Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                             BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 ÞEGAR ríkisstjórnin skipaði nefnd til að endurskoða bótakerfi Trygg- ingastofnunar ríkisins, bjuggust flest- ir við því að afkvæmið yrði höfðingi með hatt, en þegar króginn kom eftir erfiða fæðingu, var það andvana mús- arungi. Lagfæring ríkisstjórnarinnar á bótakerfi Tryggingastofnunar ríkis- ins, er hlutfallslega með þeim hætti að ríkið lætur þig hafa krónu til þess að borga 100 kr. skuld, síðan átt þú sjálf- ur að finna það út, hvernig hægt sé að greiða 100 kr. skuld, með krónu, svo skuldin sé fullgreidd. Það hefur t.d. ekkert verið lagfærð staða þeirra sem búa í eigin húsnæði og eru jafnvel enn að borga húsnæðið niður. Þeir eru mergsognir með sköttum og fasteignagjöldum og við- miðunarmörk til lækkunar slíkra gjalda, ekkert í samræmi við verðlag eða þær hækkanir sem orðið hafa á fasteignamati, sem leiddi til hækkun- ar á fasteignagjöldum. Það er undarlegt hvað ötullega er unnið að því að telja þjóðinni trú um að aldraðir séu eitt mesta fjárhags- vandamál þjóðarinnar. Alltaf þegar talað er um hækkanir á lífeyri aldr- aðra, er talað um hvað það kosti þjóð- félagið í heild yfir árið, eins og t.d. núna síðast. Þá var sagt að breytingin á almannatryggingakerfinu kosti þjóðfélagið 1.350 millj., en þegar sagt var frá hækkun launa embættis- manna, var aðeins talað um hvað þeir hefðu fengið í prósentuhækkun, ekki minnst á það hvað þessi hækkun kost- aði þjóðfélagið í heild. Þetta getur varla talist heiðarleg umfjöllun gagn- vart öldruðum. Það er athyglisvert að embættis- menn sem tregastir eru til þess að bæta kjör aldraðra, eru ekki í vand- ræðum með að finna fé til að tryggja sjálfum sér veglegan lífeyri. Ákveðið var að láta nýju breyt- inguna á Almannatryggingakerfinu taka gildi fyrsta júli, en borga emb- ættismönnum aftur í tímann. Þetta sýnir hugarfar ríkisstjórnarinnar til aldraðra. Það var líka talað um það að öryrkjadómurinn ætti að gilda fyrir aldraða frá áramótum. Ég hef ekki orðið var við þessa breytingu enn. Þegar ég heyrði breska Íhalds- flokkinn lofa Bretum því að ef hann kæmist að í næstu kosningum, ætluðu þeir að lækka skatta. Minnti það mig á að þegar Sjálfstæðisflokkurinn var síðast í stjórnarandstöðu, lofaði hann því að ef hann kæmist að, ætlaði hann að lækka skatta og tryggja það að lág- marksframfærslutekjur yrðu skatt- frjálsar. Efndirnar eru aftur á móti þær að lágmarks ellilífeyrir er ekki einu sinni skattfrjáls. Þegar ríkisstjórnin ákvað að greiða ekki ellilífeyrisþegum fjögur ár aftur í tímann, eins og öryrkjum, virðist það hafa fallið þjóðinni svo vel í geð, því Sjálfstæðisflokkurinn jók fylgi sitt strax á eftir. Því má búast við að hann styrki stöðuna verulega nú. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5, 111 Reykjavík. Vitringa- afkvæmið Frá Guðvarði Jónssyni: FYRIR fáum vikum voru fluttir á Rás 1 tveir mjög vandaðir og athyglis- verðir þættir sem Vigfús Geirdal tók saman um Olof Palme, forsætisráð- herra Svíþjóðar. Í fyrri þættinum var talað um stjórnmálaferil og skoðanir Palme, með tilvísun til nýrra heimilda um það efni. Í þeim seinni var svo fjallað um morðið, rannsóknina á því og hinar óleystu gátur um þann skelfilega atburð. Meðal rita sem Vig- fús vitnaði til var nýleg bók eftir Ing- var Carlsson, eftirmann Olofs Palme, þar sem hann segir frá hinu nána samstarf þeirra og lýsir þeim aðstæð- um sem voru þegar Carlsson tók við forystunni með svo óvæntum hætti. Þessa bók lék mér hugur á að lesa en hún reyndist ekki vera til á al- mennum bókasöfnum hér. En á ein- um stað taldi ég að slík bók hlyti að vera fáanleg, í bókasafni Norræna hússins. Svo reyndist ekki vera. Mér var sagt að safnið hefði litla peninga til ráðstöfunar og ekki hefði verið tal- in ástæða til að eyða af þeim til að kaupa þessa bók. Sú skoðun mín að það mætti teljast sjálfsagt, að einmitt í þessu safni væri til bók eftir sænsk- an forsætisráðherra um sinn fræg- asta forvera, hlaut litlar undirtektir. Þetta atvik gefur tilefni til að spyrja hvernig sú stofnun sem hér um ræðir, bókasafn Norræna hússins, sé rekin. Hefur safnið ekki peninga til að kaupa forvitnilegustu rit frá Norður- löndum? Og til hvers er það þá? Ég hef líka tekið eftir því að sáralítið bæt- ist við af myndböndum frá Norður- löndum sem líka eru þarna til útlána. Mér er nær að halda að einhvers kon- ar sveltistefna ráði ríkjum varðandi þetta safn, og kannski líka metnaðar- leysi hjá forráðamönnum þess. Norræna húsið er þýðingarmesta miðstöð norrænnar menningar í land- inu. Starfsemi þess í rúm þrjátíu ár hefur skipt miklu fyrir okkur. En mér virðist að nú sé þar samdráttarskeið. Fyrr á árum bar miklu meira á þess- ari starfsemi, stöðugt komu gestir frá Norðurlöndum og forstöðumenn hússins voru áberandi í menningarlíf- inu í Reykjavík. Svo er ekki nú. Það er því ástæða til að varpa þeirri spurn- ingu til stjórnar Norræna hússins hvað hún hugsi sér um starfsemina í framtíðinni. Hvernig hyggjast menn búa svo að þessari stofnun að hún verði áfram sú brjóstvörn norrænna menningarsamskipta sem hún á að vera? Í því sambandi er grundvallar- atriði að bókasafn hússins veiti góða þjónustu. Þangað eiga allir þeir að geta leitað sem vilja fylgjast með því helsta sem skrifað er á Norðurlönd- um, hvort sem er í skáldskap, sögu eða fræðum og sömuleiðis helstu nor- rænum kvikmyndum. GUNNAR STEFÁNSSON, Kvisthaga 16, Reykjavík. Bókasafn Nor- ræna hússins Frá Gunnari Stefánssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.