Morgunblaðið - 17.06.2001, Side 32

Morgunblaðið - 17.06.2001, Side 32
32 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ . . . . . . . . . . 17. júní 1941: „Vjer skulum láta þær minningar sem við 17. júní eru tengdar lýsa oss áleiðis. Vjer skulum um leið og vjer í dag stígum örlaga- spor um ráðstöfun fullveld- ismála vorra og minnumst þrjátíu ára afmælis æðstu menntastofnunar þjóð- arinnar, horfa djarft fram á veginn, án minnimáttar- kendar, þótt kostur vor sje þröngur í bili, án gagnrýn- islauss undirlægjuháttar eða hræðslukends fums. – Það erum vjer sjálfir, sem mest á veltur um það, hver örlög oss eru búin. Sjálfskap- arvíti eru verst. Vjer skulum aldrei láta það sannast, að Íslendingar fari gálauslega að á örlaga stundum. Það er helgasta skylda þjóðarinnar nú að koma fram með festu og varfærni. Sú saga og þær minningar, sem við 17. júní eru tengdar benda í senn til þess besta í fortíðinni og til þess er koma skal, ef þjóðin er sjálfri sjer trú.“ . . . . . . . . . . 17. júní 1951: „Síðan Íslend- ingar stofnuðu lýðveldi í landi sínu er örskammur tími liðinn, aðeins sjö ár. En þetta tímabil hefur verið tími mik- illa breytinga, átaka og bylt- inga í alþjóðamálum. Heims- styrjöld hefur lokið, ný sjálfstæð ríki orðið til og önnur verið rænd frelsi sínu. Víðtæk alþjóðleg samtök hafa verið stofnuð, styrjaldir hafa geysað. Örlagaríkust er þó sú stað- reynd að á þeim sex árum, sem liðin eru síðan annarri heimsstyrjöldinni lauk hefur ekki ennþá verið saminn friður milli hinna sigruðu og sigurvegaranna. Engir raun- verulegir friðarsamningar hafa ennþá verið gerðir við Þýskaland og litlar horfur eru á þeim á næstunni. Við þetta bætist svo það, að milli sjálfra sigurveg- aranna innbyrðis getur varla talist að friður ríki, þó að svo eigi að heita. Það er af öllu þessu ljóst að bernskuskeið hins ís- lenska lýðveldis hefur verið tími mikillar ólgu, uppnáms og friðleysis í heiminum. Á slíkum tímum er lítilli þjóð, ungu fullvalda ríki, vandrat- að um refilstigu heimsstjórn- málanna. En þrátt fyrir þetta verður ekki annað sagt en að lýðveldi okkar hafi farnast vel.“ Fory s tugre inar Morgunb lað s ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. 17. JÚNÍ Á liðinni öld eru fjórar dag-setningar, sem standa uppúr í sjálfstæðisbaráttu okk- ar Íslendinga. Hinn 1. febrúar árið 1904 fengum við heimastjórn. Þeim degi er lýst svo í riti Gunnars M. Magnúss, Það voraði vel 1904: „Þá er hinn langþráði dagur runninn upp, þegar hin nýja stjórn- arbót tekur gildi. Það eru talsverð umsvif í bænum, fólk er snemma á ferli og umræður snúast um þá miklu breytingu, sem verður í þjóð- lífinu með þessum degi... Magnús landshöfðingi Stephensen gekk fyr- ir hádegi upp til síns fyrri bústað- ar, þar sem nú eru allar skrifstofur ráðuneytisins. Þar var fyrir Hann- es Hafstein og skrifstofustjóri hans, aðstoðarmenn og skrifstofu- menn. Þegar sól var í hádegisstað, fékk landshöfðingi ráðherra stjórn- artaumana í hendur. Fannst mönn- um að hér hefði merkur atburður gerzt. Var síðan drukkin skál í kampavíni.“ Eftir tæp 3 ár verða eitt hundrað ár liðin frá þessum tímamótum. Þeirra ber að minnast með eftir- minnilegum hætti. Hinn 1. desember 1918 varð Ís- land fullvalda ríki en í konungs- sambandi við Danmörku. Í bók Gísla Jónssonar, 1918, var þeim degi lýst svo með tilvitnun í Lög- réttu að veðrið væri „svo fagurt sem fremst mátti verða um þetta leyti árs, skýlaus himinn, frostlaust og kyrrt, svo að það merktist að- eins á reykjunum upp frá húsunum að sunnanblær var í lofti...“ Morgunblaðið, sem tæpum mán- uði áður hafði átt 5 ára afmæli sagði: „Í dag stöndum vér augliti til auglitis við heiminn, sem Íslend- ingar en ekki sem Danir – á eigin ábyrgð en ekki annarra. Í dag fá Íslendingar það hlutverk að halda uppi sæmd yngsta ríkisins í heim- inum. Og vonandi finnur öll þjóðin til vandans, sem þeirri vegsemd fylgir, til ábyrgðarhlutans, sem fallinn er oss í skaut með sam- bandslögunum nýju. Það er eigi minna um vert að kunna að gæta fengins fjár en afla þess.“ Jóhannes Jóhannesson, forseti sameinaðs Alþingis, sem verið hafði formaður Sambandslaga- nefndarinnar svokölluðu, minntist Danmerkur og sagði: „Ég er þess fullviss að tala fyrir munn hvers einasta Íslendings, þegar ég læt í ljós þá innilegu ósk og von, að Dan- merkur ríki megi eflast og blómg- ast, að óskir og vonir, sem því hafa verið hjartfólgnar um mörg ár megi rætast og að ætíð megi fara vaxandi bróðurþel og samvinna milli dönsku og íslenzku þjóðanna, báðum til gagns og sóma.“ Eftir rúman einn og hálfan ára- tug eru 100 ár liðin frá því að Ís- land varð fullvalda ríki og tíma- bært að hefja undirbúning að því að minnast þess með verðugum hætti. Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs- ins í dag er í tilefni þess, að nú er hátíðlegur haldinn fyrsti þjóðhátíð- ardagur 21. aldarinnar rifjaðir upp þeir atburðir, sem urðu á Þingvöll- um 16. júní og 17. júní árið 1944. Þorskastríðin við Breta og að nokkru leyti Þjóðverja voru þáttur í sjálfstæðisbaráttu okkar Íslend- inga. Segja má, að lyktir þeirrar deilu með fullum sigri okkar hafi verið einn af hinum stóru áföngum í sjálfstæðisbaráttunni. Það er um- hugsunarefni fyrir þing og þjóð, hvort ekki er tilefni til að helga þeirri baráttu einn dag á ári hverju. Þar væri komin fjórða dag- setningin, sem nefnd er í upphafi þessarar forystugreinar. Þeir dagar, sem hér hafa verið nefndir og dagur helgaður land- helgisbaráttunni svo og dagur ís- lenzkrar tungu eru til þess fallnir að uppfræða uppvaxandi kynslóðir um þau tímamót í sögu þjóðarinnar og þau grundvallaratriði, sem máli skipta og ekki mega falla í gleymsku. Með þeim orðum flytur Morgun- blaðið landsmönnum árnaðaróskir á þjóðhátíðardaginn. V IÐ Íslendingar höldum að þessu sinni hátíðlegan þjóðhátíðardaginn 17. júní í fyrsta sinn á nýrri öld, 21. öldinni. Eftir því, sem árin líða og fjarlægðin verður meiri frá þeim miklu tíma- mótum í sögu þjóðar okkar, sem við minnumst á 17. júní er hætta á að þeir at- burðir verði okkur fjarlægir og nýjar kynslóðir geri sér ekki fulla grein fyrir því hvers konar þáttaskil voru mörkuð á Alþingi á Þingvöllum 17. júní 1944. Enn er að vísu stór hópur Íslendinga á lífi, sem var á Þingvöllum þennan dag, þegar íslenzka lýð- veldið var stofnað. En nú er aðeins einn maður á lífi, sem átti sæti á Alþingi þennan dag og tók þátt í formlegri stofnun lýðveldisins á Þingvöllum og kjöri fyrsta forseta lýðveldisins, Sveins Björns- sonar. Sá maður er Sigurður Bjarnason frá Vig- ur, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins. Í því skyni að rifja upp og minna á þessa at- burði er birtur hér í Reykjavíkurbréfi kafli úr bók Björns Þórðarsonar, Alþingi og Frelsisbar- áttan 1874–1944 en Björn Þórðarson var for- sætisráðherra utanþingsstjórnarinnar, sem var við völd, þegar lýðveldið var stofnað. Í þessum kafla er lýst nákvæmlega því, sem var gert og birt það sem var sagt á Alþingi 16. júní og 17. júní 1944, þegar íslenzka lýðveldið var stofnað. Ályktanir Alþingis 16. júní 1944 „Fundir Alþingis hóf- ust á ný 10. júní. Lagði ríkisstjórnin þann sama dag fyrir sam- einað þing tvær tillög- ur til þingsályktunar. Hin fyrri var samhljóða fyrri lið ályktunarinnar frá 25. febr. 1944, sem hljóðaði þannig: „Alþingi ályktar að lýsa yfir því, að niður sé fallinn dansk-íslenzki sambandslagasamningur- inn frá 1918.“ Hin var í samræmi við 81. gr. hinnar nýsam- þykktu stjórnarskrár og hljóðaði þannig: „Alþingi ályktar, með tilvísun til 81. gr. stjórn- arskrár lýðveldisins Íslands og þar sem skilyrð- um sömu greinar um atkvæðagreiðslu allra kosn- ingarbærra manna í landinu er fullnægt, að stjórnarskráin skuli ganga í gildi laugardaginn 17. júní 1944, þegar forseti sameinaðs Alþingis lýsir yfir því á fundi í Alþingi.“ Hinn 12. júní var ákveðin ein umræða um hvora tillögu og þær teknar til umræðu 16. júní, báðar á sama þingfundi, fyrrnefnda tillagan fyrst og hin þar næst. Forsætisráðherra mælti fyrir hvorri tillögunni um sig með fáum orðum. Lýsti niðurstöðum þjóðaratkvæðisins sem og því, að það væri í samræmi við vilja alls þorra þing- manna eins og hann hefði lýst sér við samþykkt stjórnarskrárinnar á þinginu um veturinn, að hún gengi í gildi 17. júní. Enginn þingmanna tók til máls. Hvor tillagan fyrir sig var samþykkt með 51 samhljóða atkvæði, að viðhöfðu nafnakalli. Þessir þingmenn sátu þá á Alþingi: Áki Jak- obsson, Ásgeir Ásgeirsson, Barði Guðmundsson, Bernharð Stefánsson, Bjarni Ásgeirsson, Bjarni Benediktsson, Brynjólfur Bjarnason, Einar Ol- geirsson, Eiríkur Einarsson, Emil Jónsson, Ey- steinn Jónsson, Finnur Jónsson, Garðar Þor- steinsson, Gísli Jónsson, Gísli Sveinsson, Guðmundur Í. Guðmundsson, Gunnar Thorodd- sen, Haraldur Guðmundsson, Helgi Jónasson, Hermann Jónasson, Ingólfur Jónsson, Ingvar Pálmason, Jakob Möller, Jóhann Þ. Jósefsson, Jón Pálmason, Jón Sigurðsson, Jónas Jónsson, Jörundur Brynjólfsson, Kristinn E. Andrésson, Lárus Jóhannesson, Lúðvík Jósefsson, Magnús Jónsson, Ólafur Thors, Páll Hermannsson, Páll Zóphóníasson, Páll Þorsteinsson, Pétur Magnús- son, Pétur Ottesen, Sigfús Sigurhjartarson, Sig- urður Bjarnason, Sigurður Guðnason, Sigurður E. Hlíðar, Sigurður Kristjánsson, Sigurður Thor- oddsen, Sigurður Þórðarson, Skúli Guðmunds- son, Stefán Jóh. Stefánsson, Steingrímur Aðal- steinsson, Sveinbjörn Högnason, Þorsteinn Þorsteinsson, Þóroddur Guðmundsson. Enn- fremur átti Gísli Guðmundsson sæti á þinginu, en hann var sjúkur og fjarstaddur. Er síðari ályktunin hafði verið samþykkt las forsætisráðherra bréf ríkisstjóra dags. 14. júní um, að Alþingi skuli koma saman á Þingvöllum laugardaginn 17. júní 1944, og lýsti yfir því, að næsti fundur sameinaðs þings yrði haldinn þar. Forseti þingsins, Gísli Sveinsson, tilkynnti þá, að þessi fundur hæfist kl. 1.55 miðdegis og á dag- skrá yrðu þessi mál: 1. Yfirlýsing forseta Alþingis um gildistöku stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. 2. Kosning forseta Íslands fyrir tímabilið frá 17. júní 1944 til 31. júlí 1945.“ 17. júní 1944 Síðan segir í bók Björns Þórðarsonar: „Á hinni ákveðnu stundu var fundur settur í sameinuðu Alþingi undir berum himni á Lögbergi. Fimmtíu þing- menn voru til staðar, þar eð tveir voru sjúkir, Gísli Guðmundsson og Skúli Guðmundsson. Allir ráðherrarnir, Björn Þórðarson, Björn Ólafsson, Einar Arnórsson og Vilhjálmur Þór, voru til stað- ar. Forseti, Gísli Sveinsson, lýsti hví þingið væri nú háð hér en ekki á hinum venjulega samkomu- stað sínum. Var því næst gengið til dagskrár og tekið fyrir fyrra málið á dagskránni. Forseti las í heyranda hljóði ályktun þingsins frá deginum áður um gildistöku stjórnarskrár- innar. Hringdi síðan þingbjöllunni á mínútunni klukkan tvö og mælti: „Samkvæmt því, sem nú hefur greint verið, lýsi ég yfir því, að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er gengin í gildi.“ Þá hringdi forseti öðru sinni. Þjóðfáninn var dreginn að hún á berginu ofan þingstaðarins. Kirkjuklukkum hringt í samfellt tvær mínútur. Hljómur kirkjuklukknanna um land allt barst nú frá Útvarpsstöðinni í Reykjavík til eyrna mann- fjöldans á Þingvöllum, sem var að ætlan skilríkra manna 25–30 þúsundir. Þessu næst var almenn þögn í eina mínútu. Þar eftir var þjóðsöngurinn leikinn og sunginn. Að því loknu hringdi forseti og mælti á þessa leið: „Háttvirtu alþingismenn. Herra ríkisstjóri. Hæstvirt ríkisstjórn. Virðulegu gestir. Íslending- ar. – Hinu langþráða marki í baráttu þessarar þjóðar fyrir stjórnmálafrelsi er náð. Þjóðin er nú loks komin heim með allt sitt, fullvalda og óháð. Stjórnmálaviðskilnaður við erlent ríki er full- komnaður. Íslenzkt lýðveldi er sett á stofn. End- urheimt hið forna frelsi. Ættfeður vorir, þeir er hér námu land, helguðu það sér og sínum niðjum til eilífrar eignar. Og frelsi sitt innsigluðu þeir hér með stofnun þjóð- þings fyrir meira en þúsund árum. „Hátt á eldhrauni upp, þar sem enn þá Öxará rennur ofan í Almannagjá. Alþingi feðranna stóð.“ Þá varð Alþingi frjálsra Íslendinga til og dafn- aði, og það lifir enn í dag sem öldungur þjóðþinga allrar veraldar, sem þó ávallt yngist upp og á fyr- ir sér að þroskast og blómgast á ný með lýð- frjálsri þjóð, er velur sjálf sína foringja. Þessi nú frjálsa þjóð, sem þolað hefur þrengingar margra liðinna alda og stundum undir erlendri kúgun, gleymdi þó aldrei sjálfri sér né afrækti sitt dásamlega land, sem henni var í öndverðu af Guði útvalið, land sem „hart var aðeins sem móðir við barn“ – hún hefur nú með áþreifanlegum hætti sýnt, að hún þekkti sinn vitjunartíma, kunni að höndla hnossið, þegar það átti að falla henni í skaut. Sérhvað hefur sína tíð. Fulltrúar þjóðarinnar völdu hinn rétta tíma, sem fyrir fram mátti kalla ákvarðaður af eðlilegri rás viðburðanna, en einn- ig vegna aðgerða Íslendinga sjálfra. Þetta hafa aðrar þjóðir nú einnig viðurkennt, góðu heilli. Það, sem nú er orðið, á ekki skylt við neina bylt- ing, og með réttu hefur ekkert umhverfis það á sér óróleikans blæ. Það er ávöxtur langrar þró- unar, sem engum gat tjóað að spyrna í gegn. Og slíkt má segja um eðlilega og réttmæta frelsisþrá allra þjóða, sem aldrei verður kæfð. Slíkt er eins og straumþung elfan, sem ómótstæðileg fellur um langan veg í hafið. Og „hver vill banna fjalli frá fljóti rás til sjávar hvetja?“ Vissulega megum vér líta í anda liðna tíð. Það, sem er, og það, sem verður, á rót sína í því, sem á undan er gengið, með margvíslegum hætti. Vér höfum árla þessa dags heiðrað minningu eins ágætasta sonar þjóðarinnar, Jóns Sigurðssonar forseta. En að verki loknu gefst ávallt betra og sannara yfirlit ýmissa liðinna viðhorfa. Sagan mun hér á eftir á óvefengjanlegan hátt skrá á spjöld sín orsakir og afleiðingar atburða í lífi Ís- lendinga eins og annarra, frá upphafi vega, og bíður fullnaðardómur þess. Allt mannlíf er í heild órjúfanlegum lögmálum háð. Vér bindum nú vora bagga sjálfir. Á þessari stundu hlýðir, að ég í nafni löggjaf- arþings þjóðarinnar færi þeim, er síðast og síð- astur hefur verið konungur á Íslandi, Kristjáni X. Danakonungi, þakkir fyrir velvilja hans í garð landsmanna á undanförnum árum, og árna ég honum, fjölskyldu hans og hinni dönsku þjóð allra heilla. Það er vís von vor, að haldast megi vináttubönd vor við nágranna- og frændþjóðir vorar allar á Norðurlöndum, sem vér einlæglega óskum friðar, frelsis og farsældar, jafnframt og vér treystum því, að oss auðnist að lifa í fullri vin- semd og góðri kynningu við voldugar nágranna-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.