Morgunblaðið - 17.06.2001, Síða 35

Morgunblaðið - 17.06.2001, Síða 35
furðað sig á því, að jörðin heiti Geit- eyjarströnd, en eigi ekki Geitey á Mývatni. Sú skýring hefur lengi lifað meðal Mývetninga, að ekkja ein hafi búið á Geiteyjarströnd fyrr á öldum og sent eftir Reykjahlíðarpresti til að láta hann veita sér síðasta sakra- menti. Gerir prestur bón hennar og var einn með henni, er hún tók síð- asta andvarpið. Kemur síðan út úr kamersi ekkju og er spurður um líð- an: „Ekki skildi hún laklega við, gaf Reykjahlíðarkirkju Geitey rétt áður en hún skildi við.“ Þá varð til orðtak, sem ennþá heyrist í Mývatnssveit: „Gefur hún ennþá, heillin.“ --- Hinn 4. apríl 1876 eru Skútustaðir gerðir að prestsetri og frá 1880 heit- ir prestakallið Skútustaðaprestakall. VI Í viðtali, sem Gísli Sigurðsson, þá ritstjóri Vikunnar, átti við Jóka 13. september 1962 segir m.a. um þá bræður: „Þetta voru barnslegir og einlægir, gamlir menn. Þeir kvöddu mig með virktum og þökkuðu kær- lega fyrir heimsóknina.“ Þetta var á ævikvöldi þeirra, þeir 74, 79 og 81 árs. Í minningargrein, er ég reit um vin minn Stefán Jónasson (1919– 2000) 31. ágúst í fyrra í Mbl. stendur m.a.: „Snemma á stríðsárunum ákveða þeir bræður Stebbi og Nóni að halda til Reykjavíkur í atvinnu- leit, því þar hafði frést um næga vinnu, en lítil verkefni fyrir þá í Vog- um. Þá var að leita til Jókabræðra á Strönd (Jóhannesarsona á Geiteyj- arströnd), því þeir voru þeir einu menn í sveitinni, sem áttu peninga. Þeir bera upp erindið og segjast þurfa farareyri til Reykjavíkur. Siggi á Strönd, sem hafði alla forystu á hendi fyrir þá Jókabræður, „fór í gamla kistilinn“ og tók fram þá seðla, sem um var beðið, en bætti við: „Þurfið þið ekki meira?“ Jókar voru engum líkir, ógleymanlegir öll- um, sem þeim kynntust.“ Jókar geymdu peningana sína aðallega í kistli, því þeir höfðu slæma reynslu af því að geyma þá á bókum, áttu t.d. innlánsbók í Kaupfélagi Þingeyinga, en töpuðu megninu af innstæðu sinni, er K.Þ. riðaði til falls einu sinni sem oftar. Hólmfríður Pétursdóttir í Víðihlíð í Mývatnssveit hefur hlúð að minningu frænda sinna, Jóka, m.a. með því að setja upp hundrað ára gamlan vefstól Sigga á Strönd í Mý- vatnssafni á Skútustöðum. Þar naut hún aðstoðar Oddnýjar Magnúsdótt- ur á Húsavík. Einnig hefur Hólm- fríður haldið til haga dagbókum Sig- urðar, og verður fróðlegt að lesa sögu þessa einstæða heimilis, þegar sagnfræðingar hafa unnið úr þeim heimildum. VII Mér þótti vænt um Jókabræður, þeir tóku öllum gestum af jafnmikilli einlægni og höfðingsskap, hvort sem það var drengur af nágrannabænum í Vogum, eða forseti Finnlands. Er- indi þeirra í þessa jarðvist var að verða náunga sínum að liði, en mikl- ast ekki af seðlabúntum í fornum kistli. Þetta voru að vísu sérstæðir menn, þjóðsagnapersónur í lifanda lífi, en þeir settu mikinn svip á Mý- vatnssveit á fyrri helmingi síðustu aldar og minningin um þá mun lengi lifa, því þar sem góðir menn fara, þar eru Guðs vegir. Heimildir: 1) Ættir Þingeyinga I–IX, Sögunefnd og Héraðsnefnd Þingeyinga, 1969–2000. Indriði Indriðason og Brynjar Halldórsson sáu um útgáfuna. 2) Byggðir og bú, Búnaðarsamband Suður- Þingeyinga 1963, POB, Akureyri. 3) Byggðir og bú, Suður-Þingeyinga, 1985. Útg. B.S.S.Þ. 1986, Oddi, Reykjavík. 4) Hólastaður, Bændaskólinn 75 ára eftir Gunnlaug Björnsson, Bókaútgáfan Norðri 1957, Prentsmiðjan Edda, Reykjavík. 5) Læknar á Íslandi I., A-G, ritstjóri Gunn laugur Haraldsson, Þjóðsaga ehf. árið 2000. 6) Saga Húsavíkur I. bindi, aðalhöfundur og safnari Karl Kristjánsson. Útg. Húsa víkurkaupstaður 1981, Prentun Guðjón Ó. 7) Prestatal og prófasta á Íslandi I-III. eft- ir Svein Nielsson með viðaukum og breyt- ingum eftir dr. Hannes Þorsteinsson. Björn Magnússon sá um útgáfuna. Hið ís- lenska bókmenntafélag, Reykjavík 1950, Ísafoldarprentsmiðja. 8) Vikan 13. sept. 1962. 9) Morgunblaðið 31. ágúst 2000. 10) Morgunblaðið 30. maí 2001. 11) Íslenska alfræðiorðabókin, H-O, bls. 258, Örn og Örlygur, 1990. Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 35 BIFREIÐATELJARAR sem mæla umferðar- þunga og hraða bifreiða hafa verið settir upp á 8 stöðum á suðvesturhorninu af Vegagerðinni. Með teljurunum er hægt að mæla fjölda bifreiða, hraða þeirra, bil á milli bifreiða og meta stærð þeirra. Að sögn Nicolai Jónassonar, deildarstjóra hjá Vegagerðinni, er markmiðið með mælingunum að safna saman upplýsingum í gagnabanka þar sem nánar verður unnið úr þeim. „Þessar upplýsingar munu nýtast Vegagerðinni, lögreglunni og Um- ferðarráði til að fylgjast með umferðarþunga og hraða á vegum.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Hér sést Birgir Antonsson vinna við að koma bifreiðateljara fyrir á Hellisheiði. Mæla hraða og umferð- arþunga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.