Morgunblaðið - 07.06.2001, Page 46

Morgunblaðið - 07.06.2001, Page 46
UMRÆÐAN 46 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ LANDSMENN allir þyrftu að kynna sér grein Magnúsar Jóns- sonar Veðurstofustjóra sem hann nefndi „kvótauppgjörið“ og birtist í Morgun- blaðinu laugardaginn 2. júní sl. Það er ræki- legasta kjaftshögg sem því kerfi hefir frá upp- hafi verið greitt. Kvótamenn kvarta mjög undan þeirri óvissu sem þeir telja að ríki um gripdeildar- kerfi sjávarútvegsins. Það er óþarft að velkj- ast í vafa í þeim efnum. Það átumein þjóðfélagsins verður upprætt með öllu óðara en varir – með góðu eða illu. „Ég tel fiskveiðistjórn síðasta áratugar mesta samfélagslega ógæfuverk sem framið hefir verið í sögu þjóðarinnar,“ segir Magnús Veðurstofustjóri m.a. í greininni sinni. Sægreifar, og þjónustumenn þeirra í röðum stjórnvalda, finna að þyngist mjög róðurinn að viðhalda hinu ótrúlega kvótakerfi. Þess vegna taka þeir að tala tungum um nauðsyn sátta og láta í það skína að þeir væru hugsanlega tilbúnir að greiða eitthvert gjald „eftir efnum og ástæðum“ fyrir veiðileyfi sem þeir hafa fengið að gjöf hingað til. Og ekki stendur á skutilsveinunum að taka undir hræðslutalið; benda þeir á að slíka sátt megi byggja á til- lögum hinnar svonefndu auðlinda- nefndar. Fyrir því skal hér vikið að örfáum atriðum í áliti hennar. Því hefir verið marglýst yfir að náðst hafi samkomulag í þeirri nefnd. Þar sem bókaður ágreiningur var í nefndinni um hina svonefndu „fyrningarleið“ hlýtur „veiðigjalds- leiðin“ að vera sáttagrunnur auð- lindanefndarinnar allrar. Og þá er að fletta blöðunum í álitsgerð nefndarinnar: Bls. 30 neðst: „Jafn- framt því að vísa til þeirra raka og tillagna sem þar er lýst [þ.e. í kaflanum um fiskveið- ar. Innsk. höf.] er rétt að það komi hér fram að nefndin er þeirrar skoðunar að byggja eigi stjórn fiskveiða áfram í meginatriðum á núverandi grunni.“ Fleiri vitna þarf raunar ekki við. Á þessum grunni hvíla allar tillögur nefndar- innar um útfærslu „veiðigjaldsleiðarinn- ar“ sem nefndin gerði öll að sinni og sameinaðist um. Bls. 33 neðst: „Aflamarkskerfið ýtir undir hagræðingu og stuðlar að vel skipulögðum rekstri, en mest hagkvæmni næst í kerfinu ef gild- istími úthlutunar aflahlutdeildarinn- ar er sem lengstur og framsal afla- heimilda frjálst.“ Hér er talað tæpitungulaust. Bezt er auðvitað að úthluta sægreifunum sameign þjóðarinnar til ævarandi eignar og setja engar hömlur á grip- deild lénsherranna svo þeir geti deilt og drottnað örfáir er stundir líða. Bls. 34 efst; „Hérlendis virðist aflamarkskerfið þegar hafa skilað árangri.“ Þó það nú væri! Örfáir útvaldir hafa makað krókinn um milljarða og m.a.s. komið þeim úr landi skatt- frjálsum. Árangur sést líka á skuld- um sjávarútvegs sem hlaðizt hafa upp í stjarnfræðilegar tölur! Að ekki sé minnzt á eyðingu byggða lands- ins! Enn fremur bls. 34: „Þokkalega hefur einnig tekist til með uppbygg- ingu sumra nytjastofna og þorsk- stofninn virðist vera á uppleið“! Að þessum „fróðleik“ væri vissu- lega hægt að hlæja með öllum kaft- einum á þorrablóti. Allt frá því sem kvótakerfið var tekið upp hefir land- aður þorskafli af Íslandsmiðunum verið helmingi minni árlega en hann var í hálfa öld þar áður. Hitt er svo annað mál að það eru líklega drepin jafnmörg tonn og áður var, en mis- muninum aftur í sjó skilað. Það er helzti „árangur“ kvótakerfisins. Á bls. 52 afgreiða vísindamenn- irnir brottkast m.a. svona: „Að auki hvetur aflamarkskerfi með varan- legum aflahlutdeildum til meiri um- hyggju fyrir auðlindinni.“! Efst á bls. 50 segir nefndin að fyr- ir því séu ekki „óyggjandi“ rök að „kerfið væri aðalorsök samþjöppun- ar á rekstri sjávarútvegsfyrirtækja og að í henni væri fólgin byggð- aröskun og yfirdrottnun fárra að- ila.“! Það er á þessum grunni sem for- mælendur kvótakerfisins ætlast til að sættir takizt með þjóðinni. Allt aðalinnihald álitsgerðar auð- lindanefndar virðist sótt í fylgsni LÍÚ og síðan ritstýrt af ráðuneyt- ismönnum. En þeir, sem dreymir um að álitsgerð þessi geti orðið grundvöllur sátta um fiskveiðistjórn á Íslandi, munu vissulega vakna upp við vondan draum. Úr fylgsnum LÍÚ Sverrir Hermannsson Kvótinn Allt aðalinnihald álits- gerðar auðlindanefndar virðist sótt í fylgsni LÍÚ, segir Sverrir Her- mannsson, og síðan ritstýrt af ráðuneytis- mönnum. Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins. ÞAÐ vill stundum gleymast í umræðunni um evrópumarkaðs- hyggjuna, að öðrum þræði á hún sér ör- yggispólitískar rætur, ekki bara efnahagsleg- ar. Saga meginlands- ríkja Evrópu er að hluta til saga ofbeldis- og árásarhneigðar, yf- irgangs, valdbeitingar og stríðs með tilheyr- andi mannfalli, eyði- leggingu, fórnum og eymd. Napóleon réðist í mikilmennskudraum- um að nágrönnum sínum, vildi sam- eina Evrópu með því að brjóta sjálfstæð ríki undir sig með her- valdi, sameina þannig álfuna og gera að einu öryggissvæði undir franskri yfirdrottnun. Annar drottnunarsjúkur maður, Adolf Hitler, hóf síðari heimsstyrjöldina 1939 til þess að sameina Evrópu í eitt öryggissvæði undir þýskri yf- irdrottnun með stofnun 1000 ára ríkis nasismans. Afleiðingarnar voru í báðum til- fellum hörmulegar. Blómlegar byggðir voru lagðar í auðn, fagrar borgir og iðnver jöfnuð við jörðu, sorg í hverri fjölskyldu vegna mannfalls, sára, limlestinga og eignatjóns. Framleiðslu- og efna- hagslífið í rúst. Lífskjörin í lág- marki. Stríðsógæfan eftir síðari heims- styrjöldina kallaði fram kröfuna um aðgerðir til að tryggja varanlegan frið og öryggi í álfunni. „Aldrei aft- ur stríð“ var kjörorðið, sem kallaði á friðsamlega enduruppbyggingu álfunnar svo hún mætti aftur ná fyrri velsæld og áhrifastöðu í heim- inum. Þetta var grunnurinn að örygg- ispólitíska þætti evr- ópumarkaðshyggjunn- ar eftir stríð. Neikvæðu þættirn- ir, sem framkölluðu öryggispólitíska þátt evrópumarkaðshyggj- unnar, áttu ekki við um Ísland. Við höfum aldrei háð stríð. Í landi okkar hefur óvinaher aldrei farið ógnandi og eyðandi um byggðir og ból. Hér hafa hersveitir aldrei barist. Við vor- um blessunarlega laus við það hörmungarástand, sem örv- aði öryggispólitíska þátt evrópu- markaðshyggjunar eftir stríð. Frá lokum Napoleonsstyrjald- anna vorum við á bresku öryggis- og valdssvæði í skjóli breska flot- ans, þótt við framkvæmdum hlut- leysisstefnu frá fullveldinu 1918. Grundvallarbreyting varð á þess- ari stöðu öryggismála okkar með þríhliða samningi Íslands, Banda- ríkjanna og Bretlands í júlí 1941. Þá yfirgáfum við hlutleysisstefn- una, fluttumst yfir á bandarískt ör- yggis- og valdssvæði með samþykki Breta, og bandarískar hersveitir komu til landsins 7. júlí 1941 til þess að yfirtaka varnarhlutverk bresku sveitanna. Síðan höfum við verið á bandarísku valds- og örygg- issvæði. Ekki er líklegt að það breytist í fyrirsjáanlegri framtíð. Við gerðumst að vísu stofnaðilar að NATO með nokkrum Evrópu- ríkjum, Bandaríkjunum og Kanada, 1949. Fyrir því voru aðrar hug- sjónafræðilegar röksemdir en ör- yggispólitíski þáttur evrópumark- aðshyggjunnar. Þar var brugðist á árangursríkan hátt við útþenslu- ógnun rauða valds kommúnismans í Sovétríkjunum. Þrátt fyrir NATO-aðildina er tví- hliða varnarsamningur okkar við Bandaríkin frá 1951 kjarninn í okk- ar öryggismálum, hvernig svo sem mönnun og fyrirkomulag varnar- mannvirkja á Íslandi þróast. Samn- ingurinn verður vafalítið lengi enn öryggiskjölfesta okkar, enda á hann sér sjálfstæða tilveru án tillits til þess, hvað um NATO verður, og án tillits til þess, hvort afbrýðisemi og öfund Evrópuríkja út í Banda- ríkin rýra með varnarstefnubrölti ESB mikilvægi NATO eða ekki. Um það niðurrif eigum við enga samleið með ESB. Ljóst er af öllu þessu, að for- sendur öryggispólitísku þátta evr- ópumarkaðshyggjunnar eru utan við okkar sögulega öryggispólitíska veruleika og eiga ekki við um okk- ur. Á grundvelli þeirra verður hvorki rökræn né sanngjörn krafa gerð til okkar um aðild að ESB. Öryggismálin í öndvegi Hannes Jónsson Evrópumarkaður Við vorum blessunar- lega laus við það hörm- ungarástand, segir Hannes Jónsson, sem örvaði öryggispólitíska þátt evrópumark- aðshyggjunnar eftir stríð. Höfundur er félagsfræðingur og fv. sendiherra. Í FRÉTTUM Stöðvar 2 25. maí sl. var því haldið fram af viðmælanda frétta- stofunnar að rann- sókn Alþjóðaflug- málastofnunarinnar (ICAO) vegna flug- slyssins í Skerjafirði sé ófullnægjandi. Fullyrt var að stofn- uninni hefði ekki ver- ið látin öll gögn í té, þar á meðal frumdrög skýrslu Rannsóknar- nefndar flugslysa (RNF) sem send var Flugmálastjórn og Ís- leifi Ottesen til um- sagnar. Undirritaður gerði athuga- semd vegna fréttarinnar við fréttastofu og hefði hún mátt vera nákvæmari. Er beðist velvirðingar á því. Viðmælandi frétttastofunnar fylgir þessari fullyrð- ingu síðan eftir í blaðagrein í Morgun- blaðinu sl. laugardag og er hún tilefni þess- ara athugasemda. Hið rétta í þessu máli er að samgöngu- ráðuneytið hefur ekki synjað ICAO um nein gögn. Sérfræðingar ICAO hafa fengið og munu fá öll þau gögn sem þeir óska eftir. Löggiltur skjalaþýð- andi og túlkur á veg- um ráðuneytisins var sérfræðingum ICAO til aðstoðar þann tíma er þeir voru á landinu. Þeir fóru yfir frumdrög skýrslunnar með fulltrúum RNF. Skýrsla RNF um flugslysið hefur verið þýdd á ensku. Sérfræðingar ICAO ráða alfarið vinnubrögðum sínum, og hvorki samgönguráðuneytið, RNF, Flugmálastjórn, flugrekendur né aðrir eiga eða geta stjórnað vinnu þeirra eða gagnaöflun. Sérfræð- ingar ICAO hafa staðfest við ráðu- neytið að þeir hafi aðgang að þeim gögnum sem nauðsynleg eru svo ljúka megi athugun þeirra á starfsháttum Rannsóknarnefndar flugslysa. Það er von samgöngu- ráðuneytisins að skýrsla ICAO vegna þessa máls, bæði hvað varð- ar RNF og Flugmálastjórn, berist sem fyrst. Verður hún þá kynnt opinberlega og jafnframt frekari ákvarðanir í málinu. Stutt athuga- semd vegna flug- slysarannsóknar Sturla Böðvarsson Höfundur er samgönguráðherra. Flugslysið Hið rétta í þessu máli er, segir Sturla Böðvarsson, að sam- gönguráðuneytið hefur ekki synjað ICAO um nein gögn. Sérfræð- ingar ICAO hafa fengið og munu fá öll þau gögn sem þeir óska eftir. KATRÍN Fjeld- sted, þingmaður Reykvíkinga, hélt refsivendi á lofti í Morgunblaðsgrein fyrir skömmu og skammaði Heimdell- inga, unga sjálfstæð- ismenn í Reykjavík, fyrir að berja á sam- flokksmönnum úr launsátri. Tilefnið var grein á vefsíðu Heim- dallar, frelsi.is, þar sem þingmönnum Sjálfstæðisflokksins var gefin einkunn fyr- ir frammistöðu sína á þingi. Margir náðu góðum árangri, Katrín féll. Heimdellingar hafa alltaf verið óhræddir við að beita aðhaldsvendi sínum ef þeim finnst vegið að sjálfsákvörðunarrétti einstakling- anna og hvín í Gjallarhorni þeirra þegar hætta steðjar að. Þeir eru óhræddir við að segja skoðun sína umbúðalaust og tala ávallt eftir eigin sann- færingu. Oft fer það fyrir brjóstið á þeim sem gagnrýnin beinist að og stundum er það gert af óbilgirni. Samt hefur forysta flokks- ins ávallt skilið að það er betur gert en ógert. Eftir að Katrín hafði orðið fyrir barðinu á hreingern- ingavendi Heimdell- inga ákvað ég að hringja í hana til að heyra hennar sjónar- mið. Sagði ég henni að stafir mínir hefðu verið undir umræddri grein og því bæri ég fulla ábyrgð á því sem þar stóð, bæði sem höfundur greinarinnar og ekki síst sem formaður Heim- dallar. Því er það algjört vindhögg hjá Katrínu þegar hún sakar Heimdellinga um að vega að sam- flokksmönnum úr launsátri. Vandarhögg Heimdallar gera lítinn greinarmun á hver á í hlut þegar frelsi einstaklingsins til sjálfsákvörðunar um eigin velferð er skert. Við byggjum baráttu okkar og málflutning á þeirri ein- földu hugmyndafræði að einstak- lingarnir sjálfir vita best hvað þeim er fyrir bestu. Sú hugmynda- fræði hefur átt heima innan Sjálf- stæðisflokksins og innan hans hef- ur þessum sjónarmiðum verið haldið hátt á lofti. Heimdellingar ætla að tryggja að svo verði áfram. Vandarhögg Heimdallar Björgvin Guðmundsson Höfundur er formaður Heim- dallar, FUS. Aðhald Heimdellingar hafa allt- af verið óhræddir við að beita aðhaldsvendi sín- um, segir Björgvin Guð- mundsson, ef þeim finnst vegið að sjálfs- ákvörðunarrétti ein- staklinganna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.