Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 23 Fyrstadagsumslög fást stimpluð á pósthúsum um land allt. Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkjasölunni. Sími: 580 1050 Fax: 580 1059 Netfang: postphil@postur.is Heimasíða: www.postur.is/postphil Ný frímerki Y D D A / S ÍA Á morgun 17. maí gefur Íslandspóstur út tvö ný Evrópu- frímerki með myndefninu „Vatn - náttúruleg auðlind“ sem er sameiginlegt þema Evrópufrímerkjanna í ár. Íslandspóstur gefur einnig út á morgun fimm ný frímerki sem eru tileinkuð íslenska hestinum. Frímerkin sýna fimm mismunandi gangtegundir og liti íslenska hestsins. AUÐKÝFINGURINN Silvio Berl- usconi, verðandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur boðað „byltingu“ í landi sínu; lofað að draga úr atvinnuleysi, hækka ellilífeyri, stórauka opinberar framkvæmdir, lækka um leið skatta og draga úr skriffinnsku. Berlusconi hefur undirritað „samning við Ítalíu“ um að sækjast ekki eftir embætti forsætisráðherra í næstu kosningum standi hann ekki við a.m.k. fjögur af þessum fimm kosningaloforðum. Auðkýfingurinn lofaði einnig eftir kosningasigurinn á sunnudag að stjórna Ítalíu eins og fyrirtæki og mynda sterka stjórn sem gæti verið við völd út kjörtímabilið. 58 ríkis- stjórnir hafa verið myndaðar á Ítalíu frá 1945 og engin þeirra hefur verið við völd heilt kjörtímabil, það er án þess að skipt hafi verið um forsætis- ráðherra eða samstarfsflokka. Bossi varð honum að falli Berlusconi var forsætisráðherra í sjö stormasama mánuði þar til sam- steypustjórn hans féll árið 1994. Norðurbandalagið, flokkur Umbert- os Bossis á Norður-Ítalíu, hætti þá stuðningi við stjórnina. Áður höfðu ítölsk verkalýðssamtök efnt til alls- herjarverkfalls til að mótmæla áformum stjórnarinnar um að skerða lífeyrisgreiðslur og um þrjár millj- ónir manna tóku þátt í mótmæla- göngum í 90 borgum og bæjum í verkfallinu. Nokkru síðar gekk hálf önnur milljón verkamanna um götur Rómar til að krefjast þess að hætt yrði við áformin og var það fjölmenn- asta kröfuganga á Ítalíu eftir síðari heimsstyrjöldina. Berlusconi átti einnig undir högg að sækja á þessum tíma vegna rann- sóknar á ásökunum um að hann hefði greitt mútur, brotið lög um fjár- mögnun stjórnmálaflokka og sam- keppnislög. Hann kvaðst saklaus af þessum ásökunum og sagði þær runnar undan rifjum pólitískra and- stæðinga sinna. Líkti sér við Napóleón Berlusconi líkti sér við Napóleon í viðtali við þýska dagblaðið Die Welt sem birt var á laugardag. „Ég vil byltingu. Ég ætla að endurskoða öll lögin. Ég er staðráðinn í því að af- nema 100.000 mótsagnakennd lög sem bæla niður alla framtakssemi.“ Stefnu Berlusconis hefur verið lýst sem blöndu af íhaldssömum gild- um í anda Margaret Thatcher, fyrr- verandi forsætisráðherra Bretlands, og lýðskrumi. Hann hefur sagt að á fyrstu hundrað dögunum eftir myndun stjórnarinnar hyggist hann hefjast handa við að lækka skatta, koma á umbótum í menntamálum, afnema reglugerðir sem standi smáfyrir- tækjum fyrir þrifum, smíða brýr, leggja nýja vegi og auka „sveigjan- leika og hreyfanleika“ vinnuaflsins á Ítalíu. Líklegt er að síðastnefnda breytingin verði mjög umdeild því hún grefur undan strangri vinnu- málalöggjöf sem öflug verkalýðs- samtök hafa verndað. Varað við miklum fjárlagahalla Í kosningabaráttunni lagði Berl- usconi áherslu á að hann hygðist lækka tekjuskatta, minnka atvinnu- leysið um helming, stemma stigu við glæpum og stórauka opinberar fram- kvæmdir á kjörtímabilinu. Þeir sem hafa gagnrýnt stefnu hans segja að loforð hans um að skattalækkanir og stórauknar framkvæmdir verði til þess að fjárlagahallinn aukist meira en reglur Evrópusambandsins heim- ili og evran veikist. Berlusconi hefur gefið ýmis önnur fyrirheit sem eru ekki jafnstórbrotin en hafa mælst vel fyrir meðal margra Ítala. Hann vill til að mynda afnema alla erfðaskatta, gera fólki kleift að gera upp hús sín án sérstakrar heim- ildar yfirvalda, leyfa lífeyrisþegum að hafa launaða atvinnu og skipu- leggja nýjan háskóla sem helgi sig „ensku, Netinu og einkaframtaki“. Leitað í smiðju repúblikana Margir stjórnmálaskýrendur á Ítalíu telja að Berlusconi hafi leitað í smiðju bandarískra repúblíkana í kosningabaráttunni. „Öll meginat- riðin í herferð Berlusconis, „Húsi frelsisins“, eru gamlar brellur úr handbók Richards Nixons, sem Ron- ald Reagan notaði í breyttri mynd og síðan George W. Bush í kosningun- um í fyrra,“ sagði Victorio Zucconi, fréttaritari ítalska dagblaðsins La Repubblica í Washington. Zucconi skírskotaði einkum til andúðar Nixons á kommúnisma (en í kosningabaráttunni minnti Berlusc- oni oft vinstrisinnaða andstæðinga sína á kommúníska fortíð þeirra), notkunar Reagans á orðinu „bylting“ þegar hann lýsti stefnu sinni í efna- hagsmálum og „samningsins við Bandaríkin“ sem Newt Gingrich hampaði árið 1994. Auk efnahagslegra vandamála Ítalíu þarf Berlusconi að takast á við ásakanir um að hann sé vanhæfur til að stjórna landinu vegna mikilla viðskiptahagsmuna sinna. Berl- usconi er þriðji auðugasti maður Evrópu og auður hans er metinn á andvirði rúmlega 1.000 milljarða króna. Hann er ríkasti maður Ítalíu og á meðal eigna hans þar eru þrjár stórar sjónvarpsstöðvar, stærsta auglýsingafyrirtæki landsins, stórt útgáfufyrirtæki og eitt af þekktustu knattspyrnufélögum Ítalíu, AC Mil- an, auk þess sem hann hefur verið mjög umsvifamikill í fasteignavið- skiptum. Berlusconi boðar „byltingu“ á Ítalíu AP Silvio Berlusconi á kosningafundi í Mílanó. Róm. AP, Reuters, The Daily Telegraph, Washington Post. WOJCIECH Jaruzelski, fyrrver- andi hershöfðingi og síðasti leiðtogi kommúnistastjórnarinnar í Póllandi, kom í gær fyrir rétt í höfuðborginni Varsjá en honum er gefið að sök að bera ábyrgð á morðum fjölda verk- fallsmanna árið 1970. Jaruzelski er ákærður fyrir að hafa gefið fyrirskipun um að skotið yrði á skipasmiði í verkfalli í borg- unum Gdansk, Gdynia, Szczecin og Elblag 17. desember árið 1970 en hann var þá varnarmálaráðherra. 44 menn biðu bana og yfir eitt þúsund særðust. Jaruzelski hefur lýst yfir sakleysi sínu en verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsisdóm. Margir Pólverjar líta þó fremur á réttarhöldin sem uppgjör gegn kommúnismanum en persónulegan dóm yfir hershöfðingj- anum fyrrverandi. Jaruzelski, sem er 77 ára, hætti af- skiptum af stjórnmálum árið 1990. Hann hefur sjaldan komið fram op- inberlega síðan og hefur ekki tjáð sig um réttarhöldin við fjölmiðla. Hann hefur átt við ýmsa sjúkdóma að stríða á undanförnum árum og rétt- arhaldið var fært frá Gdansk til Var- sjár vegna vanheilsu hans. Jaruzelski fyrir rétt Reuters Wojciech Jaruzelski kemur til réttarhaldsins í Varsjá í gær. Varsjá. AFP. ÍÞRÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.