Morgunblaðið - 07.06.2001, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 43
Félags og þjónustu-
miðstöðin
Bólstaðarhlíð 43
óskar eftir starfsfólki
í eftirtalin störf:
Tilsjón og heimaþjónustusta
Við óskum eftir traustum starfsmanni við
aðstoð á umönnun fatlaðs barns. Æskilegur
vinnutími er frá 15.00—19.00 virka daga.
Starfshlutfall er 50% og skiptist til helminga
á milli tilsjónar og heimaþjónustu. Laun vegna
tilsjónar eru greidd samkvæmt kjarasamningi
Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags
Reykjavíkur. Laun vegna heimaþjónustu eru
greidd samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur-
borgar og Eflingar.
Heimaþjónusta Kjalarnesi
Við óskum eftir starfsmanni til starfa við félags-
lega heimaþjónustu á Kjalarnesi. Um er að
ræða tímavinnu, sveiganlegan vinnutíma allt
frá 12—20 klst. á mánuði. Laun eru greidd sam-
kvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og
Eflingar.
Stuðningsfjölskyldur óskast
Félagsþjónustan í Reykjavík er í samvinnu við
marga einstaklinga, sem taka reglubundið börn
til dvalar á heimili sín. Reynslan hefur sýnt að
stuðningsfjölskyldurnar vinna öflugt forvarnar-
starf til að tryggja og viðhalda festu og öryggi
í lífi þeirra barna sem til þeirra koma.
Við viljum styrkja og styðja enn fleiri reykvísk
börn. Til þess þurfum við liðsinni fólks, sem
getur tekið börn í helgarvistun, t.d. eina helgi
í mánuði eða eftir nánara samkomulagi.
Æskileg búseta er Reykjavík og nágrannasveit-
arfélög.
Hafir þú áhuga á mannlegum samskiptum og
að sinna afar gefandi verkefni, þá er stuðnings-
fjölskylduhlutverkið starf fyrir þig. Greitt er skv.
verktakasamningi.
Umsóknareyðublöð fást í Félags- og þjónustu-
miðstöð í Bólstaðarhlíð 43.
Allar nánari upplýsingar veitir
Guðbjörg Vignisdóttir, forstöðumaður,
í síma 568 5052.
ATVINNUHÚSNÆÐI
Verslunin Nesval
Vorum að fá í einkasölu verslunina Nesval á
Seltjarnarnesi. Verð kr. 6,8 miljónir ásamt ca
1.500.000 króna lager og yfir 3.000 titlum af
myndböndum. Mjög góð greiðslukjör og frá-
bærir tekjumöguleikar.
Nánari upplýsingar eru veittar á fasteigna-
sölunni Stóreign.
Lágmúla 7.
HÚSNÆÐI Í BOÐI
Sendiráðsbústaður
Til sölu/leigu (langtíma) stórt hús á góðum stað
í Þingholtunum. Tvöfaldur bílskúr, séraðstaða
fyrir þjónustufólk. Húsið er 2 hæðir og kjallari.
Á efri hæð eru 5 herbergi, hjónaherbergi er
með sérbaðherbergi og sérsvölum. Önnur sér-
snyrting og sérsturta, með rými fyrir framan,
eru á hæðinni. Á jarðhæð eru tvær stofur, borð-
stofa og eldhús. Gestasalerni er á hæðinni.
Í kjallara eru 4 herbergi sem geta verið fyrir
þjónustufólk, sérinngangur og sérstakur inn-
gangur þaðan í eldhús. Í kjallara eru sturtur
og snyrting. Eldhús getur verið algjörlega lokað
frá borðstofu og stofum. Stór garður.
Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer á
auglýsingadeild Mbl. fyrir 11. júní nk. merkt:
SB -832553.
HÚSNÆÐI ÓSKAST
Íbúðarhúsnæði fyrir
erlenda skiptistúdenta
við Háskóla Íslands óskast
Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins óskar eftir
íbúðarhúsnæði til leigu fyrir erlenda skipti-
stúdenta við Háskóla Íslands á komandi hausti
þ.e frá 1. ágúst og 1. september til loka
desember mánaðar 2001 eða loka maí 2002.
Allar tegundir húsnæðis, þar með talin gisti-
heimili, koma til greina.
Nánari upplýsingar eru veittar á Alþjóðaskrif-
stofu háskólastigsins, Guðný Gunnars-
dóttir, sími 525 4469 og Sólveig Haralds-
dóttir, sími 525 4311.
KENNSLA
Innritun nemenda
fyrir haustönn 2001
Námsráðgjafar og konrektor verða til
viðtals í Menntaskólanum við Sund til kl.
12.00 í dag. Tekið er við umsóknum sem
póstlagðar eru fyrir kl. 17.00 föstudaginn
8. júní eða settar í póstkassa skólans,
sem staðsettur er við aðalinngang, fyrir
sama tíma.
Menntaskólinn við Sund er öflugur bók-
námsskóli sem býður nám til stúdents-
prófs. Skólinn er bekkjarkerfisskóli sem
leggur mikla áherslu á nemendavænt
umhverfi og innihaldsríkt nám.
Innritað er samkvæmt nýrri námskrá og
geta nemendur skráð sig á eftirtaldar
bóknámsbrautir:
Félagsfræðabraut
Málabraut
Náttúrufræðibraut
Umsóknareyðublöð fást í skólanum og í
öllum grunnskólum.
Foreldrar/forráðamenn nemenda undir
sjálfræðisaldri þurfa að staðfesta um-
sóknirnar. Umsóknum skal fylgja stað-
fest afrit af grunnskólaskírteini.
Nemendur sem koma með nám úr
öðrum skólum þurfa að staðfesta slíkt
með viðurkenndum gögnum.
Nánari upplýsingar eru gefnar á skrif-
stofu skólans í síma 553 7300.
Jafnframt er að finna á heimasíðu skól-
ans: http://www.msund.is, inntöku-
skilyrði á einstakar námsbrautir.
Rektor.
NAUÐUNGARSALA
Nauðungarsölur
Framhald uppboðs á eftirtöldum fasteignum verður háð á
þeim sjálfum sem hér segir:
Borgarflöt 1A, Sauðárkróki, þingl. eign Lóns eignarhaldsfélags ehf.,
eftir kröfu Byggðastofnunar, verður háð á eigninni sjálfri fimmtudag-
inn 14. júní 2001 kl. 9.00.
Mb. Bylgja SK-6, skrnr. 1819, þingl. eign Hofskeljar ehf., eftir kröfu
Veiðafæraverslunarinnar Dímons hf., verður háð á eigninni sjálfri
fimmtudaginn 14. júní kl. 14.00.
Byrgisskarð, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Leifs Hreggviðs-
sonar, eftir kröfu Búnaðarbanka Íslands hf., verður háð á eigninni
sjálfri fimmtudaginn 14. júní 2001 kl. 10.30.
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki,
9. maí 2001.
Ríkarður Másson.
TIL SÖLU
Til sölu loftræsti-
búnaður og hillur
Notuð nýleg loftræstistirör (stokkar)
og beygjur, ýmsar stærðir, ásamt
tveimur kastventlum.
Brettarekkar og stórar hillur lítið
notaður.
Til sýnis og sölu í Suðurhrauni 3, Garða-
bæ (Ísafoldarprentsmiðja).
Tilboð óskast.
Upplýsingar veitir Björn Einarsson í
síma 892 5805.
TILBOÐ / ÚTBOÐ
Forval
Umsýslustofnun varnarmála, sala varnar-
liðseigna, f.h. varnarliðsins á Keflavíkurflug-
velli auglýsir hér með eftir aðilum til að taka
þátt í forvali vegna útboðs á eftirfarandi verk-
efnum fyrir varnarliðið:
● Málningarvinna utanhúss á byggingum
914-919 og 921-925 á varnarsvæðinu
á Keflavíkurflugvelli.
● Pökkun og flutningur húsmuna fyrir
varnarliðið.
Samningurinn til eins árs með möguleika á
framlengingu fjórum sinnum, til eins árs í
senn.
Nánari verklýsingar fylgja forvalsgögnum.
Tilkynning þessi tekur einungis til íslenskra
lögaðila.
Forvalsgögn fást hjá umsýslustofnun varnar-
mála, sölu varnarliðseigna, Grensásvegi 9,
Reykjavík og á Brekkustíg 39, Reykjanesbæ.
Þau ber að fylla út af umsækjendum og áskilur
forvalsnefnd utanríkisráðuneytisins sér rétt
til að hafna forvalsgögnum sem ekki eru
fullnægjandi. Ekki verður tekið við upplýsing-
um frá þátttakendum eftir að forvalsfrestur
rennur út.
Umsóknum skal skilað til umsýslustofn-
unar varnarmála, sölu varnarliðseigna,
Grensásvegi 9, Reykjavík eða Brekkustíg
39, Njarðvík fyrir kl. 16:00, mánudaginn
11. júní nk.
Umsýslustofnun varnarmála.
Sala varnarliðseigna.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I