Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Lögmannshlíðarsókn Aðalfundur Aðalfundur Lögmannshlíðarsóknar verður haldinn í safn- aðarsal Glerárkirkju á uppstigningardag, fimmtudaginn 24. maí, kl. 16 að aflokinni guðsþjónustu sem hefst kl. 14. Í safnaðarsal verður boðið upp á kaffiveitingar. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Sóknarnefnd FRÆHÖLL Skógræktar ríkisins í Vaglaskógi hefur sannað gildi sitt en þar voru síðasta sumar framleidd um 4 kíló af fræi. Þegar framleiðslan er komin í full- an gang verður hægt að framleiða þar um 20 kíló af fræi en þau duga til að framleiða um 800 þúsund plöntur. Það er nálægt því að vera um helm- ingur af landsþörf fyrir rússalerki. Þröstur Eysteinsson, fagmála- stjóri Skógræktar ríkisins, sagði að tilgangur Fræhallarinnar væri sá að safna saman á einn stað úrvalstrjám og stunda þar kynbætur þannig að út kæmu vel aðlöguð tré til skóg- ræktar. Nú fara margvíslegar rann- sóknir og kynbætur fram í Fræhöll- inni, m.a. rannsóknir á lerki og birki. Lerkið hentar einkar vel til skógræktar á Íslandi Þröstur sagði að þörf fyrir lerki væri ekki í samræmi við aukna skóg- rækt á Íslandi en það kæmi til af því að fólk á Suður- og Vesturlandi væri nánast hætt að planta því út vegna sjúkdóma sem upp hafa komið á síð- ustu misserum. Þar er m.a. um að ræða lerkibarrfelli sem er sveppa- sjúkdómur og herjar á lerki í rign- ingarsumrum og eins hefði nokkuð borið á asparryði að undanförnu. Sá sjúkdómur hefði áhrif á aspir eins og nafnið gefur til kynna en hann hefur lerkið hins vegar sem millihýsil. Nú er unnið að tilraunum í Fræ- höllinni sem miða að því að finna lerkiafbrigði sem ekki eru eins við- kvæm fyrir þessum sjúkdómum og það lerki sem fyrir er í landinu. Hér á landi hefur einkum verið notast við rússalerki en svonefnt evrópulerki, sem ekki er eins viðkvæmt, er aftur á móti ekki eins aðlagað íslenskum aðstæðum og hið rússneska, m.a. vex það of lengi fram eftir á haustin. Hið sama á við um japanslerki. Þröstur sagði að tilraunir með kynblendinga þessara lerkitegunda miðuðu að því að auka sjúkdómsþol og aðlaga hið harðgera rússalerki að íslenska um- hverfinu. Þröstur sagði lerki henta einkar vel til skógræktar á Íslandi en það vex betur á þurru og rýru landi en aðrar tegundir. „Við viljum alls ekki gefast upp á lerkinu á Suð- urlandi strax því þar er nægt land- rými, þurrt og rýrt beitiland sem hentar vel til skógræktar,“ sagði Þröstur. Hann sagðist einnig hafa náð fræi af fjallalerki sem er norðuramerísk tegund og vex í Klettafjöllum, en vonir eru bundnar við að það falli vel að íslenskum aðstæðum. Fyrstu plönturnar, um 400 talsins, voru gróðursettar síðasta sumar austur á Héraði. Bjóst Þröstur við að fá mikið af fræi nú næsta haust og því ætti að vera hægt að planta umtalsverðu magni af þessari tegund á næstu ár- um. „Menn hafa mikinn áhuga fyrir þessari tegund hér, þetta þykir ein fallegasta lerkitegundin, trén eru beinvaxin og há, allt að 30–40 metr- ar, þau þola frost jafnvel um mitt sumar og þá verða þau ekki fyrir kali. Það stendur til að prófa að gróð- ursetja þetta fjallalerki í talsverðri hæð yfir sjó og verður gaman að sjá hvað kemur út úr því,“ sagði Þröst- ur. Nauðsynlegt að ávallt sé til fræ í landinu „Fræhöllin er mikilvæg fyrir okk- ar rannsóknir en tilkoma hennar gerir okkur kleift að gera tilraunir með alvöru frægarð inni í gróður- húsi,“ sagði Þröstur. Hann nefndi m.a. að hvergi annars staðar í heim- inum væri lerkifræ framleitt í gróð- urhúsi en Finnar framleiða birkifræ í gróðurhúsum. Markmiðið er að ávallt verði til fræ að vel aðlöguðu lerki og hið sama er uppi á teningn- um varðandi birkið. Brugðið hefur til beggja vona með söfnun á birkifræi en frætekja heppnast ekki nema á nokkurra ára fresti . Þannig vantaði tilfinnanlega birkifræ á árunum 1995–’96 og sagði Þröstur að menn vildu ekki upplifa slíkt ástand aftur. „Við munum í nánustu framtíð ávallt eiga birkifræ. Þetta verður því nauð- synlegra sem fleiri skógræktarverk- efni fara í gang. Það er mikil upp- sveifla í skógræktinni og bændur eru hvattir til að rækta skóg. Þess vegna verða alltaf að vera til fræ í landinu.“ Fræhöllin er um 1.000 fermetrar að stærð og var tekin í notkun fyrir einu og hálfu ári, haustið 1999. Strax á fyrsta ári varð framleiðslan um 4 kíló sem fyrr segir en stefnt er að framleiðslu 20 kílóa á ári. Þegar því marki er náð hefur um helmingur af allri lerkifræþörf hér á landi náðst. Ef sinna ætti allri þörf fyrir fræ hér á landi þyrfti að reisa annað hús af svipaðri stærð. Sigurður Skúlason, skógarvörður í Vaglaskógi, sagði að gert væri ráð fyrir slíku gróðurhúsi við hlið þess sem fyrir er en fjár- magn væri ekki fyrir hendi nú til að byggja það. Hann sagði að væri litið til arðsemi af skógrækt til lengri tíma, 60–80, ára myndi borga sig að byggja annað 1.000 fermetra gróður- hús í Vaglaskógi til fræframleiðsl- unnar. Margvíslegar rannsóknir og kynbætur gerðar í Fræhöllinni í Vaglaskógi Stefnt að fram- leiðslu 20 kílóa af fræi árlega Þröstur Eysteinsson, fagmálastjóri Skógræktar ríkisins, borar gat í stofninn á lerkinu, sem hann svo sprautar í sérstökum hormónum. Margvíslegar rannsóknir fara fram í Fræhöllinni og er m.a. verið að kynbæta lerki og birki. Vaglaskógur Í TENGSLUM við aðalfund Akur- eyrardeildar Rauða kross Íslands sem haldinn er í kvöld, miðvikudag- inn 16. maí, verður boðið upp á myndasýningu. Þar mun Þórir Guðmundsson, fyrrverandi fréttamaður og núver- andi upplýsingafulltrúi RKÍ, sýna myndir úr starfi sínu sem upplýs- ingafulltrúi Alþjóðasambands Rauðakrossfélaga. Um er að ræða myndir frá ýmsum stöðum sem Þór- ir hefur starfað á eða heimsótt. Sýningin verður strax að fundi loknum og tekur um 45 mínútur. Fundurinn hefst kl. 20 og eru allir velkomnir. Mynda- sýning Rauða krossins VETUR konungur minnti enn og aftur á sig á Norðurlandi í gær, en snjór var yfir öllu og kuldalegt um að litast þegar Eyfirðingar risu úr rekkju og gáðu til veðurs. Heldur meiri snjókoma var við utanverðan fjörðinn en var á Ak- ureyri og Eyjafjarðarsveit. Snjó festi ekki á vegi og umferðin gekk klakklaust fyrir sig. Flestir bændur í firðinum höfðu komið búpeningi sínum í hús áður fór að kólna, en þó mátt sjá einstaka ær með lömb, nautgripi og hross í högum. Varla hefur þeim þó orð- ið meint af þessu vorhreti, sem þó mun trúlega standa í skamma stund því spáð er batnandi veðri þegar nær dregur helginni. Vetur kon- ungur minnti á sig Morgunblaðið/Kristján Leiðindaveður var í Arnarnes- hreppi í gærmorgun og nokkur of- ankoma. Nautgripirnir á Ytri- Reistará sneru því afturendanum upp í vindinn og létu sér fátt um finnast enda ýmsu vanir. Flestir bændur í Eyjafirði höfðu tekið búfénað sinn í hús eftir að fór að kólna í vikunni en þó sáust nokkrar ær með lömb í haga í Kræklingahlíð norðan Akureyrar í gærmorg- un og voru lömbin hin spræk- ustu þótt kalt væri í veðri og jörð nánast hvít. ÞÓRA Þóroddsdóttir flytur fyrir- lestur á morgun, fimmtudaginn 17. maí, kl. 16.15 í Háskólanum á Ak- ureyri, Þingvallastræti 23, stofu 16. Fyrirlesturinn nefnir hún „Að hreyfa sig og hjúfra“. Þóra er ís- lenskur sjúkraþjálfari sem hefur búið í Færeyjum í um 20 ár og unn- ið með börnum í færeyska skóla- kerfinu. Í fyrirlestrinum kynnir Þóra bók sína, Að hreyfa sig og hjúfra, sem kemur út hjá Ásútgáfunni á Ak- ureyri 18. maí nk. Bókin fjallar um skyn- og hreyfiþroska. Hún skyggnist inn í veröld þeirra barna sem eiga örðugt með einbeitingu, eru klunnaleg og lin í skrokknum og una sér illa í leik og starfi. Þetta eru í flestum tilvikum vel gefin og venjuleg börn sem engu að síður eiga erfitt uppdráttar, ekki síst í skólakerfinu. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Fyrirlestur við Háskólann á Akureyri Að hreyfa sig og hjúfra ♦ ♦ ♦ TÓNLEIKUM Kristínar Harðar- dóttur og Helenu G. Bjarnadóttur sem vera áttu á sal Tónlistarskólans á Akureyri í kvöld, miðvikudags- kvöldið 16. maí, hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna veikinda. Tónleikum frestað ♦ ♦ ♦ Morgunblaðið/Kristján
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.