Morgunblaðið - 17.06.2001, Page 22

Morgunblaðið - 17.06.2001, Page 22
22 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hinn 17. júní 1994, á 50 áraafmæli lýðveldisins Ís-lands, gerðu þjóðirheimsins með sér sátt-mála um baráttu gegn myndun eyðimarka í heiminum. Samningurinn er hliðstæður öðrum slíkum alþjóðlegum sáttmálum er lúta að verndun náttúru og auðlinda heims og er niðurstaða strangrar samningalotu, þar sem fulltrúar að- ildarríkja Sameinuðu þjóðanna komu sér saman um efni og texta samnings- ins. Forlögin höguðu því svo að þjóðhá- tíðardagur Íslands, 17. júní, er jafn- framt sérstakur dagur, sem Samein- uðu þjóðirnar hafa helgað baráttunni gegn myndun eyðimarka. Þjóðhátíð- ardagur þess lands utan þurrkasvæð- anna sem hefur minnsta gróðurhulu; lands þar sem eyðimerkur hafa sann- arlega sótt fram á síðustu árhundr- uðum. Raunar var nokkuð liðið á að- faranótt 18. júní 1994, þegar samningum um varnir gegn myndun eyðimarka var náð, en sænskur for- maður samningsferilsins ákvað að samningar hefðu formlega náðst 17. júní. Þessi sáttmáli nefnist „Conven- tion to Combat Desertification“ á ensku og er skammstafaður CCD. Ís- land á aðild að þessum sáttmála. Áhersla á aðstoð við fátækari lönd Við gerð sáttmálans var lögð áhersla á aðstoð við fátækari lönd heims og samningurinn tekur fyrst og fremst mið af þurrkasvæðum. Aðild- arríkin skuldbinda sig til að semja og fylgja eftir áætlun um baráttu gegn myndun eyðimarka heima fyrir eftir aðstæðum í hverju landi. Sókn eyði- markanna er vitaskuld mest á þurrkasvæðum jarðar, en þó einnig á öðrum jaðarsvæðum, eins og við Ís- lendingar þekkjum vel. Eyðing landgæða er skelfileg ógn- un í mörgum ríkjum heims. Fréttir um hörmungar af völdum landeyðing- ar berast af og til frá flestum heims- hornum, nú síðast frá Mongólíu. Sandauðnin er jafnvel að nálgast Pek- ing, höfuðborg fjölmennasta ríkis ver- aldar. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að lífsviðurværi um eins milljarðs jarðarbúa sé nú ógnað vegna myndunar eyðimarka. Hin fornu menningarríki voru reist á grunni frjórrar jarðar og hnignun flestra þeirra hefur verið tengd ofnýt- ingu náttúruauðlinda. Hnignun land- kosta má yfirleitt rekja til nýtingar mannsins, sérstaklega þar sem land er viðkvæmt. Lífsbaráttan er víða hörð á þessum svokölluðum jaðar- svæðum, fólksfjölgun mikil og álagið á landið þar af leiðandi meira en svo að landgæðin beri nýtinguna. Verstu áföllin fylgja gjarnan öfgum náttúr- unnar, svo sem þurrkum eða flóðum, kuldaköstum eða jafnvel eldgosum. Þessi þráður er okkur Íslendingum vel kunnur, þjóðin bjó við þröng kjör sem náttúran skammtaði naumlega, á milli þess sem hamfarir leiddu hörm- ungar yfir þjóðina, allt fram á síðustu öld. Eyðingin varð að sama skapi geigvænleg, enda telst tæplega helm- ingur yfirborðs landsins til auðna. Ísland hefur að mörgu leyti sér- stöðu meðal þjóða heimsins þegar lit- ið er til hnignunar landkosta. Fáar ríkar þjóðir heims hafa tapað jafn- miklu af gæðum landsins, ef nokkur. Ísland hefur hvað lengstu sögu bar- áttu gegn eyðingaröflunum og jafn- framt líklega elstu starfandi jarðvegs- verndarstofnun í heimi, Landgræðslu ríkisins. Hún var stofnuð árið 1907 (sem Sandgræðslan) til að sporna við ágangi eyðimerkurinnar á Suður- landi. Til samanburðar má nefna að flestum slíkum stofnunum í öðrum löndum var komið á legg um eða eftir síðari heimsstyrjöldina. Ný braut mörkuð í Ríó Landverndarstarf stendur nú víða á tímamótum. Ríó-ráðstefnan um sjálfbæra þróun markaði nýja braut sem nú hefur verið vörðuð nokkrum þýðingarmiklum sáttmálum. Jafn- framt hefur þekking á vistkerfum jarðar aukist hröðum skrefum, sem hefur haft þau áhrif að ný viðhorf og gildi hafa þróast á sviði landgræðslu. Aukin áhersla er nú lögð á viðhald og uppbyggingu heilbrigðra vistkerfa sem veita samfélaginu margvíslega þjónustu. Nýjar áherslu verða æ sýni- legri í landverndarstarfi, þar sem lögð er áhersla á stöðugleika vistkerfa, líf- fjölbreytileika og fjölbreytta þjónustu vistkerfanna, m.a. til vatnsmiðlunar og jafnvel útivistar. Jafnframt þarf að viðhalda frjósemi vistkerfa, oft til framleiðslu matvæla, þótt önnur nýt- ing geti verið allt eins mikilvæg. Framleiðni landsins til skemmri tíma skiptir minna máli en viðhald fjöl- breytilegs gróðurs og jarðvegshulu. Sem dæmi um íslenskar aðgerðir í ljósi eldri viðmiða má nefna upp- græðslu á hálendinu við Blöndulón, þar sem ræktun gróðurs til beitar er haldið við með áburðargjöf. Nýrri við- mið leitast við að koma staðargróðri í landið og að náttúran geti þróast til sjálfbærra og fjölbreyttra vistkerfa. Uppbygging og verndun þeirra vist- kerfa sem ennþá eru gróin skiptir ennfremur ekki síður miklu máli en endurheimt gróðurs á auðnum. Á fáum sviðum náttúruvísinda er sérstaða Íslendinga meiri en á þeim er lúta að hnignun og endurheimt landgæða. Við eigum okkur merki- lega sögu af baráttu við eyðingaröflin. Jafnframt leggur þjóðin mikla áherslu á verndun og endurheimt landgæða. Íslendingar hafa samt sem áður ekki tekið virkan þátt í alþjóð- legu starfi á vettvangi sáttmálans um varnir gegn myndun eyðimarka, þrátt fyrir þá sérstöðu sem við sann- arlega höfum. Til þess hefur skort afl, því þeir sem sinna faglegu starfi á þessu sviði eru því miður allt of fáir. Ennfremur má leiða líkum að því að forræði fyrir starfi á vettvangi samn- ingsins sé ekki með þeim hætti sem skyldi. Landgræðslustarf á Íslandi á tímamótum Landgræðslustarf á Íslandi stend- ur að mörgu leyti á tímamótum eins og reifað var ítarlega á Umhverfis- þingi á síðastliðnum vetri. Nú er mikil áhersla lögð á að byggja upp faglegt starf á þessu sviði sem miðar að verndun og skynsamlegri nýtingu landkosta á sem fjölbreyttastan hátt. Mikilvægt er að fjölga fagfólki til þess að bæta árangurinn, ekki síst í ljósi breyttra viðhorfa til verndunar og uppbyggingar á vistkerfum landsins. Umgjörð landverndarstarfs og lög þar um voru mótuð fyrir um 40 árum. Það er ljóst að úrbóta er þörf, ekki síst með tilliti til faglegs starfs svo sem rannsókna, þróunar, ráðgjafar og upplýsingatækni. Þá er ekki síður þörf á nýjum lögum um landgræðslu og nýtingu landsins sem uppfylla kröfur nútímans, eins og þegar hefur verið gert á mörgum öðrum sviðum umhverfisverndar á Íslandi. Slíkar úrbætur á umhverfi landverndar- starfs verða að taka mið af þeirri miklu þróun sem hefur orðið á síðustu árum, m.a. í tengslum við sáttmálana um sjálfbæra þróun og annarra sátt- mála SÞ sem hafa fylgt í kjölfarið. Nauðsynlegt er að styrkja faglegt starf Landgræðslu ríkisins og tengja það með beinni hætti við annað fag- legt starf á sviði landverndar. Ekki er síst mikilvægt að rannsóknir og þró- un á sviði landgræðslu, gróðurvernd- ar og landnýtingar njóti sjálfstæðis frá þróunarstarfi á sviði landbúnaðar, þar sem önnur viðmið eiga réttilega við. Tilefni þessarar greinar er hinn al- þjóðlegi dagur helgaður baráttunni gegn myndun eyðimarka. Nágrannar okkar á norðurslóðum hafa miðlað af auðæfum sínum til að aðstoða ríki sem verst eru sett vegna landeyðing- ar, en engin þessara þjóða hefur svip- aða reynslu og sú íslenska til að miðla af til þeirra sem heyja baráttuna við eyðimerkurnar. Það er fyllilega tíma- bært að huga í alvöru að því að byggja upp á Íslandi öfluga rannsókna- og þróunarstofnun á sviði jarðvegs- verndar og landgræðslu, sem tengist landgræðslustarfinu með beinum hætti en tæki einnig markvissan þátt í alþjóðlegu starfi. Slík stofnun gæti bæði fært umhverfi fyrir faglegt starf á sviði landgræðslu til nútímalegs horfs, bætt árangurinn heima fyrir og fært okkur tækifæri til að axla ábyrgð á alþjóðavettvangi, ábyrgð sem við eigum ekki að skorast undan. Ljósmynd/Guðmundur Kr. Jóhannesson Erlendir sérfræðingar í íslenskri auðn á Biskupstungnaafrétti. Myndun eyðimarka á Íslandi sem og barátta Íslendinga gegn eyðingaröflunum vekur ávallt mikla athygli erlendra sérfræðinga á þessu sviði. FAO Hnignun landgæða er alþjóðlegt vandamál sem ógnar afkomu um eins milljarðs jarðarbúa. Myndin er frá Afríku. Samningurinn um varnir gegn mynd- un eyðimarka. Ísland er aðili að samningnum. 17. júní er dagur barátt- unnar gegn myndun eyði- marka. Ólafur Arnalds fjallar hér um stöðu þessara mála og segir að Íslendingar standi að mörgu leyti á tímamótum í landgræðslu- málum. Höfundur er náttúrufræðingur. Myndun eyðimarka

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.