Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAMKEPPNISSTOFNUN skilaði landbúnaðarráðherra í gær niður- stöðum umbeðinnar rannsóknar á verðmyndun á nokkrum tegundum innflutts grænmetis í mars sl. Rann- sóknin tók annars vegar til tímabils- ins 1. til 15. mars og hins vegar 16. til 31. mars eftir að tollur var lagður á innflutningsverð grænmetisins. Helstu niðurstöður eru m.a. þær að dagleg álagning á grænmeti í smásölu sveiflaðist frá því að vera -65% á rauðri papriku til þess að vera 167% á tómötum. Að mati Samkeppnisstofn- unar sýnir rannsóknin að sú hækkun sem varð á smásöluverði ýmissa grænmetistegunda í seinni hluta mánaðarins stafaði að langmestu leyti af hækkun innflutningsverðs og álagningu tolla. Dæmi eru um að toll- urinn hafi hækkað smásöluverð um allt að 180 kr. Í skýrslu stofnunar- innar eru heildsölufyrirtækin og verslanirnar ekki nefndar á nafn þar sem stofnunin telur að um viðskipta- leyndarmál fyrirtækjanna sé að ræða. Landbúnaðarráðherra óskaði eftir því 30. mars sl. að Samkeppnisstofn- un kannaði verðmyndun á innfluttri papriku, tómötum, agúrkum, jökla- salati og öðru salati. Rannsóknin fór fram með þeim hætti að leitað var eft- ir upplýsingum um verðmyndun frá þremur innflytjendum á þessu sviði, þ.e. Ávaxtahúsinu, Banönum/Ágæti og Mötu, og frá smásöluverslunum innan eftirtalinna verslanakeðja: Bónus, Hagkaup, Nýkaup, 10–11, Nóatún, 11–11, Kaupfélag Árnesinga, Krónan, Nettó og Fjarðarkaup. Leitað var eftir upplýsingum um verðmyndun í hverri sendingu til heildsala á viðkomandi tegundum og daglegri verðmyndun hjá verslunum. Í ljós kom að á athugunartíma- bilinu voru agúrkur almennt ekki fluttar inn og Samkeppnisstofnun fékk takmarkaðar upplýsingar um verðmyndun á öðru salati en jöklasal- ati. Þessar tegundir voru því ekki með í athuguninni. Eins og undanfarin ár varð sú breyting á tollmeðferð innflutts grænmetis hinn 16. mars sl. að árs- tíðabundnir tollar komu til fram- kvæmda. Á papriku og jöklasalat var lagður 30% verðtollur en á tómata 7,5% verðtollur og 50 kr. magntollur á hvert kíló. Samkeppnisstofnun segir þessa staðreynd endurspeglast í nið- urstöðum athugunarinnar en í sum- um tilvikum þó með nokkurra daga tímatöf. Áhrif tolla endurspeglist því ekki að fullu í meðalverðlagi í síðari hluta marsmánaðar. Ýmsir fyrirvarar gerðir Samkeppnisstofnun gerir ýmsa fyrirvara við rannsóknina og niður- stöður hennar. Taka þurfi tillit til þess m.a. að innkaupsverð á innfluttu grænmeti ráðist af verði á erlendum uppboðsmörkuðum, til skamms tíma geti innkaupsverð sveiflast mjög mik- ið og algengt sé að innflytjendur kaupi inn sömu tegundir af grænmeti frá fleiri en einu upprunalandi. Þá bendir Samkeppnisstofnun á að grænmeti sé flutt til landsins ýmist með skipum eða flugvélum og það geti haft mikil áhrif á kostnaðarverð- ið. Vegna mismunandi skilgreiningar innflytjenda á magntengdum kostn- aði og álagningu telur Samkeppnis- stofnun líklegt að álagning innflutn- ingsfyrirtækja sé að öllu leyti ekki samanburðarhæf. Þá sé smásölu- álagningu ætlað að standa undir kostnaðarlið eins og rýrnun. Upplýs- ingar frá verslunum bendi til þess að rýrnunin geti verið 10–15% af inn- kaupsverði. Loks bendir stofnunin á að þar sem rannsóknin nái yfir stutt tímabil sé ekki unnt að draga þá ályktun að hún gefi almenna sýn á verðmyndun á innfluttu grænmeti. Af öðrum helstu niðurstöðum rann- sóknarinnar má nefna að innkaups- verð tók miklum breytingum í mán- uðinum. Sem dæmi þá var meðal- innkaupsverð á rauðri papriku á seinni helmingi marsmánaðar hjá til- teknum innflytjanda rúmlega 100% hærra en meðalverðið fyrri hluta mánaðarins. Jöklasalat hjá sama aðila var hins vegar 40% ódýrara í inn- kaupum í seinni hlutanum en þeim fyrri. Samkeppnisstofnun segir það mis- jafnt eftir fyrirtækjum hvernig er- lendar verðsveiflur endurspeglist í söluverðinu. Sumir innflytjendur virðist leitast við að jafna út sveiflur í innkaupsverði þannig að álagning sé mikil eða jafnvel neikvæð þegar inn- kaupsverð er óhagstætt en minni þegar erlenda verðið er hagstæðara. Aðrir innflytjendur haldi álagningu fastri sem hlutfalli af kostnaðarverði. Skýrsluhöfundar benda þá á að inn- kaupsverð smásala geti verið mjög sveiflukennt og sé álagningin þá stundum látin þróast í öfugu hlutfalli við innkaupsverðið. Vegna mikilla og örra sveiflna á innkaupsverði telur Samkeppnis- stofnun erfitt að meta nákvæmlega áhrif tolla á það verð sem neytendur greiða fyrir grænmetið út úr búð. Við það mat verði að taka tillit til þess að tollar séu lagðir á við innflutning vör- unnar og auki því innkaupskostnað og álagningarfjárhæð. Í skýrslunni er tekið ímyndað dæmi um innflutning á grænni papr- iku seinni hluta marsmánaðar þar sem forsendur taka mið af upplýsing- um í könnuninni. Kostnaðarverð vör- unnar í hús hjá heildsala er 500 krón- ur hvert kíló, þar af nemur 30% verðtollur 108 krónum. Miðað við 12% heildsöluálagningu og 25% smásölu- álagningu er smásöluverðið 700 krón- ur án virðisaukaskatts. Ef ekki kæmi til álagningar tolla yrði smásöluverðið hins vegar 549 krónur, miðað við sömu forsendur. Verðhækkun vegna tolla er því ekki tollfjárhæðin sjálf, 108 krónur, heldur upp á 151 krónu, eða 27,5% af verði án tolla. Miðað við 50% smásöluálagningu, eins og ýmis dæmi eru um í grænni papriku í könn- uninni, en forsendur að öðru leyti eins, eru verðhækkunaráhrif tollsins rúmar 180 krónur. Þá er tekið ímyndað dæmi af áhrif- um verð- og magntolls á tómata. Gengið er út frá því að kostnaðarverð vörunnar sé 180 krónur hvert kíló, þar af magntollur upp á 50 krónur, 8 króna verðtollur, heildsöluálagning um 12% og smásöluálagning 40%. Smásöluverð yrði þá 283 krónur en 192 krónur ef tollar kæmu ekki til. Verðhækkunaráhrif tolla eru því 91 kr. eða um 47,5% af verði án tolla. Miðað við 70% smásöluálagningu yrðu áhrifin til hækkunar 111 krónur. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra hafði ekki kynnt sér skýrslu Samkeppnisstofnunar í þaula er Morgunblaðið ræddi við hann síðdeg- is í gær og ætlaði ráðherrann að ræða efni hennar betur við embættismenn í ráðuneytinu áður en hann tjáði sig. Rannsókn Samkeppnisstofnunar á verðmyndun á innfluttu grænmeti í mars Álagning í smásölu sveifl- aðist frá -65% til 167%                                       !  ! "#$ "%# #& #' ( ( ( (  ) #* #* %#' # ( ( ( (  + %#, %#$ %$#, %,#* ( ( ( (  - '$#. %&# %*# '# ( ( ( (  / %'# $*#% '#* ',#* ( ( ( (  0 '# #. *#. &#* ( ( ( (  1 *#. # #$ *#& ( ( ( (   #. #& ',# .$#$ ( ( ( (  2 %#. #. '# $'#, ( ( ( (  3 #, #' &#' .'#' ( ( ( ( 2       4 5  6     7                      ! "%  8 8 8 8 8 .$' .'* $ $ ' 2    9 '".  8 8 8 8 8 % '& %'% , .. "%  8 8 8 8 8 & , $ *' $' 2    :; '".  8 8 8 8 8 $% .,* $% . & "%  8 8 8 8 8 *% *% .&' '$ '$ 2    < '".  8 8 8 8 8 .$' .$' $ &&  ;      Tollar hækkuðu kílóverð um allt að 180 krónur ATVINNULEYSI mældist 1,6% í aprílmánuði af áætluðum mannafla á vinnumarkaði samkvæmt mælingum Vinnumálastofnunar. Að meðaltali voru 2.259 manns at- vinnulausir í mánuðinum, þar af 952 karlar og 1.307 konur. Þessar tölur jafngilda 1,2% atvinnuleysi hjá körl- um en 2,2% hjá konum. Að meðaltali voru 246 fleiri atvinnulausir í apríl en í mars og 57 fleiri en í apríl í fyrra. Í lok mánaðarins var hins vegar enn 2.761 atvinnulaus en það er um 496 fleiri en voru atvinnulausir í lok marsmánaðar. Atvinnuleysi var 1,5% í mars og jókst því milli mánaða, aðallega vegna áhrifa af sjómannaverkfallinu, að því er fram kemur í yfirliti Vinnu- málastofnunar, en venjulega minnk- ar atvinnuleysi milli þessara mán- aða. Atvinnuleysi í apríl árið 2000 var 1,5% og hefur því aukist milli ára, líklega í fyrsta skipti frá árinu 1995. Vinnumálastofnun segir að at- vinnuleysi í maí geti orðið 1,7–2,1%. Þvert á hefðbundna árstíðasveiflu Síðastliðna 12 mánuði voru um 1.799 manns að meðaltali atvinnu- lausir eða um 1,3%, en árið 2000 voru þeir um 1.865 eða um 1,3%. Atvinnulausum hefur fjölgað í heild að meðaltali um 12,2% frá marsmánuði og um 2,7% miðað við apríl í fyrra. Vinnumálastofnun seg- ir að þessar breytingar séu þvert á hefðbundna árstíðarsveiflu milli mars og apríl en atvinnuleysið minnki nær undantekningarlaust milli þessara mánaða og að meðaltali um 6,8% síðastliðin 10 ár. Lokun fiskvinnsluhúsa í kjölfar sjómanna- verkfalls í aprílmánuði sé megin- skýring þessarar breytingar. Atvinnuástandið versnar eitthvað alls staðar á landinu nema á Vest- fjörðum. Atvinnuleysið eykst hlut- fallslega langmest á Austurlandi en annars staðar eru talsvert minni breytingar. Atvinnuleysi kvenna eykst um 11,5% og atvinnuleysi karla um 12,8% milli mánaða. Þannig fjölgar atvinnulausum konum að meðaltali um 148 á landinu öllu og körlum um 98. Samtals voru 205 í hlutastörfum í lok apríl eða 7,4% þeirra sem voru skráðir atvinnulausir í lok apríl. Samtals voru veitt 354 atvinnuleyfi í apríl. Í lok apríl voru um 639 laus störf skráð hjá vinnumiðlunum. 1,6% at- vinnu- leysi í apríl LEIFUR Hannesson, byggingaverkfræðingur og fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Miðfells hf., er látinn. Hann var á 72. aldursári. Leifur var fæddur 13. janúar 1930 í Reykjavík. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1949 og brautskráðist með fyrri- hluta prófgráðu í verk- fræði frá Háskóla Ís- lands 1952. Leifur lauk prófi í byggingaverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1955. Að námi loknu starfaði Leifur hjá borgarverkfræðingi í Reykjavík og var ráðgefandi verkfræðingur þar frá 1961 til 1964. Þá var hann einn stofn- efnda verktakafyrirtækisins Miðfells hf. árið 1964 og var framkvæmda- stjóri þess um áratuga skeið. Árið 1969 setti hann ásamt fleirum á laggirnar Olíumöl hf. og Þórisós sf. ári síðar. Leifur gegndi marg- víslegum félags- og trúnaðarstörfum og var m.a. einn af stofnendum Samtaka íslenskra verktaka, nú Verktaka- samband Íslands, og var formaður félagsins frá 1968 til 1972. Hann sat einnig í stjórn Lífeyrissjóðs Verkfræðinga- félags Íslands 1961–1973 og sat í stjórn byggingaverkfræðideildar Verkfræðingafélags Íslands 1962– 1964. Eftirlifandi eiginkona Leifs er Ás- laug Sólveig Stefánsdóttir og eignuð- ust þau þrjár dætur. Andlát LEIFUR HANNESSON BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að framlengja reynslu- tíma á rýmri afgreiðslutíma áfengis í borginni til 1. júlí næstkomandi. Þetta er í annað sinn sem reynslutíminn er framlengdur. Í fyrrasumar ákvað borgarráð að afnema til reynslu í þrjá mánuði tak- markanir á heimildum veitingatíma áfengis um helgar í tilteknum hlutum miðborgarsvæðisins og ýmsum öðr- um hverfum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Gildistími reynsluákvæð- isins var síðar framlengdur til 19. maí næstkomandi. Þar sem tillögur verk- efnisstjórnar um afgreiðslutíma veit- ingastaða um framhaldið liggja ekki fyrir ákvað borgarráð í gær að fram- lengja tilraunina enn á ný og mun hún standa til 1. júlí næstkomandi. Tilraun til rýmri af- greiðslutíma framlengd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.