Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR16.MAÍ2001 27 teikningu sem sjálfstæða listgrein. Hann sýnir röð ferkantaðra kola- teikninga sem sýna samspil ljóss og skugga á vatnsfleti. Verkin kalla á mismunandi túlkun enda taka þau á sig ólíkar myndir eftir afstöðu áhorf- andans. Við fyrstu sýn virðist e.t.v. vera um ljósmyndir að ræða, svo fín- lega eru kolateikningar listamanns- ins unnar. Einnig tekst á skynjun á dýpt og yfirborði og nær listamað- urinn þannig að fanga breytileika og hreyfingu í verkum sínum. Teikningar listmannsins og arki- tektsins Kalle Grude eru unnar árið 1992. Um er að ræða vélteikningar sem Grude fékk hugmyndina að þeg- ar hann var staddur í New York á tímum Persaflóastríðsins. „Verið var að selja rafdrifnar hermannabrúður sem skriðu eftir jörðinni og „skutu“ úr vélbyssu. Eitthvað við þetta vél- genga fyrirbæri vakti áhuga minn, mér fannst þetta leikfang vera svo lýsandi fyrir samtímann,“ segir Grude. Hann festi kaup á nokkrum brúðum og notaði þær sem hluta af sýningu í Osló. Þar lagði hann níu auð blöð á gólf sýningarsalarins, kom nagla fyrir í miðju hvers blaðs og festi vélbrúðu við naglann með TILDRÖG sýningarinn- ar eru þau að Listasafn Reykjavíkur og Teikn- arasamtökin í Noregi báðu listafólkið Ragn- heiði Jónsdóttur og Pat- rick Huse að taka að sér sýningarstjórn fyrir sameiginlegt verkefni. Valdi Ragnheiður norska listamenn til sýningar í Reykjavík en íslenskir listamenn voru valdir af Huse til að sýna í Osló. Ragnheiður hefur sjálf fengist mikið við teikn- ingar á myndlistarferli sínum og bendir hún á að teikningin njóti ekki allt- af þeirrar athygli sem hún á skilið. „Lítil rækt er lögð við teikninguna sem sjálfstætt listform og mættu listaskólarnir standa sig mun betur á því sviði. Það er líka mjög sjaldan að fólki gefst tækifæri til að sjá teikni- sýningar hér á landi,“ segir Ragnheiður og bætir því við að ánægju- legt sé fyrir íslenska myndlistarmenn að eiga samvinnu við Teiknisam- tökin í Noregi sem hafi starfað ötullega að því að hlúa að teiknilistinni þar í landi. Norðmennirnir sem sýna í Hafn- arhúsinu eru þau Milda Graham, Kalle Grude og Sverre Wilhelm Malling en einnig er að finna mynd- skyggnur af verkum eftir 17 lista- menn og myndbönd sem sýna ólíka útfærslu listamanna í teikningum. „Við valið á þeim sem sýna verk hér í Hafnarhúsinu leitaði ég eftir til- raunaverkum því markmið sýningar- innar er að varpa ljósi á stöðu teikn- ingarinnar í samtímanum,“ segir Ragnheiður. Vélknúni teiknarinn Samsýning listamannanna þriggja ber fjölbreyttri túlkun á miðlinum glöggt vitni. Í verkum sínum, sem eru unnin á árunum 1987 til 2001, notast Milda Graham við blýant, kol, túss og blandaða tækni. Ragnheiður bendir á að hin minimalistísku verk Mildu Graham vaxi frá fisléttum, gagnsæjum vef og endi í massífum verkum sem hafa þyngd. Grunn- þema verka Mildu er spennan milli hins lárétta og hins lóðrétta. Sverre Wilhelm Malling stundar nám við Listaakademíuna í Osló og er í hópi ungra listamanna sem leggja stund á bandi. Penni var síðan festur við olboga og hné brúðanna og þær gang- settar. Brúðurnar teikn- uðu smám saman hringi á blaðið, sem minnkuðu eftir því sem spottinn styttist við það að vefjast upp á naglann. Með þessu móti bjó Grude til sjálfvirka teiknivél sem kom í hans stað. Þrjú þessara verka sýnir Grude í Hafnarhúsinu. „Það sem mér finnst merkilegast við útkom- una er að verkin fá á sig „handgerðan“ blæ, sem sjaldan tekst þegar um vélteikningar er að ræða. Það kom til af því að tindátarnir entust mis- vel, pennarnir slitnuðu mishratt og ákveðnar misfellur komu fram þegar rafhlöður dóu. Kannski segja verkin okkur ekki eingöngu eitthvað um hinn vélræna nútíma heldur einnig hvernig tæknin er háð utanaðkomandi áhrif- um.“ Í myndbandi sem sýnt er má sjá hina ný- stárlegu teiknivél Kalle Grude við vinnu sína á sýningunni frá því árið 1992. Mikil breidd Sýning íslensku listamannanna í Osló verður opnuð 19. maí. Þar munu sýna þau Birgir Andrésson, Hreinn Friðfinnsson, Kristján Guðmunds- son og Ragnheiður Jónsdóttir. Veg- leg sýningarskrá með verkum norsku og íslensku listamannanna er gefin út í tengslum við sýningarnar og má þar sjá mikla breidd í vali verka. „Teikningarnar eru unnar með blýanti, bleki, kolum, grafíti og ýmiss konar blandaðri tækni. Þar er beitt jafnt hefðbundnum aðferðum sem og tilraunakenndum. Ragnheið- ur segir sýninguna til þess fallna að vekja forvitni leikra sem lærðra og bendir á að listnemar gætu haft gagn af því að skoða sýninguna. „Lista- menn nota skyssur að meira eða minna leyti við gerð verka sinna. Börnum er það mjög eðlilegt að nota teikningar til að tjá sig, og öll teikn- um við eins konar myndir í huga okk- ar þegar við hugsum,“ segir hún. Sýningin í Hafnarhúsinu var opn- uð 5. maí og stendur til 17. júní. „Öll teiknum við myndir í huganum“ Myndlistarmaðurinn Kalle Grude við vélgerða teikningu sína. Um þessar mundir stendur yfir sýning í Hafnarhúsinu á teikningum eftir norska listamenn. Heiða Jóhannsdóttirskoðaði sýninguna og ræddi við Ragnheiði Jónsdóttur sýningarstjóra og listamanninn Kalle Grude um mikilvægi teikningarinnar sem sjálfstæðs listmiðils. heida@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart KOMANDI veiði- sumri verður fagn- að með opnun myndlistarsýningar Haraldar Inga Har- aldssonar á Café Karólínu á Akur- eyri á föstudaginn kl. 17. Opnunar- helgina verður Har- aldur Ingi jafnframt sérstakur ráðgjafi, matargestum til halds og trausts. Verkin eru frum- myndir úr riti Har- aldar, „Lax og sil- ungur. Rit um matargerðarlist og veiðigleði“, sem út kom í fyrra. Þar er að finna umfjöllun Haraldar um stangveiði og matreiðslu þess góð- gætis sem lax og silungur eru, auk þess sem bókin geymir uppskriftir eftir þjóðþekkta Íslendinga sem allir eiga það sameiginlegt að njóta mat- argerðar, útivistar og/eða stang- veiði. Bókin inniheldur jafnframt fjölda mynda eftir Harald, af góm- sætum fiskréttum og veiðimennsku. Á sýningunni gefst gestum kostur á að skoða frummyndirnar sem not- aðar voru í bókina, en þar er um að ræða teikningar og málverk. Haraldur Ingi nam myndlist við Myndlista- og handíðaskólann og síðar í Hollandi og hefur haldið 16 einkasýningar. Í bókinni Lax og sil- ungur blandar Haraldur saman list- sköpun, veiðimennsku og matar- gerðarlist, en undirtitill hennar er Matur – veiði – vín – myndlist. „Það má segja að ég sé að blanda saman þremur mikilvægum hlutum úr mínu uppeldi. Í fyrsta lagi stang- veiði, sem ég lærði við föðurhné. Í öðru lagi matreiðsluáhuga, sem kviknaði eftir að ég sótti matreiðslu- námskeið í Húsmæðraskólanum á Akureyri. Í þriðja lagi myndlistinni, sem ég ákvað að leggja fyrir mig síð- ar meir,“ segir Haraldur. Aðspurður vill hann þó ekki leggja matargerð- arlist að jöfnu við myndlist, en segir hvort tveggja gera ákveðnar kröfur til skapandi hugsunar. „Skapandi hugsun er manninum nauð- synleg í öllu hans lífi. Hvort sem það kemur listum eða einhverju allt öðru við.“ Stangveiðina segir Haraldur tengjast listinni óbeint, því þar fær hann hráefnið til að elda, bera á borð og hugsa um mynd- rænt. Á sýningunni er að finna rúmlega 80 myndir, sem skipta má í þrjá flokka. „Í fyrsta lagi er um að ræða myndir sem ég kalla „Úr veiðiver- öld“ en þar reyni ég að tjá þá gleði og ánægju sem er í því fólgin að vera úti við vatnsföll með stöng í hönd. Þar koma jafnt fullorðnir sem börn við sögu. Síðan eru teikningar og málverk af réttunum sjálfum, sem ég hef dálítið gaman af því að gera, eins og t.d. að mála 200 gr af sveppum. Síðan eru það myndir af þeim þekktu Íslendingum sem hafa ljáð ritinu sínar uppáhaldsuppskrift- ir.“ Haraldur mun sem fyrr segir bregða sér í hlutverk sérstaks „gestaverts“ á Café Karólínu. Þar verður boðið upp á sérstakan laxa- og silungamatseðil sem byggður er að hluta til á listaverkabók Harald- ar. „Matseðillinn er unnin í samráði okkar Guðmundar Rúnars Brynj- arssonar meistarakokks á staðnum og Magna R. Magnússonar vínþjóns og hörkuveiðimanns. Café Karólína mun síðan halda áfram matseðlin- um.“ Haraldur Ingi minnir að lokum á að allir séu hjartanlega velkomnir á opnunina á föstudaginn en þar verður boðið upp á léttar lax- og sil- ungaveitingar. „Við ætlum að fagna vori og sumri með laxi og silungi, enda er náttúruan öll að vakna til lífsins,“ segir hann. Haraldur Ingi Haraldsson opnar sýningu á Café Karólínu Sumri fagnað með laxi og silungi Úr veiðiveröld Haraldar Inga Haraldssonar mynd- listarmanns. SELLÓLEIKARINN Erling Blöndal Bengtsson heldur námskeið, „mast- er-class“ á Ísafirði undir yfirskrift- inni „Sellódagar á Ísafirði 2001“. Námskeiðið verður haldið í Tónlist- arskóla Ísafjarðar og hefst 9. júní og lýkur með tónleikum þann 12. Erling Blöndal hefur leikið ein- leik með flestum þekktustu hljóm- sveitum heims og undir stjórn margra fremstu hljómsveitarstjóra heims. Hann hefur m.a. kennt við tónlistarháskólana í Kaupmanna- höfn, Stokkhólmi og Köln en frá árinu 1990 hefur hann verið pró- fessor í sellóleik við Tónlistar- háskólann í Ann Arbor, Michigan í Bandaríkjunum. Unnt verður að taka við 10–12 virkum þátttakendum en fjölda áheyrnarnemenda verða engin tak- mörk sett. Umsóknarfrestur er til 18. maí nk. Morgunblaðið/Árni Sæberg Erling Blöndal Bengtsson á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sellónámskeið með Erling Blöndal Bengtssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.