Morgunblaðið - 07.06.2001, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 07.06.2001, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 43 Félags og þjónustu- miðstöðin Bólstaðarhlíð 43 óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf: Tilsjón og heimaþjónustusta Við óskum eftir traustum starfsmanni við aðstoð á umönnun fatlaðs barns. Æskilegur vinnutími er frá 15.00—19.00 virka daga. Starfshlutfall er 50% og skiptist til helminga á milli tilsjónar og heimaþjónustu. Laun vegna tilsjónar eru greidd samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkur. Laun vegna heimaþjónustu eru greidd samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur- borgar og Eflingar. Heimaþjónusta Kjalarnesi Við óskum eftir starfsmanni til starfa við félags- lega heimaþjónustu á Kjalarnesi. Um er að ræða tímavinnu, sveiganlegan vinnutíma allt frá 12—20 klst. á mánuði. Laun eru greidd sam- kvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Eflingar. Stuðningsfjölskyldur óskast Félagsþjónustan í Reykjavík er í samvinnu við marga einstaklinga, sem taka reglubundið börn til dvalar á heimili sín. Reynslan hefur sýnt að stuðningsfjölskyldurnar vinna öflugt forvarnar- starf til að tryggja og viðhalda festu og öryggi í lífi þeirra barna sem til þeirra koma. Við viljum styrkja og styðja enn fleiri reykvísk börn. Til þess þurfum við liðsinni fólks, sem getur tekið börn í helgarvistun, t.d. eina helgi í mánuði eða eftir nánara samkomulagi. Æskileg búseta er Reykjavík og nágrannasveit- arfélög. Hafir þú áhuga á mannlegum samskiptum og að sinna afar gefandi verkefni, þá er stuðnings- fjölskylduhlutverkið starf fyrir þig. Greitt er skv. verktakasamningi. Umsóknareyðublöð fást í Félags- og þjónustu- miðstöð í Bólstaðarhlíð 43. Allar nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Vignisdóttir, forstöðumaður, í síma 568 5052. ATVINNUHÚSNÆÐI Verslunin Nesval Vorum að fá í einkasölu verslunina Nesval á Seltjarnarnesi. Verð kr. 6,8 miljónir ásamt ca 1.500.000 króna lager og yfir 3.000 titlum af myndböndum. Mjög góð greiðslukjör og frá- bærir tekjumöguleikar. Nánari upplýsingar eru veittar á fasteigna- sölunni Stóreign. Lágmúla 7. HÚSNÆÐI Í BOÐI Sendiráðsbústaður Til sölu/leigu (langtíma) stórt hús á góðum stað í Þingholtunum. Tvöfaldur bílskúr, séraðstaða fyrir þjónustufólk. Húsið er 2 hæðir og kjallari. Á efri hæð eru 5 herbergi, hjónaherbergi er með sérbaðherbergi og sérsvölum. Önnur sér- snyrting og sérsturta, með rými fyrir framan, eru á hæðinni. Á jarðhæð eru tvær stofur, borð- stofa og eldhús. Gestasalerni er á hæðinni. Í kjallara eru 4 herbergi sem geta verið fyrir þjónustufólk, sérinngangur og sérstakur inn- gangur þaðan í eldhús. Í kjallara eru sturtur og snyrting. Eldhús getur verið algjörlega lokað frá borðstofu og stofum. Stór garður. Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. fyrir 11. júní nk. merkt: SB -832553. HÚSNÆÐI ÓSKAST Íbúðarhúsnæði fyrir erlenda skiptistúdenta við Háskóla Íslands óskast Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins óskar eftir íbúðarhúsnæði til leigu fyrir erlenda skipti- stúdenta við Háskóla Íslands á komandi hausti þ.e frá 1. ágúst og 1. september til loka desember mánaðar 2001 eða loka maí 2002. Allar tegundir húsnæðis, þar með talin gisti- heimili, koma til greina. Nánari upplýsingar eru veittar á Alþjóðaskrif- stofu háskólastigsins, Guðný Gunnars- dóttir, sími 525 4469 og Sólveig Haralds- dóttir, sími 525 4311. KENNSLA Innritun nemenda fyrir haustönn 2001 Námsráðgjafar og konrektor verða til viðtals í Menntaskólanum við Sund til kl. 12.00 í dag. Tekið er við umsóknum sem póstlagðar eru fyrir kl. 17.00 föstudaginn 8. júní eða settar í póstkassa skólans, sem staðsettur er við aðalinngang, fyrir sama tíma. Menntaskólinn við Sund er öflugur bók- námsskóli sem býður nám til stúdents- prófs. Skólinn er bekkjarkerfisskóli sem leggur mikla áherslu á nemendavænt umhverfi og innihaldsríkt nám. Innritað er samkvæmt nýrri námskrá og geta nemendur skráð sig á eftirtaldar bóknámsbrautir: Félagsfræðabraut Málabraut Náttúrufræðibraut Umsóknareyðublöð fást í skólanum og í öllum grunnskólum. Foreldrar/forráðamenn nemenda undir sjálfræðisaldri þurfa að staðfesta um- sóknirnar. Umsóknum skal fylgja stað- fest afrit af grunnskólaskírteini. Nemendur sem koma með nám úr öðrum skólum þurfa að staðfesta slíkt með viðurkenndum gögnum. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrif- stofu skólans í síma 553 7300. Jafnframt er að finna á heimasíðu skól- ans: http://www.msund.is, inntöku- skilyrði á einstakar námsbrautir. Rektor. NAUÐUNGARSALA Nauðungarsölur Framhald uppboðs á eftirtöldum fasteignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Borgarflöt 1A, Sauðárkróki, þingl. eign Lóns eignarhaldsfélags ehf., eftir kröfu Byggðastofnunar, verður háð á eigninni sjálfri fimmtudag- inn 14. júní 2001 kl. 9.00. Mb. Bylgja SK-6, skrnr. 1819, þingl. eign Hofskeljar ehf., eftir kröfu Veiðafæraverslunarinnar Dímons hf., verður háð á eigninni sjálfri fimmtudaginn 14. júní kl. 14.00. Byrgisskarð, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Leifs Hreggviðs- sonar, eftir kröfu Búnaðarbanka Íslands hf., verður háð á eigninni sjálfri fimmtudaginn 14. júní 2001 kl. 10.30. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 9. maí 2001. Ríkarður Másson. TIL SÖLU Til sölu loftræsti- búnaður og hillur Notuð nýleg loftræstistirör (stokkar) og beygjur, ýmsar stærðir, ásamt tveimur kastventlum. Brettarekkar og stórar hillur lítið notaður. Til sýnis og sölu í Suðurhrauni 3, Garða- bæ (Ísafoldarprentsmiðja). Tilboð óskast. Upplýsingar veitir Björn Einarsson í síma 892 5805. TILBOÐ / ÚTBOÐ Forval Umsýslustofnun varnarmála, sala varnar- liðseigna, f.h. varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli auglýsir hér með eftir aðilum til að taka þátt í forvali vegna útboðs á eftirfarandi verk- efnum fyrir varnarliðið: ● Málningarvinna utanhúss á byggingum 914-919 og 921-925 á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. ● Pökkun og flutningur húsmuna fyrir varnarliðið. Samningurinn til eins árs með möguleika á framlengingu fjórum sinnum, til eins árs í senn. Nánari verklýsingar fylgja forvalsgögnum. Tilkynning þessi tekur einungis til íslenskra lögaðila. Forvalsgögn fást hjá umsýslustofnun varnar- mála, sölu varnarliðseigna, Grensásvegi 9, Reykjavík og á Brekkustíg 39, Reykjanesbæ. Þau ber að fylla út af umsækjendum og áskilur forvalsnefnd utanríkisráðuneytisins sér rétt til að hafna forvalsgögnum sem ekki eru fullnægjandi. Ekki verður tekið við upplýsing- um frá þátttakendum eftir að forvalsfrestur rennur út. Umsóknum skal skilað til umsýslustofn- unar varnarmála, sölu varnarliðseigna, Grensásvegi 9, Reykjavík eða Brekkustíg 39, Njarðvík fyrir kl. 16:00, mánudaginn 11. júní nk. Umsýslustofnun varnarmála. Sala varnarliðseigna. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.