Morgunblaðið - 17.06.2001, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 17.06.2001, Qupperneq 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 39 Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Blómaskreytingar við öll tilefni Opið til kl. 19 öll kvöld Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Traust persónuleg alhliða útfararþjónusta. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 MOSAIK ✝ Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít ✝ Þorsteinn Erl-ingsson fæddist í Vestmannaeyjum 21. júlí 1914. Hann lést 10. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Jóns- dóttir húsmóðir og Erlingur Filippusson búfræðingur og grasalæknir. Systk- ini Þorsteins eru Jón, vélstjóri, f. 1908, d. 1941; Gissur Ólafur, þýðandi og fyrr- verandi umdæmis- stjóri Pósts og síma, f. 1909; Stefanía, húsmóðir, f. 1910, d. 1993; Gunnþórunn, húsmóðir, f. 1911, d. 1998; Sveinbjörn, vélstjóri, f. 1913, d. 1996; Soffía, f. 1916, d. 1916; Óli Filippus, verkamaður, f. 1917, d. 1955; Ásta Kristín, grasalæknir, f. 1920; Soffía, hús- Þorsteinn sambúð með eiginkonu sinni, Júlíönu Sigurjónsdóttur, húsmóður. Þau voru gefin saman 7. apríl 1941. Júlíana lést 5. ágúst 1995. Þorsteinn og Júlíana eignuð- ust þrjú börn. Þau eru: 1) Sigrún, skólafulltrúi, f. 6. september 1937, gift Helga Bjarnasyni, prentara, sem lést árið 2000. Börn þeirra eru Þorsteinn, Bjarni, Berglind og Halla. 2) Kristín, kennari, f. 12. ágúst 1943, giftist Þórarni Sig- þórssyni, tannlækni. Dætur þeirra eru Sólveig og Rannveig. Þau skildu. Seinni eiginmaður Kristín- ar er Ólafur Franz Mixa, læknir. Dóttir þeirra er Katrín Júlía. Börn Ólafs frá fyrra hjónabandi eru Már Wolfgang og Halla Guðrún, en Már ólst upp hjá Kristínu og Ólafi frá barnsaldri. 3) Örn, myndlistarmað- ur, f. 28. apríl 1948, kvæntur Maríu Þórarinsdóttur, deildarstjóra. Börn þeirra eru Högni Þór, Hildur Sif og Hrund Ýr. Barnabarnabörn Þorsteins eru 17 talsins. Útför Þorsteins fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánu- daginn 18. júní og hefst athöfnin klukkan 15.00. móðir, f. 1922; Einar Sveinn, vörubílstjóri, f. 1926. Þorsteinn nam vél- virkjun í Landssmiðju Íslands, lauk sveins- prófi í þeirri grein og varð vélvirkjameistari 1947. Hann var yfir- verkstjóri í Vélsmiðj- unni Jötni 1943-1950. Síðan stofnsetti hann og rak eigið verkstæði í Reykjavík 1950-1975, sem m.a. sá um upp- setningar og viðhald vélbúnaðar frysti- húsa, sláturhúsa og mjólkur- vinnslustöðva víða um land. Eftir að hann hætti sjálfstæðum rekstri var hann vélstjóri á Ísbirninum til 1984. Eftir dvöl í Vestmannaeyjum og síðan flutning til Reykjavíkur hóf Það þótti bíræfið af móður okk- ar er hún að fyrri heimsstyrjöld nýbyrjaðri fluttist með okkur fjóra bræður, þann yngsta óskírðan, á e/s Sterling frá Vestmannaeyjum til Borgarfjarðar eystra, með yf- irvofandi háska af völdum víg- dreka neðansjávar eða ofan – og sálarheill þess óskírða teflt í tví- sýnu ef illa færi. Enda var ein ástæðan til þessa djarflega fram- taks ótti um að Eyjarnar kynnu að einangrast í átökum stórveldanna. Ekki var lengi látið dragast að ausa hinn óskírða svein vatni eftir að austur kom, og var hann í skírninni nefndur Þorsteinn, og varð hann þar með alnafni skálds- ins ástsæla, Þorsteins Erlings- sonar. Hafði faðir okkar mikið dá- læti á kvæðum hans, auk þess sem skáldið var venslaður Þórunni frá Steig, ömmu föður okkar, fyrri maður hennar var ömmubróðir skáldsins. Faðir okkar kynntist skáldinu vel sem ritstjóra Austra, og skrifaði greinar í blaðið, m.a. áróðursgrein gegn flutningi fólks til Vesturheims, sem þá var í al- gleymingi. Hafi foreldrar okkar vonað að nafni sveinsins fylgdi skáldskap- argáfa, brást sú von – og þó kannski ekki. Það sem Þorsteinn bróðir kann að hafa ort kom aldrei fyrir almenningssjónir. Það kom því bæði mér og öðrum á óvart er hann að konu sinni látinni orti eftir hana hjartnæmt erindi sem birt er með ljóðum og sálmum er sungin voru við útför hennar. Síðar hafði ég á orði við Þorstein að ég hefði ekki fyrr vitað að hann legði ljóð- list fyrir sig, og sagði hann mér þá að á löngum ferðum sínum um landið, einn í bíl, gerði hann það oft og einatt sér til hugarhægðar að setja saman vísur, en hefði þær hvorki upp fyrir öðrum né festi þær á blað. En þótt hann flíkaði ekki skáldskaparlistinni, þá lá hon- um önnur orðsins list létt á tungu, en það var ágæt frásagnargáfa, og fengum við sem best þekktum hann að njóta hennar í ríkum mæli. Hann var bæði hnyttinn í til- svörum, glettinn, smekkvís og skyggn á hvað væri frásagnarvert. Þá var hann mjög fær skákmaður allt frá barnæsku, og elduðu þeir bræður, hann og Sveinbjörn, löngum saman grátt silfur á þeim vettvangi, reyndar líka Óli bróðir okkar. Nú eru þeir allir þrír horfn- ir af þessum heimi. Á efri árum Þorsteins varð bridds honum líka hugleikin íþrótt sem hann stundaði af áhuga og umtalsverðum árangri allt þar til áfallið reið yfir sem varð honum að aldurtila. Upp úr miðjum aldri varð hesta- mennska Þorsteini mikið áhugamál og yndisauki, og fór hann á hverju sumri upp frá því í lengri og skemmri ferðir um landið ásamt vinum sínum, börnum og barna- börnum. Þó lét hann ekki hesta- ferðir nægja, því hann ferðaðist einnig mikið á jeppum um fjöll og firnindi, byggðir og óbyggðir. Í fyrrasumar fór hann ásamt fleirum kynnisferð til bernskustöðva konu sinnar í Vöðlavík sunnan Gerpis, austasta odda landsins, en þar lagðist byggð af fyrir miðja síðustu öld. Á Fjallabaksvegi syðri setti hann upp koparskjöld sem faðir okkar hafði látið gera til minn- ingar um Þorlák Jónsson afabróð- ur sinn og þrjá samferðamenn hans sem með honum urðu þar úti í okóbermánuði 1868, og hefur Þorsteinn síðan vitjað hans nokkr- um sinnum á ferðum sínum. Þorsteinn var mikill gæfumaður bæði í starfi og fjölskyldulífi, enda voru þau hjónin samhent og sam- huga og lögðu alúð við hvaðeina sem þau tóku sér fyrir hendur. Gestrisni þeirra og örlæti var við brugðið. Börnum sínum komu þau til góðra mennta, og njóta þau hvarvetna virðingar og vinsælda og halda þannig uppi merki for- eldra sinna. Störf Þorsteins kröfðust oft langra fjarvista frá heimilinu, enda var drjúgur hluti ævistarfs hans fólginn í uppsetningu og viðhaldi frystikerfa, fiskvinnsluvéla, slátur- húsa og annarra mannvirkja víðs- vegar um landið. Mun margt af því vera enn í gangi eftir áratuga notkun. Þorsteinn byrjaði að vinna fyrir sér á ungum aldri, raunar langt fyrir innan fermingu, og kom þá snemma í ljós harðfylgi hans, lagvirkni og dugnaður. Minntist hann oft með hlýhug húsbænda sinna frá bernskuárunum, þeirra á meðal Páls Erlingssonar, bróður Þorsteins skálds, og sona hans, þeirra Erlings, Ólafs og Jóns. Hann byrjaði að stunda sjó um þrettán ára aldur, hóf síðan vél- smíðanám ásamt Sveinbirni bróður sínum, en gerði hlé á því og var nokkur ár leigubílstjóri og síðan kyndari í millilandasiglingum á e/s Kötlu þar sem Jón elsti bróðir okkar var þá þriðji vélstjóri. Síðan tók hann aftur upp þráðinn við vél- smíðanámið og lauk því í Héðni undir handleiðslu Markúsar Ívars- sonar og Bjarna Þorsteinssonar, og mundi hafa verið vandfundinn betri staður til að öðlast góða og fjölbreytta fræðslu á því sviði. Að loknu meistaraprófi í iðn sinni gerðist hann verkstjóri í Vél- smiðjunni Jötni, sem þá var rekinn af Gísla Halldórssyni verkfræð- ingi, og jók þar við reynslu sína og fjölbreytni í störfum, en upp úr því gerðist hann sjálfstæður verktaki, eins og fyrr var vikið að. Ég held að eftirfarandi atvik lýsi þeim bræðrum, Sveinbirni og Þor- steini, nokkuð vel. Þeir voru í námi í Landssmiðjunni og leigðu saman herbergi. Kaupið var 30 krónur á viku. Kvöld eitt voru þeir að bera saman bækur sínar, m.a. að leggja niður fyrir sér hvernig unnt væri að ná endum saman í fjármálunum. Þá bindast þeir heitum um að sá þeirra sem fyrr byrji að reykja skuli greiða hinum 5 krónur í sekt. Þeir tóku heitið svo alvarlega, eða voru svo glöggskyggnir, að á langri ævi féll á hvorugan sektin. Þorsteinn Erlingsson lifði langa og góða ævi. Hann hélt heilsu og þreki allt þar til fyrir nokkrum vikum að hjartað bilaði. Viðburðarík ferð er á enda gengin og önnur ný hafin. Um leið og við Valgerður þökkum þér sam- fylgdina, óskum við þér fararheilla á nýjum vegum. Og þess vildi ég mega biðja þig, bróðir, að innan stundar þegar minni vegferð í þessum heimi lýk- ur, megi ég fá að sitja í hjá þér spottakorn. Gissur Ólafur. Almanakið er slæmur mæli- kvarði á öldrun. Mannleg tilvist þróast í tímanum á margvíslegan hátt fyrir tilstilli þess, sem gefið er úr örlaganna spilabunka af líkam- legu, sálarlegu og andlegu atgervi. Ævi tengdaföður míns, Þor- steins Erlingssonar, var „lífs- nautnin frjóa, alefling andans og athöfn þörf“ og var ekkert útlit fyrir annað en að ennþá væri langt í að uppurið væri það, sem í upp- hafi hafði verið gefið úr spila- stokknum. Það var ekki á dagskrá, að honum yrði svo skyndilega kippt af skákborði lífsins í fullu fjöri, þessum nær 87 ára gamla unglingi, sem átti enn eftir að segja mér frá svo mörgu um óvissu tímanna, sviptingar langrar mannsævi, kröppum kjörum í gjör- samlega ólíkri veröld þeirri, sem við þekkjum, harðri lífsbaráttu og ýmsum viturlegum niðurstöðum hans úr þeim pælingum. Líf hans varð ekki nógu langt, þrátt fyrir árafjöldann og þarfa athöfn. Dauð- inn er lymskufullur reglubrjótur, sem réðst aftan að Þorsteini og svindlaði. Við stöndum eftir dol- fallin og drúpum höfði. Finnum einn góðan gang að við hefðum átt að staldra lengur við, gaumgæfa og leggja betur við hlustir og taka ekki ætíð sem gefið, að alltaf sé unnt að fresta þangað til seinna. Þorsteini voru gefnir þeir eig- inleikar sem nútímatungutak nefn- ir fjölgreind. Andleg skerpa hans og minni voru einstök. Í frásagn- argleði sinni gat hann í einni sögu þrætt svo nákvæmlega tímatal, ör- nefni og bæjarheiti, ættfræði og starfsferil hlutaðeigandi höfuð- sem aukapersóna, að stundum hætti manni til að örvænta svolítið um að sögulokum yrði náð í nánustu framtíð. En þá skutu þau þá snögglega upp kollinum með klúkki og smitandi hlátri. Slíkar sögur frá rúmum átta áratugum af sögu þjóðarinnar á hennar sneggstu umbyltingartímum voru fjársjóður, ekki síst fyrir þær sak- ir að fáir kunnu betur að bera saman og draga fram og álykta um „breytta tíma“ en hann. Frásagnir hans og raunar ævi lýstu einkar vel óvægnum íslenzkum veruleika, þar sem enginn púkkaði undir mann annar en maður sjálfur og beita þurfti til þess öllum ráðum, kjarki, hugviti og líkamsburðum, ef ekki ætti verr að fara. Í þessari veröld stóð fæstum til boða að „ganga menntaveginn“. Annars væri jafnlíklegt að Þor- steinn hefði rekið gróskumikla verkfræðistofu. Í stað þess fór hér vitsmunamaður á eigin forsendum, afburðaúrræðagóður heiðursmað- ur, sem reiknaði í huganum flókin viðfangsefni um rýmd tanka og burðarþol tækja. Honum óx fátt í augum og fann oft hinar einföld- ustu lausnir. Hér fór maður, sem sparaði aldrei sjálfan sig til að leysa annarra vanda, heldur gaf sig að fullu óskiptan; maður, sem tókst líka margt á hendur fyrst og fremst vegna ævintýranna, sem slíkt gat falið í sér. Ekki held ég að það hafi nokk- urn tíma hvarflað að honum að sýta sinn hlut með „ef ég hefði fengið…“ Hann var fullmeðvitaður um mátt sinn og megin. Keppnisskap hafði hann ærið eins og fram kom í þrákelkni hans við lausn verkefna, skákinni og bridsinum, eftirlætisiðju hans, þar sem fáir stóðust honum snúning. Eða bara bílabraski. Hin hliðin á fjölgreind hans var svo tilfinningaleg og andleg. Höf- uðmottó hans var einmitt þakklæti til almættisins fyrir gjafir þess, ekki sízt fyrir ættboga sinn, sem hann fylgdist nákvæmlega með, öllum 30 stykkjunum. Hann tal- aði við Guð sinn á hverju kvöldi til að bera fram þakkirnar og bað svo fyrir þeim öllum. Yngsta langafabarnið leit hann fyrst augum fárveikur tveim dögum fyrir andlátið, átta klst. gamalt. Ósviknari gleði hefur tæpast ver- ið tjáð af svo veikum mætti. Hann hefur áreiðanlega ekki beðið boðanna að biðja fyrir því. Í nánum tengslum við almætt- ið var hann eflaust sitjandi fák sinn á spretti á vit íslenzkrar náttúru. Kannski á Rangárvaði með tvo til reiðar. Áttugasta og fimmta afmæl- isári sínu fagnaði hann á Fjalla- baksleið. Á sumri komanda skyldi aftur spretta úr spori. Kannski gengur það eftir? Ég get alveg hugsað mér þennan séntilmann Íslands þeysa þar um lendur annars heims, keikan og hnarreistan í hnakknum eins og alltaf fyrr, ákafan og óþreyju- fullan til endurfunda við Júlíönu sína, sem bíður hans þar á Fimmvörðuhálsi. Vertu kært kvaddur, minn kæri tengdafaðir. Ólafur Mixa. Hinn mikli lífskraftur Þor- steins Erlingssonar var eitt það fyrsta sem menn tóku eftir í fari hans. Það skipti ekki máli hvort um líkamleg eða andleg verkefni var að ræða, Þorsteinn tók á þeim jafnt í starfi sem leik, á þann hátt sem yngri menn gætu lært af. Hann var ávallt atorku- maður og hélt þeim eiginleika alla sína ævi. Þorsteinn var þó ekki ein- göngu harður af sér heldur fundu allir sem þekktu hann þá gæsku, hlýju og hjálpsemi sem í honum bjó. Viðmót hans var létt og hann alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd ef á því var þörf. Það eru slíkir kostir, þegar til kastanna kemur, sem skipta meginmáli. Við sem eftir sitjum getum talið okkur lánsöm að hafa kynnst Þorsteini og hans eigin- leikum. Már, Halla og Kristín. ÞORSTEINN ERLINGSSON Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.