Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 35 ÞJÓÐINNI ætti nú að vera kunnugt um aðstöðuvandamál Há- skóla Íslands enda hefur mikið verið um það vandamál rætt síð- astliðin missseri og nægir þar að nefna seinagang við bygg- ingu Náttúrufræða- húss sem dæmi. Nem- endafjöldi Háskóla Íslands er orðinn svo mikill að húsnæði skól- ans dugir hvergi nærri til. Þegar próf standa yfir finna stúdentar mjög svo fyrir þessum vanda. Þjóðarbókhlaðan er full af stúd- entum þegar próf standa yfir en auk þess stendur okkur til boða að lesa í öðrum byggingum Háskólans, þar með talið í kennslustofum. Þetta dugir þó ekki til að fullnægja þörf okkar stúdenta. Enginn frítími um helgar Á meðan húsnæði og lestrarað- staða stúdenta er af svo skornum skammti er mjög mikilvægt að nýta til fullnustu þá aðstöðu sem fyrir er. Þjóðarbókhlaðan kemur til dæm- is ekki nógu vel til móts við nem- endur Háskólans yfir próftímann og er sá tími sem hún er opin eng- an veginn í samræmi við þarfir stúdenta. Þjóðarbókhlaðan er helsta lesað- staða okkar háskóla- nema en hún er opin frá kl. 8:15 til 22:00 frá mánudegi til fimmtu- dags og frá 8:15–19:00 á föstudögum. Um helgar er bókasafnið hins vegar einungis opið frá 9:00–17:00 á laugardögum og á sunnudögum frá 11:00–17:00. Opnunar- tími bókhlöðunnar um helgar er úr takti við það sem þekkist í há- skólum erlendis. Til gamans má geta þess að Háskólabóka- safnið í Harvard hefur aldrei lokað frá því að það var opn- að í upphafi. Háskólastúdentar eiga ekki helg- arfrí þegar prófin standa yfir – þvert á móti er þetta háannatími hjá flestum okkar og við verðum að lesa lengur en til kl. 17:00. Það er því fullkomlega sanngjörn krafa að Þjóðarbókhlaðan verði opin en lengur til kl. 22:00 um helgar. Vaka vill stíga skrefið til fulls Fyrir þremur árum veitti Alþingi Íslendinga 18 milljóna króna auka- fjárveitingu til þess að gera stjórn- endum Þjóðarbókhlöðunnar kleift að lengja afgreiðslutíma Þjóðarbók- hlöðunnar úr 59 í 81 klukkustund á viku. Vaka er ánægð með þær breytingar sem áttu sér stað fyrir þremur árum en bendir á að betur má ef duga skal. Það er skýr krafa Vöku að við nýtum það glæsilega húsnæði sem við eigum í bókhlöð- unni að fullu, annað er ekki hag- kvæmt. Það er kominn tími til að stíga skrefið til fulls og hafa Þjóð- arbókhlöðuna opna til kl. 22:00 alla daga vikunnar. Mikilvægi bókhlöðunnar er okkur háskólanemum mikið og óþolandi að geta ekki nýtt húsið betur en margir stúdentar eru til að mynda háðir tölvuverunum við ritgerðar- vinnu. Það er nú einu sinni svo að ekki hafa allir stúdentar aðgang að tölvum í heimahúsi og nýta því tölvuver bókhlöðunnar til þeirrar vinnu sem vinna þarf á tölvutæku formi, hvar er betra að vinna slíka vinnu en á bókasafni Háskólans þar sem allar heimildir eru bara einu skrefi í burtu? Lesaðstaða Háskólans á að standa stúdentum opin Guðfinnur Sigurvinsson Aðstaða Það er skýr krafa okkar í Vöku, segir Guðfinnur Sigurvinsson, að við nýtum það glæsilega húsnæði sem við eigum í bókhlöðunni að fullu. Höfundur situr í stúdentaráði fyrir hönd Vöku. ÞAÐ fylgja því ýms- ir erfileikar að eiga fatlað barn. Flestir þeir erfiðleikar eru þess eðlis að fólk lærir við þá að una, þeir verða hluti af hinu dag- lega lífi. Aðrir erfið- leikar er þannig til komnir að við þá er ekki hægt að una, þeir eru af mannavöldum. Þannig er farið um þá óvissu sem skapast vegna starfsmanna- skorts í þjónustu við fólk með fötlun vegna bágra kjara og kjara- deilna. Slík kjaradeila er nú á milli Þroskaþjálfafélags Íslands og Samningarnefndar ríkisins og sveit- arfélaga. Þroskaþjálfafélagið hefur haft uppi þá eðlilegu kröfugerð að laun þeirra miðist við laun sambæri- legra starfshópa með sambærilega menntun. Svo virðist sem þessar opinberu samninganefndir telji að það séu full rausnarleg kjör handa þessum starfsmönnum sínum, allavega hefur ekki náðst samkomulag þrátt fyrir að margir mánuðir séu nú liðnir frá því samningar voru lausir. Þessi óvissa um kjör hefur nú þeg- ar orðið þess valdandi að hæfileika- ríkt fólk hefur tekið þá ákvörðun að snúa sér að öðrum og betur laun- uðum störfum, störfum sem ein- hverra hluta vegna virðast vera talin verðmætari. Ósjálfrátt spyr maður sig hvort þessi deila endurspegli verðmæta- mat stjórnvalda á þjónustu við fatl- aða. Allavega virðist ekki gilda lög- mál um framboð og eftirspurn hvað launakjör þroskaþjálfa varðar því þeir eru sannarlega eftirsóttur starfskraftur, það eftirsóttur að skortur á þroskaþjálfum er mjög víða. Samkvæmt lögmálum markað- arins ætti mikil eftirspurn en lítið framboð að leiða til launahækkana nema því aðeins að markaðsráðandi aðilar telji að viðfangsefnið, þ.e.a.s. góð þjónusta við fólk með fötlun, sé ekki verðmætt. Landssamtökin Þroskahjálp beina þeim eindregnu tilmælum til samn- ingsaðila að ganga til samninga hið allra fyrsta og afstýra þannig vand- ræðum. Í samningum þessum verð- ur að tryggja þroskaþjálfum sann- gjarnar kjarabætur þannig að þeir fáist til að starfa á þeim starfsvett- vangi sem þeir hafa menntað sig til. Því verður vart trúað að samn- inganefndir ríkis og sveitarfélaga hafi ekkert annað að segja þroska- þjálfum en að vænlegast sé fyrir þá að yfirgefa starfsvettvang sinn og reyna fyrir sér annars staðar. Landssamtökin Þroskahjálp geta ekki sætt sig við slíkt mat á dýr- mætu starfi þroskaþjálfa og slíka vanþekkingu á þörfum fólks með þroskahömlun. Hvers virði eru dýrmæt störf? Friðrik Sigurðsson Kjarabarátta Maður spyr sig, segja Halldór Gunnarsson og Friðrik Sigurðsson, hvort þessi deila end- urspegli verðmætamat stjórnvalda á þjónustu við fatlaða. Halldór er formaður Þroskahjálpar. Friðrik er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Halldór Gunnarsson Draumavél heimilanna! Vegleg brúðargjöf! Ísaumuð svunta með nöfnum og brúðkaupsdegi fylgir! 5 gerðir - margir litir Borgartúni 20 - sími 562 2901 og 562 2900 60 ára frábær reynsla. Lengri augnhár Við kynnum nýjan maskara frá Clinique: Lash Doubling Mascara 100% ilmefnalaust Augnhárin lengjast um helming með nýja Lash Doubling maskaranum frá Clinique. Þessi einstaka formúla fer fram úr björtustu vonum og tvöfaldar augnhárin. Þykkir þau til hins ýtrasta á sem stystum tíma. Nákvæmur burstinn hjálpar hverju hári að ná lengingu og þykkir hvert hár með jafnri og mjúkri áferð. Hreinn og tær, smitar ekki, klessir ekki. Árangurinn? Lengri augnhár á styttri tíma. Lash Doubling Mascara 4 g. Clinique. Ofnæmisprófað. 100% ilmefnalaust. www.clinique.com Ráðgjafi frá Clinique frá kl. 13-18: Hagkaup Smáratorgi miðvikudag Hagkaup Skeifunni fimmtudag Hagkaup Spöngin föstudagÁrmúla 8 - 108 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.