Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ALMENN ánægja virtist ríkja meðal foreldra og að- standenda barna í Áslands- skóla á kynningarfundi sem Hafnarfjarðarbær og Ís- lensku menntasamtökin efndu til í Hafnarborg á mánudag. Fjölmargir nýttu sér tækifærið og hlýddu á framsögu sérfræðinga og ráðgjafa þar sem gerð var grein fyrir námstilhögun og hugmyndafræði skólans sem byggir meðal annars á því að hámarka getu barnsins með aðferðum sem taka mið af öllum þroskaþáttum þess. Magnús Gunnarsson bæj- arstjóri flutti ávarp en að því búnu kynnti Árni Sigfússon fundarstjóri Íslensku menntasamtökin og liðs- menn þeirra. Að loknu ávarpi dr. Sunitu Gandhi, framkvæmdastjóra samtak- anna, fluttu fjórir ráðagjafar þeirra, Herdís Egilsdóttir, fyrrverandi kennari, Áslaug Brynjólfsdóttir, fyrrverandi fræðslustjóri í Reykjavík og staðgengill skólastjóra, Jón- ína Bjartmarz alþingiskona og Karl Hilmarsson, skóla- stjóri Hrafnagilsskóla, stutt ávörp auk Kristrúnar Lind- ar Birgisdóttur, skólastjóra Áslandsskóla. Að því búnu gafst fund- argestum kostur á að bera upp spurningar. Áhersla á samráð kennara og foreldra Róbert Mckee, sem á sæti í foreldraráði Hafnarfjarðar- bæjar, ítrekaði mikilvægi þess að foreldrar og kenn- arar hefðu samráð um að móta kennslustefnuna og spurði hvort gert hefði verið ráð fyrir að foreldrar kæmu að samningu kennsluskrár. Áslaug Brynjólfsdóttir varð fyrir svörum og lagði hún áherslu á að starf for- eldra yrði skilgreint sérstak- lega í námskrá. Þá var spurt hvort töl- fræðilegar upplýsingar lægju fyrir um árangur nem- enda í skólum þar sem sams konar kennslustefna væri við lýði. Í svari Karls Hilmarsson- ar kom fram að ekki lægju fyrir slíkar tölur varðandi Hrafnagilsskóla. Sunita Gandhi lagði hins vegar áherslu á í svari sínu að ár- angur nemenda á alþjóða- vísu væri almennt mjög góð- ur og í bestu tilvikum stæðu nemendur sig betur í öllum fögum en aðrir nemendur. Spurt var einnig hvort ekki væri hætta á að tog- streita skapaðist milli skóla- stjóra og framkvæmda- stjórnar þar sem skólastjóri hefði ekki óskorðað vald til að móta skólastefnu. Í svari Árna Sigfússonar kom fram að þessu svipaði til reksturs fyrirtækja þar sem ólík svið væru skýrt af- mörkuð og skólastjóri hefði þar af leiðandi fullt vald yfir málefnum barna. Hann við- urkenndi engu að síður að togstreita gæti gert vart við sig þar sem og annars stað- ar. Meðal annarra fyrir- spurna sem fram komu voru hvort bekkjakerfi yrði með hefðbundnum hætti og af hverju ákveðið hefði verið að bjóða rekstur Áslandsskóla út í stað þess að Hafnar- fjarðarbær sæi alfarið um reksturinn. Herdís Egilsdóttir sagði bekkjakerfi ekki verða með hefðbundnum hætti í skól- anum þar sem enginn einn kennari yrði gerður ábyrgur fyrir einum bekk. Í stað þess yrði meiri hreyfing á bekkj- um og væri það gert til að koma til móts við þarfir hvers og eins nemanda. Magnús Gunnarsson bæj- arstjóri lauk umræðunum og sagði m.a. að stofnun Ás- landsskóla væri stór stund í íslenskri skólasögu og að menn væru í raun ekki að ræða það nú af hverju út- boðsleiðin hefði verið farin, um hana ríkti sátt. Hann ítrekaði jafnframt að fund- urinn væri fyrsti af mörgum þar sem foreldrum og að- standendum barna í Ás- landsskóla gæfist kostur á að bera fram fyrirspurnir varðandi kennslufyrirkomu- lagið. Kynningarfundur fyrir foreldra barna í Áslandsskóla Bekkjakerfi ekki með hefðbundnum hætti Morgunblaðið/Jón Svavarsson Fjölmenni var í Hafnarborg á líflegum kynningarfundi fyrir foreldra og aðstandendur barna í Áslandsskóla sem haldinn var í fyrradag. Ásland Morgunblaðið/Jón Svavarsson Dr. Sunita Gandhi flutti ávarp á kynningarfundinum. FIMMTÁN athugasemda- bréf bárust skipulags- og bygginganefnd Hafnarfjarðar vegna deiliskipulagstillögu Hörðuvalla. Meirihlutinn í nefndinni hyggst taka tillit til athugasemdar er varðar ný- byggingu við hjúkrunarheim- ilið Sólvang en segir aðrar at- hugasemdir ekki gefa tilefni til breytinga á deiliskipulags- tillögunni. Ákveðið var á fundi nefnd- arinnar í gær að fresta af- greiðslu málsins þar til í dag en í fréttatilkynningu frá fulltrúum minnihlutans í nefndinni segir að í drögum að umsögn ætli meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokks að vísa nær öllum at- hugasemdum frá og afgreiða deiliskipulagstillöguna óbreytta til bæjarstjórnar á fundinum í dag. Fátt ef nokkuð nýtt í athugasemdunum Sigurður Einarsson, for- maður skipulagsnefndar, seg- ir í rauninni fátt ef nokkuð nýtt í þeim athugasemdum sem bárust nefndinni. „Þetta eru hlutir sem við erum búnir að vera að fjalla um, bæði í skipulagsnefndinni og í bæj- arstjórn þannig að það er í sjálfu sér ekkert óvænt sem hefur komið inn sem menn eiga von á að muni kúvenda þessu máli,“ segir hann. Hann segir rangt að verið sé að vísa athugasemdunum frá í umsagnardrögunum. „Það er verið að svara þeim efnislega á þeim forsendum að þessar athugasemdir eru í fæstum tilfellum tilefni til breytinga.“ Hann segir að tekið verði tillit til einnar at- hugasemdar en hún er vegna fyrirkomulags nýbyggingar við Sólvang. Að sögn Sigurðar er stefnt að því að á fundinum í dag verði deiliskipulagstillagan afgreidd úr skipulags- og um- ferðarnefndinni til bæjar- stjórnar til endanlegrar af- greiðslu. Ekki tilefni til breytinga Hafnarfjörður Athugasemdir vegna deili- skipulags við Hörðuvelli ÁFENGIS- og tóbaksverslun ríkisins opnaði fyrstu áfeng- isútsöluna í Garðabæ á dög- unum að viðstöddu fjöl- menni. Það var Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, sem afhenti Vilhelmínu Níelsdóttur verslunarstjóra lyklana að versluninni, sem er staðsett á Garðatorgi. Verslunin er með svipuðu sniði og áfengisútsalan sem nýlega var opnuð í Spönginni í Grafarvogi og er útlit þess- ara verslana ólíkt því sem áð- ur hefur tíðkast hjá ÁTVR. Verslunin verður með um 400 sölutegundir og er gert ráð fyrir tveimur starfs- mönnum þar að staðaldri. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Vilhelmína Níelsdóttir verslunarstjóri tekur við lyklum að búðinni úr hendi Höskulds Jónssonar, forstjóra ÁTVR. ÁTVR opnað á Garðatorgi Garðabær HUGMYNDIR að landfyll- ingu á sunnan megin á Sel- tjarnarnesi voru kynntar í nýútkomnu tölublaði Nes- frétta. Bæjarstjóri segir til- lögurnar forvitnilegar en undirstrikar að engin um- ræða hafi verið um þær innan stjórnkerfis bæjarins. Það er Jóhann Helgason jarðfræðingur sem er höf- undur tillaganna en þær gera ráð fyrir mikilli stækkun Suðurness til suðausturs auk þess sem sýnd er fylling frá Suðurströnd sem stækka myndi Sandvíkina verulega. Í grein Jóhanns kemur fram að á milli þessara landfyll- inga yrði brú og að höfnin færðist. Bakkavíkin myndi að mestu haldast óbreytt en í heild myndi strandlengjan vestast á nesinu nær tvöfald- ast. „Þetta þýðir aukið lífríki og þar með taliðn bætt skil- yrði fyrir fuglalífið,“ segir í greininni. Þá leggur Jóhann til að tveir stórir hólmar yrðu settir í Seltjörnina til að tryggja fuglum friðland og skilja það frá umferð. Jóhann bendir á að bygg- ingarland sé senn á þrotum á Seltjarnarnesi en að með landfyllingunni myndu skap- ast nýir möguleikar í byggða- þróun á nesinu. Þarna mætti sjá fyrir sér nokkur þúsund manna byggð og telur hann nokkuð ljóst að framkvæmd- in yrði fjárhagslega arðbær. Forvitnilegar hugmyndir Sigurgeir Sigurðsson, bæj- arstjóri á Seltjarnarnesi seg- ir hugmyndirnar að mörgu leyti spennandi en að þær hafi enga umræðu fengið inn- an bæjarkerfisins en býst við þær verði fyrr eða síðar tekn- ar til umræðu. „Þetta er bæj- arbúi sem skrifar þetta á sína eigin ábyrgð,“ segir hann. Hann segir byggingarland á nesinu vera af mjög skorn- um skammti. „Við höldum verulegu svæði eftir vestast á nesinu fyrir útivistarsvæði þannig að byggingarland er hér búið. Þó erum við núna að ganga frá viðskiptum með landið sem gömlu Ísbjarnar- eignirnar standa á en þær verða rifnar og byggt á land- inu aftur.“ Sigurgeir segir að hug- myndir um landfyllingar hafi ekkert verið til umræðu í bæjarstjórn. „En hugmyndin er forvitnileg og á það alveg skilið að vera rannsökuð bet- ur. Hins vegar er í sjálfu sér ekki mikill akkur í því fyrir okkur að fjölga mikið meira en orðið er. Þetta er mjög þægileg stjórnunareining þannig að við ráðum mjög vel við alla þjónustu,“ segir hann. Þess má geta að nýlega voru kynntar hugmyndir Reykjavíkurborgar um land- fyllingu á norðurströndinni meðfram Eiðsgrandanum eins og Morgunblaðið hefur greint frá og yrði vestasti hluti slíks mannvirkis út af nesinu. Jarðfræðingur kynnir hugmyndir sínar um landfyllingu út frá Suðurnesi og Suðurströnd Möguleikar á nokkur þúsund manna byggð        !"                               Seltjarnarnes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.