Morgunblaðið - 07.06.2001, Síða 21

Morgunblaðið - 07.06.2001, Síða 21
Skólaslit grunnskólans GRUNNSKÓLANUM í Búðardal var slitið með formlegum hætti eins og venjan er. Skólaslitin byrjuðu í Dalabúð þar sem Þrúður Kristjáns- dóttir skólastjóri hélt ræðu í tilefni dagsins. Hún minntist meðal annars á hve börnin sem komu úr Lauga- skóla hefðu aðlagast vel hér, en búið er að leggja Laugaskóla niður og komu börn er sóttu þann skóla, í skólann hér. Veitt voru verðlaun fyrir góðan námsárangur í vetur, Hrókurinn, sem er verðlaun fyrir skák, var af- hentur og ýmislegt annað gaman. Skátarnir gáfu 2. bekkingum fána, 10. bekkingar voru sérstaklega kvaddir og leystir út með veglegum kveðjugjöfum. Einnig afhentu þeir kennurum og öðru starfsfólki skól- ans rósir og þökkuðu fyrir samstarf- ið í gegnum árin. Eftir athöfnina í Dalabúð fóru nemendur, foreldrar, kennarar og aðrir gestir í skólann og þar sá for- eldrafélagið um að grilla pylsur fyrir börnin og þeim fullorðnu boðið uppá kaffi og með því. Börnin sóttu vitn- isburð sinn til kennara sinna og leiddu svo gesti sína um skólann þar sem afrakstur vetrarins var sýndur þar og margt var að skoða. Vel var mætt á skólaslitin eins og ávallt áð- ur. Morgunblaðið/Guðrún Kristinsdóttir 10. bekkingar ásamt umsjónarkennara sínum Guðrúnu G. Halldórsdóttur. Búðardalur LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 21 YFIR vetrarmánuðina er haldið úti öflugu félagsstarfi fyrir aldr- aða í Bolungarvík, þar sem þeim sem komnir eru á efri ár, er frjálst að koma og vinna að ýmsu föndri í góðum félagsskap. Nýverið var haldin sýning á hluta þeirra muna sem þátttak- endur í föndrinu luku við í vetur. Þar mátti sjá fagurlega gerða keramikmuni, bútasaum og hverskonar hannyrðir. Að sögn Guðrúnar Jóhanns- dóttur, forstöðumanns félags- starfs aldraða, var starfið í vetur með hefðbundnu sniði, komið var saman þrisvar í viku og mættu að jafnaði 15 konur en ekki hefur en tekist að laða karlana til þessa starfs. Telur Guðrún að það geti verið ástæðan að ekki er aðstaða til smíða eða tréskurðar sem e.t.v höfðar meira til þeirra. Kvenfélagið Brautin í Bolung- arvík gaf félagsstarfinu tvær saumavélar í vetur sem óspart hafa verið notaðar við bútasaum- inn. Meðal muna á sýningunni voru hagalega gerð líkön eftir El- ísabetu Sigurjónsdóttur, annað af Hólskirkju í Bolungarvík og hitt af æskuheimili hennar Granda í Brekkudal í Dýrafirði sem hún formaði algerlega eftir sínu minni. Líkön þessi eru gerð úr þar til gerðum plastgrindum sem sniðnar eru til og síðan saumað í. Handa- vinnusýn- ing aldr- aðra í Bol- ungarvík Ljósmynd/Gunnar Hallsson Guðrún Jóhannsdóttir, forstöðu- maður félagsstarfs aldraðra, og Elísabet Sigurjónsdóttir ásamt líkönum sem Elísabet gerði af Hólskirkju í Bolungarvík og æskuheimili sínu í Dýrafirði. Bolungarvík FÉLAGAR í Söngfélagi Skaftfell- inga í Reykjavík lögðu land undir hjól fyrir skömmu og komu á heima- slóðir og héldu söngskemmtanir í Hofgarði í Öræfum og á Höfn auk þess að syngja í dvalarheimilum aldraðra á Höfn, Klaustri og Vík. Stjórnandi kórsins er Violeta Smid, undirleikari Pavel Smid. Einsöngv- ari í ferðinni var Stefán Bjarnason frá Hofi í Öræfum. Þótti söngurinn takast vel en færri komust að en vildu til að hlusta vegna anna af ýmstu tagi. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Félagar í Söngfélagi Skaftfellinga í Reykjavík sungu á heimaslóðum. Héldu söngskemmt- anir á heimaslóðum Fagurhólsmýri röktu Þorsteinn Jóhannesson verk- fræðingur og Guðrún Árnadóttir starfsmaður Siglufjarðarbæjar sögu sambýlisins. En þess má geta að Guðrún hefur verið lengst í starfi þeirra sem starfa við málefni fatl- TVÆR nýjar einstaklingsíbúðir með þjónustu fyrir fatlaða voru teknar í notkun á Siglufirði nýlega. Eru þær í hluta húsnæðis sem einn- ig hýsir sambýli fatlaðra, við Lind- argötu á Siglufirði, en eru engu að síður sjálfstæðar einingar. Sambýlið var tekið í notkun 1984, en sá hluti þess sem nú hýsir íbúð- irnar hefur fram til þessa verið nýtt- ur undir ýmsa starfsemi tengda þjónustu við fatlaða og nú síðast var þar leikfangasafn. Framkvæmdir við íbúðirnar hófust á liðnum vetri og var Ólafur H. Kárason, bygg- ingameistari á Siglufirði, aðalverk- taki við verkið en verkfræðistofa Siglufjarðar hafði umsjón með því. Við opnunina tóku m.a. til máls Páll Pétursson félagsmálaráðherra, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, starfs- maður byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra, og Elín Líndal formaður SSNV. Þá aðra á Norðurlandi vestra. Mark- miðið er að íbúðirnar gefi þeim ein- staklingum sem geta nýtt þær aukið frelsi og næði. Annarri íbúðinni hef- ur þegar verið úthlutað til vist- manns á sambýlinu. Morgunblaðið/Halldór Þormar Nýju íbúðirnar og sambýlið á Siglufirði. Þjónustuíbúðir teknar í notkun Siglufjörður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.