Morgunblaðið - 17.06.2001, Page 11

Morgunblaðið - 17.06.2001, Page 11
Sigurður Páli Pálssyni, geðlækni við Landspítala – háskólasjúkrahús við Hringbraut sem segir: „Dauða- og sjálfsvígshugsanir eru mjög algengar í samfélaginu og hjá sjúklingum sem eru inni á geðdeildum er nær und- antekningarlaust saga um slíkar hugsanir. Ef við ættum að leggja inn á sjúkrahús alla sem hafa alvarlegar sjálfsvígshugsanir eða eru haldnir lífsleiða þá þyrftum við að margfalda legurými og önnur meðferðarúrræði. Við getum aðeins sinnt allra erfiðustu tilfellunum. Það er því ljóst að ef sjálfsvígs- hugsanir verða að veruleika hjá örfá- um prósentum til viðbótar við það sem nú er þá verður sjálfsvígsvand- inn enn hrikalegri.“ Sigurður Páll segir sjálfsvíg flókið ferli og í eðli sínu mjög persónulega athöfn en ekki sjúkdóm. „Það er mjög mikilvægt að þjónusta við fólk sem er með alvarlegar sjálfsvígshugsanir sé aðgengileg og til staðar á sem flestum stöðum í heilbrigðiskerfi okkar,“ seg- ir hann. Fleiri karlar en konur fyrirfara sér Frá því reglubundin skráning á sjálfsvígum hófst hér á landi árið 1911 og fram til 1996 hefur fjöldinn verið á bilinu 9–13 einstaklingar á hverja 100 þúsund íbúa. Hefur tíðnin sveiflast síðastliðin fimmtíu árin frá 3,6 ein- staklingum árið 1932 upp í 18,9 1966 á hverja 100 þúsund íbúa. Þetta þýðir að undanfarinn áratug hafa 25–40 einstaklingar fallið fyrir eigin hendi árlega hér á landi. Ekkert bendir til þess að tíðni sjálfsvíga hafi breyst marktækt hér á landi á allra síðustu árum að sögn Sig- urðar Guðmundssonar landlæknis. „Á hinn bóginn getum við búist við að það geti gerst líkt og virðist vera að gerast víða í heiminum. Þess vegna skiptir miklu máli að grípa til aðgerða sem geta dregið úr sjálfsvígum.“ Í heiminum er tíðni sjálfsvíga ólík eftir kyni og aldri. Mun fleiri karlar en konur farga sér með einni und- antekningu og það er í Kína. Þar er fjöldi sjálfsvíga áþekkur hjá kynjun- um. Önnur reglan er sú að sjálfsvíg- um fjölgar með aldri og eru flest hjá þeim elstu. Leitað hefur verið skýringa á því af hverju almennt fleiri karlar en konur fremja sjálfsvíg. Í bókinni Nights falls fast, sem fjallar um sjálfsvíg frá ýmsum hliðum, ræðir höfundurinn, Kay Redfield Jamison, þennan þátt. Jamison er prófessor í sálarfræði við læknadeild Johns Hopkins-háskólans í Bandaríkjunum og er viðurkenndur fræðimaður á alþjóðavísu á þessu sviði. Sjálf eru hún haldin geðhvarfasýki og hefur hún lýst reynslu sinni af sjúkdómnum í bókinni Í róti hugans, saga af æði og örvæntingu (An Unquiet Mind: A memoir of Moods Madness). Í bókinni um sjálfs- víg leitast hún við að skýra muninn á kynjunum hvað þetta varðar. Þar kemur fram að alþjóðlegar rannsókn- ir hafa leitt í ljós að tvisvar sinnum fleiri konur en karlar þjást af þung- lyndi en jöfnuður er hjá kynjunum hvað varðar fjölda þeirra sem haldnir eru geðhvarfasýki. Afleiðing þunglyndis kvenna sé sú að fleiri konur geri tilraunir til sjálfs- víga en karlar. Hér ber þess þó að geta að þunglyndi karlmanna getur tekið á sig annars konar birtingar- mynd en hin klassísku þunglyndisein- kenni. Því kann þunglyndi að vera verulega vangreint hjá karlmönnum, að sögn Högna. Konur gera fleiri sjálfsvígstilraunir Jamison segir að þó að það sé al- gengara að konur séu þunglyndar virðist sem sjúkdómurinn lýsi sér ekki í eins mikilli hvatvísi og ofbeldi og hjá karlmönnum. Þetta geri það að verk- um að konur noti ekki eins hættulegar aðferðir þegar þær fremja sjálfsvíg og karlar og ekki eins „öruggar“. Jami- son telur ennfremur ýmislegt benda til þess að það þyki smán ef karlmanni tekst ekki sjálfsvíg, þeir noti því að- ferðir sem bregðast örugglega ekki. Hún nefnir fleiri skýringar á mismun- andi sjálfsvígstíðni kynjanna eins og að konur segi frekar frá tilraunum sín- um til sjálfsvíga. Karlmenn séu ólíklegri til að leita sér hjálpar við geðrænum vanda. Þeir auki áhættuna á sjálfsvígi með því að nota áfengi og lyf og eigi skotvopn heima fyrir sem auðvelt sé að grípa til. Högni tók í sama streng og sagði að hegðunarmynstur karla, sem að ein- hverju leyti er tengt menningaráhrif- um og uppeldi, einkennist meira af yf- irráðaþörf, hvatvísi og árásargirnd heldur en hjá konum. „Þetta kann líka að tengjast mismunandi horm- ónabúskap karla og kvenna, meiri framleiðslu karlhormóns, testoster- óns, hjá körlum,“ segir hann. „Það sem hins vegar flestir sjá og vita er að karlmenn tengjast öðrum á annan hátt en konur. Konurnar eiga fleiri vini og kunn- ingja, þær ræða opnar um sín mál og leita sér ráða þegar erfitt er að leysa tilfinningahnúta. Stuðningsnet karla þegar kemur að tilfinningakreppum kann því að vera veikbyggðara en hjá konum. Körlum er tamara að bæla sig, þannig að þeirra erfiðleikar koma frekar fram í stífni, reiði og jafnvel meiri áfengisnotkun. Þegar þung- lyndiseinkenni og hvatvísi fara saman við ákveðin persónuleikaeinkenni getur skapast hættuástand.“ Hlutfallslega fleiri ungir en aldraðir fyrirfara sér nú Athyglisvert er að skoða þessi mál þegar aldurinn er tekin inn í mynd- ina. Þó að sjálfsvígstíðni sé í sumum löndum 6–8 sinnum hærri hjá eldra fólki en í yngri aldurshópunum deyr nú hlutfallslega fleira ungt fólk af völdum sjálfsvíga í heiminum en áður. Þrátt fyrir mismunandi menningu í löndunum er sjálfsvígstíðni yfirleitt hæst í hópi aldraðra þótt tíðnin sé mismunandi eftir löndum. Aðferðirnar sem notast er við eru venjulega mjög ofsafengnar sem bendir til staðfastrar ákvörðunar þessa aldurhóps. Aukning sjálfsvíga í yngri aldurs- hópunum er tiltölulega nýleg. Ef tekin eru dæmi um einstök lönd þá hafa sjálfsvíg ungs fólks í Banda- ríkjunum á aldrinum 15–24 ára fimm- faldast síðan 1950. Í Danmörku og Japan eru sjálfsvíg helsta orsök dauðsfalla hjá ungu fólki. Sjálfsvíg barna eru hins vegar mjög óalgeng og hefur verið bent á að það megi meðal annars rekja til þess að þau eigi erfitt með að skipuleggja og framkvæma slíkan gjörning og einnig vegna þess að þau eigi erfiðara með að ná í banvæn meðul, sama í hvaða formi þau eru. Önnur helsta dánarorsök ungra karlmanna hér á landi Ef litið er til þróunar sjálfsvíga hér á landi undanfarna áratugi þá eru sjálfsvíg algengust hjá eldri aldurs- hópunum, á það jafnt við um konur og karla. Mesta fjölgun sjálfsvíga hefur verið hjá karlmönnum á miðjum aldri en þó einkum hjá ungum mönnum á aldrinum 15–24 ára. Samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands voru 190 dauðsföll karla í síðastnefnda aldurs- hópnum á árunum 1990–1996. Af þeim voru 116 vegna slysa, 29 vegna sjúkdóma og 45 vegna sjálfsvíga. Á sama tímabili létust 40 konur á aldr- inum 15–24 ára. Af þeim létust 4 vegna sjálfsvígs. Af þessu sést að hér er um mikinn kynjamun að ræða, bæði hvað varðar heildarfjölda dauðs- falla og orsakir þeirra. Meðal kvenna hefur aukningin ver- ið mest í eldri hópunum. Á árunum 1990–1995 var fjölgunin mest meðal kvenna á aldrinum 55–65 ára. Ekki er auðvelt að gefa skýringu á fjölgun sjálfsvíga í þessum aldurshópi en hafa ber í huga að í jafn fámennu sam- félagi og okkar eru vikmörk víð fyrir sjaldgæfa atburði eins og sjálfsvíg, einkum í undirhópum og því ber að túlka slíkar tölur með varúð. Miklar sveiflur hafa verið á sjálfs- vígstíðni undanfarna áratugi hér á landi en engar skýringar hafa fundist á þeim. Ef við tökum tímabilið 1990- 1996 þá voru flest sjálfsvígin á árun- um 1990–1991 en þá voru þau 23. Innri afstaða oft afar tvíbent Tengslin milli sjálfsvíga og tilrauna til sjálfsvíga eru óljós. En segja má að sjálfsvíg sé lokastig sjálfsvígsferlis, það er endurteknum hugsunum um sjálfsvíg og/eða sjálfsvígstilraunum. Sjálfsvígsferli getur oft verið til stað- ar í áraraðir en hjá mörgu ungu fólki og öldruðum með nýtilkomið þung- lyndi virðist atburðarásin standa ein- ungis í vikur eða mánuði samkvæmt viðurkenndum rannsóknum. Þegar rithöfundurinn Evelyn Morgunblaðið/Golli / 0(  12  3( 4 56    7 3   1 89 :& ( &    !      ! 1  &    +$: ",: $,:" #: ! : !:$ :- : $:. $:.  "      "   !.: .$: !: #": !#: : !$: .: ,: ,: ;  12         < &   / >12   ?  1 89 :& ( &    !      ! 1  9 : &:&  : :- ",: : - :, #: $:. .:$ !:" -   "        !!: #: !#: !$: !: -: +: #: ,: !.: & (&   @  &  @   &&   A 9 B ! C 5  ; @  &    ;  A   %% 6:  &B C     3 B  &    ;   +$ >++$   9  ! ! &   ;  ++$D %  B  ( A : %% 6:    ( & C               #$ # !$ ! $  $ & (&    ; & : )2 +$ ++$ ! ! + :  &  : :$# : 9  /EF<1 /11 , - $ . # !  & (&    ; & : )2 $>. $>!. !$>#. #$>.. .$>$. $$>-. -$>,.  ( ,$ /EF<1 /11 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.