Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Málþing um börn, áföll og missi Sorgin í íslensk- um veruleika Á FÖSTUDAG verð-ur frá klukkan 9 til16.15 ráðstefna á Grand Hóteli í Reykjavík sem Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa stendur fyr- ir. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Börn, áföll og missir. Aðalfyrirlesari er dr. Phyll- is R. Silverman félagsráð- gjafi frá Bandaríkjunum. Edda Ólafsdóttir hefur ásamt fleirum undirbúið ráðstefnuna. Hún var spurð frá hvaða sjónar- hornum þetta mál yrði skoðað? „Fyrir hádegi mun dr. Silverman fjalla um nauð- syn þess að börn fái að vita ýmsar staðreyndir sem tengjast dauða og missi. Hún segir þarna frá rannsókn sem hún hefur verið að gera og mun einnig fjalla um efni sem hún gerir skil í bók- inni: Never too young too know. Death in Children’s live. Að því búnu mun Nanna Sigurðardóttir félagsráðgjafi fjalla um börn, áföll og missi. Þá mun Ingveldur M. Hannesdóttir sem er fjórtán ára segja frá þeirri reynslu sinni að alast upp sem langveikt barn. Eftir hádegi verða málstofur þar sem fjallað verður um efnið: Börn, áföll og missir.“ – Eru hér margvísleg úrræði til þess að aðstoða börn í erfiðum að- stæðum? „Hér er verið að gera marga góða hluti í þeim efnum en víða mætti þó bjóða upp á fleiri úrræði, bæði fyrir börnin sjálf og nánustu aðstandendur. Yfirskrift ráðstefn- unnar spannar mjög vítt svið, kem- ur víða við og snertir marga fleti í lífi barna. Mjög áhugaverðar mál- stofur eru í boði á ráðstefnunni. Dr. Sigrún Júlíusdóttir fjallar um börn og skilnaði, þá verður m.a. sagt frá rannsóknum og meðferð- arúrræðum og stefnumörkun í skilnaðarmálum út frá hagsmun- um og réttarstöðu barna. Fjallað verður um börn og ástvinamissi, viðbrögð barna við aðdraganda dauða og hvernig á að taka börn inn í úrvinnslu fjölskyldunnar á sorg vegna missis. Einnig verður rætt um þátttöku barnsins við at- hafnir sem tengjast dauðanum, svo sem kistulagninu, útför og það sem við tekur eftir útför. Það er séra Bragi Skúlason sem fjallar um þetta efni. Hann mun líka ræða um deyjandi börn og sérstakar þarfir þeirra.“ – Er dr. Phyllis R. Silverman þekktur fyrirlesari? „Já, hún er vinsæll fyrirlesari enda sérfræðingur í þessum mál- um, hefur rannsakað sorg og missi bæði hjá fullorðnum og börnum og skrifað bækur um þessi efni. Hún byrjaði á að rannsaka sorg og sorg- arviðbrögð hjá ekkjum og þeirra líf eftir makamissi. Bók hennar Wid- ow-To-Widow, sem nú er ófáanleg, lýsti þessum rannsóknum og þró- un vissra hjálparaðferða fyrir ekkjur og ekkla. Þær rannsóknir sem Phyllis R. Silverman stundar núna eru á viðbrögðum skólabarna og unglinga við dauða foreldra. Hér er um langtíma rann- sókn að ræða og mark- mið hennar er að kanna hvaða áhrif foreldra- missir hefur á þroska barna og geðheilsu.“ – Hvað efni verða fleiri til um- fjöllunar í málstofum ráðstefnunn- ar? „Í einni af málstofunum verður rætt um hvað gerist í fjölskyldu þegar barn veikist af lífshættuleg- um sjúkdómi, og/eða verður fyrir fötlun, hvaða breytingar verða og hvaða áhrif þær hafa á fjölskyld- una, svo og hvernig fjölskyldum tekst að takast á við þessar að- stæður. Vigdís Jónsdóttir og Ás- laug Ólafsdóttir félagsráðgjafar halda utan um þetta efni. Önnur málstofa hefur yfirskrift- ina: Börn á flótta – börn í nýjum heimkynnum. Þar er verið að fjalla um málefni sem lítið hefur verið til umræðu hér á Íslandi, þ.e. börn á flótta, afskiptaleysi alþjóðasam- félagsins og þær mismunandi stefnur sem ríkja í málefnum slíkra barna, en vitað er að þús- undir barna eru á flótta víðs vegar í Evrópu. Í þessari málstofu verður líka fjallað um börn í flóttamannafjöl- skyldum á Íslandi og stöðu þeirra í eigin fjölskyldum og í íslensku samfélagi. Inn í þessar umræður koma gestir sem þekkja til slíkra aðstæðna. Það er Lilja Hjartardóttir stjórnmálafræðingur sem heldur utan um þetta efni. Í málstofunum verður einnig fjallað um það að vera barn sem býr við bágar aðstæður, þ.e. börn sem alast upp við aðstæður þar sem opinberir starfsmenn (starfs- fólk barnaverndarnefnda) eru hluti af tilveru þeirra, ýmist sem mik- ilvægir stuðningsaðilar eða sem ógnun við tilveru þeirra á heimili foreldranna. Guðrún Frímanns- dóttir félagsráðgjafi hefur umsjón með þessum umræðum. Loks verður fjallað í málstofu um missi og sorg á vinnustað barna í grunnskólanum. Ólöf Helga Þór kennari, sem er að ljúka MA-námi, mun kynna íslenska rannsókn sem fjallar um reynslu grunnskóla- kennara af því að hafa í sinni um- sjón nemendur sem hafa orðið fyr- ir missi og sorg. Þess má geta að dr. Silverman fjallar um stöðu þess foreldris sem missir maka sinn frá ófullveðja börnum á opnum fyrir- lestri á vegum Félagsráðgjafar við HÍ í dag í Odda í stofu 101 kl. 17.“ Edda Ólafsdóttir  Edda Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 30. júní 1955. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð 1976 og prófi í félagsráðgjöf frá Háskól- anum í Ósló 1981. Hún stundaði framhaldsnám í fjölskyldu- meðferð og hefur nýlega lokið námi í vinnu með minnihluta- hópum. Hún hefur starfað sem félagsráðgjafi, m.a. sem for- stöðumaður Útideildarinnar og hjá Unglingaathvarfinu, Ung- lingadeildinni, á Starfsþjálf- unarstaðnum Örva. Að und- anförnu hefur hún starfað hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík á þróunarsviði. Edda er gift Kjart- ani Árnasyni rithöfundi og eiga þau þrjú börn. Umræðurnar snerta marga fleti í lífi barna Það er nú orðið ljóst að bensínstríðið var bara uppgjör á milli olíufurstanna. NÚ þegar hafa 113.000 einstaklingar skilað skattframtali á tölvutæku formi til Ríkisskattstjóra. Ekki eru enn komnar endanlegar tölur yfir skil en frestur bókara og endurskoðenda til að skila inn framtölum einstaklinga með eigin rekstur, rennur út eftir þrjár vikur. Enn getur því töluvert bæst við að sögn Haraldar Hansson- ar, deildarstjóra hjá embætti ríkis- skattstjóra. „Við töldum mikla bjart- sýni hjá okkur að áætla að 100.000 manns myndu skila framtölum á tölvutæku formi í ár. Tölurnar hafa því farið fram úr björtustu vonum.“ Þegar hafa 78.000 einstaklingar og fyrirtæki talið fram beint á Netinu en tæplega 35.000 skattframtöl hafa bor- ist frá endurskoðendum og bókurum sem skila inn framtali á annars konar rafrænu formi. „Ef miðað er við sama tíma í fyrra má búast við að heild- arfjöldi þeirra sem telja fram á tölvu- tæku formi verði um 120–125.000 sem er um 70% aukning frá því í fyrra, en þá fengum við 40.000 framtöl á Net- inu og 32.000 rafræn framtöl frá end- urskoðendum.“ Haraldur segir að yfir helmingur allra skattframtala berist nú á tölvu- tæku formi en frá fyrirtækjum séu þau yfir 90%. „Við erum mjög ánægð með þessa þróun því í henni felst mik- il hagræðing fyrir alla.“ Hann segir að alltaf séu einhverjir sem eru seinir fyrir og enn berist nokkrir tugir framtala á dag. „Rétt er að benda á að þeir sem eiga eftir að skila inn fram- tali geta enn skilað inn á Netinu.“ Útlit fyrir 70% aukningu í ár 113.000 manns telja fram á tölvutæku formi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.