Morgunblaðið - 07.06.2001, Side 57

Morgunblaðið - 07.06.2001, Side 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 57 H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M yn d sk re yt in g: K ár i G un na rs so n / 05 .2 00 1 Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar, samsett og stillt á fullkomnureiðhjólaverkstæði. Árs ábyrgð og frí upphersla eftir einn mánuð. Vandið valið og verslið í sérverslun. Þríhjól • barnahjól dömuhjól • fjallahjól Ótrúlegt úrval og frábært verð Öll hjól sýnd á netinu: www.markid.is VARAHLUTIR - AUKAHLUTIR Hjálmar, barnastólar, grifflur, blikkljós, bjöllur, hraðamælar, brúsar, töskur, slöngur, skítbretti, ljós, bögglaberar, standarar, demparagafflar, stýrisendar, dekk, hjólafestingar á bíla og margt fleira. 5% staðgreiðsluafsláttur Upplýsingar um raðgreiðslur veittar í versluninni GIANT XtC Tveggja dempara hjól. Besta fjöðrunin á markaðnum, hámarks orka í ástigi. Diskabremsur, 24-27 gíra. Verð kr. 145.000 - 275.000 GIANT 840 21 gíra fjallahjól á vegi sem vegleysur. Shimano gírar, CrMo stell, álgjarðir, V-bremsur, dömu og herra. Verð kr. 28.900 stgr. 27.455 BRONCO 16" og 20" Vönduð barna fjallahjól með fótbremsu, skítbrettum, standara og bögglabera. Stráka og stelpu. 16” með hjálpardekkjum. 16" kr. 12.900 • 20” kr. 14.900 BRONCO PRO SHOCK 21 gíra demparahjól á mjög góðu verði. Shimano gírar, V-bremsur, álgjarðir, brúsi og standari. Dömu og herra stell. 24” kr. 28.900 26” kr. 29.900 SCOTT TIMBER Vandað 21 gíra fjallahjól með Shimano gírum, CrMo stelli, V-bremsum, álgjörðum, keðjuhlíf og gliti. Bæði herra og dömu stell. Verð kr. 32.600 stgr. 30.970 SCOTT ROCKWOOD Vandað 21 gíra demparahjól með Shimano gírum, CrMo stelli, V-bremsum, álgjörðum, keðjuhlíf og gliti. Verð kr. 38.900 stgr. 36.955 DIAMOND Dömuhjól 21 gíra fjallahjól með brettum og bögglabera á frábæru verði. Shimano gírar, álgjarðir, V-bremsur, brúsi, standari, glit, gírhlíf og keðjuhlíf. 26” Verð kr. 28.900 stgr. 27.455 HAMAX Barnasæti Örugg norsk barnasæti. Fjaðrandi stellfesting, púðar og öryggisólar. Einnig til með svefnstillingu. Verð frá kr. 6.900 ITALTRIKE þríhjól Vönduð og endingargóð með og án skúffu. Uppfylla CE öryggisstaðal. Verð frá kr. 5.200 VIVI barnahjól Létt, sterk og meðfærileg barnahjól með hjálpardekkjum og fótbremsu. Uppfylla CE öryggisstaðal. 12,5“ kr. 10.700 • 14“ kr. 12.500 GIANT 860 21 gíra demparafjallahjól á vegi sem vegleysur. Shimano gírar, CrMo stell, álgjarðir, V-bremsur. Verð kr 35.900 stgr. 27.455 Röng mynd Með grein Björns Erlingssonar í blaðinu sl. laugardag, Verða kristni- takan og börn Íslands metin til fjár?, birtist mynd af nafna höfundar. Þeir og lesendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum og jafnframt er hér birt rétt mynd af höfundi, Birni Er- lingssyni, hafeðlisfræðingi og sóknar- nefndarmanni Grafarvogskirkju. Ritvilla í lesendabréfi Leiðinleg ritvilla læddist í lesenda- bréfið „Íslendingar mega aldrei glata sjálfstæði sínu“ frá Sigurði Lárussyni frá Egilsstöðum í gær. Kom þar fram að um 100 hektarar af grónu landi myndu fara undir uppistöðulón á há- lendinu við Kárahnjúkavirkjun. Þar átti að standa rúmir 100 ferkílómetr- ar og er það nú leiðrétt. Björn Erlingsson LEIÐRÉTT ATHUGUN Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum vegna 22,67 km kafla Vestfjarðavegar frá Eyri að Vattarnesi hófst föstudaginn 1. júní. Fram- kvæmdaraðili er Vegagerðin en ráðgjafi hennar er Náttúrustofa Vestfjarða. Kynningarfundur um mats- skýrsluna verður haldinn í félagsheimilinu Vogalandi, Króksfjarðarnesi, föstudaginn 8. júní kl. 20:30. Samkvæmt matsskýrslu er markmið Vegagerðarinnar með framkvæmdinni að framfylgja langtímaáætlun í Vegagerð og er stefnt að uppbyggingu heilsárs- vegar á leiðinni. Gerðar eru þær kröfur að vegir með fullu burð- arþoli og bundnu slitlagi tengi öll stærri þéttbýli landsins. Fram- kvæmdin tengir betur saman ná- læga þéttbýlisstaði og gefur þar með færi á aukinni samvinnu og samnýtingu. Einnig var litið til þess að vaxandi ferðaþjónusta gerir það æskilegt að bundið slit- lag sé lagt á fjölförnustu ferða- mannaleiðir. Sífellt aukast kröfur um aukið umferðaröryggi og hef- ur sú stefna verið mótuð að fækka skuli umferðarslysum. Matsskýrslan liggur frammi frá 1. júní til 13. júlí 2001 á skrif- stofum Reykhólahrepps og Bæj- ar- og héraðsbókasafninu Ísa- firði. Einnig liggur skýrslan frammi í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun í Reykja- vík. Matsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu: www.vegagerd.is . Allir hafa rétt til að kynna sér matsskýrslu og leggja fram at- hugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síð- ar en 6. júlí 2001 til Skipulags- stofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á um- hverfisáhrifum. Vestfjarðavegar frá Eyri að Vattarnesi Matsskýrsla um veg- inn kynnt í Vogalandi ÖNNUR skógarganga sumarsins, í röð níu gangna á vegum skóg- ræktar-félaganna, verður í kvöld, fimmtudaginn 7. júní. Skógargöngurnar eru skipu- lagðar í samvinnu við Ferðafélag Íslands og Búnaðarbanka Íslands og eru allir sem vilja njóta úti- vistar í fögru umhverfi hvattir til þess að mæta. Um er að ræða léttar göngur sem hæfa öllum aldurshópum. Þessi skógarganga er í umsjón Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Göngufólk kemur saman í gróðr- arstöð félagsins við Kald- árselsveg og hefst gangan kl. 20.30 stundvíslega. Gengið verð- ur um Sléttuhlíð og Landnema- spildur. Í lok göngunnar fá þátt- takendur hressingu. Boðið verður upp á rútuferð frá húsi Ferða- félags Íslands, Mörkinni 6 kl. 20. Gjald fyrir rútuferð verður að- eins kr. 500. Eins og áður er get- ið þá er þetta önnur gangan af níu göngum sumarsins á Stór- Reykjavíkursvæðinu, en þær verða alla fimmtudaga í júní og júlí og verða kynntar jafnóðum. Þeir sem mæta í allar göngur sumarsins fá jólatré að launum. Sléttuhlíð og landnema- spildur í Hafnarfirði Hafnfirskir leiðsögumenn kunna frá mörgu að segja. RÁÐSTEFNA um nútíma vakta- skipulagningu verður haldin 7. júní milli kl. 15:00–17:00 í Skálanum á Hótel Sögu. Aðalfyrirlesari er Rita Aho frá Time Care í Svíþjóð. Time Care er leiðandi fyrirtæki í þróun á hugbún- aði til skipulagningar starfsmanna- halds fram í tímann. Hugmynda- fræðin er að samræma tvær ólíkar þarfir, annars vegar nauðsyn fyrir- tækja til að laga sig að breytingum í eftirspurn og hins vegar óskir starfs- fólks um vinnutíma. Hugbúnaðurinn hefur m.a annars verið notaður af heilbrigðisstofnunum, hótelum, pósthúsum, veitingastöðum, þjón- ustuverum, iðnaðarfyrirtækjum og flugfélögum. Rita mun kynna hug- búnaðinn, notkun hans og ávinning notenda, t.d. mikla lækkun kostnað- ar vegna fjarvista. Hægt er að skrá þátttöku á ráð- stefnuna á netfangið vaktaskipan- @vaktaskipan.is. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Vaktaskipan. Þátttaka er ókeypis. Nútíma vakta- skipu- lagning ÁREKSTUR varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar, Suðurlands- brautar og Laugavegs þar sem bif- reiðarnar AZ-110 sem er Renault Clio fjólublá að lit og UI-053 sem er Toyota Carina dökkblá að lit lentu saman. Áreksturinn varð laugardag- inn 2. júní sl., um kl. 11:40. Ökumönn- um ber ekki saman um stöðu umferð- arljósa.Óskað er eftir að vitni að árekstrinum gefi sig fram við rann- sóknardeild lögreglunnar í Reykja- vík. Föstudaginn 1. júní sl. um kl. 12:30 varð árekstur á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Borgar- túns. Svartri VW Passat bifreið var ekið suður Kringlumýrarbraut og beygjuakrein til vinstri að Borgartúni til austurs og dökkblárri Toyota Yar- is bifreið var ekið norður Kringlu- mýrarbraut. Bifreiðarnar rákust á og greinir ökumennina á um stöðu um- ferðarljósanna. Þeir sem hugsanlega hafa orðið vitni að árekstrinum eru vinsamlega beðnir um að gefa sig fram við lögregluna í Reykjavík. Vitni óskast Á ÞESSU ári eru 10 ár frá því að Ullarvinnslan í Þingborg hóf starf- semi sína. Að því tilefni var boðað til afmælisfagnaðar síðastliðinn föstudag. Boðið var upp á kaffi og meðlæti allan daginn og frá klukk- an 4 var dagskrá, þá var sungið og kveðið, höfð uppi gamanmál og keppt í spuna. Mikið menningarstarf Margir tóku til máls í tilefni dagsins og má þar nefna Stefán Guðmundsson í Túni, fyrrverandi oddvita Hraungerðishrepps, sem þakkaði Þingborgarhópnum fyrir að halda lífi í hinu gamla skóla- og samkomuhúsi í Þingborg með starfsemi sem hann og aðrir í hreppnum væru stoltir af. Hildur Hákonardóttir hefur fylgt hópnum frá því áður en hann varð til. Hún þakkaði fyrir að hafa fengið að taka þátt í því mikla menningarstarfi sem þarna er og hefur verið unnið. Kristinn Arn- þórsson ullarmatsmaður hefur komið árlega til að meta ull og flokka með Þingborgarkonum. Kristján sagði margar góðar sögur og taldi sig hafa lært mikið af þeirri samvinnu. Allan daginn stóð yfir keppni í spuna. 13 tóku þátt og fengu þeir allir 5 grömm af ull og áttu að spinna sem lengstan þráð úr því. Sigurvegarinn varð Arnþrúður Sæmundsdóttir, hún spann 109,81 metra. Mikil spenna var um keppnina en Arnþrúður sigraði að lokum með miklum yfirburðum. Í tilefni af afmælinu hefur versl- unin fengið andlitslyftingu og einn- ig hefur verið gerð vefsíða um starfsemi Þingborgarhópsins og verslunina í Þingborg. Síðan var opnuð formlega á föstudaginn og er slóðin á hana www.thingborg- .net. Þingborg er við hringveginn 9 km austan við Selfoss og er opið daglega frá 1-6 yfir sumarmán- uðina. Þar er seld ull á öllum fram- leiðslustigum og gæða handverk. Fjölbreytt 10 ára afmælishá- tíð Þingborgar ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.