leiðréttir slæma ávana og vekur líkamlega meðvitund. AMERÍSKIR RAFHITAÐIR NUDDPOTTAR Glæsilegir nuddpottar í sedrus viðargrind. Innifalið í verði: Vatnsnudd 15 stútar, loftnudd 5 stútar. Einangrunarlok, ósone bakteríuvörn, höfuðpúðar, ljós, vetraryfirbreiðsla, trappa o.fl. Engar leiðslur, nema rafm. 16 amp. Verð frá aðeins kr. 490 þús. stgr. Tilbúnir til afhendingar. VESTAN ehf., Auðbrekku 23, Kópavogi, sími 554 6171, fax 898 4154. Heimsferðir kynna nú haustferðir sínar til Prag í haust á hreint frábærum kjörum, en þessi heillandi borg er nú orðin einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga. Beint flug í október og nóvember og nú kynnum við nýja frábæra gistivalkosti í hjarta Prag, góð 3 og 4 stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir um kastalann og gamla bæinn með íslenskum farar- stjórum Heimsferða, þar sem þú kynnist alveg ótrúlega heillandi mannlífi þessarar heillandi borgar sem á engan sinn líka í Evrópu.. Frábærir flugtímar. brottfarir á sunnudegi eða mánudegi. Ævintýri til Prag í haust frá 26.950 kr. Verð kr. 26.950 Flugsæti til Prag, með 8.000 kr. afslætti, út á mánudegi, heim á fimmtudegi. Skattar innifaldir. Verð kr. 33.830 M.v. 2 í herbergi, U tri Korunek, 19. nóvember, þrjár nætur með 8.000 kr. afslætti sem gildir fyrir brottför frá Íslandi á mánudegi. Skattar innifaldir Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.