Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 26
LISTIR 26 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Acidophilus FRÁ Apótekin Fyrir meltinguna og maga með GMP gæðastimpli 100% nýting/frásog H á g æ ð a fra m le ið sla VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS, Ofanleiti 1, 103 Rvík, sími 5900 600, verslo@verslo.is Kennarar Verzlunarskóli Íslands óskar að ráða kennara næsta haust í dönsku Aðstoðarskólastjóri og deildarstjóri viðkomandi deildar veita nánari upplýsingar um starfið. Umsóknum skal skila á skrif- stofu skólans í síðasta lagi 31. maí 2001. Laun samkvæmt sérstökum samningi við skólanefnd VÍ. FJÓRAR klassískar halda söng- skemmtun í tónlistarhúsinu Ými í Skógarhlíð á morgun, fimmtudag og sunnudaginn 20. maí næstkom- andi kl. 20.30. Fjórar klassískar eru Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanó- leikari og söngkonurnar Björk Jónsdóttir, Jóhanna V. Þórhalls- dóttir og Signý Sæmundsdóttir. Efnisskráin samanstendur af dægurperlum og sígildum söng- lögum úr þekktum óperettum, söngleikjum og kvikmyndum. Söngskemmtunin ber yfirskrift- ina Vorfiðringur, sem á vel við þennan indæla árstíma að sögn Fjögurra klassískra, og af því til- efni munu þær bæði sýna lipurð sína í sönglistinni og danssporum sem eru samansett af listakonunni Ólöfu Ingólfsdóttur. Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari segir efnisskrána vera alþekkta standarda. „Þetta er gleðiprógramm,“ segir hún; „í fyrstu verða sungin vorljóð eftir Mendelssohn, Schumann og Brahms, en síðan tekur við gleði- músík frá ýmsum heimshornum, söngleikjamúsík eftir Andrew Lloyd Webber, dönsk dægurlög, tangóar, Can-can, bátssöngvar, Viljuljóð og fleira slíkt. Á eftir þýskri óperettutónlist færum við okkur yfir í amerísk lög, setjum okkur í spor Marilyn Monroe og syngjum Diamonds are a Girl’s Best Friend, og Bacharach standardinn Say a little prayer. Jóhanna syngur Siboney og þá taka við ítölsk og spænsk lög, Non ti scorda og Gran- ada þar á meðal.“ Að sögn Aðal- heiðar syngja söngkonurnar um það bil eitt sóló á mann og örfáa dúetta, en flestar raddsetningar eru fyrir tríó, og hefur Aðalheiður sjálf útsett flest lögin. Leggjum mikið upp úr gleðinni Aðspurð um ástæður þess að Fjórar klassískar skuli kalla dag- skrána söngskemmtun, en ekki tón- leika, segir Jóhanna Þórhallsdóttir að þær stöllur leggi mikið upp úr léttleikanum og skemmtanagildinu, og því að fólk skemmti sér og njóti þess að hlusta. „Við höfum verið að fást við músík lengi, og oft verið með erfið og þung prógrömm, og nú er bara kominn tími til að leggja áherslu á gleðina. Við Aðalheiður höfum verið að stúdera suður- ameríska tónlist og gleðina og létt- leikann sem í henni býr og höfum einnig unnið með Léttsveitinni, sem hefur þennan gleðistimpil á sér.“ Jóhanna segir Fjórar klassískar hafa haft talsvert að gera við að skemmta með söng sínum, bæði á ráðstefnum, árshátíðum, og hvers konar veislum og viðhafn- arsamkvæmum. „Það hefur verið að aukast, að fólk vilji nota tónlist til að krydda tilveruna þegar mikið stendur til. Fyrir söngvara er þetta oft spurning um hvort maður fari í jarðarfarirnar eða skemmtibrans- ann, og þetta er hreint ekki leið- inlegt. Það er bara svo gaman að geta sungið og geta um leið glatt aðra.“ Vor- fiðringur kominn í Fjórar klassískar Ljósmynd/Spessi Fjórar klassískar; Signý Sæmundsdóttir, Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Björk Jónsdóttir. MYNDLISTARMENN fortíðar voru margir hverjir uppteknir af ljósinu í sjálfu sér, ennfremur beinu samspili ljóss og skugga, og hefur sú árátta gengið í endurnýjun lífdaga á síðari árum. Meistarar ljósflæðisins líkt og Caravaggio og Georges de la Tour mjög verið í sviðsljósinu og fengið aukna þýðingu fyrir núlistir. Þessa sér víða stað bæði í hreinum ómenguðum búningi svo og í formi sjónblekkinga í bland líkt og hjá Hreini Friðfinnssyni og Sigurði Árna Sigurðssyni. Vinnuferlið getur verið æði marg- breytilegt, jafnt hreint hugmynda- fræðilegt hvar eitt og annað er tekið til handargagns, sem í jafn sígildum miðli og olíulitum á tvívíðum grunni. Áður en þessir núlistamenn komu til sögunnar hafði Hringur Jóhannes- son öðrum fremur pælt í þessu beina samspili í málverkinu og með eftir- minnilegum árangri. Þetta er og vinnuferlið á fyrstu einkasýningu hinnar ungu Önnu Þ. Guðjónsdóttur í sýningarsalnum Man, og fylgir hún málverkum sín- um úr hlaði með eftirfarandi línum: „Myndirnar eru allar nafnlausar en fjalla um samspil ljóss og skugga. Hvernig ljósglampi eða endurskin fellur hvort sem það er í svartasta skammdeginu eða þegar það er bjart allan sólarhringinn. Sami staður á ólíkum tíma dagsins breytist eftir því hvernig birtan fellur og hvernig maður man hana.“ Anna gengur hreint til verks með einfaldleikann að leiðarljósi, jafn- framt er hvítt, svart og millitónanir ríkjandi, á stundum með eilitlu af öðrum lit til áherslu líkt og í litlu myndinni nr. 12 sem er eitt hrifrík- asta verkið á sýningunni. Önnur sem vöktu sérstaka athygli fyrir sam- þjappaðan einfaldleika og áhrifamátt ljósbrigða voru helst nr. 1, 4 og 5, en annars gætir nokkurs óöryggis und- ir niðri og fullmikið stirnir í litinn. Hér eru mött tilbrigði oftar en ekki árangursríkust líkt og hjá Ham- mershöi, og Anna gæti sótt mikinn lærdóm í smiðju hans. Annars er þetta mjög þokkaleg frumraun sem lofar góðu um fram- haldið ef rétt er haldið á spöðunum eins og stundum er sagt… Ljós og skuggar Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Eitt af málverkum Önnu Þ. Guðjónsdóttur í sýningarsalnum Man. MYNDLIST S ý n i n g a r s a l u r i n n M a n , S k ó l a v ö r ð u - s t í g 1 4 Opið virka daga kl. 10–18. Sunnu- daga kl. 14–18. Til 27. maí. Aðgangur ókeypis. MÁLVERK ANNA Þ. GUÐJÓNS- DÓTTIR Bragi Ásgeirsson „VARNARSAMSTARF í 50 ár“ er yfirskrift ljósmyndasýningar sem nú stendur yfir í Landsbókasafni Ís- lands – Háskólabókasafni (Þjóðar- bókhlöðunni). Sýningin er haldin í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá gerð varnarsamnings Íslands og Banda- ríkjanna. M.a. er gerð grein fyrir hlutverki varnarliðsins, sögulegu yf- irliti yfir varnarsamstarfið, sam- skiptum stjórnvalda, varnarsvæð- um, varnaræfingum, björgunar- störfum og samskiptum Íslendinga og varnarliðsins. Hluti ljósmyndasýningarinnar var fyrst sýndur í Þjóðmenningarhúsinu 4. maí sl. Sýningin er bæði á íslensku og ensku. Henni fylgir sýningarskrá, sem má einnig skoða á vefsetri utan- ríkisráðuneytisins, www.utanrikis- raduneytid.is undir Nýtt. Sýningin er samstarfsverkefni ut- anríkisráðuneytisins og varnarliðs- ins á Íslandi og veitir hún yfirlit yfir þróun varnarmála undanfarin 50 ár. Sýningin stendur til 6. júní. Til 20. maí er opið mánudaga til föstudaga kl. 8:15-22, föstudaga kl. 8:15-19, laugardaga kl. 9-17 og sunnudaga kl. 11-17, en eftir það mánudaga til föstudaga kl. 9-17 og laugardaga kl. 10-14. Ljósmynda- sýning frá varnar- samstarfi HALLDÓR Gíslason, arkitekt hefur verið ráðinn deildarforseti hönnunardeildar við Listaháskóla Íslands. Halldór lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum í Hamrahlíð árið 1972, hóf nám í arkitektúr við háskól- ann í Portsmouth, Englandi, árið 1973, lauk þaðan B.A. prófi 1976 og M.A. prófi 1979. Eftir það lagði hann stund á listasögu, heimspeki og tákn- fræði við háskólann í Bologna á Ítalíu vetur- inn 1979-80 og ennfremur nám í heimspeki við Háskóla Íslands 1980- 82. Halldór starfaði hjá ýmsum arki- tektum samhliða námi og árið 1980 stofnaði hann sína eigin arkitekta- stofu sem hann rak fyrst einn til árs- ins 1984 og síðan með öðrum. 1993 var Halldór ráðinn kennari við arki- tektadeild háskólans í Portsmouth þar sem hann hefur starfað síð- an, samhliða sjálfstæðri starfsemi. Snemma á ferli sín- um vakti Halldór at- hygli hér á landi sem einn fyrsti boðberi nýrra viðhorfa í arki- tektúr sem oft eru kennd við „póst-mód- ernisma“. Í umsögn dómnefndar um hæfni umsækjenda segir um Halldór: „Verk um- sækjanda á sviði arki- tektúrs og hönnunar bera með sér að höf- undurinn hefur alla tíð verið frjór í vinnu sinni og fús til að taka listræna áhættu fremur en að feta örugga slóð fastmótaðra höfundarein- kenna.“ Fimm umsækjendur voru um starf deildarforseta hönnunardeild- ar og voru þrír þeirra dæmdir hæfir. Ráðinn deildarfor- seti hönnunardeildar Halldór Gíslason FREYJUKÓRINN úr Borgarfirði heldur tónleika í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í kvöld, miðvikudags- kvöld, kl. 20.30. Með kórnum koma fram Halldóra Björk Friðjónsdóttir og Dagný Sigurðardóttir sópran- söngkonur. Undirleik annast Steinunn Árna- dóttir píanóleikari og Haukur Gísla- son kontrabassaleikari. Stjórnandi kórsins er Zsuzsanna Budai. Freyjukórinn syngur í Hafnarfirði ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.