Morgunblaðið - 07.06.2001, Page 10

Morgunblaðið - 07.06.2001, Page 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ALLS verður 14 starfsmönnum sagt upp er slátrun á vegum Goða hf. verður hætt í Búðardal eftir haustið. Þar að auki hafa um 50 manns frá Búðardal og í sveitinni komið að slátrun sem stendur frá byrjun september og út október- mánuð en það hefur reynst mikið uppgrip fyrir bændur. Einar Mathiesen, sveitarstjóri Dalabyggðar, segir að ef þetta gangi eftir verði það reiðarslag fyr- ir byggðarlagið. „Þetta eru í raun- inni mjög kaldar kveðjur sem Goði hf. sendir til byggðarlagsins og starfsmanna fyrirtækisins með þessum hætti. Við heyrum fyrst af þessu í fjölmiðlum og við höfum reynt að ná í framkvæmdastjóra og stjórnarformann fyrirtækisins en þeir fóru víst af landi brott um síð- ustu helgi. Ég var í sambandi við stjórnarformann Goða hf. á mið- vikudaginn í síðustu viku og þá lét hann ekkert í veðri vaka um að eitthvað væri í gangi. Hins vegar hefur verið talað um á undanförn- um mánuðum að ef eitthvað yrði gert þá yrði reksturinn styrktur heldur en hitt. Ég hélt að í nútíma- rekstri fyrirtækja heyrðu svona vinnubrögð gagnvart starfsfólki sögunni til en þetta eru forkast- anleg vinnubrögð að mínu mati.“ Einar segir að næstu daga muni sveitarstjórnin kanna þau mál er tengjast sameiningum Afurðar- stöðvarinnar og Norðvesturbanda- lagsins og sameiningu þess síðar- nefnda inn í Goða hf. „Við ætlum að athuga nánar hvernig að þeirri sameiningu var staðið. Það lítur þannig út að niðurstaða þessarar sameiningar sé sú að hér eigi að hirða af okkur markaðinn og störf- in og setja hengilás á sláturhúsin,“ segir Einar. Í fréttatilkynningu sem Goði hf. sendi fjölmiðlum segir að tap hafi verið á rekstri fyrirtækisins. Óhag- kvæmt sé að reka sláturhús víða um landið þar sem sláturvertíðin standi í skamman tíma ár hvert og fjárfestingar nýtist illa en auk Búðardals verður slátrun lögð nið- ur í Hólmavík, Þykkvabæ og Breið- dalsvík. Þorsteinn Benónýsson, forstöðu- maður afurðasviðs Goða hf., segir að engar uppsagnir hafi enn tekið gildi á Búðardal og ekki sé búið að tímasetja þær. „Það er búið að ák- veða að láta af starfseminni þar og þá breytist mannskapsþörf en við höfum gefið út að það verður slátr- að í haust og þá verður til hráefni út næsta ár.“ Þorsteinn sagði jafnframt að ekki væri búið að útiloka að starf- semin yrði áfram að hluta til í Búð- ardal þar sem Goði hf. ætti frysti- geymslu í bænum. „Hagræðingin snýr að slátrun en það hefur lengi þurfti að hagræða þar vegna erfiðs reksturs.“ Goði áformar að leggja af starfsemi í Búðardal Sveitarstjórinn segir þetta kaldar kveðjur DEILUR hafa spunnist í borg- arstjórn Reykjavíkur um kaup Orkuveitunnar á auknu hlutafé í Línu.Neti hf. Á fundi stjórnar veitustofnana Reykjavíkur nú í vikunni lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks fram bókun þar sem algjörri andstöðu er líst við því að Orkuveitan leggi meira hlutafé í fyrirtækið. Enn fremur var lögð fram fyrirspurn þar sem spurt er hvort til standi að fresta hlutafjárútboði Línu.Nets sem fyrirhuguð hafi verið á almennum markaði og til hefði staðið að færi fram í maí. Borgarfulltrúar R-listans lögðu fram bókun þar sem fram kemur að með sókn inn á fjarskipta- markaðinn sé Orkuveitan ásamt Línu.Neti að fylgja eftir þróun sem orðið hefði í nágrannalönd- unum. Þar hefðu orkuveitur sveitarfélaga eða bæjarfélög stofnað dótturfyrirtæki, lagt ljós- leiðara og boðið upp á víðtæka fjarskiptaþjónustu. 220 milljónir til viðbótar „Enn er verið að taka peninga úr sjóðum Orkuveitunnar til að setja í rekstur Línu.Nets og við gagnrýnum þetta mjög harð- lega,“ segir Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokks og stjórnarmaður í stjórn veitustofnana. Hann segist telja gagnrýnivert að sveitarfélög taki þátt í „samkeppnis og áhætturekstri með þessum hætti. Verið að nýta fjármagn Orkuveit- unnar, sem viðskiptavinir hennar leggja til með greiðslu á hitaveitu og rafmagni, í áhætturekstur. Hún hefur þegar lagt fram hlutafé að upphæð tæplega 300 milljónir að kaupvirði og á þess- um fundi var samþykkt að leggja rúmlega 220 milljónir til viðbót- ar,“ segir Vilhjálmur. Eðlilegt meðan verið er að ljúka uppbyggingu ljósleiðarakerfisins „Meirihluti stjórnar Orkuveit- unnar telur mjög eðlilegt að leggja nýtt fé inn í Línu.Net á meðan verið er að klára uppbygg- ingu ljósleiðarakerfisins hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Al- freð Þorsteinsson borgarfulltrúi R-listans og formaður stjórnar veitustofnana. Hann bætir því við að þegar umræddri uppbyggingu verði lokið hyggist Orkuveitan minnka hlut sinn í fyrirtækinu þannig að hún verði ekki meiri- hlutaeigandi. „Tilkoma Línu.Nets hefur gert það að verkum að það hefur orðið allt að helmings lækk- un á gjöldum vegna gagnaflutn- inga á höfuðborgarsvæðinu sem hefur komið sér mjög vel fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem hafa notið góðs af því,“ segir Al- freð. Reykjavíkurborg eykur hlutafé sitt í Línu.Neti Ágreiningur í stjórn Orkuveitunnar um Línu.Net FRAMKVÆMDIR við veginn í Bröttubrekku standa nú sem hæst, en þær hófust fyrir nokkr- um vikum. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni í Borgarnesi miðar þeim vel og er fyrirhugað að ljúka við fyrsta áfanga verksins innan mánaðar, það er að segja fyllingar á sigsvæði á háheiðinni. Þá er gert ráð fyrir að annar áfangi verði unninn í vetur, þar sem gerðar verða endurbætur á veginum um Miðdalsgil í sunn- anverðri Bröttubrekku, en reikn- að er með að framkvæmdum verði lokið að fullu við nýja veginn árið 2003. Fram- kvæmdir í Bröttu- brekku Morgunblaðið/Svenni Kr.                                         Á HNAPPAVÖLLUM í Öræfum er eitt helsta klettaklifursvæði landsins. Þangað sækja klifrarar, reyndir sem óreyndir, og takast á við miserfiðar klif- urleiðirnar. Stundum reyn- ir á sambúð manns og fýls þegar báðir gera tilkall til sama klettanefsins. Hvort klifrarinn á mynd- inni fékk lýsisspýju í augun þegar brúninni var loks náð skal ósagt látið, en fuglinn virðist til alls lík- legur þar sem hann bíður ábúðarfullur komu klifr- arans. Sam- keppni við fýlinn Morgunblaðið/Vilhelm Gunnarsson STJÓRN veitustofnana Reykjavík- ur hefur falið forstjóra Orkuveit- unnar að hefja undirbúning að 120 MW gufuaflsvirkjun á Hellisheiði. Í þeim undirbúningi felst að láta fara fram mat á umhverfisáhrifum og flýta þeim rannsóknum og hönnun sem til þarf. „Ýmiskonar forrannsóknir vegna virkjunarinnar hafa þegar farið fram og nú standa þarna yfir til- raunaboranir,“ segir Alfreð Þor- steinsson, formaður stjórnar veitu- stofnana. Alfreð segir að undirbúningur að byggingu virkj- unarinnar sé settur af stað vegna frumvarps um samkeppni á raf- orkumarkaði sem liggur fyrir Al- þingi. Þar er gert er ráð fyrir því að smásölumarkaður raforku verði opnaður fyrir samkeppni í tveimur áföngum og að hún verði komin á að fullu í árslok 2003. Landsvirkjun gæti undirboðið Orkuveituna Alfreð segir að þar sem Orku- veitan sé með tiltölulega litla raf- orkuframleiðslu sjálf, sé nauðsyn- legt fyrir hana að auka við framleiðslu sína verði frumvarpið að lögum. Nú sé Orkuveitan með 60 MW virkjun á Nesjavöllum, sem verði stækkuð upp í 90 MW um næstu mánaðamót, en nokkuð stór hluti þeirrar framleiðslu sé samn- ingsbundinn vegna stóriðju. „Raforkunotkun á hinum al- menna markaði á höfuðborgar- svæðinu er hins vegar 155 MW og megnið af því kaupum við af Landsvirkjun í heildsölu. Það sem gerist með þessu frum- varpi er að Landsvirkun fær jafn- framt leyfi til að selja í smásölu og þá getur hún komið óheft inn á markaðinn á höfuðborgarsvæðinu. Orkuveitan getur ekki svarað þeirri samkeppni því hún er bundin af kaupum af Landsvirkjun og hún getur þess vegna undirboðið Orku- veituna á þessum markaði sem við höfum séð um hingað til. Eina svar okkar við því er að byggja nýja virkjun á Hellisheiði og þannig mæta kröfum viðskiptavina okkar um raforku á hagstæðu verði,“ seg- ir Alfreð. Alfreð segir áætlaðan kostnað við virkjun á Hellisheiði vera um 12 milljarða króna, en að sér þyki það ekki há fjárhæð miðað við ár- leg viðskipti Orkuveitunnar og Landsvirkjunar. „Við kaupum af Landsvirkjun árlega fyrir um fjóra milljarða og eru það um 147 MW af raforku,“ segir Alfreð. Misskilningur, segir forstjóri Landsvirkjunar Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að Lands- virkjun geri út af fyrir sig engar athugasemdir við að Orkuveita Reykjavíkur kanni og undirbúi möguleika þess að framleiða orku á þeim svæðum sem hún hafi yfir að ráða. Hann bendir þó á að ekki skorti orku inn á almenna mark- aðinn, en margt bendi til þess að stóriðjur hér á landi þurfi í fram- tíðinni á auknu rafmagni að halda. Friðrik telur að orð Alfreðs Þor- steinssonar um að áformin séu við- brögð Orkuveitunnar við væntan- legri samkeppni, hljóti að vera á misskilningi byggð. „Hann hefur líklega ekki kynnt sér nægilega það lagafrumvarp sem um ræðir, því þar er skýrt að flutningur og dreifing á raforku verði að vera í sér fyrirtækjum og þau starfi samkvæmt opinberri gjaldskrá og hleypi allri þeirri orku sem kaupendur og seljendur vilja í gegnum kerfi sín. Þetta þýð- ir að Landsvirkjun mun stofna sér- stakt fyrirtæki um flutningsnet Landsvirkjunar og Orkuveita Reykjavíkur, eins og önnur fyrir- tæki sem búa yfir dreifikerfi, verð- ur að skilja þann rekstur frá sölu- starfseminni.“ Á von á því að mörg sölu- fyrirtæki muni spretta upp Friðrik bendir á að Landsvirkj- un hafi hingað til verið heildsölu- fyrirtæki, en orka frá fyrirtækinu hafi verið nýtt um land allt, þar á meðal að stórum hluta í Reykjavík. „Við verðum að tryggja að ein- hverjir selji þá orku fyrir okkur í breyttu umhverfi. Við höfum enga ákvörðun tekið í þeim efnum; hvort við gerum það í eigin fyrirtæki eða í gegnum önnur fyrirtæki, t.d. í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Ég á hins vegar von á því að upp spretti mörg sölufyrirtæki, enda er meg- inbreytingin í væntanlegum lögum sú að kaupendur fái val um hvaðan þeir kaupa orkuna,“ sagði Friðrik Sophusson. Svar við samkeppni á raforkumarkaði Undirbúningur hafinn að gufuaflsvirkjun á Hellisheiði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.