Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 17 SMÁRINN, tónleika- og kennsluhúsnæði Söngskólans í Reykjavík á Veghúsastíg 7, er meðal þeirra húsa sem ráð- gert var að rífa samkvæmt hugmyndum um uppbygg- ingu Skuggahverfisins sem nú hefur verið frestað. Að sögn Garðars Cortes, skólastjóra Söngskólans í Reykjavík, eru þrjú ár síðan Söngskólinn festi kaup á Smáranum en prentsmiðja var þar áður til húsa. Í kjöl- farið réðst skólinn í miklar framkvæmdir og endurbætur á húsinu og er þar nú tón- leikasalur ásamt 5 kennslu- stofum. Að sögn Garðars hvílir til- vist skólans á núverandi að- stöðu við Veghúsastíg og hef- ur hann ritað Borgar- skipulagi bréf vegna málsins. Ljóst er að mati Garðars að samsvarandi aðstaða þarf að koma í stað þeirrar sem hverfur ef Smárinn verður rifinn en ekki liggur ljóst fyr- ir hvort skólinn muni flytja eða hvort honum verði út- hlutað nýju byggingarsvæði á svipuðum slóðum. Réðust í endurbætur á lóð og húsi fyrir nokkrum árum Fleiri íbúar Skuggahverfis hafa ráðist í endurbætur á húsum sínum eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu. Helgi Valdimarsson býr á Hverfisgötu 57 en þar hefur hann verið búsettur ásamt eiginkonu sinni um fimm ára skeið. Í kjallara hússins sem er steinhús, byggt árið 1923, var Myndlista- og handíða- skólinn fyrst til húsa. Þau hjón réðust í endurbætur á húsi og lóð fyrir nokkrum ár- um og segir Helgi að það hafi verið gert með það að marki að þau yrðu þar um ókomna tíð. Að sögn Helga var íbúum Skuggahverfis m.a. tilkynnt um það á sínum tíma að leik- skólinn Lindarborg við Lind- argötu yrði fjarlægður og í hans stað myndi rísa annar leikskóli við Klapparstíg. Þá segir Helgi að sam- kvæmt hugmyndum sem íbú- um hafi verið kynntar á fundi sem haldinn var á Borgar- bókasafninu 3. apríl sl. hafi verið gert ráð fyrir því að ein- hver af gömlu timburhúsun- um í Skuggahverfi yrðu færð og þeim þjappað saman á horni Lindargötu og Klapp- arstígs. Í viðtali í Morgunblaðinu í gær ítrekaði Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri að hugmyndirnar væru í for- kynningu auk þess sem lengri tími yrði tekinn í að ákvarða deiliskipulagið á svæðinu milli Lindargötu og Hverfis- götu.                                                                                                  ! "   ! Smárinn meðal þeirra húsa sem áttu að fara Morgunblaðið/Sigurður Jökull Helgi Valdimarsson, íbúi á Hverfisgötu 57, ásamt Adda, sonarsyni sínum, fyrir framan nýuppgert húsið. Skuggahverfi Fjöldi uppgerðra húsa milli Lindargötu og Hverfisgötu Myndin til vinstri sýnir Skuggahverfið eins og það er núna en til hægri er deiliskipulagstillagan sem kynnt var fyrir íbúum hverfisins. Dökkblá hús eru þau einu sem áttu að standa. „MÉR finnst mjög gott að borgin skuli hafa ákveðið að bregðast við athugasemdum íbúa Skuggahverfis og fagna því að deiliskipulagi efri hluta svæðisins hafi verið frestað,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson sem á sæti í skipulags- og byggingar- nefnd Reykjavíkur fyrir hönd Sjálfstæðisflokks. Í gær var tilkynnt að ákvörð- unum um deiliskipulag á svæðinu frá Hverfisgötu að Lindargötu verði frestað um sinn vegna óánægju íbúa. Júlíus segir að þótt deili- skipulaginu hafi verið frest- að þýði það ekki að það þurfi að gera nýtt deili- skipulag af hverfinu „Það er nauðsynlegt að þétta byggð enn frekar á þessu svæði til að hverfið fái heildstæðari mynd og til að hægt verði að koma allri þjónustu fyrir á svæðinu,“ segir hann. „Nýja Skuggahverfið verður ekki eins og til var stofnað nema hverfið nái upp að Hverfis- götu og að allt þetta stóra svæði verði skipulagt sem ein heild,“ segir Júlíus Vífill. „Stígum varfærnis- lega til jarðar“ Hann telur að Skugga- hverfið verði glæsilegt hverfi og segir ljóst að margir bíði eftir íbúðum og vilji gjarnan búa í hverfinu. Þær gagnrýnisraddir hafa heyrst að þegar heilu hverf- in hafa verið rifin erlendis og ný byggð í staðinn hafi komið í ljós að það hafi ekki verið svo góður kostur. „Ég get ekki séð að við séum að tala um stórkostlegt menn- ingarlegt slys,“ segir Júlíus. „Við erum að stíga var- færnislega til jarðar og tök- um tillit til þeirrar byggðar sem er þarna allt í kring. Sjálfur er ég mikill hús- verndunarsinni og ég tel að miðborgin hafi sín sérkenni fyrst og fremst þar sem menn hafa náð að vernda mörg þau sögufrægu hús sem mönnum þykir vænt um í dag.“ Sjálfstæðismenn fagna frestun deiliskipulagsins „Nauðsynlegt að þétta byggð á svæðinu“ ÞEIR báru sig fagmann- lega, guttarnir þrír sem voru að leika sér á hné- bretti við Seltjarnarnesið á föstudaginn. Þetta voru bræðurnir Örn og Birkir Örn Arnarsynir, 12 og 15 ára, og vinur þeirra Berg- mann Magnús Andrésson, 15 ára. „Við erum búnir að vera hérna síðustu fimm daga og alltaf að leika okkur á hnébrettinu. Við komum labbandi með bátinn af Lindarbrautinni. Það er Steinberg bróðir sem á hann,“ sögðu þeir bræður þegar Morgunblaðið bar að garði. Bergmann var hins vegar að fá að prófa þetta í fyrsta skipti og virtist þó kunna á þessu góð skil. „Við erum líka með sjóskíði,“ sögðu þeir, að- spurðir um hvort hné- brettið væri tekið við af sjóskíðunum. Að lokum kváðust þeir félagar ætla að vera þarna í allt sumar, enda væri þetta ótrúlega gaman. Báturinn mætti þó vera kraftmeiri. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Á fleygiferð á hnjánum Seltjarnarnes Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Hér má sjá kappana, Örn, Bergmann Magnús og Birki Örn, slappa af eftir eina vel heppnaða ferðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.