Morgunblaðið - 17.06.2001, Síða 6

Morgunblaðið - 17.06.2001, Síða 6
ERLENT 6 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 10/6–16/6  TVEIR Íslendingar voru handteknir á Spáni eftir að 200 kíló af hassi sem fund- ust í bifreið þeirra. Voru þeir taldir hafa ætlað að dreifa hassinu á Costa Brava. Mennirnir eru 40 og 45 ára og hafa verið búsett- ir á Spáni um nokkra hríð.  VALGERÐUR Sverr- isdóttir iðnaðarráðherra, gangsetti á mánudag ann- an áfanga álversins á Grundartanga. Við það eykst framleiðslugeta fyr- irtækisins um 50% á árs- grundvelli, úr 60 þúsund tonnum í 90 þúsund tonn. Jim Hensel, aðstoðarfor- stjóri Colombia Ventures, móðurfélags Norðuráls, segir félagið huga að fleiri fjárfestingakostum en frekari stækkun álversins á Grundartanga.  DELTA hf. hefur sett of- næmislyfið Loradine á markað í Þýskalandi, en Delta var fyrsta fyrirtæk- iðsem fékk leyfi fyrir sölu á samheitalyfinu þar í landi. 50 milljónir taflna að verð- mæti 340 milljónir króna voru fluttar þangað í vik- unni.  FÉLAG tónlistarskóla- kennara hefur lýst yfir megnri óánægju með vinnubrögð samninga- nefndar launanefndar sveitarfélaga í viðræðum við tónlistarskólakennara og hvetur félagið tónlistar- kennara til að taka ekki þátt í tónlistarflutningi á 17. júní.  BRESK yfirvöld hand- tóku nýverið Íslending í London, en á honum fund- ust 1,1 kíló af anfetamíni. Neysluvísitala hækkaði um 1,5% milli maí og júní VÍSITALA neysluverðs hækkaði um 1,5% milli mánaðanna maí og júní og eru ekki dæmi um meiri hækkun vísi- tölunnar í einum mánuði síðan í febr- úar 1990. Hækkunin veldur því að verðtryggð lán heimila í landinu hækka um 7,5 milljarða króna. Eftir hækkunina er verðbólga síðustu tólf mánaða 6,8%, samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Samkeppnislög brotin – sektir lækkaðar ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnis- mála staðfesti niðurstöðu samkeppnis- ráðs um að Fengur hf., Sölufélag garð- yrkjumanna svf., Bananar ehf., Ágæti hf. og Mata ehf., hafi brotið samkeppn- islög. Hins vegar er ekki fallist á það með samkeppnisráði að í aðgerðunum hafi falist sérstakt samsæri gegn hags- munum neytenda. Áfrýjunarnefndin lækkar þær sektir sem félögunum er gert að greiða úr 105 milljónum króna í 47 milljónir. 40 þroskaþjálfar til viðbótar í verkfall EKKERT hefur miðað í átt að sam- komulagi á samningafundum vegna kjaradeilu þroskaþjálfa. Verkfall þroskaþjálfa, sem starfa hjá sjálfs- eignarstofnunum, hófst á miðnætti á fimmtudag og bættust þá 40 þroska- þjálfar í verkfallshópinn. Sem afleiðing af því hefur þremur dagvistarstofnun- um, Lyngási, Lækjarási og Bjarkarási, verið lokað. Verkfall þroskaþjálfa, sem starfa hjá Reykjuvíkurborg, hefur staðið í fjórar vikur og hafa þroskaþjálfar, sem starfa hjá ríkinu samþykkt að hefja verkfall hinn 28. júní náist ekki samningar. INNLENT Bush í Evrópuför GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti hélt í vikunni í sína fyrstu Evr- ópuför eftir að hann tók við emb- ætti. Heimsótti forsetinn fimm Evrópulönd á sex dögum. Fyrsti áfangastaður Bush var Madríd, þar sem hann ræddi við Jose Maria Aznar, forsætisráðherra Spánar, á þriðjudag. Á miðvikudag fundaði hann með öðrum leiðtogum NATO-ríkja í Brussel og á fimmtu- dag hitti forsetinn leiðtoga Evrópu- sambandsríkjanna í Gautaborg. Bush heimsótti Pólland á föstudag og átti þar fund með Aleksander Kwasniewski, forseta landsins. Í ræðu í Varsjárháskóla hvatti hann eindregið til stækkunar Atlantshafs- bandalagsins. Bush hélt á laugardag til Slóveníu, þar sem hann átti fyrsta fund sinn með Vladímír Pútín Rúss- landsforseta. Vopnahléstillögur Tenets samþykktar BÆÐI Ísraelar og Palestínumenn samþykktu á þriðjudag vopnahléstil- lögur George Tenets, sendimanns Bandaríkjastjórnar í Mið-Austur- löndum. Tillögurnar byggjast á skýrslu Mitchell-nefndarinnar svonefndu og kveða á um skilyrðislaust vopnahlé. Gert er ráð fyrir að Ísraelar dragi herlið sitt til baka til þeirra stöðva sem það var í áður en uppreisnin hófst og að herkvínni um svæði Pal- estínumanna verði aflétt. Palestínu- menn eiga á móti að handtaka hryðjuverkamenn úr samtökunum Islamic Jihad og Hamas og gera ólögleg vopn upptæk. Vopnahléið þykir þó afar brothætt og því var ógnað strax á miðviku- dag, þegar bæði Ísraelar og Palest- ínumenn féllu í skotbardaga. Þá lét- ust tveir Palestínumenn og einn Ísraeli í átökum á fimmtudag.  LEIÐTOGAR Evrópu- sambandsins (ESB) lýstu því yfir á fundi sínum í Gautaborg í Svíþjóð á föstudag að ekki yrði hvik- að frá áformum um stækk- un sambandsins, þrátt fyr- ir að Írar hefðu hafnað Nice-sáttmálanum í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Fjöldi mótmælenda alþjóðastofn- ana og hnattvæðingar kom til Gautaborgar til að trufla leiðtogafundinn og átti lögregla fullt í fangi með að halda aftur af óeirðaseggjunum.  TIMOTHY McVeigh, sem var dæmdur til dauða fyrir sprengjutilræðið í al- ríkisbyggingunni í Okla- hóma árið 1995, var tekinn af lífi á mánudag. Aftakan fór fram í alríkisfangelsi í Terre Haute í Indíana- ríki og var framkvæmd með lyfjagjöf. 168 manns biðu bana í sprengju- tilræðinu.  SLAGURINN um leið- togaembættið í breska Íhaldsflokknum hófst fyrir alvöru á miðvikudag, þeg- ar Michael Portillo, tals- maður flokksins í ríkis- fjármálum, varð fyrstur til að lýsa yfir framboði. Með- al annarra sem lýst hafa áhuga á leiðtogastöðunni eru Kenneth Clarke, fyrr- verandi fjármálaráðherra, og skuggaráðherrarnir Iain Duncan Smith og Ann Widdecombe. Fyrrverandi leiðtogi, William Hague, sagði af sér í kjölfar ósig- urs Íhaldsflokksins í þing- kosningunum í síðustu viku. ERLENT NÝLEGA sýndi Fox-sjónvarpsstöð- in í Bandaríkjunum þátt þar sem leidd voru rök að því að fyrsta ferð manna til tunglsins árið 1969 hafi verið sett á svið og almenningur um allan heim blekktur með fölsunum. En jafnframt er tekið fram að fleiri skýringar geti verið á því sem talið er að séu vísbendingar um fölsun, málið sé umdeilt. „Lentum við á tunglinu?“ heitir þátturinn. Michael Shermer, sem stofnaði tímaritið Skeptic og hefur samið bækur um vísindi og takmörk þeirra, ritar grein í nýjasta eintak tímarits- ins Scientific American og fer þar hraklegum orðum um þáttinn og alla þá sem styðja samsæriskenninguna. Er yfirskrift hans „Firrurnar hjá Fox“ og segir hann meðal annars að þátturinn sé kennslubókardæmi í gagnrýnislausri hugsun. Hann svar- ar helstu röksemdum þeirra sem álíta að bandaríska geimferðamála- stofnunin, NASA, hafi látið búa til vísbendingar um ferð sem aldrei hafi verið farin. Sagt er að bandaríski fáninn sem geimfararnir höfðu með sér og festu upp sjáist blakta þótt ekki sé neitt andrúmsloft á mánanum og því eng- inn vindur á staðnum. Svar Sherm- ers: Fáninn blaktir eingöngu þegar geimfarinn snertir hann. Sagt er að skuggar á ljósmyndum af tunglferju Apollo 11. og geimför- unum tveim, Neil Armstrong og Edwin Aldrin, bendi til þess að birta komi úr tveim áttum í senn. Notuð hafi verið kastljós í upptökusal. Shermer segir að í reynd séu ljós- gjafarnir þrír; sólin, jörðin og tunglið sjálft. Tveir síðastnefndu endurvarpi sólarbirtunni. Sagt er einkennilegt að ekki séu merki á yfirborði mánans um ferjuna sem hefði átt að skilja eftir sig nokkra holu. Shermer svarar því til að yfirborðið hafi reynst vera þakið nokkurra sentimetra lagi af ryki en hart undir rykinu. Sagt er að ekki sjáist útblástur neðan úr tunglferjunni þegar hún yf- irgefi lendingarstaðinn. Henni virð- ist vera lyft með vírum. Shermer bendir á að myndirnar sýni öfluga sprengingu, mánaryk þyrlist upp. Og jafnframt að ekki sé súrefni á tunglinu og því geti ekki staðið eld- tungur út úr hreyflunum eins og við geimskot frá jörðu. Sagt er að ekki sjáist neinar stjörnur á himinhvolfinu. Shermer svarar því til að á venjulegum ljós- myndum sjáist yfirleitt ekki stjörn- ur, birtan frá þeim sé einfaldlega of veik. Shermer segir að ákafir stuðn- ingsmenn samsæriskenninga full- yrði að geimfarar sem farist hafi af slysförum hafi verið myrtir vegna þess að þeir hafi ætlað að skýra frá blekkingunum. „Það er fáránlegt að ímynda sér að þúsundir starfsmanna NASA hafi þagað um málið árum saman,“ segir Shermer að lokum. Fox-sjónvarpsstöðin um tunglferð Apollo 11. árið 1969 Settar fram kenning- ar um sviðsetningu GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, áttu sinn fyrsta fund í gær í kastala skammt utan við Ljubljana, höfuðborg Slóveníu. Fundi leiðtoganna var ekki lokið þegar Morgunblaðið fór í prentun, en búist var við að öryggis- og varnarmál yrðu efst á baugi í við- ræðum þeirra, einkum hugsanleg stækkun Atlantshafsbandalagsins (NATO) og áform Bandaríkja- stjórnar um að koma upp eld- flaugavarnakerfi. Rússneskir fjölmiðlar höfðu eftir Pútín áður en hann lagði af stað til Slóveníu að hann vænti nánari út- listunar á eldflaugavarnaáformun- um, sem Rússar segja að brjóti í bága við Gagneldflaugasáttmálann frá 1972. „Mér finnst mikilvægt að heyra afstöðu Bush í þessu máli beint frá honum sjálfum, ekki í endursögn embættismanna eða fjölmiðla,“ sagði Pútín. Einnig var búist við að Rúss- landsforseti mótmælti því að NATO yrði víkkað út til austurs, en Bush hafði lýst eindregnum stuðningi við stækkun bandalags- ins í ræðu í Varsjá á föstudag og vakti meðal annars máls á því að Eystrasaltsríkin fengju aðild, þrátt fyrir andstöðu Rússa. Bandarískir embættismenn greindu frá því að Bush myndi á fundinum lýsa áhyggjum vegna sölu Rússa á vopnum og tækni til óvinveittra ríkja. Fréttaskýrendur áttu ekki von á að Bush og Pútín næðu samkomu- lagi um einstök ágreiningsefni á fundinum, honum væri frekar ætl- að að byggja upp persónuleg tengsl milli leiðtoganna. Eldflaugavarnir í brennideplinum AP George W. Bush og Vladímír Pútín við upphaf fundar síns í gær. Ljubljana, Varsjá. AFP, AP. George W. Bush og Vladímír Pútín funda í Slóveníu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.