Morgunblaðið - 17.06.2001, Page 8

Morgunblaðið - 17.06.2001, Page 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þjóðdansafélag Reykjavíkur 50 ára í dag Dansað á afmælisdaginn Í DAG, 17. júní, áþjóðhátíðardegi Ís-lendinga, á Þjóð- dansafélag Reykjavíkur fimmtíu ára afmæli. For- maður þess er nú Bendt Pedersen, en umsjónar- maður barna- og unglinga- starfs Þjóðdansafélagsins er Elín Svava Elíasdóttir. Hún var spurð hvað gera ætti í dag til þess að minn- ast þessara tímamóta. „Við vorum með afmæl- ishátíð í gær í sal félagsins í Álfabakka 14a, þar sem veitt voru gullmerki félagsins og einum af frumkvöðlum að stofnun félagsins, dr. Sigríði Þ. Valgeirsdóttur, dansfræð- ingi og háskólakennara, var veitt heiðursfélaga- nafnbót.“ – Hver voru tildrög að stofnun þessa félags? „Markmiðið að stofnun félags- ins var að safna þeim menningar- hefðum sem þjóðin á í þjóðdöns- um og öllu sem að þeim lýtur – eða eins og segir í lögum þess: „að vekja áhuga á innlendum og er- lendum þjóðdönsum og stuðla að kennslu þeirra og útbreiðslu. Safna og skrásetja dansskýring- ar, kvæði og lög, stuðla að end- urvakningu íslenskra þjóðbún- inga.“ – Og hvernig hefur nú gengið að ná þessum markmiðum? „Við áttum þátt í að dansinn er orðinn kennsluskylda í skólum og í sambandi við að safna og skrá- setja dansa og lög þá má nefna bók þeirra Sigríðar Þ. Valgeirs- dóttur og Mínervu Jónsdóttur – Gömlu dansarnir í tvær aldir. Hvað snertir íslenska þjóðbúning- inn og endurvakningu hans má geta þess að við erum með þjóð- búningaleigu og höfum varðveitt búninga og þjóðbúningaleigan er eitt stærsti þátturinn í starfsem- inni í dag.“ – Hverjir leigja helst búninga? „Menntaskólarnir, bæði Kvennaskólinn og Verslunarskóli Íslands fyrir sína peysufatadaga og einnig er mikið fjör í leigunni fyrir fermingar og brúðkaup. Leigan er um 6.000 til 9.000 kr., eftir því hvað búningasilfur fylgir.“ – Verða þjóðdansarar í sínum þjóðbúningum í dag? „Ég reikna með að flestir gangi um bæinn í sínu fínasta pússi en síðdegis ætlum við að vera með sýningu, eða klukkan 15.30. Sýnd- ir verða íslenskir dansar með gömlu dansa-syrpu í Árbæjar- safni.“ – Hvernig er starfsgrundvöllur fyrir þjóðdansa? „Það hefur verið mjög rokkandi en við vonum nú að við séum á uppleið í dag og eins og kannski einhverjir hafa tekið eftir þá verð- um við með stórt þjóðdansa- og þjóðlagamót fyrir börn og ung- linga í sumar í Grafarvogi. Þetta er samnorrænt mót og við eigum von á yfir 2.200 þátttakendum af öllum Norðurlöndun- um og einnig frá Hjalt- landseyjum.“ – Hvað á að gera á mótinu? „Það á að skemmta sér í dansi og spili. Mótið verður sett fimmtu- dagsmorguninn 19. júlí og þar koma allar þjóðirnar til með að sýna sín dansprógrömm og í lok setningarhátíðar dansa öll börnin saman einn dans frá hverju landi. Á föstudeginum er boðið upp á ferðir og á laugardeginum ætlum við að gera borgina okkar lifandi með skrúðgöngu frá Hallgríms- kirkju og dansi vítt og breitt um bæinn. Meðal annars verður dans- að og spilað á Ingólfstorgi, Lækj- artorgi, í Fjölskyldu- og húsdýra- garðinum og í Árbæjarsafni, svo eitthvað sé nefnt.“ – Eru margir í Þjóðdansafélagi Reykjavíkur? „Við vorum um 150 í afmælis- fagnaðinn í gær og er það blóminn af félagsmönnum.“ – Hver er nú framtíðarsýnin hjá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur? „Okkur langar til að sjá þessa starfsemi blómstra og að feimni fólks við að koma fram í íslenskum búningum fari af því. “ – Eru Íslendingar feimnari við að koma fram í sínum þjóðbún- ingum en aðrir Norðurlandabúar? „Já, það myndi ég segja. Ég veit ekki hvers vegna – kannski erum við svo „nýrík“? Allt sem er gamalt er „púkó“ hjá þeim sem eru nýríkir.“ – Er orðin þörf á að endurskoða íslensku þjóðbúningana? „Nei, en ég held að það þurfi að gera upphlutinn og peysufötin að- gengilegri, peysufötin eru ekki sérlega dýr þar sem búningasilfr- ið er mun minna þar en á upp- hlutnum eða aðeins belti og hólk- ur á húfu.“ – Væri æskilegt að ala börn meira upp við notkun á þessum búningum og dönsum? „Já, ég tel að svo sé. Miðað við það sem ég hef kynnst á hinum Norðurlöndum þá ber slíkt árangur. Kannski væri þjóðbún- ingurinn vinsælli ef hann væri héraðsskipt- ur eins og hann er á hinum Norðurlöndun- um, þá sést hvaðan fólk er þegar það klæðir sig í sinn þjóðbúning.“ – Hvað er þér efst í huga á 50 ára afmælinu? „Mér þætti gaman að sjá að Þjóðdansafélag Reykjavíkur fengi viðurkenningu stjórnvalda á þeirri starfsemi sem félagið hefur innt af hendi.“ Elín Svava Elíasdóttir  Elín Svava Elíasdóttir fæddist 11. maí 1963. Auk almenns náms hefur hún lokið prófum frá Dan- mörku í barna- og unglingaþjóð- dönsum og hefur kennt barna- þjóðdansa í fimmtán ár, lengst af hjá Þjóðdansafélagi Reykjavík. Hún er varaformaður barna- og unglingaþjóðdansa- og þjóðlaga- nefndar Nordlek, sem er sam- norræn nefnd fyrir þjóðdansara og þjóðlagaspilara. Elín Svava er gift Jóni Bjarna Steingrímssyni sem starfar hjá Heklu og eiga þau fjögur börn og eitt barna- barn. Vildum gjarn- an sjá viður- kenningu stjórnvalda á starfseminni Það kemur sér vel þegar steinbíturinn fer að safnast til feðranna að hafa prest í stéttinni. Í BRÉFUM sem Samkeppnisstofnun sendi Veðurstofu Íslands og Radio- miðun ehf. í byrjun mánaðarins er farið fram á skýringar á eðli sam- starfs fyrirtækjanna og frekari rök- stuðning frá Veðurstofunni vegna skilyrða sem hún hefur sett við því að afhenda veðurspárfyrirtækinu Halo ehf. gögn. Forsaga málsins er að Halo ehf. óskaði eftir að fá afhentar til úr- vinnslu veðurupplýsingar frá Veður- stofu Íslands. Veðurstofan svaraði því til að rauntíma veðurathuganir væru öllum opnar en Halo þyrfti að greiða kostnað sem til kynni að falla til við afhendingu þeirra á einhvern tiltek- inn hátt. Eins segir í bréfi samkeppn- isstofnunar að Veðurstofan hafi talið sig geta sett skilyrði um notkun á hluta gagnanna. Samkeppnisstofnun óskar svara við því hvaða skilyrði það eru sem Veðurstofan hefur sett og hvaða gögn séu háð slíkum skilyrðum. Ennfremur er með vísan til fyrri svara Veðurstofunnar óskað eftir upplýsingum um hvort Veðurstofan hafi afhent Halo einhver þau erlendu gögn sem óskað hafi verið eftir og hvort fullt leyfi hafi verið fyrir af- hendingu gagnanna frá hendi við- komandi erlendra veðurstofa. Þá spurningu segir Þorsteinn S. Þor- steinsson, einn eigenda Halo ehf., hljóta að vera byggða á misskilningi því Halo hafi aldrei fengið gögn frá Veðurstofunni heldur komi allar veð- urfarsupplýsingar sem þeir byggja á frá bandarískum alríkisstofnunum. Einokun evrópskra veðurstöðva Fram kemur í bréfinu að Halo ehf. hafi mótmælt þeirri túlkun Veður- stofunnar að leita verði samþykkis viðkomandi veðurstofa vegna gagna sem flokkast sem viðbótargögn (addi- tional data) og óskar Samkeppnis- stofnun eftir frekari rökstuðningi fyr- ir þeirri túlkun Veðurstofunnar með vísan í gildandi reglur. Þá vill stofnunin fá frekari upplýs- ingar um samstarf evrópskra veður- stofa (ECOMET) en Þorsteinn segir það samstarf stuðla að einokun og miði sérstaklega að því að meina öðr- um aðgang að veðurupplýsingum. Samkeppnisstofnun biður enda sér- staklega um upplýsingar varðandi reglur sem takmarka afhendingu gagna og hvort sett hafi verið sam- ræmd gjaldskrá fyrir þau gögn. „Veðurstofan hefur upplýst að hún hafi staðið að tilraunaverkefni með Radiomiðun ehf. en enginn samning- ur hafi verið gerður,“ segir í bréfinu til veðurstofustjóra og bætt við: „Eitt- hvert samkomulag hlýtur að liggja til grundvallar þessu samstarfi og er óskað eftir frekari útlistun á því.“ Spurt er hvort Veðurstofan komi til með að gera tilkall til hugbúnaðarins eftir að verkefninu með Radiomiðun ehf. lýkur og hvort þau veðurfræði- legu gögn sem fyrirtækið fær afhent séu ekki háð skilyrðum líkt og þau sem Halo ehf. hefur farið fram á að fá afhent. Í bréfi stofnunarinnar til Rad- iomiðunar ehf. frá fimmta júní sl. er spurt svipaðra spurninga um þetta samstarf um miðlun veðurupplýsinga til sjófarenda: „Samkeppnisstofnun hefur séð ástæðu til að kanna frekar í hverju samstarf þetta sé fólgið, hvaða samn- ingar hafi verið gerðir milli Radiomið- unar og Veðurstofunnar og hvernig ráðstafa eigi þeirri þekkingu sem af samstarfinu hlýst,“ segir í bréfinu. Ennfremur er óskað eftir upplýsing- um um hvaða veðurfræðilegu gögn fyrirtækið hefur fengið afhent frá Veðurstofunni. Þjónusta ekki boðin út Samkeppnisstofnun óskar jafn- framt eftir upplýsingum um tekju- skiptingu Veðurstofunnar þar sem fram komi hvaða tekjur fáist af mark- aðsstarfsemi og kostnað vegna þró- unarstarfs. Eins er óskað upplýsinga um gjaldskrá Veðurstofunnar og að gerð verði grein fyrir sölu á veður- þjónustu til Alþjóðaflugmálastofnun- arinnar (ICAO) og hvaða samningar séu þar í gildi. Þorsteinn segist trúa því að þessi síðasta fyrirspurn sé byggð á lögum um opinbera stjórnsýslu því aldrei hafi farið fram útboð á þessari þjón- ustu sem Veðurstofan veitir þarna. Þá veltir hann því reyndar upp hvort ekki ætti líka að bjóða út verkefni á borð við veðurfregnir í sjónvarpi. „Samkvæmt reglum á Evrópska efnahagssvæðinu eiga svona hlutir að fara í útboð og könnun hvort einhver annar geti gert þá ódýrar og betur og þar fram eftir götunum.“ Meint brot Veðurstofu á samkeppnislögum Samkeppnisstofnun óskar eftir upplýsingum frá Veðurstofu Íslands og Radiomiðun ehf. Fyrirtækið Halo ehf. sendi Samkeppnis- stofnun kvörtun vegna meintra brota Veðurstofu Íslands á samkeppnislögum í lok síðasta árs. Samkeppnisstofnun hefur óskað eftir því við Veðurstofuna og Radio- miðun ehf. að svarað verði nokkrum spurn- ingum varðandi deiluna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.