Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 29 ROTTERDAM er Menningarborg Evr- ópu í ár. Gergiev- tónlistarhátíðin, sem kennd er við að- alstjórnanda Fílharm- óníusveitarinnar í Rotterdam, verður í ár helguð tónlist Dimitr- ijs Sjostakovitsj. Þetta er í sjötta sinn sem há- tíðin er haldin, og verður þema hátíð- arinnar fjórði og fimmti áratugur 20. aldarinnar, þar sem sérstök áhersla verður lögð á að kynna og leika svokallaðar stríðssinfóníur tónskáldsins rúss- neska. Einnig verður flutt á hátíð- inni önnur tónlist eftir Sjostakov- itjs, óperur, sinfónísk tónlist, kvikmyndatónlist, hljómsveit- arsöngvar og kammermúsík. Há- tíðin stendur frá 13.-22. september og því gætu þeir sem unna tónlist Sjostakovitsj lagt leið sína til Rott- erdam í haust og hlýtt á mörg helstu verk tónskáldsins á örfáum dögum. Mikið verður lagt upp úr ýmiss konar hliðardagskrá á hátíð- inni, með fyrirlestrum, opnum æf- ingum, masterklössum, nám- skeiðum og tónsmiðjum, og verður sérstaklega gert vel við börn og unglinga í þeim efnum. Sjostakovitsj hefur öðlast sess sem eitt merkasta tónskáld 20. ald- arinnar. Hann var um tíma mikils metinn í heimalandi sínu, en á Stal- ínstímanum var hann fordæmdur og smáður af yfirvöldum fyrir það sem þau kölluðu úr- kynjun og andsovéska list. Hápunktur hátíð- arinnar verður vafa- lítið flutningur 7. sin- fóníu tónskáldsins, en hún er nánast upp- lifun hans á umsátri Þjóðverja um Len- íngrad árið 1941. Um- sátrið stóð í 880 daga, og meir en milljón borgarbúar létust úr hungri og vosbúð, enda borgin al- gjörlega einangruð. Mitt í því ástandi sat Sjostakovitsj og samdi sitt meist- araverk undir gný frá sprengju- regni Þjóðverja. Rotterdam og Leníngrad, sem nú hefur endurheimt sitt fyrra nafn, St. Pétursborg, deila nöturri reynslu úr seinni heimsstyrjöld- inni, en Rotterdam varð einnig illa útleikin eftir árásir Þjóðverja. Hljómsveitarstjórinn Valery Gerg- iev er aðalhljómsveitarstjóri hljóm- sveita borganna beggja og munu hljómsveitirnar báðar leika á há- tíðinni í Rotterdam. Auk þeirra kemur fram fjöldi heimsþekktra listamanna, þar á meðal Brodsky- kvartettinn sem mun leika kamm- erverk Sjostakovitsj frá fjórða og fimmta áratugnum ásamt píanó- leikaranum Christian Blackshaw, en hann mun einnig leika ein- leiksprelúdíur tónskáldsins fyrir píanó. Nánari upplýsingar um há- tíðina má finna á heimasíðu henn- ar: http://www.gergievfestival.nl. Stríðssinfóníur Sjost- akovitsj í sviðsljósinu Dimitrij Sjostakovitsj Gergiev-tónlistarhátíðin í menningarborginni Rotterdam „THE Crimson Rivers“ er hörku- legur franskur tryllir sem gerist að vetrarlagi í litlum háskólabæ upp við frönsku Alpana og segir frá því þegar finnast illa skorin og limlest lík úti í náttúrunni. Líkt og í „Sev- en“ er myrkur og drungalegur blær yfir frásögninni og áhorfendur fá að upplifa viðbjóðinn skefjalaust; ég man ekki eftir nákvæmari líkskoð- un nema þá í „Seven“. Undir titl- unum sjáum við sundurskorið lík í nærmynd og síðar förum við vand- lega yfir limlestinguna með krufn- ingalækni í viðurvist súperlöggunn- ar Pierre, sem hinn ofursvali Jean Reno leikur. Einhverjum þætti nóg um en ekki leikstjóranum Mathieu Kassovitz, sem áður sýndi okkur kynþáttahatur í nærmynd. Hann vill ekki að við missum af neinu. Við gerum það reyndar vegna þess að sagan verður á endanum óþarflega flókin og skilur eftir fleiri spurningar en svör. Hins vegar er keyrslan svo ágæt, frásögnin svo hröð, að maður hefur næstum ekki tíma til þess að velta gloppunum fyrir sér. Tvær löggur eru í aðal- hlutverkum. Reno er goðsögn í lif- anda lífi, lögga sem allir þekkja og greinilega bera virðingu fyrir vegna þess að þegar menn heyra nafn hans verða þeir eitthvað kindarlegir á svipinn og trúa ekki eigin eyrum. Vincent Cassel, sem einnig lék fyrir Kassovitz í Hatri, er unga, fríska löggan sem fer létt með að berja á nýnasistum (hann verður hreinlega eins og Steven Seagal í einu slags- málaatriðinu) og storka þeim gamla þegar hann getur. Saman rannsaka þeir hið óhugnanlega morðmál, sem tengist hvarfi ungrar stúlku og undarlegum málum í fornum há- skóla. Myndin er hlaðin óhugnaði og Kassovitz, ásamt rithöfundinum Jean-Christopher Grange, er skrif- aði bókina sem myndin er gerð eft- ir, tekst að gera hana spennandi og dularfulla, alltaf skrefi á undan okkur. Þeir nýta sér vel náttúruna undir Ölpunum og Reno er nógu ábúðarmikill til þess að maður trúi því að hann sé raunveruleg hetja. Með ofurlitlum skýrleika í handrit- inu hefði myndin orðið betri en hún er nógu góð samt. Fínn tryllir frá Frökkunum. „Þeir nýta sér vel náttúruna undir Ölpunum og Reno er nógu ábúð- armikill til þess að maður trúi því að hann sé raunveruleg hetja.“ Dularfullur háskólabær Arnaldur Indriðason KVIKMYNDIR S t j ö r n u b í ó Leikstjóri: Mathieu Kassovitz. Handrit: Kassovitz og Jean-Christ- opher Grange. Aðalhlutverk: Jean Reno, Vincent Cassel. Frakkland. 110 mín. „THE CRIMSON RIVERS“  „DUNGEONS and Dragons“ er einstaklega gamaldags ævintýra- mynd byggð á samnefndum leik. Hún er gerð af Courtney Solomon og er þetta hans fyrsta bíómynd. Hún gerist í ævintýralegu konungsríki og segir frá illum seiðskratta (Jeremy Irons hefur ekki ofleikið meira um ævina) sem þráir það heitast að ná völdum yfir drekunum því þar með hefur hann náð völdum yfir konungs- ríkinu. Í vegi hans eru úrræðagóðir þjófar tveir, einnig álfur og dvergur og ungur lærimeistari töframanns sem öll gerast liðsmenn hinnar ungu drottningar ríkisins og gera sitt til þess að bjarga málunum. Öll ber myndin eins og vísvitandi keim af gömlu, sakleysislegu þrjú- bíóunum; maður næstum því vill skipta á hasarblaði í hléinu. Ævin- týraheimur hennar er ósvikinn. Stórar hallir og miklir salir og brell- ur sem gera saklaust gólfteppi að kviksyndi og opna útgönguleiðir í gegnum steinveggi. Þjófarnir eru skemmtilegar ævintýrapersónur með brandara á hraðbergi og ill- mennin eru svo ill að leikararnir verða að ofleika þau alveg hryllilega; sé Irons slæmur er hann ekkert á móts við Bruce Payne sem leikur sadistalegan sendisvein hans eins og það sé hans síðasta hlutverk í lífinu. Leikstjórinn Solomon verður þannig ekki sakaður um neinn frum- leika og hann missir aðeins tökin á þessu öllu saman en myndin hans er einlæg og gerð af fullri alvöru til þess að skemmta ungviðinu og það ber að virða það við hann. Hann heldur uppi góðum dampi í frásögn- inni og lætur sakleysið í þessu öllu saman vinna með sér. Justin Whalin og grínistinn Marlon Wayans leika þjófaparið ágætlega og svo koma drekar við sögu sem enn auka á spennuna. Að vísu eru óþarflega óhugnaleg atriði í myndinni fyrir yngstu kynslóðina, myndin er rétti- lega bönnuð innan 12 ára en hún ætti að reynast unglingum sem enn trúa á ævintýrið hin bærilegasta skemmt- un. Drekar og dýflissur Arnaldur Indriðason KVIKMYNDIR R e g n b o g i n n Leikstjórn og handrit: Courtney Solomon. Aðalhlutverk: Justin Whalin, Marlon Wayans, Thora Birch, Bruce Payne og Jeremy Irons. New Line Cinema. 98 mín. „DUNGEONS AND DRAGONS“  RITASKRÁ Einars Ólafs Sveinssonar var gerð í 100 ára minningu hans þann 12. desember 1999. Ólöf Bene- diktsdóttir tók saman. Í frétta- tilkynningu seg- ir m.a.: „Einar Ólafur var einn afkastamesti og þekktasti fræði- maður þjóð- arinnar á sinni tíð. Hann naut mikillar virð- ingar sem vísindamaður og var vinsæll af alþýðu, ekki síst fyrir upplestur sinn á fornsögum í út- varp“. Eftir hann hafa komið út 16 frumsamdar bækur, sem hafa ver- ið þýddar, ýmist á dönsku, norsku, ensku, frönsku eða kínversku, og sumar voru frumsamdar á erlendu máli.“ Útgefandi er Háskólaútgáfan. Bókin er 88 bls. Verð: 1.980 krón- ur. Einar Ólafur Sveinsson  SPEGLANIR er eftir Helgu Kress. Í bókinni eru fjórtán grein- ar um konur í íslenskum bók- menntum nítjándu og tutt- ugustu aldar andspænis bók- menntastofnun og bókmennta- hefð. Helga Kress, er pró- fessor í bók- menntafræði við Háskóla Íslands og brautryðjandi í femínískum bókmenntarannsóknum hér á landi. Útgefandi er Háskólaútgáfan. Bókin er 429 bls. Verð: 3.590 kr. Nýjar bækur Helga Kress  SKYTTURNAR þrjár eftir Alexandre Dumas er í Ritröðinni Sígildar sögur í íslenskri þýðingu Þorsteins G. Jónssonar. Ævintýralegt líf þessara fræknu liðsmanna Lúðvíks XIII Frakk- landskonungs hefur orðið efnivið- ur í fjölda kvikmynda og sjón- varpsþátta. Í bókinni er sagan endursögð fyrir lesendur á aldr- inum 8-12 ára og aukin margs konar fróðleik um skyttur og að- alsmenn í Frakklandi á 17. öld, þegar launráð voru brugguð í hverju horni og einvígi voru dag- legt brauð. Victor Ambrus myndskreytti söguna sem Michael Leitch end- ursagði. Bókin kom fyrst út hjá forlaginu Dorling Kindersley og er í sömu ritröð og Arthúr kon- ungur, sem Mál og menning gaf út árið 1999. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er prentuð á Ítalíu. Verð: 2.390 kr. FERNIR einsöngstónleikar eru framundan við Söngskólann í Reykjavík, Smára, Veghúsastíg 7. Um er að ræða lokaáfanga 8. stigs prófs átta nemenda við skólann. Á morgun, fimmtudag, kl. 20 eru tón- leikar Árnýjar Ingvarsdóttur sópr- ans og Maríu Mjallar Jónsdóttur mezzósóprans. Á píanó leikur Ólafur Vignir Albertsson. Á föstudag kl. 20 eru tónleikar Bylgju Dísar Gunnars- dóttur sóprans. Undirleikari hennar á píanó er Hólmfríður Sigurðardótt- ir. Þá syngur Þórunn Marinósdóttir sópran við píanóundirleik Kolbrúnar Sæmundsdóttur. Sunnudaginn 20. maí kl. 20 syngur Magnea Gunnars- dóttir sópran við undirleik Hólmfríð- ar. Þá syngur Ólöf Inger Kjartans- dóttir við undirleik Iwona Aspar Jagla píanóleikara. Mánudaginn 21. maí kl. 20 verða tónleikar Guðríðar Þóru Gísladóttur sópran og er það Kolbrún sem leikur á píanóið. Þá syngur Ívar Helgason baríton við undirleik Iwonu Aspar. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Nýir söngvarar Söngskólans í Reykjavík: F.v. Ólöf Inger, María Mjöll, Ívar, Þórunn, Árný, Guðríður Þóra, Magnea og Bylgja Dís. 8. stigs tónleikar frá Söngskólanum  206 leiðir til að tendra karl- mann er eftir Margot Saint-Loup í þýðingu Kolbrúnar Bergsdóttur. Bókin er sjálfstætt framhald bók- arinnar 177 leiðir til að koma konu í 7. himin. Ekki er um kynlífsbók að ræða eða samantekt um erótík heldur er ætlað að hjálpa fólki að stíga yfir þröskuld erótískrar ögr- unar. Höfundur bókarinnar segir að kynlíf byrji í heilanum og legg- ur áherslu á hve mikilvægt er að sjá sjálfa sig sem kynveru og vera geislandi af kynferðislegu sjálfs- trausti. Gott kynlíf krefst ekki fullkomins líkama, heldur þess að þekkja og kunna vel á líkama sinn. Útgefandi er PP forlag. Bókin 120 síður, kilja. Verð: 1.380 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.