Morgunblaðið - 17.06.2001, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 17.06.2001, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ  Sagt hefur verið að sagan geti verið markleysa. Þó er ljóst að menn verða að vita hvaðan þeir koma til að átta sig á hvert þeir eru að fara. Sagan hefur að geyma sameiginlega mannlega reynslu sem lýsir því meðal annars hvernig siðareglur mótast í tímans rás og nýjar bætast stöðugt við með auk- inni þekkingu og innsæi. Vestræn menning hefur ætíð litið á sjálfsvíg með ákveðinni varúð og hefur réttur einstaklingsins til að svipta sig lífi verið sígilt deiluefni heimspekinga og annarra. „Hvernig á það líf að vera sem er þess virði að því sé lifað?“ hafa menn spurt. Meðan allt leikur í lyndi er það manninum fráhverft að hugsa um dauðann því hann veldur honum oft og tíðum angist og óöryggi. Segja má að dauðinn sé í raun launhelgi í mörgum vestrænum samfélögum. Ýmis trúarbrögð reyna að koma til móts við ótta mannsins við dauðann með því að lofa honum lífi að loknu þessu. Í grísku goðafræðinni var sjálfs- vígið leið sem einstaklingur gat val- ið þegar sæmdin var að veði. Vef- konan góða, Arakhne, skoraði sjálfa Pallas Aþenu á hólm í veflist. Þrátt fyrir ótrúlegan hagleik meyjarinnar var gyðjan henni fremri og sigraði naumlega. Arakhne hengdi sig þá í eigin vef og breyttist jafnframt í kónguló. Sjálfsvíg hafa tíðkast svo lengi sem sögur fara af. Þjóðfélögin virðast þó hafa haft mismunandi hugmyndir um það að falla fyrir eigin hendi. Sumar þjóðir töluðu mjög ákveðið á móti sjálfsvígum en aðrar hvöttu til þeirra. Þjóðir eins og Inúítar, norrænir menn, Samóar og nokkrir Indíána- ættbálkar álitu sjálfsvíg sjálfsögð og mæltu fyrir því að aldraðir og veikir fórnuðu sér svo hinir gætu haldið lífi sínu áfram óhindraðir af þeim sem ekki gátu tekið þátt í lífsbaráttunni af fullum styrk. Forn-Grikkir virtust vera frekar umburðarlyndir gagnvart sjálfs- vígum. Þeir fjölluðu nokkuð um sjálfsvíg, eðli þess og inntak og í því sambandi veltu þeir fyrir sér rétti einstaklingsins yfir eigin lífi. Hómer taldi sjálfsvíg göfugt verk. Plató og Aristóteles skrifuðu gegn sjálfsvígum en útilokuðu það ekki í vissum tilvikum sem leið út úr vanda. Plató taldi manninn ekki einráðan um líf og dauða og skír- skotaði til guðanna í því sambandi. Aristóteles leit á sjálfsvíg sem and- félagslegan verknað sem skaðaði samfélagið. Pýþagóras taldi sjálfs- víg aftur á móti óverjandi og óverðugt manninum. Hann sagði það bera vott um aumingjaskap og skort á mannlegri reisn. Hægt var að fá opinbert leyfi til sjálfsvíga í Grikklandi. Sá sem vildi farga sér þurfti fyrst að tala máli sínu við bæjarráðið og ef það sam- þykkti rök hans fékk það honum eitur til verknaðarins. Ef sjálfs- morðið var framið án slíks leyfis var sá sem það drýgði jarðaður ut- an borgarmarkanna og önnur hönd hans skorin af og sett í jörðu ann- ars staðar. Rómverjarnir aðhylltust skoðanir Stóuspekinga sem töldu réttinn til að deyja til mannréttinda. Sjálfsvíg var að þeirra áliti lausn á mann- legum og félagslegum vanda ef önnur ráð buðust ekki. Aðstæður gátu að þeirra mati orðið svo erf- iðar og niðurlægjandi að sjálfsvíg var eina ráðið til að halda reisn sinni og manngildi gagnvart forlög- unum. Voru sjálfsvíg studd af lög- gjöfinni og þóttu réttlætanleg ef um var að ræða líkamlegar þján- ingar, sjúkdóma, sorg eða aðrir or- sakir eins og þreytu á lífinu, geð- sýki eða ef heiðurinn var í veði. Ef engin sjáanleg ástæða var fyrir verknaðinum var hann fordæmdur. Að deyja sæmdardauða fremur en að þurfa að líða niðurlægingu er þekkt í öllum menningarsam- félögum. Í flokki japanskra stríðs- manna, samuræjanna, var sæmdin sett ofar öllu öðru. Þeir gripu til harakiri eða kviðristu ef þeir féllu í hendur óvinarins eða urðu uppvísir að vansæmd. Kviðristan var afar sársaukafull og það tók menn lang- an tíma að deyja. Trúarbrögðin taka misjafnlega á sjálfsvígum. Samkvæmt Kóraninum er sjálfsvíg álitið glæpur, verra en morð. Gamla testamentið segir frá nokkrum sjálfsvígum sem ollu kristnum mönnum vanda því þeir voru þeirrar skoðunar að það að taka líf sitt væri (sjálfs)morð sem boðorðin bönnuðu. Þekktasta frásögnin af sjálfsvígi er í Nýja Testamentinu. Sá sem það framdi var lærisveinninn Júdas sem gekk út og hengdi sig eftir að hann hafði framselt meistara sinn, Jesú Krist, í hendur andstæðing- anna. Sjálfsvíg voru þannig notuð til að bæta fyrir illgjörðir. Menn fórnuðu sér líka fyrir göf- ugan málstað á þennan hátt. Frum- kirkjan á sér helgisagnir um kristna píslarvotta sem gengu óhræddir í dauðann fyrir trú sína í einhvers konar píslarvættissjálfsvígi. Í fyrstu var slíkur dauðdagi lof- aður en féll síðan í ónáð. Til eru líka frásögur Ambrósíusar um kristnar konur sem höfðu verið misnotaðar og frömdu sjálfsvíg, til dæmis sögurnar um Pelagíu og Lúkretíu. Afstaða kristinna manna til sjálfsvíga harðnaði smám saman. Heilagur Ágústínus fordæmdi þau árið 400 e.Kr. og sagði þá sem slíkt gerðu engu betri en morð- ingja. Tómas af Aquina (1225-1274) tók mjög einarða afstöðu gegn sjálfs- vígum og taldi þau synd gegn sköpunarverki Guðs. Lífið hefði maðurinn fengið að gjöf frá Guði og það væri glæpur að kasta gjöf- inni á glæ með sjálfsvígi. Katólska kirkjan var frá upphafi á móti sjálfsvígum og útskúfaði við- komandi og honum var neitað um kirkjulega þjónustu sem fólst meðal annars í því að menn fengu ekki að hvíla í vígðri mold. Þannig var það einnig hér á landi. Siðvenjur Gyðinga bönnuðu að haldin væri líkræða yfir þeim sem förguðu sér sjálfir og jarðsetningin var afmörkuð við afskekkt horn í grafreitnum þannig að hinir sóma- kæru væru ekki greftraðir hjá hin- um sem brotið höfðu af sér. Smám saman dró úr bæði trúar- legum og lagalegum viðurlögum við sjálfsvígum. Þó að margir guðfræð- ingar héldu áfram að telja sjálfsvíg til þeirra synda sem síst væru fyr- irgefanlegar. Marteinn Lúter taldi til dæmis að sjálfsvíg væri verknaður djöfulsins. En Lúter hafnaði því að sál þess sem tók líf sitt væri for- dæmd að eilífu. Jóhannes Neser þróaði þessa hugsun Lúters (1617). Hann sagði að sjálfsvíg sem framið væri af þeim sem haldinn er þung- lyndi leiddi ekki til fordæmingar. Því þeir sem slíkt gerðu væru ekki ábyrgir gerða sinna. Árið 1621 kom út bók eftir Ro- bert Burton sem hafði áhrif á af- stöðuna til sjálfsvíga en hún heitir The Anatomy of Melancholy, og benti á sambandið milli geðveiki, þunglyndis og sjálfsvíga. Talaði höf- undurinn máli þeirra sem í vanlíðan sinni og örvæntingu tóku eigið líf. Fleiri rit komu út á næstu öldum, bæði í Evrópu og Ameríku sem vörpuðu ljósi á sjálfsvíg og orsakir þeirra. Á 18. og 19. öld afnámu flest Evrópulönd viðurlög gagnvart þeim sem tóku eigið líf. Á Englandi og í Wales var þessi verknaður þó talinn refsiverður til 1961 og í Írlandi til 1993. Sigmund Freud hélt því fram árið 1917 að sjálfsvígið væri einkenni geðsjúkdóms. Tilvistarspekingar 19. og 20. ald- ar lögðu áherslu á frelsi ein- staklingsins og ábyrgð hans á gerðum sínum. Hver einstaklingur yrði að taka ákvörðun um líf eða dauða, hvort hann fremdi sjálfs- morð eða ekki. Heimspekingarnir Montesquieu, Voltaire, Hume, Schopenhauer og Nietzsche héldu því fram að sjálfsvíg félli ekki undir það sem bæri alfarið að hafna, heldur væri það einungis einn af valmöguleikum mannsins. Albert Camus segir í Goðsögn- inni um Sýsifos: „Það er bara eitt raunverulegt vandamál til og það er sjálfsmorðið. Grundvallarspurn- ing heimspekinnar er að úrskurða hvort lífið sé þess virði að lifa því eða ekki.“ Ennþá er deilt um réttmæti sjálfsvíga. Nú stendur umræðan um sjálfsvígið á milli þeirra sem telja að hver einstaklingur hafi full- an rétt á að svipta sig lífi og hinna sem standa fast á því að þunglyndi sé orsök sjálfsvíga og vilja með lyfjum eða annarri meðferð koma sjúklingnum yfir þetta erfiða tíma- skeið. Sjálfsvíg í ljósi sögunnar Lýsing sagnfræðingsins Tacitusar á sjálfsvígi heimspekingsins Seneca varð mörgum lista- manninum á 16. öld að yrkisefni. Málarinn Peter Paul Rubens sýnir Stóuspekinginn flytja sinn síð- asta boðskap meðan skorið er á æðar hans. Heimildir: Um sjálfsvíg; Þjóðmálanefnd Þjóð- kirkjunnar. Listin að lifa, listin að deyja eftir Óttar Guð- mundsson. The Comprehensive Textbook of Suicidology; Ronald W. Maris, Alan L. Berman, Morton M. Silverman. Waugh var á þrítugsaldri gerði hann tilraun til sjálfsvígs sem hann síðar sagði að hann vissi ekki hvort var raunveruleg eða látalæti. Útskýrir frásögnin ef til vill innri afstöðu ein- staklingsins en hann er oft afar tví- stígandi við þessar aðstæður. Ein bóka Waugh hafði fengið slæmar viðtökur hjá gagnrýnendum. Fylltist hann depurð og ákvað að binda enda á líf sitt. „Nótt eina ... fór ég einn niður á strönd með hugann fullan af dauða- óskum. Ég afklæddist og byrjaði að synda út í hafið. Ætlaði ég mér í raun að binda enda á líf mitt? Það var svo sannarlega það sem ég hafði í hyggju. Ég skildi eftir bréf hjá fötunum mín- um, sem var tilvitunun úr Evripídesi um sjóinn, hvernig hann þvær burtu allt böl. Ég gerði mér það ómak að kanna hvernig tilvitunin var skrifuð orðrétt, áherslumerki og annað ... Núna mörgum árum síðar get ég ekki sagt með vissu hve örvænting og raunverulegur vilji minn átti mikinn þátt í þessum gjörningi eða hvort ég var bara með látalæti. Nóttin var falleg og það var vax- andi tungl. Ég synti rólega á haf út en löngu áður en ég átti ekki lengur möguleika á að snúa við aftur var drengurinn frá Shropsskíri truflaður af sárindum í öxl. Ég hafði rekist á marglyttu. Ég fann fyrir fleiri strok- um og sársaukafullum sviða eitt sek- úndubrot. Friðsælt hafið var fullt af þessum kvikindum. Var þetta fyrirboði? Hvasst ákall til betri vitundar ...?“ Sjálfsvígshugmyndir aukast eftir sjötugsaldurinn Rannsóknir hafa sýnt að áhættan á tilraun til sjálfsvígs virðist mest fyrstu 10 árin eftir að fyrsta tilraun var gerð en talið er að 14% þeirra sem gert hafa sjálfsvígstilraun fremji sjálfsvíg síðar. Sjálfsvígstilraun er því einn aðaláhættuþáttur sjálfsvíga bæði hjá konum og körlum. Það má geta þess líka að ungir karlar hafa margfalt meiri sjálfsvígshættu eftir sjálfsvígstilraun en konur. Tilraunir til sjálfsvíga eru fátíðari hjá eldra fólki en þegar þær eiga sér stað ber að taka þær mjög föstum tökum, vegna þess hve ákvörðun um sjálfsvíg er venjulega staðföst hjá þessum aldurhópi, að sögn Sigurðar Páls. Hugsanir um sjálfsvíg eru nokkuð algengar hjá fólki á öllum aldri. Kann- arnir bæði í Evrópu og Bandaríkjun- um sýna fram á að 10–18% þeirra sem spurðir voru hvort þeir hefðu ein- hvern tímann hugsað sér að farga sér svöruðu spurningunni játandi. Slá- andi lítill munur var á milli þjóða en það sýnir sig einnig að konur viður- kenna oftar að þær hafi haft slíkar hugmyndir. Rannsóknir hafa leitt í ljós að við sjálfsvígstilraunir eru almennt notað- ar hættuminni aðferðir en við sjálfs- víg en undantekning eru aldraðir. En dauðaóskir og sjálfsvígshugmyndir virðast aukast mjög eftir sjötugsald- urinn. Það hefur einnig komið í ljós að að- stæður við sjálfsvígstilraunir eru oft- ar þess eðlis að auknar líkur eru á að viðkomandi verði bjargað. Skráningu sjálfsvígstilrauna ábóta- vant hér á landi Könnun sem nefnd um tíðni og or- sakir sjálfsvíga gerði hér á landi á meðal stjórnenda á sjúkrastofnunum í kringum 1995, leiddi í ljós að skrán- ingu sjálfsvígs tilrauna hér á landi er víða ábótavant. En ef niðurstöður rannsókna á skráningu sjálfsvígstil- rauna í Noregi eru heimfærðar á Ís- land má ætla að miðað við mannfjölda séu sjálfsvígstilraunir hér á landi 450 á ári, en tíðni sjálfsvíga í Noregi er svipuð og á Íslandi eins og áður segir. Er þá miðað við fjölda tilvika sem koma inn á sjúkrastofnanir. Kynjahlutföll sjálfsvíga eru víða þrír karlar á móti einni konu. Hins- vegar eru kynjahlutföll í sjálfsvígstil- raunum oft talin um það bil einn karl á móti tveim konum. Á Íslandi sýndi könnun á Borgarspítalanum, á árun- um 1983–85 að kynjahlutföll voru 2 konur á móti einum karlmanni. Mun- urinn var hins vegar meiri ef skráð var eftir atburðum því algengar var að konur endurtækju sjálfsvígstil- raun á þessum þremur árum. Skýringin á því af hverju fleiri kon- ur en karlar gera misheppnaða til- raun til að fyrirfara sér hefur þegar verið rædd hér að framan. Til viðbót- ar því bendir Engilbert Sigurðsson, geðlæknir á Landspítala, á að í dag- legu starfi á bráðaþjónustu geðdeilda, hafi reynslan sýnt að konur eru gjarnari að beina sárum tilfinningum inn á við, fá útrás fyrir þeim á eigin líkama, meðan karlar eru, líkt og meðal dýra, árásargjarnari þegar þeir eru í ójafnvægi. Högni tekur fram að oft sé verið að vekja athygli á ástandi, sem einstak- lingurinn upplifir sem óþolandi, frek- ar en ætlunin sé að deyja. En mörkin þarna á milli séu óljós, og allar til- raunir beri að meðhöndla í fyrstu eins og viðkomandi ætlaði sér að deyja. Fjölgun sjálfsvíga ungs fólks veldur óhug Það hefur aukist að ungt fólk geri tilraunir til sjálfsvíga og eru þær mun algengari en sjálfsvígin, þó að tala sjálfsvígstilrauna í einstökum löndum sé að öllum líkindum ekki nákvæm eins og þegar hefur komið fram. Þórólfur Þórlindsson og Þóroddur Bjarnason gerðu ýtarlega könnun í marsmánuði 1992 á lífsviðhorfum ís- lenskra unglinga í 9. og 10. bekk í grunnskóla. Sérstaklega var leitað þátta sem hafa forspárgildi fyrir sjálfsvígsatferli. Kom í ljós að 288 stúlkur eða 8,2% þeirra höfðu gert sjálfsvígstilraun. Af piltum höfðu 168 gert tilraun til sjálfsvígs eða 4,8%. Ekki kom fram í könnuninni hvers eðlis tilraunirnar voru né hve oft þetta sjálfsvígsatferli leiddi til íhlut- unar fagmenntaðs fólks en niðurstöð- urnar sýndu að vandinn var veruleg- ur. Í rannsókninni kom einnig fram að 23% pilta og 38,3% stúlkna í 9. og 10. bekk höfðu einhvern tímann hug- leitt að fyrirfara sér. Þegar spurt var hvort unglingarnir hefðu einhvern tímann hugsað alvarlega um sjálfsvíg svöruðu 19,2% stúlkna því játandi og 12,3% pilta. Sjálfsvígshugleiðingar virtust vera tíðari hjá unglingum í 10. bekk en 9. bekk. Tíðni þunglyndis og kvíðaraskana fer vaxandi Nýjustu rannsóknina á þunglyndi og sjálfsvígstíðni gerði Tinna Traustadóttir vorið 2000 en hún var liður í kandídatsritgerð hennar í lyfja- fræði við HÍ. Tinna rannsakaði fólk á aldrinum 18–25 ára. Bar hún sínar niðurstöður saman við rannsókn Tómasar Helgasonar geðlæknis frá árinu 1984 á fólki á aldrinum 20–29 ára, en þau notuðust við sama spurn- ingalistann. Rannsókn Tinnu sýndi að þeir sem voru með minni háttar geð- raskanir voru um 30% en í könnun Tómasar var talan 21%. Tíðni þung- lyndis hjá fólki í þessum aldurshópi var 17,2%. Þá kom í ljós í könnun Tinnu að 42% þátttakenda í könnun- inni höfðu hugleitt sjálfsvíg en sögð- ust ekki myndu framkvæma það. Ef þessi niðurstaða er borin saman við niðurstöður fyrri rannsókna um þetta efni sést að aldrei áður hafa sést svona háar tölur hvað þennan þátt varðar. En eins og áður segir þá eru hugsanir um sjálfsvíg nokkuð algeng- ar en oft býr ekkert meira að baki. 4,6% sögðust hugsa um að fyrirfara sér og oft hafa langað til þess. 5,4% þátttakenda höfðu reynt að stytta sér aldur. Rannsókn Tinnu bendir til að aukning hafi orðið á kvíða og þung- lyndi hjá ungu fólki, einnig er aukning á sjálfsvígshugsunum hjá þessum ald- urshópi. Haldast þessar rannsóknir í hendur við niðurstöður athugana í hinum vestræna heimi sem benda til þess að tíðni þunglyndis og kvíða- raskana fari vaxandi. „Hver er ástæð- an?“ spyrja eflaust einhverjir. Þeirri spurningu munum við meðal annars velta fyrir okkur næsta sunnudag. Þar verður fjallað um helstu áhættu- þætti og það sem vitað er um orsakir sjálfsvíga. he@mbl.is &    ' ( ; &     + ++-D  %  B  ( +$      #$ # !$ ! $  $ & (&    ; & : + ++-+! +# +. +$ +- +, +" ++  /11 /EF<1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.