Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 37 AÐ UNDANFÖRNU hafa birst fréttir um samninga heilbrigðis- stofnana og Íslenskrar erfðagrein- ingar um vinnslu sjúkraskráa til flutnings í miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Ekki hefur enn frést hvort einhver slík vinnsla sé raunverulega hafin. Reyndar kveða gagna- grunnslögin á um út- tekt óháðs aðila á ör- yggi gagnagrunnsins áður en heimilt er að flytja gögn í hann. Sú úttekt hefur ekki farið fram. Því er enn tæki- færi til að afstýra því að upplýsingar um einkamál Íslendinga verði gerð að verslun- arvöru. Það er hægt að gera með því að allir sem ekki vilja láta selja sig og sína segi sig úr gagnagrunninum og sendi landlækni nú þegar tilkynningu um að ekki megi flytja neinar heilsufarsupplýs- ingar um þá eða aðstandendur þeirra lífs eða liðna í gagnagrunninn og ekki heldur neinar erfðafræðileg- ar eða ættfræðilegar upplýsingar. Hættuleg leið í heilbrigðis- og mannréttindamálum Sumir, sem hafa trúað áróðri gagnagreifans, segja að honum sé ekki of gott að fá upplýsingar um heilsu þeirra ef þær mættu gagnast einhverjum öðrum. Áróðursaðferð- inni er mjög vel lýst af Ásmundi Stefánssyni, framkvæmdastjóra Ís- landsbanka FBA, í grein í Morgun- blaðinu 5. maí 2001, „Hættuleg leið í skipulagsmálum“, sem að breyttu breytanda gæti eins verið um hættu- lega leið í heilbrigðis- og mannrétt- indamálum. Framkvæmdastjórinn segir vin sinn hafa gefið sér eftirfar- andi forskrift um hvernig áróðurs- mennirnir mundu vinna:  „Kaupa pólitískan stuðning.  Kaupa efni inn í fjölmiðla.  Gera andstæðingana tortryggilega.  Kaupa aðila til að koma fram til stuðn- ings þeirra málstað.  Hagræða niðurstöð- um um mat á umhverf- isáhrifum.  Draga upp skugga- lega mynd af því hvað mundi gerast fái þeir ekki sitt fram.  Fullyrða að fram- kvæmdin sé í þágu al- mannahagsmuna.  Breyta upphaflegum áætlunum og koma í einhverju til móts við mótmæli, án þess að gefa eftir í neinu sem máli skiptir.“ Ritstjórn Morgunblaðsins leggur réttilega áherslu á eftirfarandi klausu úr niðurstöðum fram- kvæmdastjórans: „Aðferðafræðin er tákn nýrra tíma í íslensku samfélagi þar sem máttur peninganna skal öllu ráða.“ En framkvæmdastjórinn heldur áfram: „Tíma þar sem mætti áróðursins er beitt af hugvitsamlegu tillitsleysi: eigin málstaður fegraður, lítið er gert úr andstæðingunum, kynning sett þannig fram að fólk átt- ar sig ekki á því að um auglýsingar er að ræða. Þetta eru vinnubrögð sem við viljum ekki.“ Miðlægur gagnagrunnur á fjármálasviði Ofannefnd aðferðafræði kemur óneitanlega kunnuglega fyrir sjónir ef athugaðar eru aðferðirnar við að koma á gagnagrunnslögunum og við veitingu sérleyfis til uppbyggingar og rekstrar gagnagrunnsins. Því miður hefur fjölda fólks ekki verið þetta ljóst og hann látið vaða yfir sig án þess að átta sig á hvað er raun- verulega á ferðinni, hvaða aðferðum er beitt í áróðrinum og að tilgang- urinn með gagnagrunninum er fyrst og fremst viðskiptalegs eðlis. Máttur peninganna dugði til að slá ryki í augu fólks. Hann hefði eflaust dugað vel til að koma í veg fyrir að stofn- aður væri miðlægur gagnagrunnur á fjármálasviði, sem ekki væri ómerk- ari eða minna virði en á heilbrigð- issviði og hefði e.t.v. getað nýst til að koma í veg fyrir hrun krónunnar. En með sömu aðferðafræði og beitt var til að fá gagnagrunn á heilbrigðis- sviði hefði vafalítið mátt sannfæra fjölda fólks um hvílík frelsun felst miðlægum gagnagrunni á fjármála- sviði. En slíkur gagnagrunnur er frekleg innrás í einkamálefni eins og miðlægur gagnagrunnur á heilbrigð- issviði. Vinnubrögð sem við viljum ekki Upplýsingar um aðstandendur okkar veita miklar upplýsingar um okkur sjálf, hvort sem er á heilbrigð- is- eða fjármálasviði. Því er nauðsyn- legt að segja látna og ófullveðja að- standendur úr gagnagrunninum. Það hefur hins vegar komið í ljós að landlæknir hefur neitað einhverjum um úrsögn vegna látinna aðstand- enda. Það eru vinnubrögð sem við viljum ekki frekar en hið ætlað sam- þykki, sem reiknað er með ef fólk hefur ekki frumkvæði til að segja sig úr grunninum. Til að mótmæla þess- um vinnubrögðum og vernda eigin einkamál er skorað á alla sem er annt um réttindi sín, eigur og frelsi að segja sig og látna aðstandendur sína nú þegar úr gagnagrunninum. Eyðublöð fyrir úrsögn úr miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði eiga að liggja frammi í öllum apótekum og á öllum heilbrigðisstofnunum. Á þessu hefur þó verið nokkur mis- brestur upp á síðkastið, en eyðublöð- in er líka hægt að nálgast á heima- síðu landlæknis eftir slóðinni http://www.landlaeknir.is/lisa/in- clude/file.asp?id=ursogn_mars og á heimasíðu Mannverndar, http:// www.mannvernd.is/leidbein.html. Málsókn Vegna synjunar landlæknis um úrsögn fyrir látinn mann hefur nú verið hafin málsókn með aðstoð Mannverndar. Síðar verður látið reyna á ýmsa aðra þætti gagna- grunnslaganna fyrir dómi. Þar eð Mannvernd er févana grasrótarsam- tök ríður á að allir sem annt er um persónuvernd, frelsi og önnur mann- réttindi styrki samtökin með fjár- framlögum í málsóknarsjóð Mann- verndar. Framlögin er hægt að greiða inn á reikning nr. 0101-05- 260480 í aðalbanka Landsbanka Ís- lands. Kennitala Mannverndar er 451198-3199. Segið ykkur og aðstandendur ykkar úr gagnagrunninum Tómas Helgason Gagnagrunnur Enn er tækifæri til að afstýra því, segir Tómas Helgason, að upplýs- ingar um einkamál Ís- lendinga verði gerð að verslunarvöru. Höfundur er dr. med., prófessor emeritus. Þarftu að stinna og þétta húðina? Silhouette verkar kröftuglega og gefur frábæran árangur á skömmum tíma. 20% afsláttur Apótekið Iðufelli og Apótekið Spöng á morgun, fimmtudag, Apótekið Suðurströnd föstud. 18. maí Kynningar frá kl. 14-18. Súrefnisvörur Karin Herzog Switzerland Hrein sum viðar-, rimla-, strimla-, plíseruð- og sólargluggatjöld. Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.