Morgunblaðið - 17.06.2001, Side 40

Morgunblaðið - 17.06.2001, Side 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Dóra Thorodd-sen fæddist 1. apríl 1914 í Reykja- vík, hún lést aðfara- nótt 6. júní 2001. Foreldrar hennar voru: Guðmundur Thoroddsen, pró- fessor og yfirlæknir Landspítalans, for- stöðumaður Ljós- mæðraskólans, rekt- or Háskóla Íslands og formaður Rauða kross Íslands, f. 1. febrúar 1887, d. 6. júlí 1968, og fyrri kona hans Regína Magdalena Benediktsdóttir Thoroddsen, hús- freyja, f. 23. júní 1887, lést af slys- förum 28. apríl 1929. Foreldrar Guðmundar voru: Skúli Thorodd- sen, sýslumaður og bæjarfógeti, alþingismaður, ritstjóri og kaup- maður, og kona hans Theodora Friðrika Guðmundsdóttir Thor- oddsen, skáldkona og rithöfund- ur. Foreldrar Skúla voru: Jón Thoroddsen, sýslumaður og skáld, og kona hans Kristín Ólína Þorvaldsdóttir Sívertsen, sýslu- manns, umboðsmanns og alþing- ismanns í Hrappsey á Breiðafirði. Foreldrar Theodoru voru: Séra Guðmundur Einarsson, prestur að Kvennabrekku, síðar prófastur og alþingismaður á Breiðabólstað á Skógarströnd, Snæf. og kona hans: Katrín Ólafsdóttir Sívertsen prófasts og alþingismanns í Flat- ey. Foreldrar Regínu Magdalenu voru: séra Benedikt prófastur og alþingismaður að Grenjaðarstað í Aðaldal, S.-Þing. Kristjánsson Jónssonar „ríka“ í Stóra-Dal, in frá námi í Kaupmannahöfn; skömmu síðar fluttu þau til Húsa- víkur á bernskuslóðir móðurfjöl- skyldu Dóru, þar sem faðir henn- ar varð héraðslæknir. Síðar fór Dóra með foreldrum sínum og systur til Kaupmannahafnar og dvaldi þar um fjögurra ára skeið meðan faðir hennar stundaði framhaldsnám í handlækningum og yfirsetufræðum. Fjölskyldan flutti heim 1920 og bjó um skeið að Lækjargötu 8 í Reykjavík. Síð- ar reistu foreldrar hennar sér stórhýsi að Fjólugötu 13 í Reykja- vík og þar ólst Dóra upp í stórum og glöðum systkinahópi og bjó móðuramma hennar Ásta Þórar- insdóttir frá Grenjaðarstað þar einnig í ekkjudómi sínum. Eftir sviplegt lát móður sinnar, og ömmu skömmu síðar, bjó Dóra um eins árs skeið í Vonarstræti 12 á heimili föðurömmu sinnar Theo- doru Thoroddsen og föðursystk- ina. Dóra sótti Kvennaskólann í Reykjavík, þar sem hún hlaut ætíð afburðaeinkunnir í hannyrðum, síðan stundaði hún nám í gull- smíði í Iðnskólanum í Reykjavík og var í læri í Hringnum, gull- smíðaverkstæði Kjartans Ás- mundssonar. Dóra skilur fagra gripi eftir sig en gaf þó flesta ást- vinum sínum. Dóru bauðst svo að fara til enskunáms til Lundúna og dvaldi hún þar um eins árs skeið. Dóra lærði að spila á píanó hjá Matthildi Kvaran, hún var ákaf- lega söngvin, var afbragðs hann- yrðakona og listateiknari. Dóra starfaði sem meinatæknir á Rann- sóknarstofu Háskóla Íslands fyrir hjónaband sitt undir handleiðslu prófessors Níelsar Dungal. Dóra var fram á síðasta dag framúr- skarandi húsfreyja en framar öllu mikil og góð móðir og amma. Út- för Dóru Thoroddsen fór fram í kyrrþey 11. júní síðastliðinn. Svínavatnshr., A.- Hún., og seinni kona hans Ólöf Ásta Þórar- insdóttir Björnssonar óðalsbónda að Vík- ingavatni, í Keldu- hverfi, N.-Þing. Systkini Dóru eru: Ásta, skrifstofumað- ur, Skúli, augnlæknir, Unnur, lyfjafræðing- ur, Hrafnhildur Gríma, meinatæknir, Regína Benedikta, hjúkrunarkona og Katrín, sem lést í frumbernsku. Hrafn- hildur Gríma lifir ein systur sína. Systkini Dóru úr síðari hjóna- bandi föður með Siglín (Línu) Guðmundsdóttur Thoroddsen frá Brekkum í Mýrdal, eru: Þrándur kvikmyndagerðarmaður og Ásta Björt tannlæknir. Dóra giftist 3. október 1936 Há- koni Braga Brynjólfssyni, f. 14. október 1909 í Reykjavík, d. 25. maí 1961, stofnanda og forstjóra Bókabúðar Braga í Hafnarstræti í Reykjavík. Börn þeirra eru: Birg- ir, Regína, hennar maki Eiríkur Magnússon, Katrín, Guðmundur Skúli, hans maki Ingibjörg Valdi- marsdóttir, Ragnhildur. Dóra ól einnig upp dótturdóttur sína Dóru Kjartansdóttur, hennar maki Hinrik Þráinsson. Barnabörnin eru ellefu, þar af er eitt látið af slysförum; barna- barnabörnin eru átta talsins, þar af lést eitt af slysförum. Dóra fæddist í húsi föðurömmu sinnar og afa, Theodoru og Skúla Thoroddsen í Vonarsræti 12, en foreldrar hennar voru þá nýkom- Lengi hélt ég að allt tæki enda Ég sá veraldir hrynja endapunktinn skýran uggvænlegan rústir Seinna meir sá ég að hús stóðu enn orð stóðu jafnvel menn þá skildi ég að það var ekki nauðsynlegt að deyja (Berglind Gunnarsdóttir.) Ég sest niður, og er vart með sjálfri mér, til að skrifa eftirmæli um ömmu mína elskulegu sem lést óvænt og í blóma lífsins liggur mér við að segja, því amma eltist ekki eins og annað fólk, hún var síung og falleg. Ég var augasteininn hennar, hélt ég lengi vel, lærði þó um síðir að hún hafði hvíslað því að okkur öllum, við vorum öll hvert fyrir sig allra besta uppáhaldið hennar. Amma gerði aldrei upp á milli. Öll barna- börnin voru henni ákaflega hjart- fólgin en þó sérstaklega Þeódóra litla, sem var langyngst barna- barnanna. Amma mín Dóra Thoroddsen var gæfusöm í uppvexti sínum. Hún bjó við ástríki og gott atlæti og átti góðri æsku að fagna í stórum og glöðum systkinahópi. Hún ólst upp á miklu glæsi- og menningarheimili á Fjólu- götu 13, það var þó hjartahlýjan og gleðin sem einkenndi svipmót þess mest. Slíkur heimilisbragur er nú löngu horfinn þar sem spilað var á kvöldin á hljóðfæri og sungið í stáss- stofum og andríkir menn sögðu sög- ur, stökum kastað fram og dulúðugir draumar ræddir; inn svifu ljúflingar eins og t.a.m. frændinn og listmál- arinn Muggur og skáldið Jón Thor- oddsen yngri úr Vonarstræti, ungir menn sem slengdu upp dyrum og sögðu „Kominn!“, og skunduðu svo inn með gleðibrag, sungu, spiluðu og teiknuðu ævintýramyndir fyrir börnin sem og aðra ættingja sem um styttri eða lengri tíma voru heimilis- fastir þarna á Fjólugötunni. Amma hitti menn eins og skáldin Einar Benediktsson, Matthías Jochums- son, og Ólínu Andrésdóttur, skáld- konuna ljúfu sem einnig voru skyld- menni. Amma var líka heimagangur í Vonarstræti 12 og á Laufásvegi 46, heimili Ásthildar ömmusystur henn- ar og Péturs Thorsteinssonar og hlustaði á ljóðmælgi, háfleyga heim- speki eða þá harðvítuga pólitíkina frændanna; líka mátti hún þola óskiljanlegt „s-mál“ föðursystra sinna sem kvökuðu sín hugðarefni á þessu dularfulla máli, sem oftar en ekki höfðu eitthvað með unga og lag- lega pilta og hýrt augnatillit að gera, og hæfðu ekki eyrum lítilla potta, sem amma var þá. Þegar amma var einungis 14 ára missti hún móður sína sem hún unni framar öllum öðr- um, en hún lést voveiflega. Ömmu sína Ástu sem bjó á heimili hennar missti hún skömmu síðar, en hún var hennar helsti uppfræðari í kvenleg- um dyggðum. Hafði móður hennar dreymt fyrir andláti sínu en hún var afar næm kona og berdreymin eins og hennar kyn allt. Amma þreyttist aldrei á að segja okkur af ættmenn- um sínum og forfeðrum sem ég get nú ekki nógsamlega þakkað. Allt voru þetta litríkir og sterkir per- sónuleikar, menn og konur stórra sæva. Kannski kemur að því að ein- hverjum afkomandanum lánist í anda skáldanna að endurskapa þetta andrúm gleði jafnt sem harmleiks, sem hafði að geyma öll þau element ekta drama eins og það gerist best, sem varð til á heimilum þessara óvenjulegu einstaklinga þar sem feg- urð, andagift og stórpólitík var höfð í hávegum. Umhyggja ömmu minnar fyrir annarra hag var mikil; góðvild henn- ar og ljúft viðmót ávann sér vini og aðdáun allra. Hún verðskuldaði þetta allt, hún var með afbrigðum hlý og góð manneskja. Hún var gædd ljúfu lundarfari, yndisleg kona og móðir. Hún var gjafmild svo af bar, gaf allt án löngunar til endur- gjalds. Amma reyndist öllum börn- um sínum afar ástrík móðir, og þá öllum afkomendum sínum, því við vorum öll börnin hennar, en einnig sýndi hún öðrum sömu ástúð og hlý- leika, einkum þeim er voru minni máttar, var hún sífellt með hugann við að gleðja, uppörva, hugga. Börn hennar öll báru til hennar takmarka- lausa ást. Um systkini sín þótti henni ákaflega vænt og talaði svo til dag- lega við þau af mikilli elsku, sem og allt sitt frændfólk og vinkonur. Hjónaband afa og hennar var fá- dæma gott, svo aldrei bar skugga á. Heimili ömmu bar vott um smekkvísi og fágun. Málverk gömlu meistar- anna skreyttu híbýli hennar, fagrir munir prýddu stofur og bækur þöktu veggi, sjálf var amma mesta stássið. Allt líf ömmu var spunnið úr þeli góðleika og mikillar hlýju til allra manna og málleysingja. Hún var gædd miklum mannkostum, ein- stökum mannskilningi og bar virð- ingu fyrir öllu því sem lífsanda dró. Amma bar sorgir sínar með skap- festu og hjartaprýði. Í henni fóru merkilega saman glöggleikur á mannlegt mótlæti en jafnframt lífs- gleði og bjartsýni. Hún var afar vönduð til orðs og æðis, mikil reglu- kona, réttsýn, umbar allt, skildi og fyrirgaf. Amma þótti fínleg og afar fríð kona, sönn dama í öllu tilliti; hún hafði verið alin upp við það að ganga reglulega um með bók á höfðinu, því ungar stúlkur skyldu vera beinar í baki og haga sér óaðfinnanlega; hún var kvik í fasi, létt í sinni, síkát og hláturmild, var hlátur hennar svo smitandi að allir fóru að hlæja sem heyrðu, hún hafði alla tíð ákaflega fallega rödd sem minnti einna helst á klingjandi róm ungrar stúlku. Amma hafði leiftrandi frásagnargáfu til að bera og var hún slíkur sögumaður að hversdagslegustu atburðir urðu að ævintýrum sem lengi sátu í minni hlustanda. Átti hún jafnvel til að leika söguna alla með tilþrifum. Var hún gædd ríku skopskyni og ákaf- lega fjörug og skemmtileg í viðræðu. Hún var söngvin, var sísyngjandi, skipti það engu hvort það voru gluntarnir sænsku, danskar eða norskar ástarvísur eða hátíðlegir sálmar, allt hljómaði það sem engla- söngur af vörum hennar. Var ryk- sugan gjarnan undirleikari hennar og söng hún þá aldrei fegurra. Amma var mikil listakona í höndum, skipti það engu hvort það voru ísaumaðir blúndudúkar, brúðuföt úr silki með skinnbryddingum og litrík- um, skrautlegum tölum eða viðgerð- ir nælonsokkar, allt var þetta listi- lega vel gert, örsmáar festingar DÓRA THORODDSEN                                   !!     !"  #    !"  $%  &' (    & " !"   %) *                                      !!" # $               %    &       ! " !!# "  " $$   %&'"  "(!$$  !!$  %' #"   !$ )                                         !  " #     ! $ #%  &          ! '()      * ()# +      $ ! ,! ! - -)  - - -)                     !"#            $ % & $'  ()!* ( & $'  " & $'  (% "#$+ +( *&&)*                ! "##$                    ! "#  " " $ "   # %   % &  $ &''$  ()   *%                                          ! " #     $$%     ! " # $# %%  &! '!$$(!   )!!$# %%  ' * # +$$(!  $ '# %%   , % '$(!-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.