Morgunblaðið - 16.06.2001, Síða 17

Morgunblaðið - 16.06.2001, Síða 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 17 Til sölu Grand Cherokee Árg. ‘98, ekinn 24.000 km, einn eigandi, innfluttur nýr. Uppl. í síma 897 6006. LANDSSAMTÖKIN Landsbyggðin lifi voru stofnuð á Akureyri á þriðju- daginn. Sambærilegur félagsskapur er starfandi á öðrum Norðurlöndum undir ýmsum nöfnum sem sameinast í samtökunum Hele Norden skal leve! en Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti Íslands, er verndari þeirra „regnhlífarsamtaka“ eins og hún kallar þau. Fríða Vala Ásbjörnsdóttir, kenn- ari við Réttarholtsskóla í Reykjavík, var kjörin fyrsti formaður íslensku samtakanna en hún er aðalhvata- maðurinn að stofnun þeirra og segir það fimm ára áætlun að stofnuð verði aðildarfélög í öllum landshlutum. Markmið samtakanna er að vera samstarfsvettvangur fyrir félög, áhugamannahópa og einstaklinga sem hafa það að markmiði að styrkja sína heimabyggð. Samtökin hyggj- ast vinna í samvinnu við staðbundin þróunarfélög, atvinnuþróunarfélög og áhugamannafélög um velferð og framgang heimabyggðar, sveitar- félög, héraðsnefndir og önnur sam- tök sem starfa í þessum anda. Á ráðstefnu sem haldin var fyrir stofnfundinn töluðu Sigurður J. Sig- urðsson, forseti bæjarstjórnar Akur- eyrar, Vigdís Finnbogadóttir, Jónas Jónsson, fyrrverandi búnaðarmála- stjóri, Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, Theodór Bjarnason, forstöðumaður Byggða- stofnunar, og Helgi Sigfússon frá Velferðarfélagi Hríseyinga auk Fríðu Völu Ásbjörnsdóttur. Meðstjórnendur í hinum nýju samtökum voru kosnir Stefán Á. Jónsson á Kagarhóli í Torfalækjar- hreppi, Helgi Sigfússon í Hrísey, Þormóður Jónsson í Reykjadal, Suð- ur-Þingeyjarsýslu, og Kristján Kristjánsson á Steinnýjarstöðum í Skagahreppi, Austur-Húnavatns- sýslu, og skipta þeir með sér verk- um. Varamenn í stjórn eru Hólmfríð- ur Eiríksdóttir, Fosshóli í Ljósavatnshreppi, og Jónas Jónsson fyrrverandi búnaðarmálastjóri. Landsbyggðin lifi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vigdís Finnbogadóttir flytur ávarp á ráðstefnunni á Akur- eyri. Í forgrunni er Jónas Jón- asson fundarstjóri. LEIKSKÓLABÖRN á Akureyri hafa ekki verið mikið úti við síð- ustu dægrin vegna kulda en þeg- ar íbúar höfuðstaðar Norðurlands vöknuðu í gærmorgun var rjóma- blíða, sól skein í heiði og hár bærðist vart á höfði. Greinilegt var að leikskólakennarar gripu tækifærið fegins hendi og skund- uðu út með börnin, því þau var víða að sjá í bænum. Þau voru ánægð í umferðinni og vitaskuld vel gætt; handtak leikskólakenn- arans á myndinni er þétt og stúlkan flautar lagstúf þar sem hún gengur áhyggjulaus í góða veðrinu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gengið í góða veðrinu ALÞJÓÐLEGT þing um veður á höfunum og hagnýta haffræði verður haldið á Akureyri dagana 19. til 29. júní næstkomandi. Þingið verður haldið í Íþrótta- höllinni á Akureyri með þátttöku fulltrúa um 40 ríkja víðs vegar að af jarðarkringlunni. Það er haldið á vegum Alþjóðaveður- fræðistofnunarinnar (WMO) og milliríkjanefndar UNESCO um málefni hafsins (IOC). Fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands standa að þinginu Akureyrar- bær, Háskólinn á Akureyri og Veðurstofa Íslands. Síðastliðið eitt og hálft ár hef- ur undirbúningsnefnd, sem í sitja fulltrúar Akureyrarbæjar, Háskólans á Akureyri og Veð- urstofu Íslands, unnið að und- irbúningi þingsins en það er afar viðamikið með yfir 160 þátttak- endum víðs vegar að úr heim- inum. Þess má geta að unnið hefur verið að því að fá þingið hingað til lands allt frá árinu 1997. Alþjóðaveðurfræðistofnunin er stofnun innan Sameinuðu þjóð- anna og er með aðsetur í Genf í Sviss. Sjóveðurþing eru haldin á fjögurra ára fresti, ýmist í Sviss eða í því landi sem boðist hefur til að halda þingið. Síðasta þing var árið 1997 á Kúbu en nú er sem sagt komið að Íslendingum að halda þingið í fyrsta sinn. Á þingi sem þessu er sérstak- lega fjallað um það sem við- kemur sjóveðurfræði og þarf ekki að fara mörgum orðum um mikilvægi góðrar veðurþjónustu á höfum úti fyrir okkur Íslend- inga. Þar sem stærsti atvinnu- vegur þjóðarinnar reiðir sig á fiskveiðar er nauðsynlegt að geta haldið uppi öflugu veðureft- irliti á sjó. Á þinginu verða á dagskrá ýmis málefni, m.a. má nefna al- þjóðlegt samstarf um margvís- legar athuganir á sjó, veður, vinda, sjólag og hafís, sömuleiðis um gagnasöfn, fjarskipti, fjar- könnun úr gervihnöttum, sam- göngur, rannsóknir á höfunum, veðurfarsbreytingar, öryggi á sjó og þar fram eftir götunum. Þátttakendur frá 40 strandríkjum Þátttakendur á þinginu koma víða að eða frá um 40 strandríkj- um frá öllum heimshornum og verða þeir um 160 talsins. Þarna koma saman helstu sérfræðingar í þessum málefnum og er ekki að efa að mikill fengur er fyrir Íslendinga að vera miðdepill vís- indalegra viðfangsefna af þessu tagi um hálfsmánaðarskeið. Eitt af því sem gerir þetta þing afar sérstakt er að það fer fram á sex tungumálum sam- tímis með hjálp túlka. Tungu- málin eru arabíska, enska, franska, kínverska, spænska og rússneska. Alþjóðlegt sjóveðurþing AKUREYRARKIRKJA: Guðs- þjónustua kl. 11 á morgun, 17. júní, þjóðhátíðardaginn. Sr. Svavar A. Jónsson. Kór Ak- ureyrarkirkju syngur. Organisti er Björn Steinar Sól- bergsson. Morgunsöngur kl. 9 á þriðjudagsmorgun. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 á hádegi á fimmtudag, 21. júní. Bænaefnum má koma til prestanna. Unnt er að kaupa léttan hádegisverð í Safn- aðarheimili eftir stundina. HJÁLPRÆÐISHERINN: Engin samkoma verður á morgun, sunnu- dag, en öllum óskað gleðilegrar þjóðhátíðar. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðsbrotning í kvöld kl. 20, Yngvi Rafn Yngvason predikar. Vakningasamkoma í umsjá Snorra Óskarssonar og Kristins Ásgríms- sonar kl. 20 á sunnudagskvöld. MÖÐRUVALLAKIRKJA: Hátíð- armessa verður í Möðruvallakirkju í Laugalandsprestakalli á morgun, sunnudaginn 17. júní, kl. 11. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morg- un, sunnudag, kl. 18. Kirkjustarf KVENFÉLAGIÐ Baldursbrá verð- ur með kaffihlaðborð 17. júní í í safn- aðarsal Glerárkirkju kl. 15 til 17. Í anddyri verður málverkasýning Ið- unnar Ágústsdóttur, og verk eftir Benedikt Hallgrímsson í safnaðarsal. Villurnar bráðskemmtilegu koma og skemmta með söng um kl. 15.30. All- ur ágóði rennur í söfnun fyrir steind- um glugga í Glerárkirkju. Kaffihlaðborð Baldursbrár ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.