Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 25 ÁRIÐ 1933 uppgötvuðu prímatafræð- ingar apa, rauðan og svartan að lit, sem bjó í krónuþekju frumskóga Vestur-Afríku, og nefndu hann Rauða kólóbus fröken Waldrons. Fyrir skömmu var hann lýstur útdauður – fyrsta skráða tilfelli útdauðs prímata síðan á átjándu öld. Eftir sex ára leit hefur hópur vísindamanna ekki getað fundið nein merki um apann og er nið- urstaða vísindamannanna sú að mikið skógarhögg á svæðinu hafi orðið síð- asta einstaklingnum af þessari teg- und að aldurtila. En þegar Rauði kólóbus fröken Waldrons hvarf fór hann ekki einn síns liðs. Hann tók með sér yfir móðuna miklu ótölulegan fjölda sníkjudýrategunda sem höfðu sest að á apanum – meðal þessara sníkjudýra kunna að hafa verið veirur, bakteríur, frumdýr, sveppir, bandormar og aðrar óskemmtilegar verur. Við erum ef til vill á góðri leið með að valda þvílíkum fjöldaútdauða að annað eins hefur ekki sést síðan loft- steinn rakst á jörðina fyrir 65 millj- ónum ára. Merkilegt nokk eru það að- allega sníkjudýr sem munu hverfa, vegna þess að sníkjudýr eru í miklum meirihluta meðal lífvera jarðarinnar. Þótt vísindamenn greini á um hversu margar tegundir séu til – áætlanir eru á bilinu fimm til þrjátíu milljónir – virðist sem fjórar af hverjum fimm tegundum séu einhvers konar sníkju- dýr. Það getur verið erfitt að átta sig á því að við búum í heimi sem er að langmestu leyti heimur sníkjudýra. Við höfum jú yfirleitt illan bifur á sníkjudýrum og óttumst þau. Við vilj- um losna við þau, eða að minnsta kosti ekki tala mikið um þau. En sníkjudýr eru best heppnuðu sköpunarverk náttúrunnar. Þau hafa verið til í millj- arða ára og þróun þeirra hefur leitt til furðulega mikillar fjölbreytni – þráð- orma sem geta hringað sig upp í einni vöðvafrumu, krabbadýr sem halda sér fast í augun á grænlandshákarlin- um, flatorma sem búa í blöðrum eyði- merkurhalakarta sem eru grafnar í sand ellefu mánuði á ári. Með tímanum hafa sníkjudýrin þróast í ótrúlega fágaðar lífverur. Þær geta beitt efnum til að gelda hýsla sína svo að þeir séu ekki að eyða kröftum í að búa til egg eða finna sér maka þegar þeir geta verið að fóðra sníkjudýrin. Sníkjudýrin geta jafnvel stjórnað atferli hýsla sinna til að tryggja sína eigin fjölgun. Margar tegundir sníkjudýra þurfa til dæmis að búa í tveim eða fleiri dýrategund- um til að geta lokið lífsferli sínum. Oft er fyrsti hýsillinn bráð þess næsta, þannig að sníkjudýrin hjálpa rándýr- unum við að ná bráð sinni. Bogfrymill, frumdýr sem byrjar í rottum og öðr- um spendýrum, gerir ketti að loka- hýsli sínum. Rotta sem sýkt er af bog- frymli er fullkomlega heilsuhraust en missir hræðslueðlisávísun sína þegar hún finnur lykt af ketti. Með því að breyta taugaefnabúskap rottunnar getur verið að bogfrymillinn geri hýsla sína að auðveldari bráð. Það er ekki víst að sníkjudýr vinni ást nokkurs manns en maður ætti að bera virðingu fyrir þeim. Þannig að þegar við reynum að varðveita fjöl- breytni náttúrunnar megum við ekki gleyma því að sníkjudýrin búa innan í hýslum sem eru í útrýmingarhættu, eins og til dæmis þau sem bjuggu í Rauða kólóbus. Það eru praktískar ástæður til að varðveita fjölbreytni líf- heimsins og það á jafnt við um sníkju- dýr og hýsla þeirra. Til dæmis fund- ust mörg áhrifaríkustu lyf sem til eru upphaflega í jurtum eða dýrum. Sníkjudýr eru snillingar í líftækni. Tökum kengorma sem dæmi. Þessi kvikindi grafa þreifara sína inn í klæðninguna á görnunum til þess að drekka blóð og hold. Undir venjuleg- um kringumstæðum myndi verða til tappi í sárinu og gera kengorminum ómögulegt að nærast. En kengorm- urinn hefur þróað með sér þann hæfi- leika að framleiða sameindir sem ein- faldlega stöðva efnaskiptin sem mynda tappann. Líftæknivísinda- menn dást svo að kengorminum að þeir hafa búið til svona mólikúl og eru að gera tilraunir með það sem blóð- þynningarlyf sem hægt er að nota við skurðaðgerðir. Kengormurinn er bara ein tegund af milljónum sníkjudýra; önnur sníkjudýr kunna að framleiða efni sem hægt er að nota til að koma í veg fyrir líffærahöfnun eða breyta heilan- um. Ef þau deyja út munu leyndarmál þeirra hverfa með þeim. Fyrirlitningin sem margt fólk hef- ur á sníkjudýrum dylur djúpstæða óvissu um okkar eigin hlutverk í nátt- úrunni. Við hreykjum okkur af því að vera meistarar náttúrunnar og hafa vald yfir dýrum sjávarins og merk- urinnar. En sníkjudýrin geta smogið fram hjá varnarmúrum okkar og haslað sér völl í líkama okkar. Sú staðreynd að við verðum ætíð hluti af náttúrunni er að sumu leyti skelfileg. Það er einmitt sú skelfing sem gerir sníkjudýr að fyrirtaks efni í vísinda- skáldskap á borð við Alien. En sníkjudýr valda okkur óróa með öðrum hætti. Ef maður skoðar loft- myndir af íbúðarbyggð sem breiðist út um sléttur eða skógarhöggi sem er að útrýma regnskógum er erfitt að komast hjá þeirri hræðilegu tilhugs- un að við séum sníkjudýr. Lífheim- urinn er hýsillinn okkar og við notum hann, neytum hans, okkur sjálfum til framdráttar, og hýslinum okkar til ógagns. Það kann að vera sitthvað til í þess- ari líkingu en lexían sem ég hef lært af henni er ekki sú sem aðrir kunna að hafa lært. Að hljóta nafnið sníkjudýr er ekki endilega svo slæmt. Sníkjudýr hafa náð ótrúlegum árangri undan- farna fjóra milljarða ára í sögu lífsins. Ef við erum í rauninni sníkjudýr þá erum við ekki sérlega góð sníkjudýr. Sníkjudýr notfæra sér hýsla sína á mjög yfirvegaðan máta, vegna þess að ef þau drepa þá of snemma verða þau heimilislaus. Ólíkt öðrum sníkju- dýrum höfum við bara einn hýsil, sem þýðir að við verðum að fara einkar varlega. Ef marka má af því hvernig komið er fyrir regnskógum heimsins, votlendi og kóralrifjum, höfum við ekki gert það. Við ættum að taka meistarana okkur til fyrirmyndar. Sníkjudýrum til hróss Carl Zimmer er höfundur Parasite Rex og skrifar reglulega um þróun í tímaritið Natural History. eftir Carl Zimmer Við erum e.t.v. á góðri leið með að valda mesta fjöldaútdauða síðan loftsteinn rakst á jörðina fyrir 65 millj- ónum ára © Project Syndicate.JEB Bush, ríkisstjóri í Flórída og yngri bróðir George W. Bush Bandaríkjaforseta, hefur vísað á bug sögusögnum um að hann hafi haldið fram hjá eiginkonu sinni með fyrrverandi Playboy-kanínu. Orðrómur hafði verið á kreiki á Netinu um að Jeb Bush ætti í ástarsam- bandi við sam- starfskonu sína, Cynthiu Hender- son, en hann skipaði hana á síðasta ári í embætti í stjórn Flórídaríkis sem fer með mál er lúta að op- inberum byggingum og starfs- mönnum. Þegar sögusagnirnar voru farnar að birtast í dagblöðum í Flórída fann ríkisstjórinn sig knúinn til að vísa þeim á bug. „Ég get ekki lýst því hversu meiðandi þetta er,“ sagði Bush á fréttamannafundi á mánudag. „Ég elska eiginkonu mína og þessi orð- rómur á sér enga stoð. Þetta er helber lygi.“ Henderson hefur einnig neitað að hafa átt vingott við Bush. Jeb og eiginkona hans, Columba, hafa verið gift í 27 ár og eiga þrjú börn. Hann er sagður hafa haft áhyggjur af því að orðrómur um framhjáhald kynni að skaða póli- tískan feril sinn, en ríkisstjóra- kosningar fara fram í Flórída á næsta ári. Bush sagði á frétta- mannafundinum að hann myndi ákveða á næstu vikum hvort hann gæfi kost á sér til endurkjörs. Jeb Bush kveðst trúr eiginkonunni Jeb Bush Washington. The Daily Telegraph.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.