Morgunblaðið - 17.06.2001, Síða 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 41
hálsmena sem alltaf vildu slitna lag-
aði hún af listfengi og þannig að ekki
slitnuðu aftur og biluð útvarpsvið-
tæki tók hún í sundur og setti saman
eins og ekkert væri; í öllum pottum
og pönnum frá fyrstu árum hjúskap-
ar hennar mátti spegla sig. Amma
saumaði sér einnig moppur tvær úr
marglitum tuskum, smeygði þeim á
fæturna og steig svo valsinn um öll
gólf með sínum elegant dömulegu
hreyfingum og söng um ástina og
gleðina og bónaði þannig gólfin svo
gljáðu sem fægður spegill. Hug-
mynd þessa hafði hún fengið frá
ömmu Theodoru sem hafði fundið
upp þessa frábæru vinnuhagræð-
ingu nema Theodora gamla söng
ekki heldur las á bók jafnframt því
og hún renndi sér sporlétt eftir gólf-
unum. Amma teiknaði stuttu fyrir
andlát sitt mynd, sem nú hangir uppi
á vegg, af litlum búttuðum telpu-
hnokka sitjandi á kopp sem snýr
baki við teiknaranum, í þröngu
blúndukoti með stóra rauða slaufu í
ljósu hári; ekki er að sjá að teikn-
arinn sé 87 ára gömul kona. Amma
var greind kona og víðlesin og fylgd-
ist með gangi þjóðmála sem heims-
mála fam á síðasta dag og var henni
ekkert mannlegt óviðkomandi. Hún
vildi vita allt, deila sorg jafnt sem
gleði með viðkomandi. Hún var
ávallt með bók eða blað við höndina
og þurfti jafnan að ræða skáldsög-
una eða einhvern fróðleikspistilinn.
Hún safnaði allt frá því hún var 14
ára gömul úrklippum úr dagblöðum,
sem eru einstæð heimild í dag um
daglegt líf Reykvíkinga um 70 ára
skeið. Innan um minningargreinar
má finna skondna tækifærisvísu eða
frásögn um kött sem rataði heim til
sín aftur yfir þvera Evrópu. Amma
var jafnan með ljóð á vörum eða
spakmæli sem passaði alltaf í sam-
ræðuna og orðhnyttni hennar var
fleyg.
Amma lét alltaf alla aðra ganga
fyrir eigin þörfum, til marks um það
er þegar hún fékk fyrir þó nokkru
hastarlegt hjartaáfall um miðja nótt
og beið til morguns með að hringja á
sekúritas-hnappinn sinn, því hún
vildi ekki vekja þá góðu menn um
miðja nótt!
Amma, besta amma í heimi, leyfði
mér að hafa pela til 7 ára aldurs, var
þetta leyndarmálið okkar, og var
hann snarlega falinn bak við stofu-
gardínu um leið og einhver kom í
heimsókn. Pelli var ávallt fylltur af
sykursætu kakói og hefur mér eng-
inn drykkur bragðast betur um æv-
ina. Ég man þegar ég var barn og
hún fór í leikhús eða bíó sem var þó
örsjaldan og áttu móðursystur mínar
sem þá voru að mínu mati sjálfupp-
teknar og dekraðar heimasætur, að
gæta mín, sat ég upp á eldhúsborði
og mændi örvæntingarfull út um
gluggann á stoppistöðina allan tím-
ann og beið eftir að sjá góðu ömmu
koma úr vagninum, fylltist svo slík-
um fögnuði að sjá hana, að ég byrjaði
að hoppa um öll gólf. Hún kom svo
inn úr dyrunum, með útbreiddan
faðminn, kyssti mig og hló og sagði
mér hve óskaplega mikið hún hefði
saknað mín allan tímann, sem þó
hafði ekki verið nema örskotsstund.
Á fimmtudagskvöldum þegar ekkert
sjónvarp var, settumst við amma
upp í strætó og fórum í salíbunu einn
hring um bæinn, biðum sallarólegar
og spjölluðum meðan vagnstjórinn
fékk sér kaffi á endastöðinni og fór-
um svo til baka; skemmtilegri ferðir
var ekki hægt að hugsa sér, því
amma sá svo margt merkilegt á leið-
inni sem þurfti að ræða, gat það ver-
ið rófulaus köttur, tandurhreinn
þvottur blaktandi á snúru eða fín frú
með barðastóran hatt að fjúka eftir
götunni. Sjálf fór amma aldrei svo í
strætó að hún hitti ekki einhvern
sem sagði henni ævisögu sína eða
jafnvel allar sínar raunir, reyndi
amma að hugga viðkomandi af bestu
getu, þótt bláókunnugur væri. Á
unglingsárum mínum þegar ég átti
til að bregða mér á ball og kom seint
heim, beið amma eftir mér með heitt
kakó og smurða flatköku, og sagði:
„Æ, segðu mér, svona segðu mér
allt,“ varð ég að segja henni allt og
fékk ég ekki betri hlustanda.
Svona orti elsti sonur hennar og
færði móður sinni eitt sinn í afmæl-
isgjöf, hafði hann og teiknað íðilfagra
engla með hljóðfæri sín, sem slöngv-
uðust um textann sem eitt væru:
Hefði ég til brunns að bera
bragsnilld eða djúpa speki
ljóð ég skyldi í skyndi gera ,
og skrifa þér með gylltu bleki.
Þú kúffull ert af kostum fínum
því komin ert af Thoroddsenum
(þótt skyldi ætla aðf skrifum mínum
að skáldagáfan væri í rénum).
Ættarmót og annan hugnað
okkur hefur þú og gefið.
Eitt hlaut fegurð, annað dugnað,
önnur gáfur. Ég fékk nefið.
Barnahópinn upp þú aldir
og enginn trúi ég því gleymi,
að þú föður okkar valdir,
er allrabeztur var í heimi.
Sem árin líða yngist frúin,
og þú virðist nú sem þrítug.
Enda bjargföst er mín trúin
um áttrætt verður þú sem tvítug
Þitt útlit stundum vill þó valda
vandræðum er seint mun linna
því ókunnugir oft þig halda
yngstu systur dætra þinna..
Þeir sem heimsóttu ömmu fóru
ríkari heim aftur; hún var svo lifandi
og heillandi pesónuleiki og gefandi af
jákvæðu lífsviðhorfi sínu og innri
birtu og framar öllu óbilandi bjart-
sýni. Fóru allir ætíð glaðir af hennar
fundi. Á skrifborði hennar, eftir lát
hennar, lá ritið Listin að lifa, listin að
deyja eftir Óttar Guðmundsson og
var hún að ljúka bókinni og komin að
kaflanum um Viðbrögð aðstandenda
við dauðanum; þarna lágu í stað bók-
merkis, silfruð, örþunn og fíngerð
læknaskæri. Hér var skorið á lífs-
þráð hennar: Sem sjálfur Drottinn
mildum lófum lyki / um lífsins perlu í
gullnu augnabliki.
Amma var einstæður persónueiki
og ógleymanleg öllum sem henni
kynntust og þá framar öllu vegna
ljúfrar framkomu sinnar, hjarta-
hlýju og lífsgleði. Mun ég reyna að
innræta dætrum mínum Rebekku og
Viktoríu lífsviðhorf ömmu minnar
bestu, svo það þær megi leiða inn á
farsælar brautir er hún gekk ævina á
enda.
Elsku hjartans amma mín, ég veit
margt hjartað harmi lostið sem mun
nú ekki framar sjá sólina daglangt í
heiði skína. Vertu sæl og Guð geymi
þig um alla eilífð.
Dóra Kjartansdóttir.
Allt frá því að við vorum litlar
stelpur munum við ekki eftir ömmu
okkar öðruvísi en svo að hún sé að
segja okkur barnabörnunum sögur
um fólk og löngu liðna atburði og
ekki nóg með það heldur þurfti hún
líka að leika þetta allt, og svo vel að
okkur fannst við hefðum sjálfar upp-
lifað allt sem hún sagði frá. Lang-
ömmur og langalangafar, löngu dán-
ir frændur og heimiliskettir spretta
ljóslifandi fram fyrir sjónum okkar í
sorgum sínum og gleði.
Foreldrar ömmu, Guðmundur og
Regína Magdalena Thoroddsen,
komu heim frá námi í Kaupmanna-
höfn seint í mars árið 1914. Réttri
viku síðar fæddist amma í húsi afa
síns og ömmu í Vonarstræti 12.
Amma flutti til Kaupmannahafnar í
„Stríðinu mikla“ 1916, þar sem faðir
hennar hugðist stunda framhalds-
nám í skurðlækningum.
Fjölskyldan sneri síðan heim að
fjórum árum liðnum og settist að í
Jónassen húsinu gamla í Lækjar-
götu 8. Faðir hennar var með þeim
fyrstu, ef ekki sá fyrsti, sem hafði
lært til skurðlækninga og hafði hann
feiknin öll að gera á stofunni sinni,
var hann talinn einn færasti hand-
læknir í Evrópu. Fyrir ofan „kont-
órinn“ hans var herbergi ömmu, sem
var elst af börnunum. Gat var á gólf-
inu á herbergi hennar svo að heita
loftið að neðan næði upp í herbergið
upp á lofti. Áttu börnin það til að
koma á fljúgandi ferð niður gatið
beint ofan í dívan er var fyrir neðan
og endasendast þaðan út á mitt gólf,
lækninum og sjúklingunum til mik-
illar hrellingar.
Amma og systkini hennar og aðrir
leikfélagar, léku sér í gamla mið-
bænum, þau voru í boltaleiknum „yf-
ir“ yfir þaki skrúðhúss Dómkirkj-
unnar. Allan daginn léku þau sér,
það eina sem þurfti að gera var að
sækja mjólkina kl. 8 í Laufás. Miklu
máli skipti að veðrið væri gott til
þessara leikja. Til að svo yrði trúði
amma því að ef hún velti sér þrjá
kollhnísa upp við svefnherbergis-
vegginn áður en hún færi að sofa og
talaði ekkert á eftir (það var erfiðast)
yrði veðrið skaplegt daginn eftir. Nú
þetta gerði hún ef mikið lá við og
aldrei brást veðrið. Fjölskyldan er
mikið gefin fyrir ketti. Einu sinni átti
hún leið fram hjá Barónsfjósinu, en
svo nefndist fjós við býli á Baróns-
stígnum, heyrir hún þá skvamp mik-
ið og andköf. Ofan í sýrutunnu nokk-
urri barðist lítill kettlingur fyrir lífi
sínu, en hann hafði álpast ofan í
tunnuna. Amma þrífur hann upp,
vefur hann örmum og ber hann
heim. Hún var í nýrri, rauðri kápu,
sem fór heldur illa, en það kom ekki
að sök þegar líf Sýraks litla var í
veði, en svo var hann nefndur eftir
þessa lífsreynslu.
Mamma ömmu lá iðulega „fram á“
eins og það var kallað. En hún var
mjög heilsulítil. Amma sagði okkur
að þegar mamma hennar átti von á
sér þá hengdi hún mynd af Bláa
flauelsdrengnum fyrir ofan rúmið
sitt. Hún horfði svo á kvöldin á
myndina, svo barnið yrði fallegt.
Þetta brást aldrei, öll börnin hennar
urðu eins og englar. Stundum þegar
langamma var ekki veik puntaði hún
sig upp í sitt fínasta púss, sem var nú
ekkert slor, og fór í spássitúr út í
Björnsbakarí til að kaupa rjómaboll-
ur með súkkulaði. Hún tók þá allt
stóðið, allar jafnvel búnar og hún í
flauelskápum með blúndum á upp-
slögum og á kraga, í lakkskóm og
með blúnduhatt niður í augu eða
stóra slaufu í gula hárinu sem búið
var að setja slöngulokka í en það var
ekki tekið út með sitjandi sældinni.
Þurfti að hita krullujárnið undir
potti svolitla stund og krulla síðan
einn lokk í einu. Tók þetta mjög á fín-
gerðar taugar litlu telpnanna, sem
létu sig þó hafa það, þar eð móðir
þeirra sagði jafnan: „Maður verður
að líða fyrir fegurðina.“ En þarna
spásseruðu þær allar saman á ís-
lenskum götum á spönskum skóm,
óðu leðju og for upp í kálfa.
Langamma var sem sagt mjög
„moderne“ kona. Þótti hún ein fal-
legasta kona á Íslandi. Pantaði hún
tískuföt frá kóngsins Kaupinhafn.
Pabbi ömmu hafði mikla ást á
náttúrunni. Gekk um allt landið. Á
sunnudögum fór hann stundum í
stuttar ferðir upp í sveit og tók þá
gríslingana með. Sagði þeim heiti
blómanna og frá lifnaðarháttum
fuglanna; hann lyfti steinum upp og
sýndi þeim að undir leyndist líka líf.
Tónlist var í hávegum höfð á heimili
ömmu og lærði hún að spila á píanó,
og söng pabbi hennar dönsk alþýðu-
lög. Þessi lög söng amma, sérstak-
lega þegar hún var að ryksuga. Hún
var svo „mússíkölsk“.
Heimskreppan kom til Íslands ár-
ið 1929. Efnahagur almennings var
mjög bágborinn. Fólk hætti að geta
borgað reikningana sína fyrir lækn-
isþjónustu. Langafi hafði þann van-
ann á að ef menn gátu ekki greitt
skuld sína, þegar reikningnum var
framvísað í fyrsta sinn, þá fleygði
hann honum, eða notaði hann til upp-
kveikju í ofni eða eldavél. Hann gerði
þá allavega gagn með þeim hætti.
Var þetta oftar en ekki. Langafi okk-
ar keypti öll tól og tæki í Frakklandi
fyrir Landspítalann. Hann lést í
hárri elli. Kom hann akandi í bíl sín-
um eftir Miklubrautinni, er kallið
kom. Svo giftusamlega tókst til, sem
reyndar var hans von og vísa, að ekki
hlaust slys af, því að hann náði að
leggja bílnum við vegarkantinn og
slökkva á honum, svo dó hann. Hann
var brenndur. Þegar sonur hans og
bróðir komu til að sækja öskuna var
ekki búið að færa hana í krukkuna,
en þegar líkbrennslumaðurinn ætl-
aði að gera það sprakk krukkan. Þá
seildist hann í nýja krukku fyrir
öskuna, var hún nr. 996, sama númer
og bílnúmer hans sem hann hafði átt
í 32 ár og stjórnaði svo vel inn í eilífð-
ina.
Amma okkar gekk í Kvennaskól-
ann. Hún lærði gullsmíði hjá Kjart-
ani Ásmundssyni, sem hafði gull-
smíðastofu niðri í bæ. Amma lærði
gullsmíði að ósk föður síns, þar sem
hún var svo handlagin. Henni líkaði
aldrei þessi iðn, nefndi það ekki
vegna þess að hún bar svo mikla
virðingu fyrir honum. Hún var eitt ár
úti í Englandi, síðan vann hún sem
meinatæknir á Rannsóknarstofu Há-
skólans, en hætti þegar hún giftist
Braga afa, sem dó 1961.
Amma okkar, þig dreymdi draum
stuttu áður en kallið kom. Þig
dreymdi afa, hann sagði að nú værir
þú að fara að flytja á nýjan stað. Þú
vissir að þú varst feig og vildir hitta
alla og eins og þín er von og vísa
gafstu öllum barnabarnabörnunum
gjafir. Sífellt að gefa en þáðir aldrei
neitt. Aldrei talaðir þú um sorgir
þínar, frelsi, ástríður og þjáningar.
Þú talaðir um börnin þín sem þú
unnir ofar öllu, vináttuna, hið góða
og illa, tímann, gleðina, fegurðina og
fjölskylduna, en gleymdir sjálfri þér.
Hvíl í friði, elsku amma okkar, heim-
urinn varð ríkari að hafa þig í hon-
um.
Dóra Dröfn Skúladóttir,
Lilja Lofn Skúladóttir.
Látin er í Reykjavík Dóra Thor-
oddsen, tengdamóðir mín. Tilveran
verður svo sannarlega litlausari án
þessa skrautblóms sem gaf enda-
laust frá sér gleði og jákvæðni.
Dóra amma fylgdist með öllum í
fjölskyldunni og gladdist fölskva-
laust þegar vel gekk, það var hennar
gleði í lífinu.
Sögurnar hennar Dóru voru
óborganlegar – smáatriði í tilver-
unni, urðu að spennandi og skemmti-
legum sögum, svo að jafnvel dauf-
gerðasta fólk lifnaði við og allir fóru
kátari af hennar fundi.
Ég er viss um að hún hefði slegið
Agöthu gömlu Christie við, ef hún
hefði sest niður við skriftir. Það er
ekki öllum gefið að koma auga á
spaugilega og skrítna hluti í gráma
hversdagsleikans.
Þessi lífskraftur hennar smitaði
frá sér og gaf okkur öllum svo mikið,
það finnum við nú þegar hún er horf-
in og getur ekki lífgað upp á tilveru
okkar lengur.
Elsku Dóra, hafðu hjartans þakkir
fyrir allt – dugnaðinn og kraftinn
þegar þú heimsóttir mig í vetur,
frekar af vilja en mætti og gladdist
með mér þegar vel gekk – að kunna
að kætast eins og þú er fáum gefið.
Blessuð veri minning þín.
Inga.
Tengdamóður minni Dóru Thor-
oddsen kynntist ég fyrir allmörgum
árum, þegar yngsta dóttir mín og
dótturdóttir hennar, Þeódóra Aþan-
asía, var að stíga fyrstu skrefin á
lífsbrautinni. Þau kynni voru í alla
staði ánægjuleg. Dóra var falleg
kona, sérkennilega ástrík og glað-
lynd, hlý í viðmóti, umtalsgóð og já-
kvæð í öllum viðhorfum, laus við
hverskyns fordóma og fullkomlega
æðrulaus í andstreymi lífsins. Hún
hafði misst mann sinn langt fyrir ald-
ur fram og alið ein upp sex börn, en
aldrei varð þess vart að henni þætti
hlutskiptið erfitt eða örlögin þung-
bær.
Þó kynni okkar Dóru væru svipul,
minnist ég þeirra með hlýju og þakk-
læti, af því fólki af hennar manngerð
er heilsusamlegt að kynnast. Bros
hennar, orðheppni og glaðværð voru
upplyftandi og skildu eftir í hug-
skotinu minningar um ylríkar og
bjartar samverustundir. Blessuð sé
minning hennar.
Sigurður A. Magnússon.
Hvar sem móðursystir mín kom
vakti hún athygli fyrir fegurð og
glæsileika. Hún var að eðlisfari hlát-
urmild og glaðsinna, víðlesin og hafði
afburða frásagnargáfu.
Dóra var um fermingaraldur þeg-
ar hún missti móður sína, Regínu
Benediktsdóttur, konu Guðmundar
Thoroddsen, prófessors og yfirlækn-
is. Ung giftist hún Braga Brynjólfs-
syni bóksala og eignuðust þau fimm
börn auk þess sem hún ól upp dótt-
urdóttur og nöfnu. Var einstaklega
hlýtt á milli þeirra hjóna en rúmlega
fertug verður hún ekkja og lifir eftir
það nægjusömu lífi og hélt alla tíð
eigið heimili. Aldrei heyrðist hún
kvarta og erfiðleikar virtust ekki
megna að hafa áhrif á hennar góðu
skapgerð.
Sjálfur á ég góðar minningar frá
veru minni sem barn á heimili þeirra
hjóna um nokkurra vikna skeið
vegna utanfarar foreldra minna.
Hafði hún sérstakt lag á að láta
manni líða vel og finnast maður vera
velkominn.
Brátt varð um hana að lokum, en
hún þurfti aldrei að dvelja langdvöl-
um á stofnunum og spítölum og fyrir
það ber að þakka.
Öllum afkomendum og tengda-
fólki frænku minnar sendi ég inni-
legar samúðarkveðjur.
Tryggvi Viggósson.
Elsku Dóra. – Alltaf þegar ég
hugsa til kærrar móðursystur minn-
ar, Dóru Thoroddsen, koma þessi
orð fyrst upp í huga mér – elsku
Dóra. Hún lést 6. júní síðastliðinn,
nákvæmlega hálfu ári eftir að móðir
mín, Regína Benedikta, lést. Á und-
an voru farin þau Skúli, Unnur, Ásta
og Katrín, sem dó í frumbernsku. Nú
eru þessi systkini sameinuð á ný. Sú
tilhugsun veitir mér yl og huggun.
Eftir lifa þau Hrafnhildur Gríma,
Þrándur og Ásta Björt.
Dóra var elst í þessum stóra
systkinahópi, þar sem mikið ástríki,
góðvild og glaðværð ríkti. Skugga
bar þó fljótt á. Ástkær móðir þeirra
dó, langt um aldur fram, þegar Dóra
var aðeins 15 ára gömul og móðir
mín 5 ára. Við heimilinu tók stjúp-
móðir þeirra, Lína Guðmundsdóttir
frá Brekkum í Mýrdal.
Minnist ég margra frásagna móð-
ur minnar, frá bernsku hennar, þar
sem Dóra kemur mjög við sögu. Mik-
il eftirvænting ríkti t.d. ávallt hjá
systkinunum þegar Dóru, þá ungri
konu, var boðið á bíó sem kom oft
fyrir því herrarnir slógust um að fá
að bjóða þessari fögru og gáfuðu
konu út. Þegar hún kom heim, röð-
uðu systkinin sér í flýti í kringum
hana og gerði hún þá fyrir þau að
endursegja alla myndina svo unun
var á að hlýða. Sagði mamma að það
hefði jafngilt því að fara á sjálfa
myndina. Frásagnargáfu hafði Dóra
slíka og þvílíka, að fólk bókstaflega
grét úr hlátri yfir kjarnyrtum og
hnyttnum lýsingum hennar á mönn-
um og málefnum. Orðalagið var engu
líkt, svo sérstakt var það, og svip-
brigði og leikrænir tilburðir einstak-
ir.
Mikinn og lifandi áhuga á um-
hverfi og þjóðmálum hafði Dóra jafn-
an og safnaði hún, frá unglingsaldri
fram á seinasta dag, úrklippum úr
dagblöðum um allt milli himins og
jarðar, sem er hið besta yfirlit yfir
daglegt líf Íslendinga um áratuga
skeið.
Hún skartaði ótal skínandi mann-
kostum. Ef ég ætti að nefna ein-
hverja, öðrum fremur, myndi ég
nefna glaðværð hennar og bjartsýni.
Hún bókstaflega smitaði frá sér lífs-
gleðinni. Því fundu allir fyrir, sem
kynntust henni. Alltaf var manni
léttara um hjartað eftir heimsókn til
Dóru – elsku Dóru. Hún lét ekki
skuggana í lífinu leika um sig – hún
var í sólinni.
Mildi og blíðu hlýt ég að nefna
næst. Einnig gjafmildi og hjálpfýsi.
Æðruleysi. Af nógu er að taka.
Hún var öllu fólki góð og öllum til
gleði í lífinu, rétt eins og systir henn-
ar, móðir mín.
Það er svo sárt að þurfa að skilja
við það sem er svo gott og fagurt.
Það er svo erfitt að skilja tilganginn
með því. En minningarnar lifa – þær
getur enginn tekið frá manni. – Væri
ekki dásamlegt að geta skilið eftir
sig svo geislandi hlýjar og bjartar
minningar sem þær? Svo dýrmætar
perlur. Þó ekki væri nema rétt brot
af þeim.
Hver minning dýrmæt perla
að liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf,
sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu
að kynnast þér.
( Ingibj. Sig. )
Ég votta öllum ástvinum Dóru
mína dýpstu samúð vegna fráfalls
yndislegrar konu. Guð blessi sál
hennar að eilífu.
Marfríður Hrund Smáradóttir.