Morgunblaðið - 17.06.2001, Síða 10

Morgunblaðið - 17.06.2001, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ F LEST okkar þekkja til fólks sem hefur svipt sig lífi eða gert tilraun til þess. Sum okkar hafa eflaust einhvern tímann á ævinni verið lífsleið og hugsað um þennan möguleika þótt slík hugsun hafi ekki orðið að veruleika. Sjálfsvíg koma stundum eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir aðstandendur og vini en í öðrum til- fellum geta þau verið fyrirsjáanleg þótt ekki hafi tekist að koma í veg fyr- ir verknaðinn. Orsakir sjálfsvíga eru margar og samspil þeirra flókið. Flest sjálfsvíg má tengja geðröskunum, einkum þunglyndi og ofneyslu áfengis og ann- arra vímuefna. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt fram á að í tiltölulega fáum tilvikum fargar heilbrigt fólk sér vegna ein- stakra erfiðra atvika í lífinu eins og skilnaðar eða ástvinamissis. Margt bendir til þess að til séu nokkrar og ólíkar tegundir sjálfsvíga sem þýðir að áhættuþættirnir geta verið mismunandi eins og kemur fram hjá Þórólfi Þórlindssyni, pró- fessor við Háskóla Íslands. Samspil erfða og umhverfis segir hann flókið og tengist það hinum ólíku áhættuþáttum. „Þannig getur félagslegt umhverfi haft áhrif á þung- lyndi, ýtt undir bölsýni og neikvæði sem aftur hefur áhrif á sjálfsvígstíðni. Áratuga rannsóknir á sjálfsvígum leiða í ljós að sjálfsvíg eru ólík frá einni þjóð til annarrar og einum þjóð- félagshópi til annars. Þættir eins og trúarbrögð virðast hafa mikil áhrif á tíðni sjálfsvíga, þjóðfélagsupplausn og veik staða fjölskyldunnar tengist sjálfsvígum. Þetta sýnir að félagsleg- ir og menningarlegir þættir hafa einnig áhrif á sjálfsvígstíðni.“ Hámark mannlegs sjálfræðis eða trufluð dómgreind? Þeir hafa verið til á öllum tímum sem hafa litið svo á að það sé hámark mannlegs sjálfræðis og í raun réttur hvers einstaklings að falla fyrir eigin hendi eftir að hafa tekið yfirvegaða ákvörðun um slíkt, og það jafnvel þó að viðkomandi sé haldinn geðrænum sjúkdómum eða glími við aðra erfið- leika. Í flestum vestrænum nútímasam- félögum hefur það ekki verið viður- kennt að sjálfsvíg geti verið afleiðing rökréttrar hugsunar heldur litið á það sem óeðlilegan gjörning sem beri af siðferðilegum ástæðum að koma í veg fyrir. Forsendan fyrir afskiptunum er að sá sem geri tilraun til sjálfsvígs hafi tekið sína ákvörðun með truflaða dómgreind og að hann verði síðar þakklátur fyrir að komið hafi verið í veg fyrir tilraunina. Nokkur lönd hafa sett reglur þar sem líknardráp er leyft að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum og þá með aðstoð læknis. Löndin þar sem líknardráp er leyft eru Holland, Belgía, Sviss, Kolumbía og Oregon ríki í Bandaríkjunum. Hol- land er eina landið sem hefur gert þennan verknað löglegan. Hér verður ekki farið nánar út í líknardráp en vís- að til greinar sem birtist um það mál í Morgunblaðinu í febrúar á þessu ári. Algengara nú að rætt sé um sjálfsvíg á opinskáan hátt Þrátt fyrir framfarir á geðlæknis- sviðinu og aukna þekkingu á sjálfs- vígum telja þeir sem að þessum mál- um starfa að fordómar hindri umræðu um sjálfsvíg og rannsóknir á sjálfsvígum. Er því stundum reynt að fela raunverulega dánarorsök eða ekki er greint rétt frá málsatvikum. Skoðanir fólks á sjálfsvígum hafa ver- ið að breytast í tímans rás enda er nú algengara að menn ræði þau mál á opinskáan hátt. Um þetta segir Óttar Guðmundsson geðlæknir í bók sinni Listin að lifa – listin að deyja, hugleið- ingar læknis um líf og dauða: „Nú veigra menn sér ekki lengur við að segja í minningargrein að viðkomandi hafi fyrirfarið sér. Sumir reyna að leita einhverra skýringa, velta upp mögulegum ástæðum fyrir þessari örlagaríku ákvörðun og reyna að af- saka hinn látna í augum alheimsins. Áður fyrr var hvert sjálfsvíg mikið feimnismál fyrir aðstandendur hins látna. Fólk gat lagt verknaðinn út á hinn versta veg og jafnvel sakfellt eft- irlifendur fyrir aðild eða ábyrgð á verknaðinum. Þetta hefur líka breyst en þó er greinilegt að margir eiga erf- itt með að viðurkenna hvernig raun- veruleg endalok náins ástvinar bar að.“ Gert er ráð fyrir að vandinn eigi eftir að aukast Sjálfsvíg eru nú einn alvarlegasti heilbrigðisvandinn í heiminum. Um það bil ein milljón manna fellur fyrir eigin hendi ár hvert og að minnsta kosti tíu sinnum fleiri gera tilraunir til sjálfsvíga. Gert er ráð fyrir að vandinn eigi eftir að aukist því sam- kvæmt spám Alþjóðaheilbrigðismála- stofunarinnar, WHO, er gert ráð fyrir að árið 2020 muni um það bil 1, 5 millj- ónir manna falla fyrir eigin hendi og 10–20 sinnum fleiri gera tilraunir til sjálfsvíga. Þetta samsvarar einu dauðsfalli að meðaltali á 20 sekúndna fresti og einni sjálfvígstilraun á 1–2 sekúndna fresti. Tölurnar segja þó ekki alla söguna því þær greina ekki frá óbærilegum þjáningunum og sorg ættingja og vina sem eftir lifa. En höldum áfram með tölulegu staðreyndirnar að sinni og skoðum hvar sjálfvígstíðnin er hæst í heim- inum á hvern íbúa. Hjá bæði körlum og konum er hún hæst í Austur-Evr- ópu, nánar tiltekið í Eistlandi, Lett- landi og Litháen, og aðeins minni í Finnlandi, Ungverjalandi og Rúss- landi eins og meðfylgjandi tafla sýnir. Þessar þjóðir hafa að sumu leyti svip- aðan bakgrunn sögulega, félagslega og menningarlega. Finnland telst þó til Norðurlandanna og hefur alltaf haft háa sjálfsvígstíðni, sérstaklegla hjá karlmönnum. Þjóðirnar sem til- heyrðu Austurblokkinni hafa eftir fall Sovétríkjanna upplifað miklar sam- félagsbreytingar, þar sem fyrri norm- um var breytt svo til á einni nóttu, hugsanlega skýrir það meðal annars háa sjálfsvígstíðni. Af ofangreindum löndum hefur Litháen hæstu sjálfs- vígstíðnina sem er 45,6 einstaklingar á hverja 100 þúsund íbúa. Svipaða tíðni en þó ögn lægri er að finna hjá þjóðum sem eru mjög ólíkar þeim sem við höfum talið upp en þær eru Sri Lanka og Kúba. Samspil margra þátta Það er athyglisvert að nokkuð háa sjálfsvígstíðni er einnig að finna í ýmsum eylöndum eins og Japan, Mauritius og Sri Lanka. Lægstu tíðnina er að finna í lönd- um við austurhluta Miðjarðarhafsins þar sem flestir íbúanna eru múham- eðstúar. Kóraninn tekur skýra af- stöðu gegn sjálfsmorðum, ofbeldi og hvetur til hreinlífis og að trúarreglur séu virtar. Hin síðari ár hefur þó bor- ið nokkuð á fórnarsjálfsvígum í þeirra hópi í stjórnmálalegum tilgangi. Lága tíðni er líka að finna í lýðveld- um í Mið-Asíu sem áður voru hluti af Sovétríkjunum. Tölulega eru flest sjálfsvígin í Asíu- löndum vegna þess hve þau eru mannmörg eins og í Kína og Indlandi. Þessi lönd eru með um 30% þeirra sjálfsvíga sem framin eru í heiminum. Í Mið- og Norður-Evrópu og í Bandaríkjunum hefur tíðnin á hverja hundrað þúsund íbúa verið á bilinu 10–20. Mun færri fyrirfara sér í Suð- ur-Evrópu en norðan til. Skýring á því gæti verið afstaða kaþólsku kirkj- unnar til sjálfsvíga. Tíðni sjálfsvíga er á hinn bóginn mun hærri í Austur- en í Vestur-Evrópu sem kann að tengj- ast miðstýrðri þjóðfélagsgerð og litlum áhrifum einstaklingsins á líf sitt, sem samfara gífurlegum félags- legum breytingum getur aftur leitt af sér leiða og vonleysi og þetta í bland við mikla áfengisneyslu færir marga hættulega nærri brúninni á milli lífs og dauða eins og Högni Óskarsson geðlæknir benti á. Á Norðurlöndunum hafa Íslend- ingar og Norðmenn verið á svipuðu róli hvað varðar sjálfsvígstíðni. Sam- kvæmt nýjustu tölum frá Hagstofu Íslands um tíðni sjálfsvíga hér á landi sem eru frá 1996 var tíðnin 13,3 á hverja 100 þúsund íbúa. Færeyjar hafa lengi haft lægstu sjálfsvígstíðni í Evrópu. Þar ríkir sterk trúarhefð og áfengisstefnan miðast að því að minnka aðgengi fólks að áfengum drykkjum sem eflaust hefur sitt að segja. Benda má á margt fleira sem getur útskýrt þann mun sem er á þjóðunum hvað varðar sjálfsvígstíðni. Má nefna þætti eins og áhrif árstíða, veðurfar, birtuskilyrði, breiddargráðu viðkom- andi lands, þjóðerni, þéttleika byggð- ar, samheldni fjölskyldna, gæði heil- brigðisþjónustu, hvort búið er í borg eða sveit, landfræðilega einangrun og atvinnuleysi. Dauða- og sjálfsvígshugsanir algengar hjá fólki hér á landi Í almennri umræðu um sjálfsvíg hér á landi er oft rætt um að fjölgun hafi átt sér stað og vissulega hefur heildarfjöldi sjálfsvíga aukist undan- farna áratugi. Mikinn hluta þeirrar aukningar má þó skýra með fólks- fjölgun og breyttri aldurssamsetn- ingu þjóðarinnar. Reyndar eru nýj- ustu tölur hér á landi um tíðni sjálfsvíga aðeins til 1996 og því er ekki vitað hver tíðnin hefur verið und- anfarin ár. En það er ljóst að vandinn er mikill eins og kemur fram hjá dr. Sjálfsvíg einn alvar- legasti heilbrigðis- vandinn í heiminum Sjálfsvíg er þriðja algengasta dánarorsök ungs fólks í heiminum og í áttunda sæti hvað varðar alla ald- urshópa. Talið er að þessi vandi eigi eftir að aukast verulega á næstu árum ef ekkert verður að gert. Hildur Einarsdóttir fjallar hér um tíðni sjálfsvíga víðsvegar í heiminum og muninn á kynjunum og aldurshópum hvað þetta varðar. Á næstu vikum verður fjallað enn frekar um sjálfsvíg og reynt að gera grein fyrir helstu áhættuþáttum sjálfsvíga og orsökum þeirra.  Þær aðferðir sem algengastastar hafa verið við sjálfsvíg í gegnum ald- irnar eru henging, drukknun, stungu- sár, fall og hina síðari áratugi hefur orðið fjölgun á sjálfsvígum með skotáverka, það á þó sérstaklega við um Bandaríkin. Nokkur munur virðist þó vera á aðferðum eftir löndum. Í Bretlandi farga flestir karlmenn sér með því að taka inn eitur en konur hengja sig. Þetta snýst við þegar Danmörk á í hlut. Í Svíþjóð er henging og eitr- un algengust hjá karlmönnum en konurnar drekkja sér fremur. Í Kína og Indlandi er algengasta aðferðin að taka inn meindýraeitur. Þegar um tilraun til sjálfsvígs er að ræða er algengt að fólk taki inn lyf sem ávísað hefur verið af lækni. Þetta á ekki síst við um konur en þær skera sig einnig á púls. Nýjustu tölur sýna þó aukningu á því að bandarískar konur noti skotvopn til að svipta sig lífi og eitranir. Karl- menn hafa tilhneigingu til að nota banvænni og ofbeldiskenndari að- ferðir eins og að skjóta sig eða hengja eða þeir kasta sér fram af úr mikilli hæð. Ef litið er á þróunina hér á landi og borin saman tímabilin 1976-1980 og 1990-1994 þá virðist á fyrra tímabilinu sem flestir taki líf sitt með byssu, drukknun eða hengingu en á seinna tímabilinu hefur þeim hlutfallslega fjölgað sem taka líf sitt með gasi, eitrun eða hengingu. Aðferðir við sjálfsvíg mismunandi eftir löndum                     !! !" #" $ ! !  "         % &    ' ( (   ) * & (  +,- +" ++  ++. !# #- ., $ !$ ! $ . $,      & ( 

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.