Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HRAFN Magnússon, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka lífeyris- sjóða, skrifaði grein í Morgunblaðið 5. maí sl. til að koma á framfæri athuga- semdum við grein eftir mig sem birtist þar deg- inum áður. Virðist hon- um vera mikið í mun að hreinsa lífeyrissjóðina af því að þeir eigi stóran þátt í gengisfalli krón- unnar að undanförnu, sem vonlegt er. Talar hann um að grein mín sé full af misskilningi og ranghugmyndum, hug- myndir mínar um þátt lífeyrissjóðanna í falli krónunnar séu fárán- legar og standist ekki nánari skoðun. Tel ég því óhjákvæmilegt að fara í gegnum athuga- semdir Hrafns, með þá von í huga að hann átti sig betur á áhrifum fjármagnsflutninga á gengi gjaldmiðla. Hrafn nefnir til að byrja með að ég tali um að lífeyrissjóðirnir beri höf- uðábyrgð á gengisfalli krónunnar. Ég talaði í grein minni um að viðskipta- hallinn hefði verið nefndur sem skýr- ing á falli hennar og ekki vil ég gera lítið úr þeim þætti. Aftur á móti hefur að undanförnu lítil umræða farið fram um áhrif fjárfestinga lífeyrissjóða á gengi krónunnar og vildi ég því reyna að draga fram þann þátt sérstaklega. Hrafn talar um að lífeyrissjóðirnir hafi fjárfest mikið í erlendum hluta- bréfum árið 1999 og á sama tíma hafi krónan styrkst og í fyrra hafi sjóð- irnir dregið úr fjárfestingunum og krónan hafi fallið. Hvort krónan styrktist eða veiktist á ákveðnum tímabilum sem lífeyrissjóðirnir hafa fjárfest í erlendum verðbréfum skipt- ir nákvæmlega engu máli. Það eina sem skiptir máli er það að þegar líf- eyrissjóðir kaupa gjaldeyri til verð- bréfakaupa fellur krónan, þar sem aukin eftirspurn eftir gjaldeyri hækk- ar verð á honum. Lengst af jöfnuðust þessi áhrif út, og gott betur, vegna mikils innflæðis af erlendum lánum. Ef lífeyrissjóðirnir hefðu ekki fjárfest fyrir háar fjárhæðir erlendis á und- anförnum árum hefði krónan styrkst mun meira fram á vorið 2000 en hún í raun gerði. Jafnframt væri hún ekki búin að falla jafn mikið og raun ber vitni ef sjóðirnir hefðu ekki haldið áfram að fjárfesta erlendis eftir að hún tók að veikjast sl. vor. Þessi veik- ing hefur komið fram vegna þess að stórlega hefur dregið úr erlendum lántökum til að fjármagna viðskipta- hallann og verðbréfakaup lífeyris- sjóðanna. Í grein minni lagði ég fram það mat að uppsöfnuð veikingaráhrif á krón- una vegna gjaldeyriskaupa lífeyris- sjóðanna næmu 15–20%, þ.e. gengi krónunnar væri 15–20% sterkara en það er ef ekki hefðu komið til fjárfest- ingar lífeyrissjóðanna í erlendum verðbréfum. Þessi áhrif voru metin í samráði við sérfræðinga fjármála- stofnana á íslenskum fjármálamark- aði og væri rétt að Hrafn kannaði málið sjálfur með þeim hætti. Það er vægast sagt undarlegt að hann skuli telja að lífeyrissjóðirnir hafi getað sent jafnvirði hátt í 140 miljarða í gjaldeyri úr landi án þess að það hafi haft áhrif á gengi krónunn- ar. Með sömu rökum má segja að viðskipta- hallinn hafi engin áhrif á gengi krónunnar, en uppsöfnuð fjárhæð hans á undanförnum árum er lítið hærri fjárhæð en það sem lífeyrissjóðirn- ir hafa sent úr landi. Áhrifin á gengi krón- unnar af því að senda gjaldeyri úr landi vegna vörukaupa eru ná- kvæmlega þau sömu og að senda gjaldeyri úr landi vegna verðbréfa- kaupa. Er það skoðun Hrafns að viðskiptahallinn hafi engin áhrif haft á gengi krónunnar? Þá fer að verða fátt eftir til að útskýra veik- ingu krónunnar. Hrafn nefnir að erlendar fjárfest- ingar lífeyrissjóðanna séu til þess ætl- aðar að draga úr áhættu, þannig að lífeyrissjóðirnir eigi ekki alla afkomu sína undir sveiflum í íslenskum sjáv- arútvegi. Á undanförnum árum hefur sem betur fer tekist að auka fjöl- breytileika íslensks atvinnulífs, þann- ig að það er langt frá því að efnahags- lífið eigi allt undir sjávarútvegi lengur. Aftur á móti er ljóst að mun betur myndi ganga að byggja upp enn fjölbreyttara atvinnulíf á Íslandi ef ís- lenskir lífeyrissjóðir legðu áhættu- fjármagn sitt fremur í að byggja upp íslenskt atvinnulíf heldur en erlent. Jafnframt nefnir Hrafn að íslenskir lífeyrissjóðir séu frábrugðnir erlend- um lífeyrissjóðum að því leyti að hlut- fall hlutabréfa í þeirra eigu sé lægra hlutfall af eignum. Það getur vel ver- ið, en íslenskir lífeyrissjóðir njóta þess munaðar að geta fjárfest í traustum íslenskum skuldabréfum sem gefa mun hærri ávöxtun en skuldabréf sem erlendum lífeyris- sjóðum býðst að fjárfesta í án geng- isáhættu. Því geta íslenskir lífeyris- sjóðir tryggt réttindi sjóðsfélaga sinna með því að fjárfesta eingöngu í skuldabréfum, en erlendir sjóðir þurfa að taka áhættu af hlutabréfa- fjárfestingum til að reyna að ná hærri ávöxtun. Hrafn talar um að ég hafi gefið í skyn í grein minni að stór hluti fjár- festinga íslenskra lífeyrissjóða er- lendis hafi verið í japönskum hluta- bréfum. Þetta er alrangt, ég nefndi aðeins þróun þessara hlutabréfa sem dæmi um þá áhættu sem fylgir fjár- festingum í hlutabréfum og tók sér- staklega fram að ég vonaðist til að svo færi ekki fyrir eignum íslenskra líf- eyrissjóða. Að lokum nefnir Hrafn að árangur íslenskra lífeyrissjóða á undanförnum fimm árum, 7% meðalraunávöxtun, segi í raun allt um það að sú fjárfest- ingarstefna að fjárfesta verulega í er- lendum hlutabréfum hafi verið skyn- samleg. Framan af þessu tímabili voru hlutabréf í mikilli uppsveiflu og er mjög ólíklegt að meðalhækkun hlutabréfa verði sú sama á þessum áratug og þeim síðasta. Árangur und- anfarinna fimm ára skiptir í raun litlu máli miðað við hvaða árangur næst í framtíðinni í ávöxtun lífeyrissjóð- anna, þeir þurfa stöðuga ávöxtun til að geta staðið undir skuldbindingum sínum. Burtséð frá því hvaða álit menn hafa á fjárfestingum lífeyrissjóðanna í erlendum verðbréfum einum og sér er ekkert vafamál að þessar fjárfest- ingar hafa veikt gengi krónunnar um- talsvert og þar með grafið undan lífs- kjörum þjóðarinnar. Gengisáhrif fjárfestinga líf- eyrissjóðanna Þorgils Ámundason Höfundur er rekstrarhagfræðingur og starfar við fjármálaráðgjöf. Gengi Það er undarlegt að Hrafn telji að lífeyr- issjóðirnir hafi getað sent jafnvirði hátt í 140 milljarða í gjaldeyri úr landi, segir Þorgils Ámundason, án þess að það hafi haft áhrif á gengi krónunnar. ÉH HYGG, að fáir skrifarar aðsendra greina, sem birtast hér í Mbl., hafi jafn haldgóða reynslu og ég af því, hversu litlu slík skrif fá áorkað til að mál séu greind og rædd. Að vísu eru þau lesin og stundum vandlega af mun stærri hópi fólks en ég hefði ætlað að óreyndu. Starfsmenn prentmiðla sem ljós- vakamiðla forðast hins vegar eins og heitan eld að geta sjónar- horna um umdeild málefni og gerðir manna í áhrifa- stöðum, sem í slíkum skrifum birt- ast. Einhvers staðar í skrifunum hef ég kallað þetta að andi sann- leiksráðuneytisins svífi þar yfir vötnum og þar með vísað til ríkis Stóra bróður í sögu George Or- wells, 1984. Nóg um það. Snemma vetrar sóttu að mér í þessum tengslum hugsanir um allt annars konar efni en ég hef áður skrifað um og varða persónuvernd í skoðanakönnunum. Þá landsmenn, sem hvern mánuð eru spurðir spjörunum úr af hálfu skoðana- könnunarfyrirtækja og aðila eins og DV, má telja í þúsundum, svo að æðistór hluti þjóðarinnar hefur fengið slíkar upphringingar með óskum um svör. Verklagið er skv. mínum upplýsingum þannig, að starfsmaður spyrjandans leitar uppi þær persónur, sem lent hafa í slembiúrtakinu, og spyr þær síðan út úr, jafnvel um hin mestu einka- mál, sem hljóta að teljast falla und- ir friðhelgi einkalífs eins og hvern flokk fólk kaus síðast eða mundi kjósa í dag, um tekjustig, viðhorf til einstakra stjórnmálamanna o.s.frv. Við þetta er það eitt að at- huga frá sjónarmiði persónuvernd- ar, að spyrillinn veit hverju sinni hver það er, sem er að svara. Það samrýmist illa almennu stefnunni um leynilegar kosn- ingar, þegar fólk er krafið svara undir nafni um kosninga- hegðan sína þúsund- um saman. Í svo fá- mennu samfélagi sem okkar tel ég þessa að- ferð fráleita, fyrir neð- an virðingu skoðana- könnunaraðilanna og ekki bjóðandi svarend- unum. Íhugun mín um mál- ið leiddi fram afar ein- falda lausn á þessum vanda. Skoðanakönnunaraðilum bæri að haga störfum sínum þannig að aðskilja algerlega þá, sem leita uppi svarendurna, annars vegar og spyrlana hins vegar. Símtalinu væri einfaldlega víxlað með órekj- anlegum hætti frá hinum fyrr- nefnda til hins síðarnefnda og svar- andinn hefði þannig fulla vissu um nafnleynd gagnvart spyrlinum. Að- ferðin ætti að gera hvort tveggja, að fjölga þeim í úrtakinu, sem treystast til að svara, og svörin ættu þar á ofan að vera áreiðan- legri, þ.e. ekki lituð af ótta við að afstaðan fréttist. Um þetta skrifaði ég grein, en birti hana ekki, heldur kaus að freista þess að koma þess- ari sjálfsögðu réttarbót fyrir borg- arana til leiðar með öðrum hætti, þar sem ég ætti engan hlut að, a.m.k. ekki opinberlega. Ég sneri mér bréflega í ársbyrj- un til Persónuverndar, sem um áramótin tók til starfa og mér þótti líklegt að stæði undir nafni í þessu efni. Þegar þetta er skrifað, nær fjórum mánuðum síðar, hef ég ekk- ert af málinu frétt frá stofnuninni. Fyrir tilviljun veit ég, að stofnunin hefur rætt efni þessa erindis míns að minnsta kosti við eitt skoðana- könnunarfyrirtæki, þar sem menn voru að vandræðast með hugmynd- ina síðast þegar til fréttist. Í sam- tali við forstöðumann þess fyrir- tækis þótti mér merkilegt að uppgötva, að honum hafði aldrei til hugar komið, að þetta gæti verið vandamál. Mitt langlundargeð er hins vegar þrotið og þess vegna gríp ég til minna gömlu ráða og skrifa þessa grein til að kanna hvað verður um svo sjálfsagða kröfu á sviði persónuverndar. Tvær skoðanakannanir, sem sagt hefur verið frá í fréttum á síðustu vikum, undirstrika mikilvægi nafn- leyndar, ef eitthvað á að vera að marka niðurstöðurnar. Hin fyrri snerist um spilafíkn. Ekki kom fram í fréttum, að könnunin hefði verið gerð undir nafnleynd. Spurn- ingarnar blasa við. Er líklegt að menn svari réttilega spurningum um vísbendingar um spilafíkn, þeg- ar menn svara undir nafni? Hversu stór hluti spilafíklanna er meðal þeirra 30% eða svo, sem kjósa að svara alls ekki? Eða hversu líklegir eru snjallir spilafíklar, sem svara undir nafni, til að ljúga spyrlana fulla? Og svo er niðurstaðan birt eins og hún merki eitthvað. Hin könnunin snerist um brott- kast á fiski í hafi, löndun framhjá vigt o.fl., sem snýr að fiskveiði- stjórn. Enn kom ekkert fram um að nafnleynd hefði verið tryggð. Fyrst er þess að gæta, að verið er að spyrja sjómenn undir nafni um refsiverðan verknað þeirra sjálfra og félaganna. Má fara nærri um hversu margir svarenda hafa við þessar aðstæður tilhneigingu til að draga fjöður yfir það, sem raun- verulega gerist. Eða þau 30% úr- taksins, sem neita að svara. Má ekki telja fullvíst, að allir þeir af- kastamestu í þessum bransa kjósi þá leið, þegar ætlast er til svara frá þeim undir nafni? Svo eru svör, þannig fengin, not- uð til að meta upp á tonn hversu miklum fiski muni kastað fyrir borð á hafi úti. Með tilliti til þess, sem hér hefur verið rakið, má draga í efa, að könnunin hafi náð til helm- ings þess magns, sem raunverulega er kastað. Nafnleynd svarenda hefði örugglega gert könnunina mun marktækari. Hér hefur verið vakin athygli á máli, sem varðar persónuvernd tugþúsunda borgaranna ár hvert. Nafnleynd í framkvæmd skoðana- kannana ætti að teljast til sjálf- sagðra mannréttinda á okkar tím- um, ekki síst þegar aðstæður í samfélaginu valda því, að fólk telur sér tryggara að flíka ekki skoð- unum sínum, þegar þær eru sann- leiksráðuneytinu ekki þóknanlegar. Þessa stöðu eiga skoðanakönn- unaraðilar að virða og tryggja stöðu borgaranna. Þeir eru undir- staðan undir þeirri þjónustu, sem skoðanakönnunarfyrirtækin eru að selja, og þeir eyða tíma sínum end- urgjaldslaust í þágu skoðanakönn- unarfyrirtækjanna. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa, að réttur þess- ara viðskiptavina til nafnleyndar verði virtur. Þar til það er gert með staðfestum hætti mun ég a.m.k. ekki svara neinni spurningu frá þessum aðilum um mínar skoðanir, hvað svo sem aðrir kunna að gera. Um skoðanakannanir og persónuvernd Jón Sigurðsson Skoðanakannanir Nafnleynd í fram- kvæmd skoðanakann- ana, segir Jón Sigurðs- son, ætti að teljast til sjálfsagðra mannréttinda. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri. ÉG er 32 ára þroska- þjálfi sem sinni kennslu barna með einhverfu í sérdeild Síðuskóla á Akureyri. Nám mitt er þriggja ára nám á há- skólastigi sem kennt er í Kennaraháskóla Ís- lands. Til þess að geta farið að læra þroska- þjálfun þurfti ég að taka stúdentspróf fyrst. Í dag eru mánaðarlaun mín 109.736. kr. eftir fimm ár í starfi. Til að bera laun mín saman við laun annarra stétta innan skólakerfisins setti ég mig í samband við Kennarasamband íslands, Félag leikskólakennara og Verkalýðsfélag- ið Einingu á Akureyri. Laun þessi miðast við grunnlaun 32 ára starfs- manns í 100% starfi með fimm ára starfsreynslu. Starfsgrein Laun Þroskaþjálfi 109.736 Grunnskólakennari (frá 1. ágúst 2001) 151.265 Leikskólakennari 139.214 Starfsmaður í blönduðum störfum 110.046 Af hverju eru mín laun lægst? Ég er með jafnlanga menntun og grunn- skólakennarinn og leikskólakennar- inn. Eru störf mín minna virði af því að mínir nemendur eru fatlaðir? Eru það skilaboðin í launaumslaginu mínu? Ég gæti skilið það svo þrátt fyrir að vera því algjör- lega ósammála. Sam- kvæmt aðalnámskrá grunnskóla eiga allir nemendur rétt á námi við hæfi og til þess að framfylgja henni eru þroskaþjálfar nauðsyn- leg stétt innan skóla- kerfisins. Með þjálfun og kennslu einstaklinga með fötlun aukum við færni þeirra og getu til að lifa sem sjálfstæð- ustu lífi í samfélaginu og þannig eru störf okk- ar þroskaþjálfa þjóð- félagslega hagkvæm. Þroskaþjálfar hafa góða faglega menntun að baki. Störf þeirra eru krefjandi, oft erfið en mjög gefandi og við eigum skilið meiri viðurkenn- ingu og hærri laun. Við þurfum að fá verulega launaleiðréttingu og það strax. Ég skammast mín fyrir launin mín Margrét Bergmann Tómasdóttir Kjarabarátta Þroskaþjálfar, segir Margrét Bergmann Tómasdóttir, hafa góða faglega menntun að baki. Höfundur starfar sem þroskaþjálfi við sérdeild Síðuskóla á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.