Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
EINKUM er litið tilskattprósentu fyrir-tækja, stimpilgjalda,eignarskatta einstak-
linga og fyrirtækja og viðmiðunar-
marka svokallaðs hátekjuskatts, í
sambandi við mögulega skattkerf-
isbreytingu um næstu áramót.
Þetta kom fram í máli Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra á op-
inni dagskrá aðalfundar Samtaka
atvinnulífsins í gær. Hann sagði að
þær mögulegu skattkerfisbreyt-
ingar sem hann nefndi væru allt
þörf atriði og jákvæðar breyting-
ar, til þess fallnar að ýta undir at-
hafnagleði fólks og fyrirtækja. Við
það sé miðað að svo hafi dregið úr
þenslu þegar líða taki á þetta ár að
slíkar skattkerfisbreytingar geti
komið til. Lokaákvarðanir hafi
ekki verið teknar, enda að mörgu
að hyggja, en ljóst sé að góður vilji
standi til þess hjá báðum stjórn-
arflokkunum að vinna að breyt-
ingum á skattheimtu, sem séu til
þess fallnar að auka hér umsvif og
tryggja að forsendur fyrirtækja-
reksturs séu upp á það allra besta
hér á landi. Dæmin sanni að heild-
artekjur ríkissjóðs þurfi ekki að
lækka þótt skattareglurnar séu
gerðar sanngjarnari.
Þá kom fram í máli Davíðs að
vegna aðhalds og skynsamlegrar
stjórnunar ríkisfjármála sé nú að
myndast svigrúm til myndarlegra
skattalækkana, bæði á fyrirtæki
og einstaklinga.
Hlaðið undir hreyfinguna
en ekki fólkið
Að sögn Davíðs vottar einstaka
sinnum fyrir því að umsagnir frá
Samtökum atvinnulífsins taki mið
af því hvað þjóni hagsmunum sam-
takanna en síður þeim aðilum sem
samtökin eigi að þjóna. „Og ég hef
séð álit frá ykkar viðsemjendum
sem virðast fremur byggjast á því
að hlaða undir hreyfinguna sjálfa
en ekki fólkið sem í henni er,“
sagði Davíð. „Tilvikin eru ekki
mörg en þau stinga í augu. Þessir
aðilar sitja síðan saman við stjórn-
völ í lífeyriskerfinu og þar eru
hagsmunirnir iðulega aðrir en
fram koma í hátíðlegum
ræðum manna þegar
þeir eru komnir í hæfi-
lega fjarlægð frá
stjórnarborðum lífeyr-
issjóðanna. Kannski
móðgast einhver vegna
þessara ummæla enda hljómar
þetta ekki vel, og í flestum til-
vikum eru til sannfærandi skýr-
ingar á því misræmi sem þarna
birtist. Það kann að þykja í þágu
lífeyrissjóðanna að raunvaxtastig í
landinu sé hátt, þótt verkalýðs-
félögin og fyrirtækin kvarti há-
stöfum um sama fyrirbæri. Lífeyr-
issjóðir, sem hafa verið óheppnir í
erlendum fjárfestingum sínum,
geta rétt stöðuna ef gjaldmiðillinn
veikist, sem hefur hins vegar óblíð
áhrif á þau fyrirtæki sem eru illi-
lega skuldsett í erlendum gjald-
miðlum og á verðbólgumarkmiðin
sem eru ein af foresendum kjara-
samninga.“
Davíð sagði aðila vinnumarkað-
arins ekki eina um að spila á ólíka
strengi efnahagslífsins eftir því
sem skipt séu um hatt eða hæg-
indi. Ríkisvaldið komi einnig
stundum fram í hlutverki kleyf-
hugans. Það viðurkenni að of-
þensla sé varasöm en sitji að hinu
leytinu eins og púkinn á fjósbit-
anum og fitni og dafni þegar skatt-
tekjur hrannist upp vegna hinna
miklu umsvifa sem séu í þjóðfélag-
inu. Úr þenslu sé að draga, tekjur
ríkisins aukist ekki í sama mæli og
fyrr, en útgjöldin dragist ekki að
sama skapi saman.
Lækkun evrunnar hlaut að
leiða til lækkunar krónunnar
Davíð sagði að horfast þurfi í
augu við að til séu einstaklingar,
fyrirtæki og stofnanir sem hafi
siglt hinn góða byr fullglannalega í
þessu þjóðfélagi. Ekki sé útilokað
að þeir fái skell þegar dragi úr
hraða hagsveiflunnar. Þær ófarir
séu harmaðar en á hinn bóginn
megi færa rök fyrir því
að þeir eigi að fá skell.
Hann sagðist ekki gera
ráð fyrir að menn telji
að hægt sé að koma
upp efnahagslegu kerfi,
þar sem glæfraspil eða
vitlausar spekúlasjónir einstak-
linga eða fyrirtækja komi þeim
aldrei í koll. Á undanförnum árum
hafi íslenska krónan að jafnaði
verið mun stöðugri og áreiðanlegri
gjaldmiðill en evran, öfugt við all-
ar spár. Auðvitað hafi lækkun evr-
unnar hlotið fyrr eða síðar að leiða
til að íslenska krónan leitaði jafn-
vægis gagnvart henni í samræmi
við hlutfall viðskipta við það svæði.
Allsérstætt sé að þau viðhorf séu
uppi að það sé betra að gjaldmiðill
okkar sveiflist eftir efnahags-
ástandi sem ekki tekur neitt mið
af því sem hér sé að gerast, og sé
stundum í öfugum takti við hinn
íslenska veruleika.
„Mörgum góðum áfanga hefur
verið náð á undanförnum árum.
Dregið hefur verið úr ítök
opinbera í atvinnulífinu
áfangi á þeirri leið hef
harðri mótspyrnu en áfra
haldið, enda ávinningur
ljós. Skuldir ríkisins hafa
hratt á undanförnum áru
fyrir að stórkostlegar
skuldir hafi nú loks veri
til bókar hjá ríkinu. Rétt
borgaranna hefur verið s
og starfsemi stjórnvald
gerð gagnsærri en áður
auðveldara sé að gagnrý
og knýja á um að réttur
linganna sé virtur í hvívet
in var framkvæmdaáætlu
um tíma um bætta sam
stöðu Íslands út á við
ráðuneytum falið að kljás
40 verkefni til að bæta sa
isstöðuna og hefur drjúg
þeirra verkefna náð fram
að miklu eða öllu leyti. Á h
inn er augljóst orðið að sa
isskilyrði inn á við eru í
þar hefur verið beitt vin
um sem allir góðir me
óbeit á og hinir sterkari n
munar þar sem því hefur v
komið. Er mikil ólykt af þ
öllu. Mikilvægt er að v
verði brugðist af festu.
Davíð sagði að nýverið
ið birtar niðurstöður alþj
könnunar á hversu opin
hagkerfi þjóða heims séu
ingar megi vel una þeim n
um sem komi fram í skýr
tíu árum hafi Ísland færs
sjö sæti og sé nú í hóp
fimmtán þjóða heims þar
skipti og efnahagsstarfse
hvað frjálsust og opnus
sagði jafnframt að á síðu
árum eða svo hafi lífskjö
inga batnað langt umfram
gengur og gerist hjá n
þjóðunum.
„Það er hins vegar ath
við þessa frelsisskýrslu
ustu lönd Evrópusamb
Davíð Oddsson forsætisráðherra boðar mögulegar ska
Svigrúm að
ast fyrir my
ar skattalæ
Finnu
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Davíð Oddsson segir að vegna aðhalds og skynsamlegrar stjórnunar ríkisfjármála sé nú
að myndast svigrúm til myndarlegra skattalækkana, bæði á fyrirtæki og einstaklinga.
Forystumenn stjórnarflokkanna haf
undanförnu farið yfir mögulega ska
kerfisbreytingu frá og með næstu á
mótum, að sögn Davíðs Oddssonar
Finnur Geirsson, formaður Samtaka
vinnulífsins, segir að samtökin telji u
fangsmiklar skattabreytingar vera m
ilvægt forgangsatriði nú um stundi
Lífskjör batnað
langt umfram
það sem geng-
ur og gerist
SIGUR BERLUSCONIS
Sigur Silvios Berlusconis í þing-kosningunum á Ítalíu um helginaer öruggur og um margt einstak-
ur í stjórnmálasögu Ítalíu. Stjórn hans
mun hafa tryggan meirihluta í báðum
deildum þingsins og hefur Berlusconi
þegar heitið því að stjórnin muni sitja
út allt kjörtímabilið, en slíkt væri óneit-
anlega nýlunda í ítölskum stjórnmálum.
Ekki síst styrkir það stöðu Berl-
usconis að stjórn hans verður ekki háð
Norðurbandalagi Umbertos Bossis,
hvorki í efri né neðri deild þingsins.
Flokkur Bossis, sem á aðild að flokka-
bandalagi Berlusconis, er raunar sá er
verst kemur út úr kosningunum. Þrátt
fyrir það mun þó Bossi eiga aðild að
stjórninni og það sama má segja um
Gianfranco Fini, leiðtoga ítalskra ný-
fasista.
Ítalíu veitir ekki af styrkri stjórn.
Hagvöxtur hefur verið mun minni þar
en í öðrum ríkjum Evrópusambandsins
og var tæp þrjú prósent á síðasta ári.
Atvinnuleysi er mikið og er nær tíundi
hver Ítali án atvinnu. Fjárlagahalli hef-
ur verið viðvarandi vandamál á Ítalíu og
skriffinnska og spilling hafa staðið í
vegi fyrir efnahagslegum umbótum um
árabil.
Margir efast um að Berlusconi sé
rétti maðurinn til að knýja nauðsynleg-
ar breytingar í gegn. Hann er ríkasti
kaupsýslumaður landsins og á gífur-
legra hagsmuna að gæta á fjölmörgum
sviðum, ekki síst í fjölmiðlun og fjár-
málakerfinu. Enn hafa ekki komið fram
neinar raunhæfar hugmyndir um það,
hvernig tryggja megi að hagsmunir
kaupsýslumannsins Berlusconis flækist
ekki fyrir stjórnmálamanninum Berl-
usconi er hann tekur ákvarðanir sínar.
Hann hefur sjálfur gefið sér hundrað
daga til að leysa þetta vandamál en
jafnframt útilokað einföldustu lausn-
ina, það er að selja eignir sínar. Í ný-
legu samtali við Wall Street Journal
sagði hann menn ekki selja ævistarf sitt
„til þess eins að leiða ríkisstjórn“. Þá
hafa ýmis spillingarmál loðað við Berl-
usconi um margra ára skeið og hið virta
tímarit Economist komst raunar að
þeirri niðurstöðu, að lokinni ítarlegri
úttekt á málum Berlusconis, að hann
væri ekki hæfur til að gegna embætti
forsætisráðherra Ítalíu.
Sú verður þó raunin og reynslan mun
skera úr um hvort stjórn hans verði far-
sælli en fyrri stjórn hans er var við völd
hluta ársins 1994.
Berlusconi hefur sett fram einfalda
og skýra stefnu í „samningi við ítölsku
þjóðina“ er hann kynnti fyrir kosning-
ar. Þar heitir hann því meðal annars að
lækka skatta, berjast gegn glæpum og
skapa eina og hálfa milljón nýrra
starfa. Það sópar að Berlusconi og ekki
er útilokað að honum takist, þrátt fyrir
allt, að hrista upp í hinu stirða og þunga
ítalska skriffinnskubákni.
Vafalítið hefur sigur Berlusconis
vakið litla hrifningu í mörgum ríkjum
Evrópusambandsins og þá ekki síst
vegna væntanlegrar aðildar þeirra Fin-
is og Bossis að stjórn hans. Greinilegt
er hins vegar að ESB hefur lært af þeim
mistökum er gerð voru eftir kosning-
arnar í Austurríki og að ekki verður
reynt að útiloka Ítali frá fundum sam-
bandsins. Þá má gera ráð fyrir því að
eindreginn stuðningur Berlusconis við
stjórn repúblikana í Bandaríkjunum
eigi eftir að valda einhverjum titringi í
Evrópu en hann hefur m.a. lýst sig
hlynntan áformum um eldflaugavarnir
og þeirri ákvörðun George W. Bush
Bandaríkjaforseta að hafna Kyoto-sátt-
málanum.
VELFERÐ OG VERND BÚFJÁR
Í kjölfar mikillar umræðu um sjúk-dóma á borð við gin- og klaufaveiki í
búfénaði erlendis, og salmonellu og
kamfílóbakter hér á landi, er full
ástæða til að velta fyrir sér meðferð
dýra í búskaparháttum samtímans.
Reynslan hefur sýnt að kröfur um sí-
aukna framleiðni með lágmarkstil-
kostnaði geta haft afdrifaríkar afleið-
ingar. Dr. Torfi Jóhannesson, lektor við
Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri,
færir í viðtali, sem birtist í Morgun-
blaðinu sl. sunnudag, góð rök fyrir því
að neytendur beri mikla ábyrgð á vel-
ferð og vernd dýra. Í þeim viðhorfum
kveður við nýjan tón hér á landi sem full
ástæða er til að veita eftirtekt, sérstak-
lega með tilliti til þess að samfara
breyttum neysluvenjum Íslendinga síð-
ustu áratugi hafa búskaparhættir tekið
miklum breytingum.
Torfi bendir á að ekki sé hægt að
draga þá ályktun að velferð dýra fari
eftir stærð búa, heldur geri nytjasið-
fræðin ráð fyrir að velferð dýra sé skil-
greind út frá líðan þeirra sem einstak-
linga. Rannsóknir leiða í ljós að þegar
bændur missa tengslin við búfé sitt og
dýrin verða einungis prósentutala á
blaði leiðir það til verri umönnunar.
Dýrin eru þá meðhöndluð sem fram-
leiðslutæki eða eining, fremur en ein-
staklingar sem rétt eiga á að njóta lág-
marks virðingar. Á sama hátt leiða
kröfur markaðarins um ódýrt kjöt til
lakari lífsskilyrða dýra, þar sem reynt
er að auka framleiðnina til hins ýtrasta.
Dæmi eru um að vaxtarhraði dýra sé
orðinn svo mikill að kjúklingar og svín
standi hreinlega ekki undir eigin
þunga.
Framleiðsluaðferðir af þessu tagi
eiga nú undir högg að sækja í Evrópu,
enda varð kúariðufaraldurinn til þess
að gera neytendur betur meðvitaða um
þær hættur sem eru samfara því að
víkja frá varúðarsjónarmiðum í búskap,
en sjúkdómurinn kom upp er farið var
að fóðra kýr á kjötmjöli sem margir
telja stríða gegn lögmálum náttúrunn-
ar. „Okkur er að skiljast að náttúran er
ekki bara ein stór malarnáma sem við
getum gengið í,“ segir Torfi, „heldur
flókið og dýrmætt lífkerfi sem við erum
hluti af.“ Hann bendir á að fólk láti sig
þessi mál varða í auknum mæli og
margir séu tilbúnir að borga meira fyrir
lífrænar vörur eða vörur framleiðenda
sem tryggja velferð dýra.
Til þess að neytendur hafi raunveru-
legt val og eigi þess kost að beita áhrif-
um sínum verða framleiðendur þó að
kynna aðferðir sínar mun betur. Mark-
viss þróun gæðamerkinga af ýmsu tagi
er mikilvægur liður í þeirri kynningu
því neytendur verða að geta treyst á
vottanir og eftirlit sem tryggingu fyrir
því að varan hafi verið framleidd á við-
unandi máta. Hér á landi, ekki síður en
annars staðar, mætti þroska skilning
neytenda á hlutverki sínu í framleiðslu-
ferlinu með skilvirkri kynningu á líf-
rænum og vistvænum afurðum. Þannig
væri íslenskum búfénaði tryggð sóma-
samleg vernd um leið og neytendur
ættu kost á heilsusamlegri afurðum.