Morgunblaðið - 16.06.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.06.2001, Blaðsíða 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 17 Til sölu Grand Cherokee Árg. ‘98, ekinn 24.000 km, einn eigandi, innfluttur nýr. Uppl. í síma 897 6006. LANDSSAMTÖKIN Landsbyggðin lifi voru stofnuð á Akureyri á þriðju- daginn. Sambærilegur félagsskapur er starfandi á öðrum Norðurlöndum undir ýmsum nöfnum sem sameinast í samtökunum Hele Norden skal leve! en Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti Íslands, er verndari þeirra „regnhlífarsamtaka“ eins og hún kallar þau. Fríða Vala Ásbjörnsdóttir, kenn- ari við Réttarholtsskóla í Reykjavík, var kjörin fyrsti formaður íslensku samtakanna en hún er aðalhvata- maðurinn að stofnun þeirra og segir það fimm ára áætlun að stofnuð verði aðildarfélög í öllum landshlutum. Markmið samtakanna er að vera samstarfsvettvangur fyrir félög, áhugamannahópa og einstaklinga sem hafa það að markmiði að styrkja sína heimabyggð. Samtökin hyggj- ast vinna í samvinnu við staðbundin þróunarfélög, atvinnuþróunarfélög og áhugamannafélög um velferð og framgang heimabyggðar, sveitar- félög, héraðsnefndir og önnur sam- tök sem starfa í þessum anda. Á ráðstefnu sem haldin var fyrir stofnfundinn töluðu Sigurður J. Sig- urðsson, forseti bæjarstjórnar Akur- eyrar, Vigdís Finnbogadóttir, Jónas Jónsson, fyrrverandi búnaðarmála- stjóri, Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, Theodór Bjarnason, forstöðumaður Byggða- stofnunar, og Helgi Sigfússon frá Velferðarfélagi Hríseyinga auk Fríðu Völu Ásbjörnsdóttur. Meðstjórnendur í hinum nýju samtökum voru kosnir Stefán Á. Jónsson á Kagarhóli í Torfalækjar- hreppi, Helgi Sigfússon í Hrísey, Þormóður Jónsson í Reykjadal, Suð- ur-Þingeyjarsýslu, og Kristján Kristjánsson á Steinnýjarstöðum í Skagahreppi, Austur-Húnavatns- sýslu, og skipta þeir með sér verk- um. Varamenn í stjórn eru Hólmfríð- ur Eiríksdóttir, Fosshóli í Ljósavatnshreppi, og Jónas Jónsson fyrrverandi búnaðarmálastjóri. Landsbyggðin lifi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vigdís Finnbogadóttir flytur ávarp á ráðstefnunni á Akur- eyri. Í forgrunni er Jónas Jón- asson fundarstjóri. LEIKSKÓLABÖRN á Akureyri hafa ekki verið mikið úti við síð- ustu dægrin vegna kulda en þeg- ar íbúar höfuðstaðar Norðurlands vöknuðu í gærmorgun var rjóma- blíða, sól skein í heiði og hár bærðist vart á höfði. Greinilegt var að leikskólakennarar gripu tækifærið fegins hendi og skund- uðu út með börnin, því þau var víða að sjá í bænum. Þau voru ánægð í umferðinni og vitaskuld vel gætt; handtak leikskólakenn- arans á myndinni er þétt og stúlkan flautar lagstúf þar sem hún gengur áhyggjulaus í góða veðrinu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gengið í góða veðrinu ALÞJÓÐLEGT þing um veður á höfunum og hagnýta haffræði verður haldið á Akureyri dagana 19. til 29. júní næstkomandi. Þingið verður haldið í Íþrótta- höllinni á Akureyri með þátttöku fulltrúa um 40 ríkja víðs vegar að af jarðarkringlunni. Það er haldið á vegum Alþjóðaveður- fræðistofnunarinnar (WMO) og milliríkjanefndar UNESCO um málefni hafsins (IOC). Fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands standa að þinginu Akureyrar- bær, Háskólinn á Akureyri og Veðurstofa Íslands. Síðastliðið eitt og hálft ár hef- ur undirbúningsnefnd, sem í sitja fulltrúar Akureyrarbæjar, Háskólans á Akureyri og Veð- urstofu Íslands, unnið að und- irbúningi þingsins en það er afar viðamikið með yfir 160 þátttak- endum víðs vegar að úr heim- inum. Þess má geta að unnið hefur verið að því að fá þingið hingað til lands allt frá árinu 1997. Alþjóðaveðurfræðistofnunin er stofnun innan Sameinuðu þjóð- anna og er með aðsetur í Genf í Sviss. Sjóveðurþing eru haldin á fjögurra ára fresti, ýmist í Sviss eða í því landi sem boðist hefur til að halda þingið. Síðasta þing var árið 1997 á Kúbu en nú er sem sagt komið að Íslendingum að halda þingið í fyrsta sinn. Á þingi sem þessu er sérstak- lega fjallað um það sem við- kemur sjóveðurfræði og þarf ekki að fara mörgum orðum um mikilvægi góðrar veðurþjónustu á höfum úti fyrir okkur Íslend- inga. Þar sem stærsti atvinnu- vegur þjóðarinnar reiðir sig á fiskveiðar er nauðsynlegt að geta haldið uppi öflugu veðureft- irliti á sjó. Á þinginu verða á dagskrá ýmis málefni, m.a. má nefna al- þjóðlegt samstarf um margvís- legar athuganir á sjó, veður, vinda, sjólag og hafís, sömuleiðis um gagnasöfn, fjarskipti, fjar- könnun úr gervihnöttum, sam- göngur, rannsóknir á höfunum, veðurfarsbreytingar, öryggi á sjó og þar fram eftir götunum. Þátttakendur frá 40 strandríkjum Þátttakendur á þinginu koma víða að eða frá um 40 strandríkj- um frá öllum heimshornum og verða þeir um 160 talsins. Þarna koma saman helstu sérfræðingar í þessum málefnum og er ekki að efa að mikill fengur er fyrir Íslendinga að vera miðdepill vís- indalegra viðfangsefna af þessu tagi um hálfsmánaðarskeið. Eitt af því sem gerir þetta þing afar sérstakt er að það fer fram á sex tungumálum sam- tímis með hjálp túlka. Tungu- málin eru arabíska, enska, franska, kínverska, spænska og rússneska. Alþjóðlegt sjóveðurþing AKUREYRARKIRKJA: Guðs- þjónustua kl. 11 á morgun, 17. júní, þjóðhátíðardaginn. Sr. Svavar A. Jónsson. Kór Ak- ureyrarkirkju syngur. Organisti er Björn Steinar Sól- bergsson. Morgunsöngur kl. 9 á þriðjudagsmorgun. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 á hádegi á fimmtudag, 21. júní. Bænaefnum má koma til prestanna. Unnt er að kaupa léttan hádegisverð í Safn- aðarheimili eftir stundina. HJÁLPRÆÐISHERINN: Engin samkoma verður á morgun, sunnu- dag, en öllum óskað gleðilegrar þjóðhátíðar. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðsbrotning í kvöld kl. 20, Yngvi Rafn Yngvason predikar. Vakningasamkoma í umsjá Snorra Óskarssonar og Kristins Ásgríms- sonar kl. 20 á sunnudagskvöld. MÖÐRUVALLAKIRKJA: Hátíð- armessa verður í Möðruvallakirkju í Laugalandsprestakalli á morgun, sunnudaginn 17. júní, kl. 11. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morg- un, sunnudag, kl. 18. Kirkjustarf KVENFÉLAGIÐ Baldursbrá verð- ur með kaffihlaðborð 17. júní í í safn- aðarsal Glerárkirkju kl. 15 til 17. Í anddyri verður málverkasýning Ið- unnar Ágústsdóttur, og verk eftir Benedikt Hallgrímsson í safnaðarsal. Villurnar bráðskemmtilegu koma og skemmta með söng um kl. 15.30. All- ur ágóði rennur í söfnun fyrir steind- um glugga í Glerárkirkju. Kaffihlaðborð Baldursbrár ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.