Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 31 kum hins u. Hver fur mætt m verður inn aug- a lækkað um, þrátt duldar ið færðar taröryggi stóraukið da verið r var svo na hana r einstak- tna. Unn- un á sín- mkeppnis- ð og var st við um amkeppn- gur hluti að ganga hinn bóg- amkeppn- ólagi og nnubrögð- enn hafa neytt afls- verið við- því atferli við þessu hafi ver- þjóðlegrar og frjáls u. Íslend- niðurstöð- rslunni. Á t upp um pi þeirra sem við- emi öll sé st. Hann ustu fimm r Íslend- m það sem nágranna- hyglisvert að öflug- bandsins, Þýskaland og Frakkland, færast niður í einkunnagjöfinni og þar versnar samkeppnisstaðan meðan hún batnar á Íslandi. Ég á ekki von á að þeir sem tekið hafa vírus- inn leggi mikið upp úr því, enda sýnast þeir ekki mjög veikir fyrir staðreyndum.“ Skattalækkanir vegna skyn- samlegrar stjórnunar Að sögn Davíðs hefur íslenska hagkerfinu fleygt ótrúlega fram á síðustu tíu árum, samkeppnisað- stæður séu nú líkar því sem aðrar þjóðir búi við. „Framundan eru miklar orkuframkvæmdir vegna nýs álvers á Reyðarfirði og vegna stækkunar Norðuráls. Einkavæð- ing ríkisbankanna og Landssímans kemur til framkvæmda innan skamms og hefur þá ríkisvaldið al- farið dregið sig út úr rekstri í þessum mikilvægu atvinnugrein- um. Mikill vöxtur hefur verið í ferðaiðnaði og hugbúnaðariðnaður og líftækni standa mjög framar- lega hér á landi og ber það vott um framsækið og djarft atvinnulíf. Við þetta bætist að vegna aðhalds og skynsamlegrar stjórnunar rík- isfjármála er nú að myndast svig- rúm til myndarlegra skattalækk- ana, bæði á fyrirtæki og ein- staklinga. Allt þetta og að því viðbættu að þjóðin er vel menntuð og harðdugleg gefur fullt tilefni til þess að við séum bjartsýn. Bjart- sýni sem á raunsæi er byggð er aflvaki allra framfara og án henn- ar koðnar öll heillavænleg athafna- semi. Ég tel að þótt óþarfi sé að brýna þennan ágæta hóp athafnamanna og -kvenna sem hér er til dáða, sé gott að hafa þessi sannindi ofarlega í sinni þá við öxlum þá ábyrgð sem í störfum okkar allra er fólgin,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra að lok- um. Finnur Geirsson var endurkjör- inn formaður Samtaka atvinnulífs- ins á fundi samtakanna í gær. Hann sagði í ræðu sinni á opinni dagskrá aðalfundarins í gær að Samtök atvinnulífsins telji það mikilvægt forgangsatriði nú um stundir að ráðist verði í umfangs- miklar skattabreytingar, sem hafi það að markmiði að bæta sam- keppnishæfni íslensks atvinnulífs og efla þar með trú manna á fram- tíðarmöguleikum þess. Til að leggja áherslu á þetta hafi sam- tökin látið vinna ítarlega úttekt og tillögur í skattamálum. Beri þar fyrst að nefna lækkað tekjuskatts- hlutfall, en gerð sé tillaga um að það verði fært niður í 15%. Jafn- framt sé þung áhersla lögð á af- nám eignarskatta og stimpilgjalda. Upplýst umræða um kosti og galla ESB-aðildar Fram kom í máli Finns að Sam- tök atvinnulífsins legðu áherslu á að efla þyrfti samskiptin við ein- stök núverandi og verðandi aðild- arríki ESB, í því skyni að stuðla að áframhaldandi virkni samnings- ins. „Þó telja Samtök atvinnulífs- ins mikilvægt að stuðla að upp- lýstri umræðu um kosti og galla ESB-aðildar og að stjórnvöld og hagsmunasamtök hefjist handa við skilgreiningu samningsmarkmiða Íslands vegna hugsanlegrar aðild- arumsóknar að ESB. Í þessu sambandi liggur fyrir að það er spurningin um hvaða stefnu ESB tekur í sjávarútvegsmálum sem mun skipta hvað mestu máli, en ljóst er að íslenskur sjávarútvegur gæti ekki unað við þá stefnu sem nú ríkir þar á bæ.“ Finnur sagði að það sé þó sér- staklega spurningin um stjórn peningamála sem sé umhugsunar- efni út frá samkeppnisforsendum íslensks atvinnulífs. Fyrirkomulag sem tryggir var- anlega stöðugt gengi gagnvart helstu viðskiptalöndum sagði Finnur að næðist vart nema með tengingu við myntsvæði. Ekki beri því að útiloka að Ísland muni í framtíðinni gefast kostur á aðild að Evrópska myntsamstarfinu. Þá sagði hann að Samtök atvinnulífs- ins telji að á næstunni beri að skoða kosti og galla myntsam- starfs eða tengingu við annað myntsvæði. Lágir skattar grundvöllur „írsku leiðarinnar“ Turlough O’Sullivan, fram- kvæmdastjóri samtaka atvinnulífs- ins á Írlandi, sagði á fundi Sam- taka atvinnulífsins frá hinni svokölluðu „írsku leið.“ Hann greindi frá því hvernig aðilum vinnumarkaðarins og stjórnvöld- um hafi í sameiningu tekist með þjóðarsátt að snúa þeirri þróun við sem verið hafi í landinu í lok níunda áratugarins. Síðan þá hafi dregið verulega úr atvinnu- leysi, þjóðarframleiðsla hafi aukist og dregið hafi úr skuld- um hins opinbera. Grundvöllur þeirra breytinga sem orðið hafi í írsku efnahagslífi séu lágir skattar á atvinnulífið, sem hafi laðað að erlenda fjárfesta, hátt menntunar- stig þjóðarinnar og aðild landsins að Evrópusambandinu. Öllum erf- iðleikum hafi ekki verið rutt úr vegi þótt mikið hafi breyst. Til að mynda sé mikill húsnæðisvandi í landinu, samgöngukerfið taki ekki við aukinni umferð auk þess sem innra stjórnkerfið sé seinvirkt. Hann sagði þó að þeir erfiðleik- ar sem nú steðjuðu að þjóðinni væru frekar erfiðleikar í kjölfar aukinnar hagsældar, sem betra væri að fást við en þeir erfiðleikar sem þjóðin hafi glímt við áður. attalækkanir á fundi Samtaka atvinnulífsins ð mynd- yndarleg- ækkanir Morgunblaðið/Sigurður Jökull ur Geirsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir að samtökin leggi til að tekju- skattshlutfall fyrirtækja verði lækkað í 15%. fa að att- ra- r. a at- um- mik- ir. Forgangsatriði að ráðist verði í skatta- breytingar SVONEFND RéttindaskráEvrópusambandsins tek-ur íslensku stjórnar-skránni fram hvað varðar réttindi fólks til persónuverndar í ljósi læknis- og líffræði, að mati Vilhjálms Árnasonar, prófessors í heimspeki við Háskóla Íslands. Nefnir Vilhjálmur að í stjórnar- skránni íslensku séu ekki ákvæði um persónuvernd með tilliti til líf- tækni sérstaklega. Réttindaskrá Evrópusambands- ins, sem ekki er lagalega bindandi plagg, var kynnt á fundi í Háskóla Íslands á mánudag. Hún var sam- þykkt á fundi leiðtoga Evrópu- sambandsins (ESB) í desember sl. Daniel Tarschys, fyrrverandi framkvæmdastjóri Evrópuráðs- ins, hélt fyrirlestur um skrána og tilurð hennar. Hann er nú prófess- or í stjórnmálafræði í Svíþjóð, og var fulltrúi Svía í starfshópnum sem skrifaði Réttindaskrána. Meiri réttindi Að loknum fyrirlestri Tarschys voru pallborðsumræður um Rétt- indaskrána og meðal annars rætt um hugsanlegar skírskotanir hennar til Íslands og samanburð á henni við íslenskt samhengi. Auk Vilhjálms tóku þátt í umræðunum Björg Thorarensen lögfræðingur, Ragnar Aðalsteinsson lögfræðing- ur og Herdís Þorgeirsdóttir stjórnmálafræðingur. Í framhaldi af orðum Vilhjálms um samanburð á íslensku stjórn- arskránni og Réttindaskrá ESB benti Björg á að auk þess sem Réttindaskráin væri ekki lagalega bindandi væru engin úrræði til að fylgja eftir því sem kveðið væri á um í henni. Engu að síður hlytu ákvæðin að verða með í um- ræðunni í Evrópu um að hverju þyrfti að stefna í framtíðinni. Björg sagði að ekki léki vafi á því, að Réttindaskráin kveði á um meiri réttindi en nokkurt annað sambærilegt skjal um mannrétt- indi á alþjóðlegum vettvangi. Í kynningarplaggi sem dreift var á fundinum í Háskóla Íslands á mánudaginn segir m.a. að ákvörðun um stöðu Réttinda- skrárinnar verði tekin eftir þrjú ár. Í bæklingnum segir ennfremur að skráin eigi að skilgreina „þau grundvallarréttindi sem allir borgarar ESB eiga ófrávíkjanleg- an rétt á“. Í óopinberri íslenskri þýðingu á skránni eru sjö kaflar er fjalla um reisn, frelsi, jafnrétti, samstöðu, borgaraleg réttindi, réttlæti og almenn ákvæði. Sameiginleg gildi Tarschys tók fram í fyrirlestri sínum að þótt skráin væri ekki lagalega bindandi mætti telja víst að hún hefði áhrif. „Ég held að það sé augljóst, ef maður athugar Evrópuverkefnið til langs tíma litið, að hin sameig- inlegu, [evrópsku] gildi eru með tímanum orðin að mikilvægu at- riði. Hvort sem Réttindaskráin verður lagalega bindandi, eða verður áfram yfirlýsing verður hún mjög mikilvæg og mun hafa áhrif. Vísað verður til hennar í pólitískum umræðum, í dómsmál- um og ég er viss um að [Evr- ópudómstóllinn] í Lúxemborg mun fara að taka tillit til hennar. Hún verður það viðmið sem tekið verður tillit til við framtíðarþróun Evrópusambandsins. Skráin mun því hafa áhrif.“ Tarschys rakti ennfremur helstu þættina í tilurð Réttinda- skrárinnar og forsendur hennar í evrópskri sögu. „Í dag hugsum við um Evrópu- verkefnið – sameiningu Evrópu – sem friðarverkefni. Það byggist á þrem grundvallaratriðum. Í fyrsta lagi allt það sem gert er í nafni ör- yggis. Í öðru lagi efnahagssam- starf, sem einnig stuðlar að friði. Í þriðja lagi er um að ræða það verkefni að auka veg sameigin- legra gilda, sameiginlegra grund- vallarreglna, sameiginlegra hug- mynda um hvað er rétt – sam- eiginlegra siðferðisreglna. Þetta hefur frá upphafi verið mjög stór hluti af Evrópuverkefninu, sem hófst eftir heimsstyrjöldina síð- ari.“ Ákæruréttur einstaklinga Tarschys sagði að ef til vill mætti segja að þessi þróun hafi helst orðið innan Evrópuráðsins, en Evrópusambandið hafi tekið þetta verkefni að sér af miklum krafti. „Í kjölfar stríðsins var sú sann- færing sterk í Evrópu að virðingu fyrir mannréttindum, sem höfðu verið fótum troðin í stríðinu, yrði að endurreisa. Þetta var auðvitað markmiðið með mannréttindayfir- lýsingu Sameinuðu þjóðanna 1948. Í Evrópu var gengið lengra og komið á lagalega bindandi mann- réttindayfirlýsingu. Þar að auki var komið upp stjórntækjum sem nota mátti til að tryggja réttindi í raun. Í fyrsta lagi mannréttinda- ráð og mannréttindadómstól, sem seinna voru sameinuð.“ En ekki sé síður mikilvægur ákæruréttur einstaklinga, sem ríkjum hafi til að byrja með ekki verið skylt að tryggja, en seinna hafi hann verið samþykkt af öllum aðildarríkjum. „Þessi réttur þýðir í raun að einstaklingar geta kært sitt eigið land, og lagt fram erindi við [Mannréttindadómstól Evrópu] í Strassborg. Íbúar ESB-landanna notfæra sér þennan rétt meira og meira. Á fyrstu tuttugu til þrjátíu árunum gerðist ekki margt, en á undanförnum tveim áratugum hafa sífellt fleiri Evrópubúar fengið að vita um þennan mögu- leika, og sífellt fleiri notfæra sér hann. Það voru um þúsund ákær- ur árið 1990, tíu þúsund ákærur í fyrra, og mér skilst að í ár stefni í að þær verði tólf þúsund.“ Meira verði um framkvæmdir Tarschys sagði að í hinum upp- haflega Rómarsáttmála Evrópu- sambandsins hafi ekki mikið verið fjallað um mannréttindi. „Efnahagsbandalag Evrópu, eins og þetta hét í upphafi, var fyrst og fremst sáttmáli um efna- hagsmál. Þó var kveðið á um ferðafrelsi. En það var ekkert ákvæði beinlínis um mannréttindi. En áhuginn á þessu máli fór vax- andi, og varð helst vart í sam- skiptum Evrópulandanna við ríki í öðrum heimshlutum, Afríku og Suður-Ameríku og Asíu. Í samn- ingum sem Evrópuríki gerðu við önnur lönd var skýrt kveðið á um að lýðræði væri skilyrði fyrir ágóða af samningum.“ Í tilkynningu sem Chris Patten, yfirmaður utanríkismála hjá Evr- ópusambandinu, hafi sent frá sér nýlega hafi komið fram sú skoðun, að sambandið hafi ekki notfært sér þessi ákvæði nógu mikið til að fylgja eftir gæslu mannréttinda. Utanríkisráðherrar ESB-ríkjanna ræddu þetta nýverið á fundi og voru sammála Patten um að í framtíðinni yrði meira um fram- kvæmdir í þessum efnum. Lög eða pólitísk yfirlýsing? Réttindaskrá Evrópusambands- ins var samþykkt á leiðtogafundi ESB í Nice í desember sl. Hún var samin á ráðstefnu 52 aðila frá ESB-ríkjunum. Hugmyndin var sú að þar væru saman komnir fulltrúar allra pólitískra sjónar- miða í Evrópu. En frá upphafi var óljóst hvort yfirlýsingin myndi hafa lagalegt gildi eða verða ein- ungis pólitísk yfirlýsing. „Þetta olli vandræðum,“ sagði Tarschys. „Formaður ráðstefnunnar [þar sem yfirlýsingin var samin], Þjóð- verjinn Roman Herzog, lagði til þá lausn að skrifuð yrði yfirlýsing sem hægt yrði að gera síðarmeir að lögum. Það reyndist þó erfitt að skrifa texta sem maður vissi ekki hvort yrði lagatexti eða póli- tísk yfirlýsing. Pólitískur texti þarf að vera afdráttarlaus, skarp- ur og hnitmiðaður. Lagalegur texti þarf oft að vera langur og nákvæmur, því taka þarf tillit til undantekninga, tiltekinna að- stæðna og þess háttar.“ Tarschys sagði að þótt þetta hafi valdið miklum vanda á ráð- stefnunni hafi niðurstaðan orðið sú, að velja stutta og hnitmiðaða textann í skrána, en taka fram í lokin að það væru ýmsar aðstæður sem krefðust þess að undantekn- ingar væru gerðar. Tekur íslensku stjórnarskránni fram að sumu leyti Morgunblaðið/Golli Björg Thorarensen lögfræðingur, Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttar- lögmaður og Herdís Þorgeirsdóttir stjórnmálafræðingur voru meðal þeirra sem tóku þátt í pallborðsumræðum á málþingi Háskólans. Réttindaskrá Evrópu- sambandsins, sem ný- lega var lögð fram, er ekki lagalega bindandi texti. En það var mál flestra á kynningar- fundi um skrána, er haldinn var á Íslandi nýverið, að hún sé engu að síður mikilvægt plagg sem muni geta haft áhrif á lög og dómsúrskurði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.