Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ „SAMNINGA, samninga!“ hrópuðu hástöfum sjómenn, sem komnir voru saman til mótmælafundar við Alþing- ishúsið klukkan 13 í gær, til að mót- mæla afskiptum stjórnvalda af kjara- baráttu sjómanna og lagasetningu á verkfall. Hópur sjómanna, klæddur sjó- stökkum, stillti sér upp við aðaldyr Alþingishússins og hrópuðu í kór: „Við viljum samninga, við viljum samninga; við viljum fá að semja í friði; látið okkur í friði; samninga, samninga... !“ og allir fundarmenn tóku kröftuglega undir. Púuðu á stjórnarþing- menn en fögnuðu stjórnarandstæðingum Matarhlé stóð yfir á Alþingi þegar fundurinn hófst og komu nokkrir þingmenn út til að ræða við sjómenn. Gerðu sjómenn hróp að þingmönnum stjórnarflokkanna og púuðu á þá, en nokkrum þingmönnum stjórnarand- stöðunnar var fagnað vel með upp- hrópum og lófataki. ,,Við mótmælum valdníðslu stjórn- valda á sjómönnum fjórum sinnum í röð,“ hrópaði Þórarinn Sigvaldason, sjómaður úr Grindavík, í gjallarhorn en hann stjórnaði útifundi sjómanna við þinghúsið og fundarmenn tóku undir í kór. Sjávarútvegsráðherra varðist gagnrýni sjómanna Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra kom út úr þinghúsinu og ræddi um stund við sjómenn, sem höfðu uppi hávær mótmæli er hann birtist vegna yfirvofandi lagasetning- ar. Árni varðist gagnrýni sjómanna og sagði verkfall þeirra hafa staðið tvöfalt lengur en fyrri verkföll. „Það hefur því verið þeim mun meira svigrúm fyrir ykkur til þess að semja. Því miður hefur það ekki tek- ist. Þið starfið við undirstöðuatvinnu- veg þjóðarinnar og því getur verk- fallið ekki staðið lengur. Nú skilst mér að þið séuð búnir að aflýsa verk- falli og ég hef engar athugasemdir við það. Þá bara farið þið og semjið,“ sagði Árni er hann skiptist á skoð- unum við stjórnanda fundarins. „Þið hafið komið trekk í trekk og ætlið að setja lög. Við fáum ekki nóg- an tíma. Það er ekki hægt að semja undir þessu,“ sagði Þórarinn Sig- valdason, málsvari fundarmanna. „Árni, þú hlýtur að skilja að það er ekki hægt að semja ef það á alltaf að bjarga öðrum aðilanum. Ég veit ekki hvort þú veist af því, en ég er gjörsamlega óslysatryggður á sjó. Ég þarf alltaf að sanna að öðr- um sé um að kenna ef ég lendi í slysi. Bætur greiðast samkvæmt dómum úr Hæstarétti og í flestum tilfellum alls ekki, eins og nýlegir dómar í Hæstarétti sanna,“ sagði Þórarinn. „Ekki hef ég á móti því að þú sért slysatryggður á sjó,“ svaraði Árni. „Ég vil bara benda þér á að öðrum sjómönnum hefur tekist að semja um slysatryggingu, þótt ykkur hafi ekki tekist það,“ sagði hann. „Óska ykkur bara góðs gengis“ „Þegar ykkar verkfall er farið að hafa áhrif á allt þjóðfélagið og öll heimilin í landinu, þá verðum við stjórnmálamennirnir að grípa í taum- ana eins og okkur er rétt og skylt að gera,“ sagði Árni. Hann benti einnig á að hann hefði komið til móts við gagnrýni sjó- manna á frumvarpið og lagt til breyt- ingar sem afnemi orðalag um að gerðardómur skuli taka mið af Véla- stjórasamningnum. „Það ætti því ekki að vera vandamál lengur. En þið kjósið að aflýsa verkfallinu sjálfir og þá takið þið málið í ykkar hendur, takið það úr höndum gerðardómsins og ég óska ykkur bara góðs gengis,“ sagði Árni áður en hann hvarf aftur inn í þinghúsið þar sem önnur um- ræða um frumvarpið stóð yfir í gær. Sjómenn standa sjálfir að mótmælunum Mótmælafundurinn á Austurvelli hélt áfram. „Mér finnst gott að sjá þetta. Það er ekki sjómannaforystan sem stendur að þessu heldur eru það sjómenn sjálfir,“ sagði Jónas Garð- arsson, formaður sjómannafélags Reykjavíkur, í samtali við Morgun- blaðið, aðspurður um aðgerðirnar við alþingishúsið. ,,Við viljum semja, við viljum semja!“ hrópuðu fundarmenn hvað eftir annað. Slysatryggingarmál sjómanna- stéttarinnar voru fundarmönnum of- arlega í huga. ,,Það féll dómur í Hæstarétti. Æðsta dómstigi þjóðarinnar. Mat- sveinn sem hélt á potti um borð í sín- um bát skall á handrið, meiddist í baki og þurfti að fara með málið fyrir Hæstarétt og getið þið hvað? Hæsti- réttur dæmdi að maðurinn kynni ekki fótum sínum forráð,“ sagði fund- arstjóri við sjómenn. ,,Við viljum slysatryggingu á sjó!“ hrópuðu fund- armenn einum rómi. „Stoltur af mínum mönnum“ Útifundur sjómannafélaganna við Alþingishúsið stóð yfir í um klukku- stund og lauk um kl. 14. „Þessi fundur sýnir samstöðu sjó- manna. Ég er mjög stoltur af mínum mönnum,“ sagði Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins í samtali við Morgunblaðið undir lok fundarins. „Það var boðað til hans með mjög stuttum fyrirvara og alveg undirbúningslaust, en samt eru hér að mér sýnist nokkur hundruð manns. Ég hef tekið sérstaklega eftir því að þeir hafa ekki verið með efa- semdir í minn garð, síður en svo með yfirlýsingar um að ég sé óhæfur samningamaður. Þeir hafa ekki trú á því, þessir menn. Það liggur alveg fyrir. Andstæðingar hafa verið í því að gera okkur ótrúverðuga, og jafn- vel ráðherra líka í sumum tilvikum en það kemur greinilega ekki fram á þessum fundi,“ sagði Sævar. Sjómenn söfnuðust saman á mótmælafundi við Alþingishúsið „Við mótmælum valdníðslu stjórnvalda á sjómönnum“ Morgunblaðið/Jim Smart Stór hópur sjómanna safnaðist saman framan við Alþingishúsið í gær til að mótmæla frumvarpi um að afnema verkfall sjómanna. Við dyr Alþingishúss- ins stilltu nokkrir sjómenn í sjóstökkum sér upp og hrópuðu: „Við viljum samninga, við viljum fá að semja í friði.“ SJÓMANNASAMBAND Íslands ákvað að aflýsa verkfalli á fundi samninganefndar í gærmorgun. Eitt aðildarfélaganna, Sjómannafélag Eyjafjarðar, ákvað hins vegar að vera ekki með í þessari ákvörðun félaga sinna. „Ég met stöðu okkar sterkari vegna þess að við viljum frekar af- lýsa en að fá á okkur lög sem banna okkur að semja. Við ætlum okkur að semja og þetta lýsir bara samnings- vilja Sjómannasambandsins,“ sagði Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands Íslands. Hann sagði einnig að þeir sem hefðu haft uppi efasemdir um að sjó- menn vildu semja hefðu einfaldlega haft rangt fyrir sér. Svipt rétti til að taka sjálfstæðar ákvarðanir Í yfirlýsingu sambandsins í gær segir að verði frumvarpið um kjara- mál fiskimanna o.fl. að lögum muni félagsmenn aðildarfélaga sambands- ins verða sviptir grundvallarmann- réttindum, sem þeim eru tryggð í lögum, stjórnarskrá og alþjóðlegum sáttmálum, sem íslenska ríkið sé skuldbundið að hlíta. „Félagsmenn aðildarfélaga sam- bandsins og stéttarfélög þeirra yrðu með þessu jafnframt svipt rétti til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um kjarasamningsbundin réttindi sín. Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar er einnig gert ráð fyrir verulegri kjara- skerðingu sjómanna auk þess sem mælt er fyrir um afnám laga, sem beinlínis er ætlað að tryggja réttindi félagsmanna aðildarfélaga sam- bandsins. Með hliðsjón af ofangreindu og í því skyni að varna því að umrædd lög verði samþykkt á Alþingi Íslend- inga, er yfirstandandi verkfalli aðild- arfélaga Sjómannasambands Ís- lands, sem samninganefnd hefur umboð fyrir, aflýst,“ segir í yfirlýs- ingunni. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er alveg skelfileg staða að fá þessi lög með viðmið í samning sem gildir í tæplega hálfan áratug og vita ekkert hvað kæmi út úr þessum gerðardómi,“ sagði Sævar. Aðspurður neitaði Sævar því að ákvörðun Sjómannafélags Eyja- fjarðar að slíta sig frá og aflýsa ekki verkfalli, sýndi að samstaða sjó- manna hefði brostið. „Þvert á móti. Þeir ákváðu að fara þessa leið og það er nú einu sinni svo í lífinu að það er enginn viss um það í þessari stöðu hvað er rétt og hvað er rangt. Ég hef fengið þær fréttir að Farmannasam- bandið aflýsi ekki heldur. Ég hef aldrei haldið því fram að það sem við gerðum væri rétt og annað væri rangt. Við höfum þvert á móti bara hver sína skoðun á því með hvaða hætti málið verði leyst,“ sagði hann. Óvíst hvort lögin ná til sjó- manna sem hafa aflýst verkfalli Sævar segist ekki vita hvort yf- irvofandi lagasetning um stöðvun verkfalls og gerðardóm muni einnig ná til þeirra sjómanna sem hafa af- lýst verkfalli. „Við erum að þessu til þess að ljúka samningum. Ég hef ekki fengið lagalegar útskýringar á því hvað get- ur tekið við. Mér finnst ólíklegt að Sjómannasambandið eða aðildar- félög þess sem hafa aflýst verkfalli, verði inni í frumvarpinu en mér er líka sagt að það sé mögulegt,“ sagði hann Sjávarútvegsnefnd Alþingis sam- þykkti í fyrrakvöld að gera breyt- ingar á frumvarpinu og fella út orða- lag þar sem kveðið var á um að gerðardómur skuli m.a. taka mið af nýgerðum samningi Vélstjórafélags- ins. Sævar segir að eftir að hafa skoðað þessar breytingar, sé ljóst að gerðardómi sé eftir sem áður ætlað að taka mið af Vélstjórasamningn- um, enda sé ekki um aðra skylda samninga að ræða. „Þeir héldu að þeir gætu blásið ryki í augun á okkur,“ segir hann og bendir máli sínu til stuðnings á orða- lag um tímalengd í gerðardóms- ákvæðinu og að dómurinn skuli taka mið af „skyldum samningum“. „Ég spurði sjávarútvegsnefnd að því í nótt [aðfaranótt þriðjudags] hvort þeir ættu við háskólakennara, barnakennara eða einhverja aðra eða hvort þeir ættu bara við Vél- stjórafélagið. Ég fékk ekkert svar en veit það sjálfur að það eru engir aðr- ir skyldir samningar en Vélstjóra- samningurinn. Það er ekki um neina aðra fiskimannasamninga að ræða. Þeir eru eftir sem áður að gefa gerð- ardómi fyrirmæli um tímalengdina og reyndar líka um á hvaða þáttum á sérstaklega að taka,“ sagði Sævar. Vildum frekar aflýsa verkfalli en fá á okkur lög Morgunblaðið/Jim Smart Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, segir stjórnvöld hafa ætlað að slá ryki í augu sjómanna með breytingum á frumvarpinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.