Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Murmansk kemur í dag, Arnomendi P-63 fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Okotino kemur í dag, Lagarfoss fer í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Skrifstofan er opin alla miðvikud. frá kl. 14–17. S. 551 4349. Fataúthlutun og fatamóttaka er opin annan og fjórða hvern miðvikud. í mánuði, frá kl. 14– 17 s. 552 5277. Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Svarað er í síma Krabbameinsráðgjaf- arinnar, 800 4040 frá kl. 15–17. Mannamót Árskógar 4. Föstudag- inn 18. og laugardaginn 19. maí, verður hin ár- lega handverkssýning í félagsmiðstöðinni Undirbúningur fyrir sýninguna verður alla þessa viku og mun því hin venjulega dagskrá í handavinnustofunum vera í lágmarki af þess- um sökum. Margt muna verður á sýningunni, skemmtiatriði verða báða dagana og mun Gerðubergskórinn koma og syngja fyrir gesti á föstudag kl. 14.30 og á laugardaginn mun Hall- dóra Björnsdóttir leik- kona flytja vorljóð, kl. 14.30. Kaffi og meðlæti verður selt á meðan sýn- ingin er. Sýningin verð- ur opin milli kl. 13 og 17 báða dagana. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9– 12 vefnaður, kl. 9–16 handavinna, kl. 10 banki, kl. 13 spiladagur og vefnaður. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Sundtímar á Reykja- lundi kl. 16 á miðvikud. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Tímapöntun í fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hárgreiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8–16. Félagsstarfið Sléttuvegi 11-13. Handavinnusýn- ingin verður föstudag- inn 18. maí kl. 13.30-18. Allir velkomnir. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9 handavinnustofan opin, kl. 13 opin handa- vinnustofan. Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15– 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl 16.30–18. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 10 verslunin opin til kl. 13, kl. 13 föndur og handa- vinna, kl. 13.30 enska, byrjendur. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Í dag mið- vikudag 16. maí spilað í Holtsbúð kl. 13.30. ATH. breyttan dag. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Línudans kl. 11 og píla kl. 13:30. Á morgun fimmtudag eru púttæf- ingar í Bæjarútgerð kl. 10–11:30.Vegna verk- falls Hlífar getur þurft að fresta fyrirhugaðri sýningu á handverki eldri borgara er á að vera 17, 18. og 19. maí, fylgist með fréttum. Dagsferð á Njáluslóðir fimmtudagin 7. júní n.k. Skráning hafin, allar upplýsingar í Hraunseli sími 555-0142. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10–17, kl. 10.30 boccia, kl. 13 félagsvist, kl. 17 bobb. Söngfugl- arnir taka lagið kl. 15.15 Guðrún Guðmundsdóttir mætir með gítarinn. Félag eldri borgara Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeg- inu. Miðvikudagur: Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Ásgarði Glæsibæ kl. 10. Söng- félag FEB kóræfing kl. 17. Línudanskennsla Sigvalda fellur niður. Söngfélag FEB ásamt þrem öðrum kórum syngja í Breiðholts- kirkju nk. laugardag 19. maí kl. 15. Þriðjudaginn 29. maí verður farin stutt vorferð í Hafn- arfjörð og Heiðmörk. Lagt verður af stað kl. 13. og leið lögð um Hafnarfjörð og þar litast um undir leiðsögn Rún- ars Brynjólfssonar. Síð- an ekið um Heiðmörkina og staldrað þar við og Vatnsveita Reykjavíkur skoðuð. Að lokum eru kaffiveitingar í boði Orkuveitu Reykjavíkur. Brottför frá Glæsibæ kl. 13. Leiðsögn Páll Gísla- son og Pálína Jóns- dóttir. Skráning hafin. 6.-8. júní ferð til Vest- mannaeyja. Skoð- unarferðir um eyjuna. Gisting á Hótel Þórs- hamri. Nokkur sæti laus. ath. lækkað verð. Ath. þeir sem pantað hafa pláss í Vest- fjarðaferð 2.-7. júlí vin- samlegast staðfestið sem fyrst, vegna fjölda þátttakenda. Silfurlínan opin á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 10–12. Ath. skrifstofa FEB er opin frá kl. 10– 16. Uppl. í s. 588 2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9 opin vinnustofa, postu- línsmálun, kl. 13.30 sam- verustund. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 gamlir leikir og dansar, frá há- degi spilasalur opinn, Tónhornið fellur niður. Veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Allar upp- lýsingar um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 bútasaumur, kl. 9– 12 útskurður, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 keramik, tau- og silki- málun og jóga, kl. 11 sund í Grensáslaug, kl. 15 teiknun og málun. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi, hittast á morgun fimmtudag kl. 10 á Korpúlfsstöðum. Kaffi- stofan opin. Allir vel- komnir. Nánari upplýs- ingar veitir Þráinn Hafsteinsson í síma 5454-500. Norðurbrún 1. Fótaað- gerðastofan opin frá kl. 9–14, kl. 9–12.30 út- skurður, kl. 9–16.45 handavinnustofurnar opnar, kl. 10 sögustund, kl. 13–13.30 bankinn, kl. 14 félagsvist, kaffi og verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.30 sund, kl. 9.15 myndlist- arkennsla og postulíns- málun, kl. 13–16 mynd- listarkennsla, glerskurður og postu- línsmálun, kl. 13–14 spurt og spjallað. Föstu- daginn 18. maí er dans- að undir stjórn Sigvalda í kaffitímanum, gott með kaffinu. Laugardaginn 19. maí eru tónleikar í Breiðholtskirkju kl. 15. Söngfuglar: Kór félags- starfs aldraðra, söng- félag F.E.B., Gerðu- bergskórinn og kór eldri borgara í Garðabæ syngja. Allir velkomnir. Mánudaginn 21. maí verður farið á hand- verkssýningar að Hvassaleiti og Norð- urbrún. Lagt af stað kl. 13. Flóamarkaður verð- ur á Vesturgötu 7 mið- vikudaginn 23. og föstu- daginn 25. maí kl. 13-16.30. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan, kl. 9.30 bankaþjónusta, kl. 10 morgunstund, bókband og bútasaum- ur, kl. 13 handmennt og kóræfing, kl. 13.30 bók- band, kl. 14.10 versl- unarferð. Bústaðakirkja starf aldraðra, miðvikudaga kl. 13–16.30 spilað, föndrað og bænastund. Boðið upp á kaffi. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Kvenfélag Bústaða- sóknar fer dagsferð á Njáluslóðir og víðar laugardaginn 26. maí. Kvöldverður á veitinga- húsinu Við Fjöruborðið á Stokkseyri. Signý og Erla verða í Bústaða- kirkju frá 19-20 fimmtu- daginn 17. maí og taka á móti innborgunum á ferðina. Haukar, Öldungaráð. Sumarferðin er 13. júní. Skráning í símum 555- 0176 eða 555-0852. Í dag er miðvikudagur 16. maí 136. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Er Ísbóset sonur Sáls frétti, að Abner væri dauður í Hebron, féllust honum hendur, og allur Ísrael varð óttasleginn. (II Sam. 4, 1.-2.) 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 kría, 4 þyrping, 7 lofað, 8 óhæfa, 9 kraftur, 11 skelin, 13 fiskurinn, 14 dögg, 15 vegg, 17 ilma, 20 hlass, 22 heldur, 23 hefja, 24 ávöxtur, 25 fugl. LÓÐRÉTT: 1 þjónustustúlka, 2 hæsi, 3 sníkjudýr, 4 fatnað, 5 frumeindar, 6 duglegur, 10 flandur, 12 miskunn, 13 væla, 15 glampi, 16 kind, 18 orða, 19 dýrin, 20 sóminn, 21 slæmt LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 góðgætinu, 8 skælt, 9 nætur. 10 agn, 11 arinn, 13 alinn, 15 mögla, 18 efsta, 21 fen, 22 trant, 23 geðug, 24 Dalabyggð. Lóðrétt: 2 ólæti, 3 gátan, 4 tunna, 5 nýtni, 6 espa, 7 grun, 12 nál, 14 lyf, 15 meta, 16 glaða, 17 aftra, 18 Eng- ey, 19 siðug, 20 auga. Víkverji skrifar... YFIRBRAGÐIÐ í sveitum lands-ins, á einstökum sveitabæjum, er mjög misjafnt eins og landsmenn vita. Víkverji var nýverið á ferð á hringveginum og þótt hann færi nokkuð hratt yfir varð honum enn ljósara en oft áður hversu ólík um- gengnin og snyrtimennskan er á ein- stökum bæjum. Sumir virðast leggja metnað sinn í að hafa híbýli sín og útihús vel máluð og hirt. Þeir hinir sömu bændur ganga einnig þannig frá vélum og tækjum að loknu verki að öllu er stillt upp á smekklegan hátt en ekki skilið við vélar hér og þar um tún og engi, rétt eins og menn hafi stigið af þeim á ferð og hlaupið heim í kaffi. Það sama á oft við um heyrúllurnar, stundum er þeim hent einhvern veg- inn saman en oftar má sjá hreinar línur í uppstillingu þeirra. Þessu tek- ur ferðalangur eftir þegar hann þeysir hjá garði bænda og er ólíkt ánægjulegra að virða fyrir sér bú þar sem snyrtimennskan svífur yfir. x x x ÚR því að minnst er á ferð umhringveginn verður Víkverji að gera að umtalsefni nýja vegarkafl- ann á Möðrudalsöræfum. Eða öllu heldur kaflann sem liggur ekki um Fjöllin heldur nokkru austar, oft kölluð Háreksstaðaleið. Er þá ekið fyrst eins og leiðin liggi til Vopna- fjarðar en síðan á nýjum og mjög góðum vegi til austurs og síðan í suð- urátt þar til komið er á fyrri veg skammt vestan Gilsár áður en leiðin liggur ofan í Jökuldal. Þessi leið er einhvern veginn mun svipminni heldur en fyrri leið, að minnsta kosti þegar ekið er frá Mý- vatni og austur um. Útsýni er trú- lega annað og meira þegar ekið er í hina áttina og fleiri og stærri fjöll blasa við. Ekki er farið um Möðru- dalsfjallgarðana sem eru tilkomu- miklir og ekki um Geitasand og því finnst ferðalang vanta þessa gömlu kunningja sem geta verið svo ólíkir eftir því hvernig veðurfar skipast. Leiðinni var breytt til að stytta vegalengd milli Vopnafjarðar og Eg- ilsstaða og að einhverju leyti vegna þess að hún er talin snjóléttari. Ekki hefur þó reynt á það þar sem snjóa- lög voru nánast ekkert til trafala á liðnum vetri. Víkverji saknar þess að fara ekki um Möðrudal, bæinn sem er einna lengst frá sjó allra bæja og geta áð þar í Fjallakaffi, skoðað kirkjuna eða bara viðrað sig á hlaðinu áður en haldið er lengra. Þetta er að vísu hægt að sumarlagi og auðvitað hægt að taka krókinn og líta við hvort sem er. Það eru ekki nema 8 km frá vega- mótum nýja vegarins að Möðrudal. En menn myndu trúlega ekki leggja hann á sig bara svona að gamni. x x x SVO áfram sé talað um sveitina þámerkti Víkverji bæði breytingar og stöðugleika í sveitinni sem hann var í fyrir margt löngu á þessari yf- irreið. Það sem breytist eru ný og stærri hús, ný lönd eru brotin til ræktunar og meira ber á auglýstri ferðaþjón- ustu. Það sem breytist ekki eru gömlu vélarnar sem lagt hefur verið og fá enn að hvíla á sama stað í tún- fætinum og kannski gömlu bílarnir. Sá Víkverji til dæmis Willys-jeppann sem hann var sóttur á af bónda á ná- grannabæ fyrir nokkrum áratugum þegar hann hélt til sveitadvalar úr höfuðborginni. Hann hefur greini- lega fengið að hvíla undir bæjarvegg síðustu árin. ÞAÐ er nú þannig að karl- inn í brúnni þarf að huga að hásetunum. Hásetarnir eru nefnilega þjóðin, sem hefur kosið karlinn í brúnni til að stjórna þjóðarskútunni. Þess er vænst að allir þjóð- félagsþegnar sitji nokkurn veginn við sama borð. Því er nú ekki aldeilis svo farið. Einokunar- og fákeppnis- öflum hefur verið gefinn laus taumur, þannig að verðlag hefur farið úr böndunum. Kjörum aldraðra og ör- yrkja hefur hrakað frá 1987 og þeir sem hafa setið við stjórnvölinn frá þeim tíma til dagsins í dag, karlarnir í brúnni, bera alfarið ábyrgð á þeirri fátækt sem ríkir hjá þessum hópum á Ís- landi í dag. Þessir hópar hafa þurft að leita til Hjálp- arstofnunar kirkjunnar, Rauða krossins og annarra, sem hafa tekið að sér að sjá um málefni þessara hópa. Þetta er blákaldur sann- leikur, sem karlinn í brúnni á hverjum tíma fyrir sig, verður að horfast í augu við. Nema að karlinn í brúnni sé með lepp fyrir báðum augum og tappa í eyrunum til þess að vita sem minnst um það ástand sem ríkir meðal þessara hópa, sem virðast vera af- gangshópar í þessu þjóð- félagi. Baráttu þessara hópa fyrir bættum kjörum er ekki lokið, hún heldur áfram. Gunnar G. Bjartmarsson. Varðandi 1. maí 2001 VARÐANDI ummæli Hall- gríms Helgasonar um 1. maí sl. í Velvakanda 15. maí sl. vil ég taka undir ummæli Hallgríms. Verkalýðs- hreyfingarnar hafa staðnað í hátíðarhöldum á 1. maí. Meira þarf að gera fyrir unga fjölskyldufólkið. Iðn- nemasamband Íslands stóð fyrir hátíðarhöldum þenn- an sama dag í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þar sem létt skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna var haldin. Í garðinn mættu um 1.500 manns þrátt fyrir að fjölmiðlar, að undanskild- um tveim útvarpsrásum, sýndu þessu engan áhuga. Einungis 500–600 manns þrömmuðu niður á Ingólfs- torg og þykir mér það nokkuð sýnt að Iðnnema- samband Íslands muni halda þessa hátíð að ári. Því vil ég persónulega bjóða þér Hallgrímur, þinni fjöl- skyldu og öðrum lands- mönnum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn 1. maí 2002. Kær kveðja, Jónína Brynjólfsdóttir Formaður Iðnnemasam- bands Íslands. Afnám skatta á lítil og miðlungs fyrirtæki NÚ gefur Össur Skarphéð- insson í skyn að það komi til greina að lækka skatta lítilla og meðalstórra fyrir- tækja. Nú spyr ég, eru ekki heimilin fyrirtæki? Jó- hanna Sigurðardóttir, flokkssystir Össurar, er ekki svo lítið búin að hafa orð á skuldum heimilanna í landinu. Þó að ekki væri gert ann- að en að fella niður hluta af þeim skatti, sem ríkið tekur til sín af bensínverði, þá kæmi það sér vel fyrir heimilin í landinu, því að bílaeign og -notkun, eink- um á höfuðborgarsvæðinu, er ekki lúxus heldur nauð- syn í mörgum tilvikum. Sá skattur sem lagður er á elli- og örorkubætur ætti hrein- lega ekki að vera til. Þing- menn og ráðherrar hafa 500–700 þúsund krónur á mánuði, sem er meira en öryrkjar og ellilífeyrisþeg- ar hafa í tekjur yfir árið. Ég held að það sé kominn tími til að stokka upp í þessu þjóðfélagi, því það er örugglega vitlaust gefið í þessu spili. Öryrki. Tapað/fundið Svört taska tapaðist SVÖRT taska tapaðist í miðbæ Reykjavíkur aðfara- nótt sunnudagsins 13. maí sl. Hún gæti hafa tapast neðst á Hverfisgötu eða í Lækjargötunni. Í töskunni var Nokia GSM-sími og stór lyklakippa. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 552-4543 eftir kl. 19. Farsími í óskilum FARSÍMI fannst á Úlfars- felli sunnudaginn 13. maí sl. Upplýsingar í síma 568- 5990. Dýrahald Mjása er týnd HÚN hvarf frá heimili sínu á Vesturvallagötu fyrir mánuði. Hún er grábrönd- ótt og mjálmar mikið. Hennar er sárt saknað. Ef einhver getur gefið upplýsingar um ferðir hennar er sá hinn sami vin- samlegast beðinn um að hafa samband í síma 551- 8494 eða 860-5566. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Um karlana í brúnni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.