Morgunblaðið - 07.06.2001, Síða 55

Morgunblaðið - 07.06.2001, Síða 55
ALDARMINNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 55 Hinn 7. júní 1901, fyrir réttum 100 árum, ól ung kona son á bæn- um Refastöðum norður í Laxárdal í Húnavatns- sýslu. Þetta barn, sem hefði orðið 100 ára í dag, var Marinó L. Stefánsson. Marinó lést 3ja október 1992 eftir einstaklega gæfuríka æfi. Núna á 100 ára ártíð Marinós er rétt að minnast hans og verka hans sem hafa snert ótal marga Íslendinga. Á löngum starfsferli, sem kennari, kom Marinó við í lífi ótalmargra Ís- lendinga. Ekki einungis sem kennari þeirra, í þeim skilningi sem við oft- ast leggjum í það orð, heldur líka sem leiðbeinandi, eða lærifaðir. Marinó lagði sig fram við að vera nemendum sínum fyrirmynd, að- stoða þá við að greina rétt frá röngu, og finna sínar sterkustu hliðar og hlúa að þeim. Sem fjölskyldufaðir átti Marinó því láni að fagna að eignast fjögur börn sem öll komust á legg og nutu leiðsagnar hans. Þau eru Þorbjörg, Sigfríður, Karl og Grétar. Eiginkona Marinós, Guðbjörg Bergsveinsdóttir studdi hann og bjó þeim fallegt og hlýlegt heimili. Hún var honum líka félagi og hefur án efa með sínum dillandi hlátri og léttleika vegið uppá móti alvöruþunga sem stundum hvíldi yfir Marinó. Guðbjörg er á lífi og býr enn á heimili þeirra í Foss- vogi. Hún er ennþá jafn lífsglöð og skemmtileg heim að sækja fyrir jafnt unga sem aldna. Í allmörg ár hermdu nemendur eftir fallegu rithöndinni hans, en hann gaf út forskriftarbækur sem voru mikið notaðar við skriftar- kennslu. Marinó bæði þýddi barna- bækur (m.a. Nilla Hólmgeirsson) og endursagði íslenskar fornsögur. Síð- ar á ævinni, þegar Marinó minnkaði við sig kennslu settist hann aftur við skriftir og gaf út hverja barnabókina á fætur annarri. Þær nutu þó nokk- urra vinsælda, enda kunni Marinó vel að höfða til barna og unglinga. Marinó lauk prófi frá bændaskóla 1922 og stundaði búskap um skeið, en menntaþrá hans var alls ekki svalað þar með og 1931 lauk hann kennaraprófi. Hann fór einnig til Danmerkur og Svíþjóðar og bætti við menntun sína. Í Danmörku nam hann við Askov, sem er þekktur lýðháskóli og í Svíþjóð lagði hann stund á íþróttanám í sænskum lýðháskóla. Allt frá 1922 og fram til 1971 stundaði Marinó kennslu, eða nærri því í hálfa öld. Allflestir nemendur og samkennarar Marinós eru sam- mála um að hann hafi verið fram- úrskarandi kennari. Það er því óhætt að segja að margir eigi honum mikið að þakka. Fyrstu árin var Marinó sveitakennari í Öxnadals- og Skriðuhreppi, síðar kenndi hann á Akranesi, Akureyri, í Laugarnes- skóla og Breiðagerðisskóla í Reykja- vík. En í Breiðagerðisskóla var hann frá 1954 og fram til 1971 þegar hann hætti sjötugur að aldri. En þar með var kennslustörfum Marinós alls ekki lokið. Hann hafði alla tíð verið boðinn og búinn til að taka við nem- endum, sem á þurftu að halda, í einkakennslu heima hjá sér. Þessu hélt hann áfram eins lengi og hann mögulega gat. Við kennsluna sýndi Marinó ósér- hlífni og einlægni. Hann lagði sig fram við að bjóða öllum nemendum í heimsókn á heimili sitt. Þannig sáu þau kennara sinn við fleiri tækifæri en í skólanum. Hann gaf þeim af frí- tíma sínum ef á þurfti að halda. Nokkrir fyrrverandi nemenda hans sem voru all frægir tónlistarmenn á Íslandi um tíma gáfu eitt sinn út bók (Stuð- mannabókin). En í þeirri bók er sagt frá Marinó sem miklum baráttumanni fyrir heilbrigðum lífshátt- um og sagt frá því þegar Marinó sýndi börnunum 100 krónu seðil. Hann lyfti seðl- inum hátt og bar eld að honum. Börnin störðu á furðu- lostin, en Marinó brosti og sagði: Svona er nú vitlaust að reykja. Þó sumum þeirra hafi ekki heldur þótt það skynsamlegt að brenna verð- mætum á þennan hátt, þá mundu þau vel eftir atvikinu og það var jú meiningin. Guðbjörg, eiginkona Marinós, man líka vel eftir þessu at- viki, en henni þótti það hvorki spaugilegt né uppbyggilegt fyrir heimilisefnahaginn þá. En svona var Marinó, ef honum var eitthvað hug- leikið varð hann að hrinda því í framkvæmd. Þegar Marinó, afi minn, lést fyrir 9 árum varð mér það ljóst að það var ekki bara að mér hefði þótt líf hans og störf merkileg. Heldur þótti nem- endum og samstarfsmönnum hans það líka. Því vil ég fá að segja að nú 100 árum eftir fæðingu Marinós er enn þörf á mönnum og konum eins og honum, kennurum sem eru til- búnir að gefa nemendum sínum af sér, sinna þeim af slíkri alúð og natni sem við öll eigum skilið. Ívar Sigurgíslason. MARINÓ L. STEFÁNSSON KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Háteigskirkja. Taizé-messa kl. 21. Þangað sækir maður frið og kyrrð, staldrar við í asa lífsins, tekur and- artak frá til þess að eiga stund með Guði. Lifandi ljós og reykelsi bjóða mann velkomin. Tónlistin fallin til að leiða mann í íhugun og bæn. Allir velkomnir. Digraneskirkja. Bænastund kl. 12.15. Fella- og Hólakirkja. Vorferð eldri borgara í starfi Fella- og Hólakirkju er í dag. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 10.30 og áætlaður heim- komutími er kl. 17. Farið verður í Strandakirkju, á Stokkseyri, Eyrar- bakka og í Hveragerði. Verð kr. 1.000 á mann. Nánari upplýsingar gefur Lilja djákni í s. 557-3280. Starf fyrir 11–12 ára drengi kl. 17–18. Kópavogskirkja. Samvera eldri borgara í dag kl. 14.30–17 í safnaðar- heimilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 17. Fyrirbæna- efnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra kl. 10–12 í Vonarhöfn, Strandbergi. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17–18.30. Vídalínskirkja. Nú er biblíu- og fræðsluhópurinn hættur fram á haust en bæna- og kyrrðarstundirn- ar verða áfram í sumar kl. 22 í Vídalínskirkju. Hressing á eftir. MENNTASKÓLINN Í REYKJAVÍK leggur traustan grunn að velgengni í háskóla Málabraut Náttúrufræðibraut 2 nýmáladeildir 2 fornmáladeildir 2 eðlisfræðideildir 2 náttúrufræðideildir Rektor Innritun í Menntaskólann í Reykjavík er ekki lengur háð búsetu nemenda, því að skipting Reykjavíkur í skólasvæði hefur verið afnumin. Sótt er um skólavist á sérstökum eyðublöðum, sem nemendur 10. bekkjar hafa fengið með prófskírteinum sínum. Fylgiseðill og staðfest ljósrit af prófskírteini fylgi umsókninni. Umsóknareyðublöð fást einnig í skólanum. Senda má umsóknir í pósti. Starfsfólk skólans leiðbeinir umsækjendum og tekur á móti umsóknum milli kl. 10 og 18. Nemendur velja um tvær meginnámsbrautir með fjölbreyttum kjörsviðum: Upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu hans http://www.mr.is Innritun í Menntaskólann í Reykjavík stendur yfir og lýkur föstud. 8. júní. Innritun 2001 Menntaskólinn í Reykjavík Við Lækjargötu 101 Reykjavík sími 545 1900 VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r Veistu að nú fást líka Diesel b arna- föt í Krílinu? Já og þ au eru í stærðum 2-14 Vekjaraklukka aðeins 900 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.