Morgunblaðið - 07.06.2001, Qupperneq 51
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 51
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
við Nýbýlaveg, Kópavogi
✝ Gísli Magnússonfæddist á Eski-
firði 5. febrúar 1929.
Hann andaðist á
Landspítalanum í
Fossvogi 28. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Magnús
Gíslason sýslumaður
þar og síðar skrif-
stofustjóri í fjár-
málaráðuneytinu, f.
1.11. 1884, d. 21.9.
1970 og k.h. Sigríður
Jónsdóttir húsmóðir,
f. 27.9. 1897, d. 23.5.
1965. Gísli var yngst-
ur fjögurra systkina og eru þau
Guðný, f. 22.6. 1919, Þorbjörg, f.
12.10.1921 og Jón, f. 30.11.1926.
Árið 1955 kvæntist Gísli Þor-
gerði Þorgeirsdóttur húsmæðra-
kennara, f. 19. janúar 1926. For-
eldrar hennar voru Þorgeir
Þorsteinsson bóndi á Hlemmi-
skeiði á Skeiðum, f. 16.3.1885, d.
20.8.1943 og k.h. Vilborg Jóns-
dóttir kennari og húsfreyja, f.
9.5.1887, d. 2.4.1970. Börn þeirra
eru 1) Magnús stærðfræðingur, f.
27.4.1956 kvæntur Guðrúnu Hall-
dórsdóttur fóstru, f. 16.3.1957,
börn þeirra eru Gísli f. 16.4.1988
og Vilborg f. 29.5.1993 og 2)
Rósa myndlistarmaður, f.
4.7.1957 gift Þórhalli Eyþórssyni
málfræðingi, f. 4.6.1959, börn
þeirra eru Þorgerður f.
12.3.1989, Helga
Gunndís f. 23.6.1991
og Guðrún Sigríður
f. 19.4.1996.
Gísli lauk burtfar-
arprófi frá Tónlist-
arskólanum í
Reykjavík 1949 og
einleikaraprófi frá
Tónlistarháskólan-
um í Zürich í Sviss
1953. Hann stundaði
framhaldsnám í
Róm veturinn 1954–
1955. Gísli starfaði
sem píanókennari í
Reykjavík 1956–
1972 og við Tónlistarskóla
Garðabæjar frá 1969 til ársloka
1999 og var skólastjóri síðustu 15
árin. Gísli hélt fyrstu tónleika
sína á vegum Tónlistarfélagsins í
Reykjavík 1951. Hann hélt síðan
fjölda einleiks- og samleikstón-
leika innanlands og utan, kom
fram í útvarpi og sjónvarpi og
lék inn á hljómplötur. Gísli var
einleikari á fjölda tónleika Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands á árun-
um 1954–1989. Gísli var í stjórn
Félags íslenskra tónlistarmanna
1965–1968, Félags tónlistarkenn-
ara 1978–1981 og Íslandsdeildar
Evrópusambands píanókennara,
EPTA, 1979–1995.
Útför Gísla fer fram frá Hall-
grímskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Tengdafaðir minn, Gísli Magnús-
son, var einstakur maður, einn
þeirra fáu sem færa lífið upp á æðra
svið með nærveru sinni. Meðfæddir
hæfileikar hans duldust engum sem
áttu því láni að fagna að kynnast
honum. Gísli var án efa einn færasti
og tilfinninganæmasti píanóleikari
sem Ísland hefur alið og átti þar að
auki farsælan feril sem skólastjóri
Tónlistarskóla Garðabæjar.
Hann var þó sannarlega ekki að
flíka yfirburðum sínum og miklaðist
ekki af þeim. Allt fas hans einkennd-
ist af hógværð og yfirlætisleysi, vel-
vild og mannúð. Í sjötugsafmæli sínu
fyrir tveim árum var hann tilneydd-
ur að flytja ræðustúf og sagði þá að
helsta markmið sitt í lífinu hefði allt-
af verið að láta sem minnst fara fyrir
sér. Þessi orð lýsa Gísla í hnotskurn.
Vafalaust hafa þó einhverjir veislu-
gestir hugsað með sér að ýmsir aðrir
mættu frekar tileinka sér þetta lífs-
viðhorf. Allir sem kynntust Gísla
Magnússyni skildu að þar fór lista-
maður sem var mikill af sjálfum sér
og þurfti ekki að sanna sig með nein-
um bægslagangi.
Að Gísla stóðu styrkir stofnar
austan af fjörðum. Þar ber hæst
fjörtíuprestaættina frægu, þótt
sjálfur hafi Gísli raunar ekki lagt
mikið upp úr slíkum hlutum. Í einka-
lífi sínu var hann gæfumaður og
voru þau hjónin, Gísli og Þorgerður,
einstaklega samhent og samtaka. Á
heimilinu að Bergstaðastræti 65 er
fágaður en tilgerðarlaus menningar-
bragur og andinn hafinn yfir ys og
þys hversdagsins. Þar höfum við
fjölskyldan átt ófáar gleðistundir,
ekki síst eftir að barnabörnin bætt-
ust í hópinn. Gísli lét sér óvenju annt
um barnabörnin sín og var ekki að-
eins afi þeirra heldur líka vinur
þeirra og félagi. Fátt hefur börnun-
um þótt jafnast á við að vera með afa
og ömmu uppi í sumarbústað í
Skýjaborg. Gísli var ötulasti penna-
vinur dætra okkar Rósu eftir að við
fluttumst til Englands, og allt til
hinstu stundar sendi hann þeim bréf
með skemmtilegum sögum og lista-
vel gerðum myndskreytingum. Jafn-
vel í erfiðum veikindum var hann
vakinn og sofinn að hugsa um vel-
ferð fjölskyldunnar. Ógleymanlegar
eru heimsóknir þeirra Gísla og Þor-
gerðar til okkar Rósu til landa þar
sem við höfum dvalist á undanförn-
um árum: Þýskalands, Bandaríkj-
anna og nú síðast Englands. Einna
minnisstæðust er þó dvöl okkar fjög-
urra í Róm, þar sem Gísli hafði verið
við nám á sínum tíma. Í borginni ei-
lífu var hann í essinu sínu og naut
lífsins, ungur í annað sinn. Þarlendir
ávörpuðu hann jafnan ’capo di fa-
miglia’, höfuð fjölskyldunnar – og
voru það orð að sönnu. Það er ómet-
anleg reynsla, menntandi og mann-
bætandi, að hafa átt þess kost að
vera samvistum við slíkan öðling.
Þórhallur Eyþórsson.
Gísli Magnússon, elskulegur mág-
ur og vinur, er kvaddur í dag.
Það var mikil gæfa og gleði þegar
hann kom í fjölskylduna. Gísli var
mikill listamaður og listunnandi, átti
auðvelt með að túlka list sína í tón-
um og svo einnig í myndsköpun. Að-
alsmerki listsköpunar hans var
óvenjulegt næmi, fágun og hlýja.
Sömu eiginleika bar hann sem
manneskja og samferðamaður.
Gísli átti mjög auðvelt með að
koma auga á fegurðina og naut
hennar ríkulega, hvort heldur var
við píanóið eða úti í náttúrunni.
Heimili Gísla og Þorgerðar er ein-
staklega fagurt og þar ríkir fágaður
lífsstíll, bjartur og hlýr andblær sem
engan lætur ósnortinn. Þau hjónin
voru svo samrýnd og áttu svo fagra
lífssýn sem allt þeirra líf og lífsvið-
horf einkenndist af. Þeim fylgdi
ávallt birta og bros og þar mættum
við heilum huga. Þakklæti mitt og
allrar fjölskyldunnar er mikið fyrir
að hafa átt Gísla að vini og þykja
svona vænt um hann.
Inga Þorgeirsdóttir.
Vinur minn og starfsbróðir, Gísli
Magnússon píanóleikari, er látinn.
Með honum er horfinn af sjónarsvið-
inu einn fremsti píanóleikari þjóð-
arinnar.
Gísli var búinn að heyja hetjulega
baráttu við illvígan sjúkdóm í nokk-
ur ár og var aðdáunarvert hve sterk-
ur hann var, hve lengi honum tókst
að halda góðri heilsu með sérstökum
aðferðum sem hann beitti, en tæpum
tveimur vikum fyrir andlátið náði
sjúkdómur hans yfirhöndinni. Ég
man fyrst eftir Gísla er hann lék á
nemendatónleikum Tónlistarskól-
ans í Reykjavík sem þá fóru fram í
Trípólíbíói. Þá var ég á fyrstu árum
náms míns og heyrði lengra komna
píanista skólans brillera á tónleikum
sem þarna fóru fram svo sem Hauk
Guðlaugsson, Guðmund Jónsson,
Ragnar Björnsson, Jón Nordal og
fleiri.
Burtfararprófi frá skólanum lauk
Gísli 1949.
Næst heyrði ég hann á eftirminni-
legum tónleikum 1954 er hann lék
Píanókonsert nr. 1 eftir Franz Liszt
í Þjóðleikhúsinu á tónleikum Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands. Þetta var
óvenju glæsilegt „debut“ ungs
píanóleikara með hljómsveit, en
hann hafði haldið sína fyrstu opin-
beru einleikstónleika á vegum Tón-
listarfélagsins í Reykjavík 1951.
Enn er mér í fersku minni hve miklu
tæknilegu valdi Gísli hafði þá náð,
tækni hans var svo tær og örugg.
Leikur hans var bæði jafn og yfir-
vegaður, hann hafði gott tímaskyn,
vandaði mjög mótun allra hendinga
og í túlkun hans var heildarbygging
verkanna klár og sannfærandi. Ég
vissi að Gísli hafði þá verið í fram-
haldsnámi í píanóleik í Zürich, en
þaðan hafði hann lokið einleikara-
prófi 1953. Að því loknu stundaði
hann framhaldsnám í Róm árin
1954–55. Árin rétt áður en ég lauk
burtfararprófi frá Tónlistarskólan-
um í Reykjavík 1960 man ég eftir
Gísla er hann kenndi þá við skólann í
nokkur ár.
Það var ekki fyrr en ég kom heim
frá námi erlendis 1965 að ég kynnt-
ist Gísla persónulega, að mig minnir
á sviði félagsmála tónlistarmanna.
Nokkrum árum síðar, 1969, gerðist
Gísli kennari við Tónlistarskóla
Garðabæjar.
Skólastjóri varð hann 1984 þar til
hann lét af störfum fyrir ári.
Svo var það árið 1975 að við Gísli
ákváðum að spreyta okkur á verkum
fyrir tvö píanó. Segja má að það
samstarf og samleikur okkar hafi
smollið saman strax í upphafi, því að
bæði var að við höfðum oftast áhuga
á aðtaka fyrir sömu verkin og við
höfðum yfirleitt mjög svipaðar hug-
myndir um túlkun þeirra. Eftir vel
heppnaða tónleika þetta sama ár
upphófst samstarf sem átti eftir að
standa allt til 1987 er við frumflutt-
um Píanókonsert fyrir tvö píanó og
hljómsveit eftir Jónas Tómasson. Á
þessu tímabili héldum við marga
tónleika með verkum fyrir tvö píanó,
lékum í útvarpi og sjónvarpi. Minn-
isstæður er mér sjónvarpsþáttur
sem Egill Eðvarðsson stýrði, þar
sem við lékum m.a. Tilbrigði eftir
Lutoslawski um stef eftir Paganini,
en þar lögðu sjónvarpsmenn sig sér-
staklega fram um að ná góðu sam-
spili tónlistar og myndar.
Á þessum árum komum við oft
fram á Listahátíð í Reykjavík. Eitt
sinn lékum við La Valse eftir Ravel,
en á einni æfingunni datt okkur í
hug að fá tvær ballerínur í lið með
okkur. Í stað tveggja listdansmeyja
fengum við heilan listdansflokk eftir
að hafa haft samband við Íslenska
dansflokkinn sem dansaði með okk-
ur á eins konar tónleika-listdanssýn-
ingu! Á Listahátíð 1978 gerðumst
við kröfuharðir og báðum um Þjóð-
leikhúsið fyrir tónleika okkar, sem
var samþykkt. Þar réðumst við í tvö
stórvirki, Vorblót Stravinskís og
Sónötu Bartóks fyrir tvö píanó og
slagverkshljóðfæri. Sama sumar
lékum við Vorblótið inn á hljómplötu
ásamt Tilbrigðum Lutoslawskís.
Sónötu Bartóks áttum við eftir að
leika aftur nokkrum sinnum, m.a. í
öðru formi sem Píanókonsert fyrir
tvö píanó og hljómsveit sem við lék-
um með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Í samstarfi okkar eru sérstaklega
minnisstæðir tónleikar okkar á ráð-
stefnu EPTA í London 1982, en
meðal áheyrenda voru ýmsir þekktir
píanóleikarar.
Í mörg ár var Gísli Magnússon
mikilvirkur í íslensku tónlistarlífi,
hélt marga einleiks- og samleikstón-
leika innanlands og utan, var oft ein-
leikari með Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands, frumflutti hérlendis konserta
eftir ýmis tónskáld. Auk þess lék
hann marga þekkta píanókonserta
svo sem eftir Mozart, Beethoven,
Katsjatúrían o.fl. Hann hélt marga
tónleika með Gunnari Kvaran selló-
leikara, fór með honum í tónleika-
ferð um Norðurlönd 1974 og til
Bandaríkjanna 1979. Hann lék
Píanókonsert Jóns Nordal á opnun-
artónleikum Tónlistarhátíðarinnar í
Björgvin 1977. Gísli lék einleiksverk
á nokkrum hljómplötum, m.a. verk
eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Pál
Ísólfsson, Bach, Beethoven og
Brahms. Þá lék hann inn á nokkra
geisladiska ásamt Gunnari Kvaran
sellóleikara.
Auk píanóleiksins störfuðum við
Gísli oft saman að félagsmálum tón-
listarmanna, en þó einna mest í Ís-
landsdeild EPTA (Evrópusambands
píanókennara) en við vorum saman í
stjórn ásamt Kristni Gestssyni
píanóleikara allt frá stofnun 1979 til
1995. Þar áttum við farsælt sam-
starf, sérstaklega er við skipulögð-
um í nokkur ár svokallaða EPTA-
tónleika, þar sem markmiðið var að
veita íslenskum píanóleikurum tæki-
færi á að koma fram opinberlega.
Einnig komu fram þar erlendir
píanóleikarar sem við komumst í
kynni við gegnum Evrópusamband-
ið.
Þá er ótalinn þáttur þar sem ég
hef kynnst frábæru starfi Gísla, en
fyrir mörgum árum varð hann aðal-
prófdómari stigsprófa og allra loka-
prófa Tónlistarskólans í Reykjavík
þar til fyrir nokkrum vikum er hann
prófdæmdi síðustu prófin.
Þar nutum við hinnar miklu kunn-
áttu hans, reynslu og víðsýnis á
þessu sviði sem hefur verið ómet-
anlegt í starfi skólans.
Gísli Magnússon var óvenju vel
gerður maður. Auk hinna miklu tón-
listargáfna sem hann hafði hlotið í
vöggugjöf var hann einstakt göfug-
menni. Hann var réttsýnn, tilitssam-
ur og samvinnuþýður. Þá var hann
gæddur sérstakri kímnigáfu sem
kom fram með ýmsum og oft óvænt-
um hætti. Ég vil nota hér tækifærið
og færa Stellu, eftirlifandi eiginkonu
Gísla, þakkir mínar og konu minnar
fyrir mjög ánægjuleg kynni á und-
anförnum árum. Í mörg ár hefur
verið starfandi plötuklúbbur nokk-
urra píanóleikara og höfum við þá
oft notið rausnarlegra veitinga á
heimili Gísla og Stellu. Vil ég fyrir
hönd klúbbsins, mín og konu minnar
Susan færa Stellu og fjölskyldunni
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Halldór Haraldsson.
Hann var mér svo góður alla tíð.
Öðlingurinn sem treysti mér fyrir
því að keyra börnin sín í vagni og
kerru um Bergstaðastæti, Njarðar-
götu og Skólavörðustíg þegar ég
sjálf var lítil stúlka. Sumrin tvö eru
björt í minningunni og þannig eru
allar minningar um Gísla. Í sam-
félaginu er hann þekktastur sem af-
burða tónlistarmaður, í fjölskyld-
unni okkar sem mikið ljúfmenni sem
fylgdist hljóðlega með öllum og bar
velferð allra fyrir brjósti.
Listamaður var hann ekki ein-
göngu í tónlistinni heldur í öllu sem
hann tók sér fyrir hendur. Heimilið,
gjafir til annarra og framkoman öll
bar þess vitni að þar fór maður sem
bar djúpa lotningu fyrir lífinu og list-
inni. Hann málaði vatnslitamyndir
og hann hannaði listaverk úr pappír.
Hann bar virðingu fyrir umhverfinu
öllu og naut útivistar. Dýravinur var
hann mikill og átti um tíma hund og
síðar kött sem honum þótti afskap-
lega vænt um. Honum þótti örugg-
lega vænt um alla sem hann kynntist
og trúlega hefur öllum sem kynntust
honum þótt óendanlega vænt um
hann.
Enn á ég fyrstu gjöfina sem hann
og Stella gáfu mér þegar þau komu
nýgift frá Rómaborg. Það er rós sem
enn ilmar eftir 46 ár. Þannig trúi ég
að minningin um Gísla muni lifa um
ókomna daga.
Góður Guð blessi og styrki alla þá
sem voru Gísla kærir.
Vilborg Ingólfsdóttir.
Kveðja frá Tónlistarskóla
Garðabæjar
Það er ekki bara landið okkar sem
er ungt, listin er enn yngri og þá sér-
staklega tónlistin.
Margir af fyrstu kynslóð þeirra
manna sem helgað hafa líf sitt tón-
listinni eingöngu eru enn á meðal
okkar.
Einn þeirra kveðjum við í dag,
Gísla Magnússon píanóleikara og fv.
skólastjóra Tónlistarskóla Garða-
bæjar.
Tónlistarskóli Garðabæjar var
stofnaður 1964 og hóf Gísli þar kenn-
arastörf 1969. Hann varð síðan
skólastjóri 1984 til 2000 er hann lét
af störfum fyrir aldurs sakir.
Er því ævistarf Gísla samofið sögu
skólans.
Hefur það sjálfsagt ekki verið
auðvelt að byggja upp góðan tónlist-
arskóla í ungum bæ eins og Garða-
bæ. En skólinn óx og dafnaði og hef-
ur nú útskrifað á fjórða tug nemenda
og þá flesta í skólastjóratíð Gísla.
Það brautryðjendastarf sem
menn eins og Gísli hafa unnið, bæði
sem píanóleikari og uppalandi, er
ómetanlegt allri þjóðinni, því svo er
tónlistin samofin tilveru okkar að
óhugsandi væri líf án hennar. Sem
píanóleikari var Gísli einstakur og
þeir eru ekki ófáir sem urðu heiðrík-
ir í framan þegar minnst var á
píanóleik hans sem einkenndist af
GÍSLI
MAGNÚSSON
SJÁ SÍÐU 52