Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 52
KVIKMYNDAIÐNAÐINUM og
stjörnufansinum sem honum tilheyrir
hefur ætíð fylgt mikill glaumur og
gleði. Í augum margra í bransanum
er hátíð á stærð við þá sem haldin er í
Cannes hálfgerð árshátíð og þegar
stjörnurnar klæða sig upp í sitt fín-
asta púss þá er sko mikið um dýrðir.
Vitanlega nota margir þetta einstaka
tækifæri til þess að bregða upp veislu
því fátt þykir fínna en að hafa haldið
glæsta veislu sneisafulla af frægu og
efnuðu fólki.
Á hverju einasta kvöldi á meðan
hátíðin stendur geta hátíðargestir,
a.m.k. þeir sem eru í innsta hring, val-
ið úr glæsiveislum sem haldnar eru,
hverri annarri flottari. Kvikmynda-
verin stóru leggja mikið undir að
veislan þeirra sé aðalsamkomustað-
urinn viðkomandi kvöld og eru gestir
laðaðir að með loforðum um að gnægð
verði af veigum og frægu fólki á
staðnum. Samkvæmisleikur þessi er
orðinn svo sjálfsagður fylgifiskur
þessarar virðulegu kvikmyndahátíðar
að eitt fagblaðanna, sem dreifa dag-
lega sérútgáfu um hátíðina, hefur tek-
ið sig til og dæmir veislurnar út frá
skemmtiatriðum, hversu vel var veitt
og hversu marga stjörnuna var að
finna og einkunnagjöfin er ekki í
stjörnum, eins og vant er, heldur
Martini-glösum! Að sjálfsögðu.
Það er mál manna að Hugh Hefner,
gamli Playboy-kóngurinn síungi, hafi
stolið senunni í ár. Hann gerði sér
nefnilega lítið fyrir og mætti á staðinn
á stærðarinnar snekkju sem liggur
rétt fyrir utan Cannes. Þar sló hann
upp veislu veislanna til að fagna 75
ára afmæli sínu. Fyrr um daginn tók
hans sig til og mætti í bandaríska
kynningartjaldið og hélt þar óform-
legan blaðamannafund. Karlinn var
að sjálfsögðu umvafinn ungum og
barmastórum kanínum, þessum einu
sönnu sem hann gerði heimsfrægar
með útgáfu tímarits síns. Hefner var
brattur að venju og sagðist vera
manna lánsamastur, „í félagsskap
ungfrú september, október og nóv-
ember. Býsna gott haust,“ bætti hann
við! Því næst tilkynnti hann af sinni
einskæru hógværð að hann myndi
halda veislu ársins á snekkju sinni.
Færri komust að en vildu í um-
rædda veislu og segir sagan að sumir
hafi lagt sig æði mikið fram við að
komast um borð, án þess að hafa átt
erindi sem erfiði.
Kvikmyndahátíðin í Cannes þykir kjörinn vettvangur fyrir veisluhöld
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
„Ég er umvafinn kvenfólki, það get ég svarið ...“
Afmælis-
boð
kanínu-
kóngsins
Cannes. Morgunblaðið.
FÓLK Í FRÉTTUM
52 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnt í Gamla bíói
(í húsi Íslensku óperunnar)
Miðasala í síma 511 4200
og á Netinu - www.midavefur.is
Hópar: Hafið samband í síma 511 7060.
Fös. 18. maí kl. 20:00 - uppselt
Lau. 19. maí kl. 22:00 - nokkur sæti laus
Mið. 23. maí kl. 20:00 - uppselt
Lau. 26. maí kl. 20:00 - nokkur sæti laus
! "
#
#
!""
###
Í HLAÐVARPANUM
EVA - bersögull sjálfsvarnareinleikur
29. sýn. fim. 17.5 kl. 21 örfá sæti laus
30. sýn. mið. 23. maí kl. 21.00
31. sýn. fös. 25. maí kl. 21.00
Föstudaginn 18. maí kl. 23.00
Tónleikar með meiru: Felicidae
Ósóttar pantanir seldar samdægurs.
$%&&'&((&))*"))
+,###
552 3000
opið 12-18 virka daga
SNIGLAVEISLAN KL. 20
lau 19/5 örfá sæti laus
fim 24/5 nokkur sæti laus
Sýningargestum er boðið upp
á snigla fyrir sýningu.
Sýningum lýkur í júní.
Á SAMA TÍMA SÍÐAR KL. 20
fös 18/5 nokkur sæti laus
lau 26/5 nokkur sæti laus
SJEIKSPÍR EING OG
HANN LEGGUR SIG
fös 25/5 kl. 23 MIÐNÆT. AUKASÝN.
Síðasta sýning.
530 3030
Opið 12-18 virka daga
Hádegisleikhús kl. 12
RÚM FYRIR EINN
Frums. þri 22/5 UPPSELT
mið 23/5 UPPSELT
fös 25/5, mið 30/5, fim 31/5, fös 1/6
FEÐGAR Á FERÐ KL. 20
ATH. Takmarkaður sýningarfjöldi!
mið 16/5 UPPSELT
fös 18/5 UPPSELT
lau 19/5 örfá sæti laus
sun 20/5 nokkur sæti laus
fös 25/5 örfá sæti laus
sun 27/5 nokkur sæti laus
Á sýningardögum er miðasalan opin fram að
sýningu og um helgar er hún opnuð í viðkom-
andi leikhúsi kl. 16 ef sýning er um kvöldið.
Hópasala er í síma 530 3042 frá kl. 10-16
virka daga.
midasala@leik.is — www.leik.is
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
Stóra sviðið kl. 20.00:
-%./''&0&&&.12345$
3
$!% &'()6+
7
() 7 &
#() 7
*() 7 &#()6+
7
(' 7('6+
&#('
8913&9:$(2$19$91/99$
; <1<= # .
, "() 7() 7*<) )"" ()
7
)() 7! <) )""
'()
7 #() 7(' 7
< 6+
7(' 7 (' 7 *('6+
7)(' 7 '(' 7
('6+
#('6+
*('
7
('
('
='>$?9@55/2$99
&
()*6+
7
*()*6+
&
A!
###
B
+ "
7
6
+CA
D7
C!"
SKÁLDANÓTT e. Hallgrím Helgason
Lau 19. maí kl. 19 – NOKKUR SÆTI
ALLRA SÍÐASTA SÝNING
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney
Þri 22. maí kl. 20-FORSÝNING-Miðinn kr. 1000
Mið 23. maí kl. 20–FORSÝNING- ÖRFÁ SÆTI
Fim 24. maí kl. 20–FRUMSÝNING-ÖRFÁ SÆT
Fös 25. maí kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Lau 26. maí kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Fös 1. júní kl. 20 – NOKKUR SÆTI
Lau 2. júní kl. 20 – NOKKUR SÆTI
Valsýning
KONTRABASSINN e. Patrick Süskind
Fös 18. maí kl. 20
SÍÐASTA SÝNING Í VOR
PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler
Í KVÖLD: Mið 16. maí kl. 20 – UPPSELT
Fim 17. maí kl. 20 - UPPSELT
Fös 18. maí kl. 20 - UPPSELT
Lau 19. maí kl. 19 - UPPSELT
Lau 19. maí kl. 22 - UPPSELT
Sun 20. maí kl. 19 – UPPSELT
Þri 22. maí kl. 20 – UPPSELT
Mið 23. maí kl. 20 - UPPSELT
Fim 24. maí kl. 20 - UPPSELT
Fös 25. maí kl. 20 - UPPSELT
Lau 26. maí kl. 19 - UPPSELT
Lau 26. maí kl. 22 - UPPSELT
Sun 27. maí kl. 19 – UPPSELT
Þri 29. maí kl. 20 – AUKASÝNING
Mið 30. maí kl. 20 – ÖRFÁ SÆTI
Fim 31. maí kl. 20 – ÖRFÁ SÆTI
Fös 1. júní kl. 20 - UPPSELT
Fös 1. júní kl. 23 - NOKKUR SÆTI
Lau 2. júní kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI
Lau 2. júní kl. 22 - NOKKUR SÆTI
Mán 4. júní kl. 19 - NOKKUR SÆTI
Fim 7. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Fös 8. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Lau 9. júní kl. 19 - NOKKUR SÆTI
Lau 9. júní kl. 22 - NOKKUR SÆTI
Sun 10. júní kl. 19 - NOKKUR SÆTI
Fim 14. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Fös 15. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Lau 16. júní kl. 19 - NOKKUR SÆTI
Lau 16. júní kl. 22 - NOKKUR SÆTI
Þri 19. júní kl. 20 - Á STÓRA SVIÐI
Sýnt á Stóra sviði í tilefni 19. júní, eftir
sýningu flytur Ragnheiður Eiríksdóttir,
hjúkrunarfræðingur og kynlífspistla-
höfundur, erindi tengt Píkusögum.
ATH. ekki er hleypt inn í salinn eftir að
sýningin hefst
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Stóra svið
Litla svið
3. hæðin
1. júní - Kl. 21.00
Nordic Voices við miðnætursól
Norski sönghópurinn Nordic
voices flytur kórverk eftir Purcell,
Schütz, Reger, Messiaen o.fl.
4. júní - Kl. 20.00
Lokatónleikar Kirkjulistahátíðar
„Frá Tallin til Vancouver“
Mótettukór Hallgrímskirkju flytur
mótettur eftir Pärt, Rautavaara,
Jennefeldt, Nysted, Barber o.fl.
Stjórnandi: Hörður Áskelsson.
MIðasala í Hallgrímskirkju frá kl. 13-18 alla daga. Sími 510 1000
27. maí - Kl. 20.00
Jósúa, óratóría eftir Händel
Dramatísk óratóría um fall múranna í Jeríkó
í flutningi fremstu listamanna:
Nancy Argenta, sópran,
Matthew White, kontratenór,
Gunnar Guðbjörnsson, tenór,
Magnús Baldvinsson, bassi,
Schola cantorum,
Barokkhljómsveit.
Stjórnandi: Hörður Áskelsson.
29. maí - Kl. 20.30
Das Orchester Damals und Heute frá Köln
Verk eftir Vivaldi, Telemann, Händel,
Poulenc, Hovhaness og Pärt
leikin á gömul og ný hljóðfæri.
Einleikarar: James David Christie, orgel,
Ilya Korol, barokkfiðla, Patrick Henrich,
trompet.
Stjórnandi: Michael Willens.
31. maí - Kl. 20.00
Orgeltónleikar Gillian Weir frá Bretlandi
Einn fremsti orgelleikari Breta leikur verk
eftir Jongen, Reger, Duruflé o.fl.
24. maí - 4. júní
ÞAÐ er jafnan mikið hjartans mál
fyrir áhugamenn um kvikmyndahá-
tíðina í Cannes hverjir skipa hina
valdamiklu dómnefnd sem hefur það
vandasama verk með höndum að
velja myndina sem hlýtur Gullpálm-
ann. Frægt er orðið að Jodie Foster,
sem valin hafði verið til að gegna for-
mennsku í dómnefndinni, varð að af-
þakka boðið vegna anna. Hennar í
stað var valin önnur og ekkert síður
virt kona í kvikmyndaheiminum,
norska leikkonan, kvikmyndagerð-
armaðurinn og sendiherra UNICEF
Liv Ullman. Skoðanir eru skiptar um
skipun hennar í formannssætið.
Sumir gleðjast yfir því að evrópsk
kona skuli hljóta heiðurinn en aðrir
lýsa áhyggjum sínum af því að Ull-
man sé hliðholl þungum og leiðinleg-
um, allt að því tilgerðarlegum, evr-
ópskum kvikmyndum sem eingöngu
höfði til menntafólks. Ullman sagðist
á blaðamannafundi sjálf hafa áttað
sig á þeim áhyggjum og áréttaði að
þær væru ástæðulausar, hún hefði
fyrst og fremst áhuga á myndum
sem væru einlægar og sannar,
myndum sem hreyfðu við tilfinning-
um hennar. Hún settist í dómara-
sætið fyrst og fremst sem kvik-
myndaunnandi en ekki fagmaður.
Þótt formaðurinn gegni lykilhlut-
verkinu og geti ráðið úrslitum ef val-
ið stendur t.a.m. milli tveggja mynda
skiptir ekki síður máli hverjir skipa
hina tíu manna dómnefnd með henni.
Af þeim eru fjórir heimamenn; leik-
konurnar ungu Charlotte Gains-
bourg og Sandrine Kiberlain, kvik-
myndagerðarmaðurinn Mathieu
Kassovitz (La Haine) og fjölmiðla-
maðurinn og menntamaðurinn kunni
Philippe Labro. Auk þeirra eru í
dómnefnd ítalski leik-
stjórinn Mimmo Calo-
presti, breska leikkonan
Julia Ormond, banda-
ríski leikstjórinn Terry
Gilliam og Moufida
Tlatli, leikstýra frá Tún-
is.
Ullman segist vera
sérlega stolt af því að
formennskan skuli hafa
verið falin konu í fyrstu
keppni nýrrar aldar og
hún muni axla þá ábyrgð
af alvöru en gleyma þó
ekki að njóta reynslunn-
ar. Hún áréttar að myndir þurfi ekki
alltaf að höfða til gáfumanna til að
vera góðar, góð mynd sé ekki alltaf
það sama og gáfuleg mynd: „Ég hef
aldrei reynt að skilja kvikmyndir
heldur upplifa þær. Ég læt þessi orð
falla því ég veit að margir hræðast að
ég sé alltof mikil gáfumanneskja og
muni einungis leita eftir myrkum og
niðurdregnum listrænum myndum,
helst frá Svíþjóð.“ Hún bætir við á
léttum nótum að menn þurfi náttúr-
lega ekkert að óttast þar sem engar
sænskar myndir séu í aðalkeppninni.
Ullman segir dómefndina ekki
ætla að lýsa yfir: „Þetta er besta
myndin!“ Miklu frekar muni hún
leggja sig fram um að finna mynd
sem hefur eitthvað mikilvægt fram
að færa, sýnir glöggt handbragð
hæfileikafólks og er ríkulega gædd
tilfinningum sem snerta áhorfendur;
mynd sem rennur þeim seint úr
minni.
Liv er
í lykil-
hlutverki
Formaður dómnefndar hefur valdið.
Cannes. Morgunblaðið.
Dómnefndin í aðalkeppninni í Cannes er skipuð einvala liði
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
DILBERT
mbl.is