Morgunblaðið - 07.06.2001, Síða 26

Morgunblaðið - 07.06.2001, Síða 26
ERLENT 26 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MEÐLIMUR nepölsku konungs- fjölskyldunnar, sem var vitni að fjöldamorðinu á föstudag, staðfesti í gær sekt Dipendra krónprins. Vitnið, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði í viðtali við The Washington Post prinsinn hafa haldið uppi látlausri skothríð í um fimmtán mínútur þrátt fyrir beiðn- ir annarra fjölskyldumeðlima um að hætta. Hefðbundið matarboð Konungsfjölskyldan hittist viku- lega á föstudögum í konungshöll- inni til að snæða kvöldverð og hafði Dipendra staðið við barinn og blandað drykki handa ættingj- um sínum en horfið á brott. Hann kom skömmu síðar til baka, þá klæddur einkennisbúningi og vopnaður vélskammbyssu og her- rifli. Konungurinn féll fyrst og sagði vitnið að árás prinsins hefði augljóslega komið honum í opna skjöldu. Eftir að hafa skotið kon- unginn gekk prinsinn út í garð og eltu móðir hans og yngri bróðir, Nirajan, hann þangað og voru þá skotin. Því næst kom krónprinsinn aftur inn í höllina og skaut föð- urbróður sinn, Dhirendra, eftir að sá síðarnefndi hafði beðið hann að leggja niður skotvopnin. Tvær frænkur þeirra hlupu þá að hinum fallna prinsi og skaut Dipendra þær báðar. Eftir þetta skaut krón- prinsinn fleiri skotum, að því er virðist handahófskennt, og gekk svo aftur út í garð þar sem hann skaut sig í höfuðið. Allt virtist eðlilegt Vitnið gat ekki varpað neinu ljósi á hvað réði því að krónprins- inn myrti fjölskylduna en sagði það rangt að prinsinn hefði deilt við foreldra sína í matarboðinu áð- ur en hann hvarf á brott. Sagði vitnið ekkert óvenjulegt hafa gerst áður en krónprinsinn hóf skothríð- ina og ekkert hefði verið rætt um væntanlegt kvonfang hans. Hann hafi virst rólegur og yfirvegaður og ekkert hafi bent til þess að eitt- hvað væri að. Það sé því rangt að fjölskyldurifrildi hafi rekið Dip- endra til að myrða ættingja sína. Vitnið sagði Paras Shah, elsta son Gyanendra, núverandi kon- ungs Nepal, hafa brugðist skjótt við og hafi hann komið nokkrum unglingsstúlkum í skjól. Hann hafi svo skipulagt flutning hinna særðu á sjúkrahús eftir að skothríðinni linnti. Paras er óvinsæll í Nepal og telja margir að þeir feðgar beri ábyrgð á morðunum. Dipendra var aftur á móti afar vel liðinn og eiga margir Nepalbúar erfitt með að trúa því að hann hafi myrt fjöl- skylduna. Paras og Gyanendra eru nú einu karlkyns meðlimir hinnar 230 ára gömlu fjölskyldu sem eftir lifa. Stjörnuspekingur nepölsku hirð- arinnar játaði í gær að hann hefði ekki séð morðin fyrir. Nepalbúar reiða sig mikið á stjörnuspekinga og aðra spámenn og hefur fjöl- skylda Mangal Raj Josh þjónað konungsfjölskyldunni í 20 ættliði. Mangal Raj sagði jafnframt rangt að hann eða aðrir stjörnuspeking- ar hefðu lagst gegn brúðkaupi Dipendra krónprins og Deviani, stúlku af Rana ætt. Nýtt útgöngubann Óeirðir brutust út í Katmandú fljótlega eftir að útgöngubann, sem gilt hafði út nóttina, rann út í gærmorgun. Brugðust yfirvöld við með því að setja á nýtt útgöngu- bann sem tók gildi þá um hádegið. Átti fólk sem hætti sér út á göt- urnar eftir þann tíma á hættu að verða fyrir byssukúlum hermanna. Misvísandi yfirlýsingar um at- burði föstudagsins og deilur um skipan nefndar sem rannsaka á þá hafa dregið mjög úr trú almenn- ings á heilindum ráðamanna og konungs. Óttast margir að hinn nýbakaði konungur ætli sér að hafa stjórnarskrána að engu og taka sér einræðisvald. Óttast er að skæruliðar maóista notfæri sér þá óreiðu og óvissu sem ríkir og herði baráttu sína gegn stjórnarhernum. Vitni að harmleiknum í Nepal varpar ljósi á hvað gerðist Dipendra sagður hafa gengið berserksgang Katmandú. AP, AFP, The Daily Telegraph. AP Frændurnir Paras (til vinstri á myndinni) og Dipendra krónprins. ÞAÐ hlakkaði í frönskum hægri- mönnum í gær, eftir að Lionel Jospin forsætisráðherra og leiðtogi franska Sósíalistaflokksins sá sig tilneyddan að viðurkenna að hann hefði á árum áður verið meðlimur í byltingarsinn- uðum kommúnistaflokki. Án þess beinlínis að segja að þetta geri Jospin vanhæfan til að bjóða sig fram til forseta – en fastlega er búizt við að hann etji kappi við sitjandi for- seta, Gaullistann Jacques Chirac, í kosningum á næsta ári – sögðu hægrimenn á þingi að það hvernig forsætisráðherrann hefði reynt að leyna því að hann hefði verið félagi í Alþjóðlegu kommúnistasamtökun- um (OCI) benti til alvarlegs dóm- greindarbrests. „Það sem fyrst og fremst er ámæl- isvert er ekki pólitískur ferill hans – sem öllum er sama um – heldur sú staðreynd að fram að þessu hefur hann afneitað sannleikanum. Þetta er eins og það sem gerðist í Banda- ríkjunum með „Monicagate“- [hneykslinu],“ sagði Philippe Seguin, einn forystumanna Gaullistaflokks- ins RPR. Að sögn Francois Fillon, sem einnig er í RPR, er það sem sé hneykslanlegt hér sé að Jospin skyldi ljúga. „Hvers vegna breiddi herra Jospin yfir fortíð sína – og það nýliðna fortíð þar sem svo virðist sem hann hafi verið í nánu sambandi við þennan félagsskap í fjölda ára?“ spurði þingmaðurinn. Jospin hafði á þriðjudag – eftir uppljóstranir um fortíð hans sem slegið hafði verið upp í fjölmiðlum – séð sig knúinn til að tjá þingheimi að á sjöunda áratugnum hefði hann „fengið áhuga á trotzkískum hug- myndum, og ég kom mér í samband við einn hópinn í þessari pólitísku hreyfingu.“ Þegar hann var spurður í þinginu hví hann hefði svo lengi neitað að hafa haft þessi pólitísku tengsl svar- aði Jospin að hann hefði talið að eng- inn hefði áhuga á að vita um þetta. Hann svaraði ekki ásökunum um að hann hefði gengið í Sósíalistaflokk- inn sem „útsendari“ hins trotskíska OCI. Jopsin hefur verið félagi í Sósí- alistaflokknum frá því árið 1971. Vinstablaðið Liberation gagn- rýndi einnig forsætisráðherrann í gær fyrir að hafa vikið sér undan því að svara sumum spurningum um for- tíð sína. „Í fyrsta lagi er það léleg vörn að bera það fyrir sig að „enginn hefði áhuga“. Í öðru lagi fölnaði forsætis- ráðherrann við að vera borið á brýn að hafa verið útsendari OCI í Sósíal- istaflokknum og takmarkaði útskýr- ingar sínar við sjöunda áratuginn,“ segir í forystugrein Liberation. Að sögn blaðsins hafa aðstoðarmenn Chiracs lengi átt von á að trotskísk fortíð forsætisráðherrans kæmi upp á yfirborðið og fylgjast spenntir með umræðunni um málið. Neitar njósnaásökunum Jospin hélt sjálfur áfram að svara fyrir fortíð sína í útvarpi í gær. Reyndi hann einkum að bægja frá ásökunum um að hann hefði stundað njósnir í Sósíalistaflokknum fyrir OCI. „Ég var og er sósíalisti af öllu hjarta. Ég gekk í Sósíalistaflokkinn af fúsum og frjálsum vilja, og þegar ég var einu sinni genginn í hann hafði ég samt mitt frelsi. Ég var áfram í tengslum við (við OCI), en þau takmörkuðust við persónuleg samtöl við lítinn hóp fólks yfir ákveð- ið tímabil,“ sagði hann á útvarps- stöðinni Europe 1. Jospin gengst við því að hafa verið trotskíisti Paírs. AFP. AP Lionel Jospin talar við frétta- menn fyrir utan útvarpsstöð í París í gær þar sem hann svar- aði spurningum um róttæklings- fortíð sína. GEORGE Tenet, forstjóri banda- rísku leyniþjónustunnar (CIA), hóf ferð sína um Mið-Austurlönd í Kaíró í gær, þar sem hann átti fund með Hosni Mubarak, forseta Egypta- lands. George W. Bush Bandaríkja- forseti fól Tenet á þriðjudag að fara til viðræðna við leiðtoga Ísraela og Palestínumanna og freista þess að koma friðarviðræðum aftur af stað milli þjóðanna. Förin þykir marka stefnubreytingu af hálfu Bush- stjórnarinnar. Bush lýsti því yfir á þriðjudag að hann væri nægilega vongóður um sáttavilja Ísraela og Palestínumanna á þessari stundu til að senda Tenet á vettvang til að liðka fyrir friðarvið- ræðum og hvetja til þess að þjóð- irnar tækju á ný upp öryggissam- starf. Kvaðst Bush vona að för Tenets yrði til að „auka á traust“ milli deiluaðilanna. „Þegar bundinn hefur verið endi á ofbeldið, þegar vopnahlé er komið á, þegar öryggis- samstarfið hefur verið hafið að nýju, þá hefur skapast grundvöllur til að hefja pólitískar viðræður,“ sagði for- setinn. Yasser Arafat, leiðtogi palest- ínsku sjálfstjórnarinnar, hvatti Pal- estínumenn til að leggja niður vopn sl. laugardag, eftir að sprengjutil- ræði Hamas-samtakanna varð tutt- ugu ísraelskum ungmennum að bana í Tel Aviv, en áður hafði Ariel Shar- on, forsætisráðherra Ísraels, lýst yfir ein- hliða vopnahléi. Bush hverfur frá afskiptaleysisstefnu Meginverkefni Ten- ets verður að hvetja til þess að Ísraelar og Pal- estínumenn taki aftur upp reglubundið sam- starf í öryggismálum. Árið 1998 náðist sam- komulag um að yfir- menn öryggismála í Ísrael og á sjálfstjórn- arsvæðunum ættu með sér vikulega fundi og hafði það fyrirkomulag átt þátt í að tryggja nokkuð friðsam- leg samskipti þjóðanna þar til upp- reisn Palestínumanna hófst í sept- ember á síðasta ári. Í samkomulaginu 1998 var gert ráð fyrir að CIA hefði eftirlit með viðleitni Palestínumanna til að hand- taka og refsa hryðju- verkamönnum. Tenet fór þá reglulega til Mið-Austurlanda og starfsmenn CIA voru þar í stöðugri vinnu. Bush og ráðgjafar hans höfðu áður gagn- rýnt þátttöku CIA í friðarferlinu og forset- inn hafði lýst því yfir að Ísraelar og Palest- ínumenn ættu að leysa deilumál sín sjálfir, án beinnar íhlutunar Bandaríkjastjórnar. Það þykir því til marks um stefnubreytingu að Bush hafi nú sent Ten- et til Mið-Austurlanda. The New York Times segir að sjálfsmorðsárásin í Tel Aviv á föstu- dagskvöld hafi orðið til þess að hvetja Bandaríkjastjórn til aðgerða. Embættismenn hafi óttast að annað mannskætt hryðjuverk eða harðar hefndaraðgerðir af hálfu Ísraela gætu leitt til slíkrar stigmögnunar átakanna að ekki yrði aftur snúið. En blaðið bendir einnig á að það gæti hafa ýtt við Bandaríkjamönnum að það voru ekki þeir sem gátu sann- fært Arafat um að lýsa yfir vopnahléi á laugardag, heldur Evrópumenn; Terje Rød-Larsen, sendimaður Sameinuðu þjóðanna í Mið-Austur- löndum, og Joschka Fischer, utan- ríkisráðherra Þýskalands. Bill Clinton skipaði Tenet for- stjóra CIA og Bush var eftir emb- ættistökuna í janúar undir miklum þrýstingi af hálfu sumra repúblikana á þingi að víkja honum. AP-fréttastofan hafði eftir Dennis Ross, fyrrverandi sendimanni Bandaríkjastjórnar í Mið-Austur- löndum, að það kæmi þó ekki á óvart að Bush hefði áttað sig á því að Tenet gæti komið að gagni. Kvað hann val Tenets jafnframt ljá sáttasemjara- hlutverki Bandaríkjastjórnar trú- verðugleika. Ed Abington, fyrrver- andi ræðismaður Bandaríkjanna í Jerúsalem og núverandi ráðgjafi pal- estínsku sjálfstjórnarinnar, sagði að reynsla Tenets væri ómetanleg. „Hann þekkir deiluaðilana og skilur öryggisvandamálin betur en flestir,“ sagði Abington við AP. Tenet meti hvort tímabært sé að fylgja Mitchell-tillögunum Að sögn AP-fréttastofunnar tóku bæði ísraelskir og palestínskir emb- ættismenn vel í sendiför Tenets. AFP hafði eftir háttsettum ísr- aelskum embættismanni í gær að milliganga Tenets myndi hafa „úr- slitaáhrif“ á það hvort Ísraelum og Palestínumönnum tækist að binda enda á átökin sem staðið hafa í átta mánuði. Eftir förina yrði Tenet í að- stöðu til að meta hvort tímabært væri að framfylgja tillögum Mitch- ell-nefndarinnar svokölluðu. Nefndin, undir forystu fyrrver- andi öldungadeildarþingmannsins George Mitchells, hvatti til að strax yrði bundinn endi á átökin, þá tæki við tímabil þar sem reynt yrði að koma á trausti milli deiluaðila og friðarviðræður yrðu loks hafnar að nýju að ákveðnum tíma liðnum. Á undirbúningstímabilinu yrðu Ísrael- ar meðal annars að stöðva útvíkkun landnemabyggða og Palestínumenn þyrftu að leggja allt kapp á að koma í veg fyrir hryðjuverk gegn Ísrael. Bush felur forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar CIA að miðla málum í Mið-Austurlöndum För Tenets markar stefnubreytingu Jerúsalem, Kaíró, Washington. AFP, AP. George Tenet

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.