Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 24
ERLENT 24 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ BLAÐAMAÐUR særðist í gær þegar pakkasprengja sprakk á heimili hans í Baska- héruðunum á Spáni. Að sögn lögreglu er talið að aðskilnað- arsamtök Baska, ETA, hafi staðið að sprengjutilræðinu. Blaðamaðurinn hafði áður fengið hótanir frá samtökun- um. Hann særðist á höndum og í andliti en var ekki í lífs- hættu. Sagði lögregla að hann hefði ekki grunað að sprengja væri í pakkanum, því á honum hefði verið merki tímarits sem hann sé áskrifandi að. Blaða- maðurinn hefur haft lífvörð undanfarna mánuði vegna hót- ananna sem honum hafa borist. Flestir blaðamenn sem starfa í Baskahéruðunum hafa sætt hótunum frá ETA und- anfarið ár. Í maí í fyrra var dálkahöfundur blaðsins El Mundo myrtur af samtökun- um. ETA, sem berjast fyrir sjálfstæði Baskahéraðanna á Spáni og í Frakklandi, hafa lýst því yfir að blaðamenn, sem ekki eru þeim að skapi, séu „leigupennar“ spænskra stjórnvalda. Tillaga um bann við farsímum GEORGE Pataki, ríkisstjóri í New York-ríki í Bandaríkjun- um, hefur lagt til að bannað verði með lögum að nota far- síma, sem ekki eru með hand- frjálsan búnað, um leið og bif- reið er ekið. Eru sams konar tillögur til athugunar í öðrum ríkjum Bandaríkjanna, á þeim forsendum að bílstjórar sem eru að tala í síma séu líklegri til að valda árekstri. Brot á þessum lögum myndi varða sekt allt að 100 dollur- um, eða um tíu þúsund krón- um. Annað brot innan eins og hálfs árs gæti kostað ökumann allt að 300 dollurum, eða 30 þúsund krónum. Símtöl til neyðarþjónustu yrðu undan- skilin. 2.000 hund- um lógað í Búkarest YFIRVÖLD í Búkarest, höf- uðborg Rúmeníu, hafa nú látið skjóta um tvö þúsund hunda samkvæmt áætlun sem gerð var þrátt fyrir andmæli dýraverndarsinna, að því er embættismenn borgarinnar greindu frá í gær. Hafist var handa 25. apríl sl. og er markmiðið að útrýma þeim 200 þúsund villihundum sem eru í borginni. Samkvæmt opinberum tölum urðu 22 þús- und borgarbúar fyrir því í fyrra að villihundar bitu þá. Traian Basescu, borgarstjóri Búkarest, áætlar að það muni taka um tvö ár að útrýma hundunum. Meðal þeirra dýra- verndarsinna sem hafa atyrt borgarstjórann harkalega fyrir útrýmingarherferðina er franska leikkonan Brigitte Bardot. Það sem af er þessu ári hafa sex þúsund borgarbúar orðið fyrir hundsbiti. STUTT ETA kennt um pakka- sprengju SHAUN Woodward er 42 ára þing- maður, margmilljónamæringur því konan hans er af Sainsbury-fjölskyld- unni, sem á samnefnda búðakeðju, sendir börnin sín í einkaskóla, hefur þjón og býr á herragarði í Oxford- skíri. En hann er ekki á lista Íhalds- flokksins nú eins og síðast, heldur á lista Verkamannaflokksins í St Hel- ens South, gömlum námubæ, þar sem Verkamannaflokkurinn hefur haft öruggt sæti svo lengi sem elstu menn muna. Sætið á listanum hlaut hann um helgina, eftir að stjórn Verka- mannaflokksins hafði tryggt honum sæti á prófkjörslista, þar sem vinsæll flokksmaður á staðnum var ekki með. Uppröðunin á prófkjörslistann og kjör Woodwards hafa vakið mikla reiði, því það þykir enn eitt dæmið um harða miðstýringu Verkamanna- flokksins. Almennt eru fjölmiðlar vakandi yf- ir kosningabaráttu flokksins og gagn- rýna hana mjög fyrir sviðsetningu og miðstýringu. Höfundur kosninga- sigursins 1992 Þótt kosningabaráttan sé á fullu eru framboðslistar flokkanna enn ekki tilbúnir alls staðar og St Helens er einn af þeim stöðum. Verkamannaflokkurinn hefur þann háttinn á að flokksstjórnin til- nefnir frambjóðendur á prófkjörs- lista, sem flokksmenn á hverjum stað greiða svo atkvæði um. Líkt og fyrir síðustu kosningar hafa tilnefningarn- ar verið harðlega gagnrýndar. Það vekur iðulega mikla gremju í kjördæmum þegar flokksstjórnin til- nefnir fólk, sem kemur utan að og hefur engin tengsl við kjördæmið. Þannig er í pottinn búið með Wood- wards. Hann sagði sig úr Íhalds- flokknum fyrir 18 mánuðum og gekk til liðs við Verkamannaflokkinn. Í St Helens var vinsæll borgar- ráðsmaður til margra ára ekki einu sinni settur á lista, heldur Woodward og þrír aðrir, sem ekki höfðu líkt því eins sterka stöðu og borgarráðsmað- urinn. Þegar kom að kosningunum um helgina sigraði Woodward með fjögurra atkvæða meirihluta, en að- eins um 200 flokksmenn af tæplega 500 meðlimum greiddu atkvæði. Reiðin bullaði í mörgum flokks- mönnum, þar sem Woodward var frammámaður í Íhaldsflokknum, sem undir stjórn Margaret Thatchers stóð fyrir því að loka námum í St Hel- ens á sínum tíma. Og Woodward var líka einn af þeim sem skipulagði vel heppnaða kosningabaráttu þáverandi flokks síns 1992, þegar Verkamanna- flokkurinn þótti svo sigurstrangleg- ur, en tapaði samt. Það er á mörgum að heyra að svo geti farið að Wood- ward fái óháðan mótframbjóðanda úr Verkamannaflokknum, svo hið örugga sæti Verkamannaflokksins í kjördæminu er ekki endilega gull- tryggt fyrir Woodward og flokks- stjórnina. Kosningabarátta á afturfótunum Reglunum um uppstillingu á lista var breytt enn frekar flokksstjórn- inni í vil í ársbyrjun. Það þýðir að þegar núverandi þingmaður ákveður að gefa ekki kost á sér aftur getur flokksstjórnin gripið inn í og í raun ráðið hverjir bjóða sig fram. Einn þingmaður Verkamannaflokksins hefur lýst því yfir að háttsettur flokksmaður hafi haft við sig sam- band nýlega og boðið sér sæti í lávarðadeildinni gegn því að hann segði af sér þingmennsku. Ætlunin var að koma einhverjum flokksgæð- ingi að í öruggt þingsæti. Nokkur dæmi eru einmitt um að eldri þing- menn hafi óvænt tilkynnt að þeir ætli að hætta og þá hafa útvaldir flokks- gæðingar komið í þeirra stað á fram- boðslistum fyrir tilstuðlan miðstjórn- ar flokksins. En þrátt fyrir, eða kannski vegna harðrar miðstýringar hlýtur Verka- mannaflokkurinn harkalega meðferð í breskum fjölmiðlum. Þar er óspart gert grín að því að fjölmiðlafólki, sem er boðið að vera með Tony Blair for- sætisráðherra á ferð, er ekki boðið að vera í sömu rútu og hann, heldur í meðfylgjandi rútu. Ljósmyndarar og sjónvarpsfólk fá ekki að vera í rút- unni, eingöngu skrifandi blaðamenn. Einn dagur í rútunni kostar hátt í hundrað þúsund íslenskar krónur, en það er reyndar ekkert einstakt, því hinir stóru flokkarnir tveir taka svip- að gjald fyrir. Og allar uppákomur í kringum Blair virðast sviðsettar út í ystu æsar. Í grein í Guardian í gær segir að Verkamannaflokkurinn virðist fastur í kosningabaráttunni 1997, því allt sé eins og þá. Gallinn sé bara sá að það eigi ekki lengur við. Nú séu aðrir tímar. En yfir öllu þessu gæti Peter Mandelson, sem tvívegis hefur orðið að segja af sér ráðherraembætti á kjörtímabilinu, skemmt sér. Hann var annar tveggja skipu- leggjenda kosningabaráttunnar 1997. Sá sem var með honum þá fer einn með stjórnina núna, Gordon Brown fjármálaráðherra. Blair sagðist um helgina enn hafa samband við sinn gamla vin og félaga, Mandelson, en það er til þess tekið að Mandelson og Brown tali helst ekki saman. Samband þeirra Blair og Brown er álitið stirt og í Guardian var ályktað að kosningabaráttu Blair væri í vaxandi mæli háð gegn óvin- inum Gordon Brown. Verkamannaflokkurinn gagn- rýndur fyrir miðstýringu London. Morgunblaðið. AP Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, á leið á kosningafund í kjördæmi sínu í Sedgefield. HÆSTIRÉTTUR Bandaríkjanna komst á mánudag að þeirri niður- stöðu að ekki væri réttlætanlegt að leyfa notkun maríjúana í lækninga- skyni. Dómarar réttarins kváðu upp samhljóða úrskurð um að samtök í borginni Oakland brytu í bága við alríkislög með því að dreifa marí- júana til notkunar í lækningaskyni, jafnvel þótt það væri heimilt sam- kvæmt lögum Kaliforníuríkis, þar sem Bandaríkjaþing hefði komist að þeirri niðurstöðu að maríjúana hefði ekki slíkt lækningagildi að réttlætanlegt væri að gera undan- tekningu á banni við sölu þess. Kannabisefni geta linað þjáning- ar fólks með sársaukafulla sjúk- dóma og íbúar Kaliforníu sam- þykktu í atkvæðagreiðslu árið 1996 að heimila notkun maríjúana í lækningaskyni. Síðan hafa svipuð lög verið samþykkt í atkvæða- greiðslum í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna en þingið í Wash- ington hefur heitið því að hrinda þeim. Úrskurður hæstaréttar á mánu- dag beinist ekki gegn sjálfum lög- unum sem heimila notkun kannab- isefna í lækningaskyni en gerir kleift að saksækja þá sem dreifa efnunum í þessum tilgangi. Dóm- arinn John Paul Stevens lét færa til bókar að hann teldi úrskurðinn ganga of langt, því rétt hefði verið að gera ráð fyrir undantekningum í einstaka tilfellum. Kevin Zeese, formaður samtak- anna Common Sense for Drug Pol- icy, sagði niðurstöðu hæstaréttar aðeins myndu verða til þess að auka enn á deilurnar um notkun kannab- isefna í lækningaskyni í Bandaríkj- unum. „Alríkisstjórnin mun eiga erfitt með framfylgja þessum úr- skurði,“ sagði Zeese í samtali við AFP-fréttastofuna. Frakkar að íhuga lögleyfingu í lækningaskyni Á sama tíma eru Frakkar að íhuga lögleyfingu kannabisefna í lækningaskyni. Bernard Kouchner, aðstoðarheilbrigðisráðherra Frakk- lands, tilkynnti á mánudag að ráðist yrði í umfangsmiklar rannsóknir til að meta áhrif efnanna fyrir dauð- vona eða sárþjáða sjúklinga. Þá voru settar reglur í Kanada í síðasta mánuði sem heimila fólki með lífshættulega eða afar sárs- aukafulla sjúkdóma að eiga og nota kannabisefni ef það getur sýnt fram á að efnin lini þjáningar þeirra. Notkun maríjú- ana í lækninga- skyni hafnað Washington. AFP, AP. MIKIL gleði ríkti í Japan í gær þeg- ar fréttist að Masako prinsessa, eig- inkona Naruhitos krónprins, væri barnshafandi. Á hún von á sér í lok nóvember eða byrjun desember nk. og verður þetta fyrsta barn hjónanna. „Ég er mjög glöð, sem japanskur borgari óska ég henni góðrar með- göngu,“ sagði Shizuko Okada, 67 ára húsmóðir í Tókýó, sem var að versla í gær. „Ég býst við að krón- prinsessan hafi þjáðst mikið vegna þess að hún hafði áður misst fóst- ur,“ bætti Okada við. Masako og krónprinsinn hafa verið í hjónabandi í nær átta ár. Prinsessan missti fóstur fyrir þrem- ur árumog var um kennt streitu vegna gífurlegrar fjölmiðlaumfjöll- unar um hvort farið væri að sjást að hún væri barnshafandi. Í síðasta mánuði var gefin út op- inber yfirlýsing þar sem óljóst var gefið í skyn að Masako væri með barni. Var beðið um að fjölmiðlar hefðu hemil á sér og hefur hingað til verið farið að þeim óskum. Ekki er vitað hvors kyns barnið er, en karlar hafa setið á valdastóli í Japan öldum saman og nú er rætt um að ekkert sé því til fyrirstöðu að keisaradrottning verði þjóðhöfð- ingi landsins. Sveinbarn hefur ekki fæðst í keisarafjölskyldunni í 35 ár. Í síðustu viku sagði forsætisráð- herra landsins að hann hefði sjálfur ekkert á móti því að keisaraynja tæki við völdum. En það voru ekki allir þeirrar skoðunar að það væri fréttnæmt að krónprinsessan ætti von á sér. „Ég bara óska henni til hamingju sem manneskju, en ekki vegna þess að hún tilheyrir keisarafjölskyldunni,“ sagði Yoshihisa Shibano, 28 ára tölvuverkfræðingur í Tókýó. Þungun prinsessu fagnað í Japan Tókýó. AFP. Reuters Naruhito krónprins og Masako krónprinsessa í Japan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.