Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ 8 SÍÐUR Sérblöð í dag www.mb l . i s Steingrímur skoraði fyrsta markið og braut blað / C1 Fyrsti sigur Fylkismanna á KR frá 1993 / C3 4 SÍÐUR  Í VERINU í dag er greint frá aflabrögðum á Reykja- neshrygg, rætt við stúlkur í Vélskóla Íslands og Stýri- mannaskólanum í Reykjavík, fjallað um nafngjöf skipa og hagstæðar aðstæður fyrir þorskeldi. Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is ENGIN kennsla verður í grunnskól- um Hafnarfjarðar í dag vegna verk- falls 400 starfsmanna Hlífar og sitja því 3.350 nemendur heima. Fundað verður í deilunni í dag hjá ríkissátta- semjara en að sögn Sigurðar T. Sig- urðssonar, formanns Verkalýðs- félagins Hlífar, er lítil ástæða til bjartsýni fyrir fundinn. Allir leikskól- ar og gæsluvellir hafa verið lokaðir síðan á mánudag og hafa því ríflega 1.100 börn verið án leikskólapláss í þessari viku. Alls þurfa því tæplega 4.500 börn að sitja heima í Hafnar- firði í dag og næstu daga náist ekki samningar. Samningar hafa tekist hjá launa- nefnd sveitarfélaga við 27 stéttar- félög víðs vegar um allt landið og hafa þeir samningar yfirleitt verið samþykktir með miklum meirihluta. Hins vegar hafa samningar Hlífar nú þegar verið felldir tvívegis og dökkt útlit framundan í samningaviðræð- um. Aðspurður um ástæður þess að samningar hafi verið felldir tvívegis í Hafnarfirði segir Sigurður að samn- ingar við mörg hinna sveitarfélag- anna hafi verið þeir fyrstu sem starfsmenn þeirra gera en hins vegar hafi fyrri samningur, sem í gildi var í Hafnarfirði, verið gamalgróinn og betri á mörgum sviðum. Samningar stranda á kröfu um meiri launahækkun „Þannig að við náum ekki í þessum samningum eins miklu og væntingar stóðu til miðað við það sem við höfð- um. Þetta er nú hluti af ástæðunni. Þá er hluti af ástæðunni ekki síst þessi mikla umræða í þjóðfélaginu og upplýsingar um aukinn kostnað heimilanna. Það hefur áhrif að bens- ínverðshækkanir eru auglýstar með tveggja daga fresti. Það eru líka upp- lýsingar um verulegar verðlags- hækkanir sem hafa komið núna und- anfarnar tvær til þrjár vikur vegna þessa óstöðugleika í krónunni og vegna aukinnar verðbólgu er innflutt nauðþurftavara heimilanna að stór- hækka.“ Sigurður segir að samningar strandi á kröfu um meiri launahækk- un en sú krafa geti ekki talist óeðlileg miðað við ástandið í þjóðfélaginu. Hann segist ekki geta upplýst hver krafan sé en ljóst sé að starfsfólk í Hlíf hafi ekki sætt sig við fyrri samn- ingagerðir og skilaboðin því skýr um að það vanti meira til viðbótar. Árangurslaus fundur var haldinn í deilunni á mánudag og hefur næsti fundur verið boðaður í dag hjá ríkis- sáttasemjara. Að sögn Sigurðar er ekki margt í spilunum sem gefur til- efni til bjartsýni. „En ég vil taka al- veg sérstaklega fram að við erum til- búnir hvenær sem er og róum að því öllum árum að þessu linni sem fyrst.“ Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, for- stöðumaður starfsmannahalds hjá Hafnarfjarðarbæ og formaður samn- inganefndar, segist ekki geta svarað því af hverju illa gangi að semja í Hafnarfirði. „Í rauninni er það ekki mitt að svara því. Málið er á mjög viðkvæmu stigi og verkstjórnin er í mjög ákveðnum höndum ríkissátta- semjara sem hefur tekið málin mjög föstum tökum núna seinustu daga. Þannig að mér er mjög óhægt um vik að tjá mig mikið um málið.“ Magnús Baldursson, skólafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, segir grunn- skólana stöðvast í dag og því komist 3.350 nemendur ekki í skólann. Starfsfólk skólanna mun hins vegar mæta til vinnu í dag en hins vegar er spurning hversu lengi það heldur áfram að mæta. Að sögn Magnúsar hefur þetta veruleg áhrif á allt skóla- starf enda vorpróf að hefjast. Hins vegar geti menn nú lítið gert nema bíða eftir að samningar takist. Lítil bjartsýni ríkjandi varðandi lausn deilunnar í Hafnarfirði Tæplega 4.500 börn eru heima hjá sér í dag NEMENDUR í Austurbæjarskóla settu niður vorlauka á skólalóðinni hjá sér í gær, en laukarnir eru gjöf frá Vinnuskóla Reykjavíkur í tilefni af 50 ára afmæli Vinnuskólans. Öll- um grunnskólum Reykjavíkur stendur til boða að fá fimm vor- lauka handa hverjum nemanda í 1. og 5. bekk til að setja niður síðustu dagana fyrir sumarleyfi. Blómin, sem nefnast anímónur eða Maríu- sóleyjar, koma síðan upp í ágúst, rétt áður en skólastarf hefst, og ættu nemendur þá að geta séð árangur af starfi sínu frá því um vorið. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Settu niður vorlauka við Austurbæjarskóla ÞINGFLOKKUR Framsóknar- flokksins leggst gegn því að kvóta- setning á smábáta taki gildi hinn 1. september nk. eins og gerist að óbreyttu. Málið er viðkvæmt innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins, enda togast á miklir hagsmunir smá- bátaeigenda annars vegar og útgerð- armanna hins vegar. Samkvæmt lögum frá árinu 1999, sem hafa þó ekki enn tekið gildi, var ætlað að meginþorra krókabáta yrði úthlutað aflahlutdeild og að árlegu aflamarki yrði úthlutað í ýsu, ufsa og steinbít til viðbótar þeirri fram- kvæmd sem verið hefur um þorsk- aflahámark krókaveiðibáta, en veið- ar á öðrum tegundum yrðu frjálsar. Núverandi skipan er frá árinu 1990 og vilja framsóknarmenn að hún verði framlengd um eitt ár. Raunar er til meðferðar í sjávarútvegsnefnd frumvarp Vestfirðinganna Guðjóns Arnars Kristjánssonar og Karls V. Matthíassonar sama efnis. Innan Sjálfstæðisflokksins er ekki einhugur um málið; margir vilja að eitt gangi yfir alla í kvótasetningu en aðrir benda á miklar afleiðingar sem hún myndi hafa, t.d. á Vestfjörðum. Kristinn H. Gunnarsson, formað- ur þingflokks Framsóknarflokksins, sagði við Morgunblaðið að algjör ein- hugur væri um málið innan þing- flokksins. Mikill vilji væri til að bíða eftir niðurstöðum kvótanefndarinn- ar sk. sem ætlað er að endurskoða lög um stjórn fiskveiða og meta mál- in þá heildstætt. Gildistöku laga um kvótasetningu smábáta var raunar frestað um eitt ár í fyrra af þeirri ástæðu. Þótti óheppilegt að taka upp nýja skipan við stjórn veiða smábáta meðan þessi endurskoðun stæði yfir. Fyrirhuguð kvótasetning á smábáta Framsókn vill fresta lögunum ♦ ♦ ♦ AÐALTRÚNAÐARMENN sjúkra- liða á Landspítala – háskólasjúkra- húsi hafa boðað til vinnustaðafundar til að ræða stöðuna í kjaramálum sjúkraliða. Fundurinn hefst klukkan átta fyrir hádegi og er óvíst hvenær honum lýkur, að því er fram kemur í frétt frá aðaltrúnaðarmönnunum. Fram kemur að samningar sjúkra- liða hafi verið lausir frá 1. nóvember síðastliðnum og þrátt fyrir ítrekaðar óskir hafi aðeins verið boðað til sjö funda og þar af hafi þrír verið afboð- aðir með skömmum fyrirvara. Þá kemur fram að engin hreyfing hafi komist á samningaviðræðurnar fyrr en Sjúkraliðafélagið hafi fyrst félaga opinberra starfsmanna ákveðið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Vinnustaða- fundur sjúkraliða 40 FETA gámur fauk á hlið- ina í veðurofsa á Seyðisfirði í gær og lagðist utan í krana og olli nokkrum skemmdum. Vindurinn, sem fór yfir 20 metra á sekúndu um miðjan dag í gær, hreyfði einnig við öðrum minni gámi, sem fauk um 100 metra uns hann rakst á bifreið og skemmdi hana. Þungfært var um Fjarðar- heiði í gær og fór flutninga- bifreið út af veginum og tafði umferð um tíma. Þar lentu margir ökumenn í vandræð- um enda ekki búnir til vetr- araksturs. Víða slæmt veður á Austfjörðum Að sögn lögreglu var veður með ólíkindum slæmt á Seyð- isfirði og einnig slæmt annars staðar á Austfjörðum. Hálka og skafrenningur voru á Fagradal og Oddsskarði. Vatnsskarð, milli héraðs og Borgarfjarðar, var þá lokað. 40 feta gámur fauk á hliðina ALMENNAR stjórnmálaumræður fara fram á Alþingi í kvöld á sk. eld- húsdegi í þinginu. Hefst umræðan kl. 20 og verður útvarpað og sjón- varpað. Þingfundur hefst raunar kl. 10 ár- degis með 3. umræðu og atkvæða- greiðslu um ýmis mál, m.a. frumvarp um verkfall sjómanna. Eldhúsdagur á Alþingi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.