Morgunblaðið - 07.06.2001, Page 20

Morgunblaðið - 07.06.2001, Page 20
Skuldir bæjarsjóðs aukast vegna fram- kvæmda í skólamálum MINNIHLUTI bæjarstjórnar Reykjanesbæjar gagnrýnir meiri- hlutann fyrir að auka skuldir bæj- arsjóðs. Meirihlutinn segir að nið- urstaða ársreiknings vegna síðasta árs sé í samræmi við áætlanir en fram kemur að verulegu fé var varið til uppbyggingar grunnskóla á árinu. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti reikninga bæjarsjóðs fyr- ir síðasta ár eftir síðari umræðu sem fram fór í fyrrakvöld. Minnihlutinn gerði þó fyrirvara um skýringar á verðmæti Reykjaneshallarinnar. Í samræmi við áætlun Í bókun meirihlutans, sem skip- aður er bæjarfulltrúum Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks, kemur fram að niðurstaða ársreikningsins sé í samræmi við áætlanir. Tekjur vaxi um 85 milljónir og rekstur málaflokka um 87 milljónir, þar af 70 milljónir vegna fræðslu- og félags- mála. Mest muni um launahækkanir og aukna þjónustu í grunnskólum. Hins vegar hafi gjald- og eignfærð fjárfesting reynst rúmum 30 millj- ónum lægri en áætlað var. Samtals var 863 milljónum varið til framkvæmda á árinu. Mest fór til skólamála, 526 milljónir kr., til leik- skóla fóru 137 milljónir og 100 millj- ónir í götur og holræsi. Fram kemur að fræðslumálin voru fjárfrekasti málaflokkurinn þegar lögð eru sam- an útgjöld vegna rekstrar og gjald- færðrar og eignfærðrar fjárfesting- ar, en þau tóku til sín 1.327 milljónir kr. Félagsmálin fengu 615 milljónir, æskulýðs- og íþróttamálin 264 millj- ónir og til gatna- og holræsamála var varið 262 milljónum kr. Skuldamet slegið Við afgreiðslu reikninganna í fyrrakvöld létu fulltrúar Samfylk- ingarinnr bóka að í reikningunum komi í ljós að enn hafi hið vafasama skuldamet meirihlutans verið slegið. Skuldir bæjarsjóðs í lok síðasta árs, án lífeyrisskuldbindinga og án skulda húsnæðisnefndar, samsvari 367 þúsund kr. á hvern íbúa. Sam- svarandi tala hafi verið 270 þúsund í lok árs 1999 og 172 þúsund í árslok 1997. Skuldir bæjarsjóðs voru í árs- lok tæpir 4 milljarðar kr. og þeim til viðbótar koma skuldir húsnæðis- nefndar, 1,1 milljarður, og voru heildarskuldir bæjarsjóðs því rúmir 5 milljarðar kr., að því er fram kem- ur hjá minnhlutanum. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinn- ar vekja einnig athygli á því að Reykjanesbær standi nú frammi fyrir því að þurfa að greiða niður sinn hluta af skuldum Hafnasamlags Suðurnesja en hlutur bæjarins í 1.025 milljóna skuldum hafnarinnar sé nálægt 850 milljónum kr. Með því að taka tillit til þessa nálgist skuldir bæjarins 6 milljarða sem svarar til hátt í 550 þúsund kr. á íbúa. Fulltrúar meirihlutans sögðu að skuldir bæjarins hefðu aukist á árinu, eins og gert hafi verið ráð fyr- ir í fjárhagsáætlun. Hins vegar muni skuldirnar lækka á þessu ári og þeim næstu, samkvæmt fjárhags- áætlun og þriggja ára áætlun 2002 til 2004. „Markmiði meirihluta Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks um einsetningu grunnskóla er náð, leikskólum og leikskólarýmum hefur fjölgað og íþróttaaðstaða verið bætt. Eins og áður geta bæjarbúar fylli- lega treyst því að vel hefur verið far- ið með skattfé þeirra og engu eytt í óráðsíu,“ segir í bókun þeirra. Reikningar Reyjanesbæjar vegna síðasta árs samþykktir Reykjanesbær SUÐURNES 20 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Mótmæla fullyrð- ingu um verðmæti íþróttahúss VIÐ afgreiðslu reikninga bæjar- sjóðs Reykjanesbæjar fyrir síðasta ár mótmæltu bæjarfulltrúar Sam- fylkingarinnar fullyrðingu um verðmæti Reykjaneshallarinnar sem fram kemur í skýringum með ársreikningunum og gerðu fyrir- vara um það atriði við samþykkt reikninganna af sinni hálfu. Í bókun minnihlutans er sett fram gagnrýni á meirihlutann fyrir að svara illa spurningum um reikninga bæjarins. Nefnt er sem dæmi að í ársreikningnum sé full- yrt í annað sinn að núvirði leigu- greiðslna Reykjaneshallarinnar sé undir raunvirði hússins. Ljóst sé að sú fullyrðing standist ekki en ekki hafi fengist upplýsingar um útreikningana þótt um það hafi verið spurt við afgreiðslu reikning- anna fyrir ári. Fram kemur að bæjarstjóri hafi fullyrt í svari til skoðunarmanns við gerð reikninganna nú, að nú- virði leigugreiðslna sé 439 millj- ónir kr. en raunvirði hússins áætl- að eigi lægra en 500 milljónir. Þessar tölur segjast fulltrúar meirihlutans draga mjög í efa. Vísa þeir til þess að miðað við mat hússins þegar það var tekið á leigu ætti verðgildi þess að vera um 413 milljónir kr. Í fasteigna- skrá sé mannvirkið metið á 125,5 milljónir og álagningarstofn þess 202 milljónir kr. „Hvernig bæjarstjóri getur áætlað raunvirðið 500 milljónir er engan veginn útskýranlegt nema að vísvitandi sé farið með rangt mál til að réttlæta þá fullyrðingu sem við höfum bent á að stæðist ekki. Um leið skýrist tregðan til að svara,“ segir minnihlutinn í bókun sinni. OPIN umræða um vandamál barna og unglinga á grunnskólaaldri kem- ur öllum til góða, foreldrum og nem- endum, og getur aukið áhuga nem- endanna á framhaldsnámi. Kom þetta meðal annars fram á fundi for- eldra þriggja efstu bekkja grunn- skólanna í Reykjanesbæ. Foreldrar nemenda í 8., 9. og 10. bekkjum grunnskólanna í Reykja- nesbæ hittust síðastliðið þriðjudags- kvöld í Heiðarskóla til að ræða líðan barna sinna og hvernig foreldrarnir geti stutt börnin sín. Á fundinn mætti 21 foreldri, þar af fimm feður, en frá því í febrúar hafa foreldrarnir hist á fundum til að ræða niðurstöðu skýrslu er ber heitið Hagir og líðan ungs fólks á Suðurnesjum og var unnin fyrir Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum. Í Reykjanesbæ eru fjórir grunn- skólar og voru myndaðir 12 umræðu- hópar og var 25% þátttaka foreldra. Ólafur Grétar Gunnarsson, stjórn- endaþjálfari, segist vera mjög ánægður með þátttökuna þar sem erfiðara sé að fá foreldra til að mæta eftir því sem börnin eldast enda hafi það sýnt sig að þátttakan var mest á meðal foreldra nemenda í 8. bekk. Opin umræða um börnin Á fundinum skiptust foreldrarnir á skoðunum og voru á einu máli um að opin umræða hefði hjálpað mjög mikið. „Það er mikið lag að vera for- eldri og við erum að hittast til að tala saman og þannig hjálpa okkur sjálf- um og börnunum til að meðhöndla álagið,“ segir Ólafur. Hann segir enn fremur að þetta sé mjög góð leið til að auka áhuga barnanna á framhaldsnámi. „Það skiptir máli að fylgjast með því hvað börnin eru að gera. Námið er þeirra starf og þegar við, foreldrarnir, töl- um um námið við þau og förum í skólann þá eykst áhugi þeirra að sama skapi og við náum að fjölga samverustundum með börnunum.“ Fram kom í máli foreldra er fund- inn sóttu að opin umræða um vanda- mál barnanna væri mjög til hins góða. Jafnframt gætu foreldrarnir stutt betur hver aðra og fylgst nánar með börnunum sínum. Morgunblaðið/Golli Á fundinum voru börnin og foreldrarnir til umræðu og litu ýmis sjónarmið dagsins ljós. Skiptir máli að fylgjast með börnum sínum Foreldrar grunnskólabarna gera upp vetrarstarfið Reykjanesbær UNGLINGAR í Vinnuskóla Reykjanesbæjar taka að sér að slá garða hjá ellilífeyrisþegum og öryrkjum. Fólkið á kost á því að fá slegið hjá sér þrisvar á sumri Duglegir sláttumenn Morgunblaðið/Helgi Bjarnason og er þjónustan endurgjaldslaus. Þrír duglegir starfsmenn vinnu- skólans fór um bæinn í gær og slógu garða af miklum ákafa, meðal annars einn við Háteig. Sjálfkjörið í embætti SKÚLI Þ. Skúlason (B) var endur- kjörinn forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar til eins árs á fundi í fyrrakvöld. Á fundinum var kosið í embætti á vegum bæjarstjórnar til eins árs sem er síðasta starfsár yfirstandandi kjörtímabils. Sjálfkjörið var í öll embættin. Kjartan Már Kjartansson (B) var kosinn varaforseti bæjarstjórnar og Jónína A. Sanders (D) 2. varaforseti. Þorsteinn Erlingsson (D) og Krist- ján Gunnarsson (J) voru kosnir skrifarar. Bæjarráðsmenn voru einnig end- urkjörnir en þeir eru Jónína A. Sanders (D), sem verið hefur for- maður ráðsins, Kjartan Már Kjart- ansson (B), Björk Guðjónsdóttir (D), Jóhann Geirdal (J) og Kristmundur Ásmundsson (J). Reykjanesbær

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.