Morgunblaðið - 17.06.2001, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 17.06.2001, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 33 k i r i g i i r a n n i r u g a a t i i r a a g r i r r g n g d a g i r a g þjóðir vorar og aðrar, er oss vilja samúð og skiln- ing veita og frelsi vort virða, svo sem einnig greinilega hefur komið í ljós á þessum örlagaríku tímum. Munum vér minnast þess með þakklæti og fögnuði og það er ósk vor til allra þjóða, að sem fyrst megi linna þeim hörmungum styrjaldar, sem nú þjaka mannkynið, um leið og vér viður- kennum bljúgum huga, að við því böli hefur for- sjónin hlíft oss að þessu. Hver siðmenntuð þjóð skal sínum stjórnar- háttum ráða. Um það ber eigi lengur að efast. Ís- lendingar hafa nú að sjálfráðu og trúir frumeðli þjóðar sinnar valið einum rómi það stjórnarform, er þeir telja bezt hæfa frjálsri þjóð í frjálsu landi – lýðveldið. Nú er að gæta þess vel, sem réttilega er aflað. Ábyrgðin er vor, og störfin kalla, störf, sem oss ber að vinna sameinaðir og með það eitt fyrir augum, sem í sannleika veit til vegs og geng- is og blessunar landi og lýð. Í dag heitstrengir hin íslenzka þjóð að varðveita frelsi og heiður ætt- jarðarinnar með árvekni og dyggð, og á þessum stað votta fulltrúar hennar hinu unga lýðveldi fullkomna hollustu. Til þess hjálpi oss Guð Drottinn.“ Kjör forseta „Þá var tekið fyrir síð- ara málið á dag- skránni: Kosning for- seta Íslands. Kosningin fór fram eftir reglunum um kjör for- seta sameinaðs þings. Var útbýtt seðlum meðal þingmanna til afnota við atkvæðagreiðsluna. Er þingskrifarar höfðu skilað seðlunum aftur í hend- ur forseta sameinaðs Alþingis, las hann í heyr- anda hljóði af hverjum seðli um sig. Atkvæði féllu þannig: Sveinn Björnsson rík- isstjóri hlaut 30 atkvæði, Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi 5 atkvæði, en 15 seðlar voru auðir. Lýsti forseti sameinaðs Alþingis því nú yfir, að Sveinn Björnsson væri rétt kjörinn forseti Ís- lands tilskilið tímabil. Hinn nýkjörni forseti, sem verið hafði við- staddur athöfnina alla, undirritaði því næst drengskaparheit, sem fyrir hann var lagt, að því að halda stjórnarskrá ríkisins. Ingvar Pálmason, aldursforseti þingsins, gekk þá fram og bað þingheim allan, utan vébanda sem innan, að árna Íslandi og forseta þess allra heilla, með ferföldu húrra. Svo var gert. Sveinn Björnsson, forseti, tók nú til máls og mælti á þessa leið: „Herra alþingisforseti. Háttvirtir alþingis- menn. – Ég þakka fyrir það traust, sem mér hef- ur verið sýnt með því að kjósa mig fyrsta forseta Íslands nú. Er ég var kjörinn ríkisstjóri í fyrsta skipti fyrir réttum 3 árum, lýsti ég því, að ég liti á það starf mitt framar öllu sem þjónustu við heill og hag ís- lenzku þjóðarinnar, og bað Guð að gefa mér kær- leika og auðmýkt, svo að þjónusta mín mætti verða Íslandi og íslenzku þjóðinni til góðs. Síðan eru liðin 3 ár, sem hafa verið erfið á ýmsan hátt. En hugur minn er óbreyttur. Ég tek nú við þessu starfi með sama þjónustuhug og sömu bæn. Á þessum fornhelga stað, sem svo ótal minn- ingar eru bundnar við um atburði, sem markað hafa sögu og heill þjóðarinnar, vil ég minnast at- burðar, sem skeði fyrir 944 árum. Þá voru viðsjár með mönnum sennilega meiri en nokkru sinni fyrr þau 70 ár, sem þjóðveldið hafði starfað þá. Og ágreiningsefnið var nokkuð, sem er öllum efn- um viðkvæmara og hefur komið á ótal styrjöldum í heiminum. Það voru trúarskoðanir manna. For- feður vorir höfðu haldið fast við hina fornu trú, Ásatrúna, sem flutzt hafði með þeim til landsins. Nú var boðaður annar átrúnaður, kristindómur- inn. Lá við fullkominni innanlandsstyrjöld milli heiðinna manna og kristinna. Alþingi tókst að leysa þetta mikla vandamál hér á Lögbergi. – Um þetta segir svo í Njálu: „Um daginn eftir gengu hvárirtveggju til Lög- bergs ok nefndu hvárir votta, kristnir menn ok heiðnir, ok sögðust hvárir ór lögum annarra. Ok varð þá svá mikit óhljóð at Lögbergi, at engi nam annars mál. Síðan gengu menn í braut, ok þótti öllum horfa til inna mestu óefna.“ Forustumaður kristinna manna fól nú and- stæðingi sínum, hinum heiðna höfðingja Þorgeiri Ljósvetningagoða, að ráða fram úr vandræðun- um. Hann gerhugsaði málið. – Um málalok segir meðal annars svo í Njálu: „En annan dag gengu menn til Lögbergs. Þá beiddi Þorgeir sér hljóðs ok mælti: Svá lízt mér sem málum várum sé komit í ónýtt efni, ef eigi hafa ein lög allir. En ef sundr skipt er lögunum, þá mun sundr skipt friðinum, ok mun eigi við þat mega búa.“ Heiðinginn Þorgeir Ljósvetningagoði segir því næst svo: „Þat er upphaf laga várra, at menn skuli allir kristnir vera hér á landi.“ Undu allir þessum málalokum með þeim ár- angri, að af leiddi blómaöld Íslands, unz sund- urþykkið varð þjóðveldinu að fjörtjóni. Nú á þessum fornhelga stað og á þessari hátíð- arstundu bið ég þann sama eilífa Guð, sem þá hélt verndarhendi yfir íslenzku þjóðinni, að halda sömu verndarhendi sinni yfir Íslandi og þjóð þess á þeim tímum, sem vér nú eigum fram undan.“ – Sagði forseti Alþingis þingfundinum nú slitið, en bað þingheim þó að halda kyrru fyrir á Lög- bergi um sinn, því að fulltrúar erlendra ríkja mundu flytja kveðjur.Hinir erlendu fulltrúar fluttu síðan ávörp og kveðjur til forseta Íslands og íslenzku þjóðarinnar í þeirri röð, sem hér seg- ir: Louis G. Dreyfus jr., ambassador Banda- ríkjanna, Gerald Shepherd, ambassador Breta- konungs, August Esmarch, ambassador Noregskonungs, Otto Johansson, sendiherra sænsku ríkisstjórnarinnar, og Henri Voillery, sérkjörinn sendimaður bráðabirgðastjórnar Frakklands. Forsetinn svaraði hverri ræðu fyrir sig og þakkaði kveðjurnar. Ennfremur höfðu borizt símleiðis kveðjur frá ríkisstjórn H.H. Hollandsdrottningar og frá utanríkisráðherra pólsku stjórnarinnar í London. Utanríkisráðherra, Vilhjálmur Þór, las þessar kveðjur fyrir þingheimi og bar fram þakkir fyrir þær. Er utanríkisráðherra hafði lokið máli sínu var þjóðsöngurinn leikinn og sunginn. Þar með lauk athöfninni á Lögbergi um kl. 3.30.“ Heillaóskir Kristjáns X „Klukkustundu síðar, eða kl. 4.30 síðdegis, var settur og haldinn fyrsti ríkisráðsfundur lýðveldisins í ráðherrahúsinu (Konungshúsinu) á Þingvöllum. Voru þar staðfest meðal annars lög um þjóðfána Íslands, sem Alþingi hafði samþykkt 15. júní, og gefinn út forsetaúrskurður um skjald- armerki lýðveldisins. Samtímis því er þessum fundi lauk var forsætisráðherra afhent frá rit- símastöðinni á Þingvöllum símskeyti, sem flutti svolátandi kveðju og heillaóskir Kristjáns kon- ungs X.: „Idet jeg beklager, at Adskillelsen mellem mig og det islandske Folk er blevet gennemfört und- er de raadende Forhold, vil jeg udtale de bedste Önsker for den islandske Nations Fremtid og Haabet um Styrkelse af de Baand, der binder Is- land til de övrige nordiske Lande. Christian R.“ Á íslenzku: Þótt mér þyki leitt, að skilnaðurinn milli mín og íslenzku þjóðarinnar hefur verið framkvæmdur á meðan svo stendur á sem nú er, vil ég láta í ljós beztu óskir mínar um framtíð ís- lenzku þjóðarinnar og von um, að þau bönd, sem tengja Ísland við hin norrænu lönd, megi styrkj- ast. Þenna boðskap birti forsætisráðherra alþingis- mönnum og almenningi þegar í stað. Klukkan ná- lægt 11 um kvöldið sendi ríkisstjórnin, frá Þing- völlum, konunginum svolátandi símskeyti: „Regeringen bringer Hans Majestæt Christ- ian X. hjertelig Tak for de den 17. Juni modtagne Lykönskninger til det islandske Folk, hvilke straks blev af Försteministeren forkyndt paa Thingvellir for stor Folkemængde, som modtog Forkyndelsen með overvældende Taknemmelid- hed. – Försteministerens Önsker um Lykke og Velsignelse for Kongen, Dronningen og Konge- huset, blev af Folkemængden istemt under stærke Ovationer.“ Á íslensku: Ríkisstjórnin færir Hans Hátign Kristjáni X. hjartanlegar þakkir fyrir þær heilla- óskir til íslenzku þjóðarinnar, sem bárust frá konunginum 17. júní. Forsætisráðherra birti kveðjuna þegar í stað í heyranda hljóði að Þing- völlum fyrir miklum mannfjölda, sem fagnaði boðskapnum með innilegasta þakklæti. – Þegar forsætisráðherra bar fram óskir um heill og blessun fyrir konung, drottningu og fjölskyldu konungs, tók mannfjöldinn undir með mikilli hrifningu. Forseta sameinaðs Alþingis var afhent að kveldi þess 17. júní afrit af báðum þessum sím- skeytum, og eftir hátíðina sendu forsetar Alþing- is konunginum svolátandi símskeyti: „Nú þegar stofnað er lýðveldi á Íslandi, hefur Alþingi ákvarðað að fela forsetum sínum að flytja Hans Hátign Kristjáni X. Danakonungi alúðar- þakkir með þökkum fyrir ágætt starf í þágu þjóð- arinnar, meðan hann var konungur hennar. Jafn- framt þakkar Alþingi hina hlýju kveðju konungs 17. júní, sem ber vott um skilning hans á fram- komnum vilja íslenzku þjóðarinnar og eykur enn hlýhug hennar til Hans Hátignar og dönsku þjóð- arinnar. Vilja forsetar í nafni Alþingis árna kon- ungi, drottningu hans og fjölskyldu allri, giftu og farsældar á ókomnum árum og dönsku bræðra- þjóðinni friðar og frelsis, í fullvissu um, að frænd- semisbönd þau og vinátta, er tengja saman öll Norðurlönd, megi haldast og styrkjast á ný um alla framtíð.“ Minnismerki um stofnun lýðveldisins „Þegar ráðgert var og ákveðið 11. marz næstan áður, að Al- þingi kæmi saman aft- ur til funda eigi síðar en 10. júní, var þar með undirskilið, að þingið afgreiddi að því sinni aðeins þau mál, sem nauðsyn krefði í sambandi við stofnun lýðveldisins. Þessum málum hafði nú verið ráðið til lykta. En eftir var að taka ákvörðun um frestun þingsins og tillögu til þingsályktunar um byggingu húss fyrir þjóðminjasafnið, sem lögð var fram í sameinuðu þingi 16. júní. Tillögu þessa fluttu formenn allra þingflokkanna, þeir Ólafur Thors, Einar Olgeirsson, Haraldur Guðmundsson og Eysteinn Jónsson, og hljóðaði hún þannig: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórn- inni að leggja fyrir af ríkisfé 3 milljónir króna til þess að reisa hús fyrir þjóðminjasafnið, og að hefjast þegar handa um undirbúning bygging- arinnar.“ Á fundum sameinaðs Alþingis 20. júní var til- laga þessi tekin til umræðu, og reifaði Ólafur Thors málið. Lýsti hann hrakningum safnsins frá fyrstu tíð og kröppum kjörum þess um húsnæði. Yfirleitt hefði það hvergi átt viðeigandi samastað og mundi það skoðun flestra landsmanna, að þjóðinni væri það til vansa ef ekki yrði úr þessu bætt. Það væri til lítils að eiga margt dýrmætra og fagurra gripa, sem sýndu sambandið milli fortíðar og nútíðar, frá fyrstu byggð landsins til þessa dags, ef þeir væru að verulegu leyti faldir fyrir þjóðinni sjálfri og öðrum. Flutningsmenn teldu það viðeigandi, að það væri fyrsta spor lýðveldisins að leitast við að verja hina mörgu dýrmætu gripi skemmdum og skapa þjóðinni jafnframt aðstöðu til lifandi kynna af þessu dýrmæta, þjóðlega safni. Eysteinn Jónsson sagði, að samþykkt fjárveitingar til þess að byggja hús fyrir þjóðminjasafnið væri að réttu lagi einn þáttur í hátíðahöldum í sambandi við stofnun lýðveldisins, hæfileg morgungjöf af Al- þingis hálfu til lýðveldisins að ákveða að veita fé af eignum ríkisins til þess að byggja veglegt hús yfir söfn þess. Um tillöguna voru hafðar tvær umræður þenna sama dag, og hún samþykkt og afgreidd með nafnakalli með öllum greiddum atkvæðum, en 9 þingmenn voru fjarstaddir.“ „Forseti, Gísli Sveinsson, tók þá til máls, og mælti á þessa leið: „Verkefni þessa fundar eins og Alþingis að þessu sinni er nú lokið. – Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka öllum hátt- virtum þingmönnum fyrir gott samstarf að mál- efnum þingsins og ekki sízt því mikla verki, sem lá fyrir þinginu nú og farsællega er á enda kljáð. Þetta verk mun lifa, þótt annað fyrnist og hvernig sem greina kann á um menn og málefni. Nú fagna allir því að hafa lagt að sér við framkvæmd þess og biðja þjóðinni giftu, sem að baki hefur staðið þinginu á hinn glæsilegasta hátt. – Ég vil enda þessi orð mín með því að óska þingmönnum alls velfarnaðar og þeim og þeirra nánustu góðra og bjartra sumardaga, þar til hittumst heilir næst. Og að síðustu: Ég óska þinginu í heild til ham- ingju með hið nýja lýðveldi.“ Eysteinn Jónsson mælti: „Ég vil leyfa mér, – og ég veit, að ég tala þar í umboði allra alþing- ismanna, – að þakka hæstvirtum forseta ógleym- anlega daga, sem við höfum átt saman að þessu sinni, og stjórn hans á þessu merkasta þinghaldi í 1014 ára þingsögu okkar. Ég vil árna forseta allra heilla og vona að við hittum hann heilan að áliðnu sumri, þegar við tökum til starfa af nýju í þágu hins nýja þjóðveldis. Ég vil biðja háttvirta þing- menn að votta forseta virðingu sína með því að rísa úr sætum.“ Forseti, Gísli Sveinsson: „Ég þakka háttvirtum þingmönnum góðar óskir og endurtek árnaðar- óskir mínar til þeirra.“ Forsætisráðherra, Björn Þórðarson, lýsti þessu næst yfir, í umboði forseta Íslands, að fundum þingsins væri frestað þar til síðar á árinu, en þó ekki lengur en til 15. september. Þá kvað ráðherrann sér skylt að votta þinginu þakklæti ríkisstjórnarinnar fyrir hið góða samstarf, sem verið hafi milli hennar og þingsins síðustu mán- uðina og ekki sízt síðustu dagana, síðan 10. júní. Hann vonaði að samheldni og samstarf þingsins mætti eflast, en gat þess, að hann væri því ekki sérstaklega fylgjandi, að stjórn og þing mættust aftur við sömu kjör og áður. „Ég vil óska þess,“ sagði ráðherrann, „að Alþingi gæti myndað sterka stjórn, ekki hégómatildursstjórn, heldur stjórn, sem hefði vilja og getu til þess að leysa vandamálin.““ Sú saga, sem hér hefur verið rakin skv. bók Björns Þórðarsonar má aldrei gleymast. „Háttvirtu alþing- ismenn. Herra rík- isstjóri. Hæstvirt ríkisstjórn. Virðu- legu gestir. Íslend- ingar. – Hinu lang- þráða marki í baráttu þessarar þjóðar fyrir stjórn- málafrelsi er náð. Þjóðin er nú loks komin heim með allt sitt, fullvalda og óháð. Stjórnmála- viðskilnaður við er- lent ríki er full- komnaður. Íslenzkt lýðveldi er sett á stofn. Endurheimt hið forna frelsi. Ættfeður vorir, þeir er hér námu land, helguðu það sér og sínum niðjum til ei- lífrar eignar. Og frelsi sitt innsigluðu þeir hér með stofn- un þjóðþings fyrir meira en þúsund ár- um.“ (Gísli Sveinsson, for- seti Sameinaðs Al- þingis, á Þingvöllum 17. júní 1944.) Laugardagur 16. júní
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.